Morgunblaðið - 10.05.1978, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 10.05.1978, Blaðsíða 1
Miðvikudagur 10. maí 1978 Bls. 33—64 HafraRÍlsfoss í Jökulsá er einn af 22 fossum á skránni, sem merktir eru þremur stjörnum, sem þýðir að þá eigi tvímælalaust að friða. Skráning gerð á fossum landsins, hverum og vatnasvœðum Verðmæti í kílówattstun dum Einnig mæld í unaðsstundum sveitabýlum, öðlast frelsi sitt að nýju. Mikið er notalegt að geta nú aftur setið í skjólbrekkunum upp af gamla bænum á Kirkjubæjar- klaustri og látið sér líða í brjóst við nið hinna svipfögru Systra- fossa og vel nýtur sín að nýju fossinn hái upp af Fossi, séður úr stuðlaborg dverganna þar skammt undan." Og síðar segir hann ennfremur: „Mikið veltur á góðri samvinnu og gagnkvæmum skiln- ingi þeirra, er vinna að orkumál- um og þeirra, er sinna eiga náttúruvernd. Því er vel, að komið hefur verið á samstarfsnefnd náttúruverndarráðs og Orkustofn- unar um þessi mál. Náttúruvernd- armenn verða að taka skynsam- legt tillit til virkjanaþarfa, en jafn nauðsynlegt er að þeir, sem að virkjunum standa, taki tillit til náttúruverndarsjónarmiða, t.d. þegar gera skai upp á milli staða fyrir hugsanlegar virkjunarfram- kvæmdir. Stórvirkjun i Blöndu hefur að öðru jöfnu þann kost fram yfir stórvirkjun í Jökulsá á Fjöllum, að með Blönduvirkjun er engum fossum fórnað, en stór- virkjun í Jökulsá eyðileggur röð af fossum: Selfoss,Dettifoss, og Hafragilsfoss, sé samanlagt eiga engá sína líka hérlendis og í Evrópu allri. Mætti kostnaðar- munur vera mikill til. að verjandi væri að velja fremur Jökulsá til virkjunar, og rétt er að fresta virkjun hennar í allra lengstu lög, þar eð af nógu öðru er af að taka“. • 18 háhitasvæði, 300 lághitasvæði I úttekt sinni á hverum og laugum, ölkeldum og kaldavermsli á Islandi, segir Sigurður Þórarins- son á einum stað: „Er meta skal, hvað margt og hvað helst skuli vernda af þessum fyrirbærum, er að mörgu að hyggja. Sjálfsagt er að vernda einhver dæmigerð eintök, ef svo mætti segja, af hverju jarðhitafyrirbæri fyrir sig — leirhveri, goshveri, ógjósandi hveri, venjulegar laugar, kolsýru- laugar, ölkeldur, kaldavermsl." Og Framhald á bls. 62. „Því er mjög á loft haldið og vissulega með veigamiklum rök- um, að í fossum landsins búi nokkuð af framtíð okkar þjóðar, er byggist á þeim verðmætum, sem mæld eru í kílówattstundum. En þar við liggur einnig brot af framtíðarhamingju þjóðarinnar, að hún gleymi því ekki, að í fossum landsins búa einnig verð- mæti, sem ekki verða metin til fjár, en mælast í unaðsstundum." Þannig farast Sigurði Þórarins- syni jarðfræðingi m.a. orð í lok greinargerðar í drögum að fossa- skrá, sem lögð var fyrir náttúru- verndarþing það, sem var að ljúka, ásamt skrá sama höfundar yfir hveri og laugar á Islandi, ásamt rpeð skýrslu Arnþórs Garðarsson- ar dýrafræðings um íslenzk vatna- kerfi og verndun þeirra. En tildrög þessa umfangsmikla verk- efnis, sem er raunar undirstöðu- verk fyrir verndun, er að náttúru- verndarþingið 1975 fól náttúru- verndarráði, sem þeir Sigurður og Arnþór eiga báðir sæti í, að gera úttekt á vatna- og jarðhitasvæð- um landsins, og ennfremur að láta gera heildaráætlun um verndun fossa, hvera, vatnasvæða og jarð- hitasvæða. • Fossaskrá með 270 nöfnum í fossaskrá Sigurðar Þórarins- sonar eru skráðir 270 íslenzkir fossar. Af þeim eru nokkrir merktir þremur stjörnum. Það eru fossar, sem hann telur að tví- mælalaust eigi að friðlýsa, ásamt nánasta umhverfi þeirra og því fyrr því betra. Þeir fossar eru 22 talsins, þar af þrír, sem þegar eru friðaðir innan þjóðgarða, þ.e. Hundafoss, Svartifoss, og Öxarár- foss. Hinir eru: Tröllafoss, Glymur, Hraunfossar, Fjallfoss í Dynjanda og fossarnir neðan við hann, Goðafoss, Hafragilsfoss, Detti- foss, Selfoss, Hengifoss í Fljótsdal og gljúfrið með Litlanesfossi, Ófærufossar í Eldgjá, Kvernufoss, Skógafoss,Seljalandsfoss, Gljúfra- búi, Foss í Stakkholtsgjá ásamt gjánni, Hjálparfoss í Þjórsárdal, Gjárfoss í Þjórsárdal, Háifoss í Þjórsárdal, Gullfoss í Hvítá. Segir Sigurður, að af þessum fossum séu 7, sem komið hefur til greina að virkja: Glymur, Fjall- foss, Hafragilsfoss, Dettifoss, Selfoss, Skógafoss, og Gullfoss. En Skógafoss muni nú teljast úr hættu. Þá eru í skránni 30 fossar, sem Sigurður telur mjög æskilegt að friða og gerð grein fyrir þeim. Þar er m.a. tekið fram að Aldeyjarfoss sé á mörkum þess að fá þrjár stjörnur, einkum vegna undur fagurrar stuðlabergsumgjarðar fosshylsins. Einnig að þó Dynkur sé talinn þar meðal fossa, sem mjög æskilegt sé að friðlýsa, sé ljóst, að vart verði staðið gegn virkjun hans, ef hún teljist mjög hagkvæm. En um allmarga af fossunum í þessum flokki gildi, að þeir séu í lítilli sem engri hættu. En Sigurður telur samt að friðlýsa eigi þá á næstu árum. Megi búast við að fossar bætist í þennan flokk, þegar náttúruverndar- nefndir og samtök hafi betrum- bætt skrána. Og raunar kemur í ljós aftast í skýrslunni, að tveir menn, Jón E. Isdal skipasmiður og Helgi Hallgrímsson náttúrufræð- ingur, hafa sent inn allmörg fossanöfn og upplýsingar um fossa, eftir að Sigurður lauk sínu verki og sjálfur hefur hann rekist á nokkra, og eru þeir taldir upp, um 90 talsins. Þriðji fossaflokkurinn hjá Sig- urði eru fossar með einni stjörnu, sem hann vill vekja athygli á, án þess að leggja dóm á, hvort ástæða sé til að friða þá bráðlega eða ekki. Eru 37 í þeim flokki. I ritgerð um fossa með skránni segir Sigurður Þórarinsson m.a.: „Enn eru Islendingar tiltölulega skammt á veg komnir varðandi virkjun fallvatna í landi sínu, miðað við þjóðir eins og t.d. Svía eða Norðmenn. Þó hafa allmargir fossar, smáir og stórir, horfið að mestu eða öllu, a.m.k. langtímum saman, vegna virkjunarfram- kvæmda. Ég minni á fossana í Andakílsá, fossana í Soginu, fossa í Mjólká, foss í Grímsá, foss í Smyrlabjargaá og nú síðast Lag- arfoss. Sigöldufoss er senn allur og sömu örlög bíða Hrauneyjafoss innan tíðar. Hins vegar hafa á síðustu árum þó nokkrir smáfoss- ar, sem beyslaðir voru á sínum tíma fyrir einkarafstöðvar á HÁHITASVÆÐI: TILÖGOR UM V€RNO • Friðlýst svœði • Alfriðun œskileg O Friðlýsing að hluta asskileg O Hiifð œskileg Stoerð hóhitasvceða í km* ihhmn.d:oMcusTOfHUN) RIYKJAVÍK ANll I97S. NÁTTÚRUVERNOARRÁÐ Tillögur að vernd á háhitas æðum. Svörtu dflarnir eru friðlýst svæði, rúðóttu svæðin tákna að alfriðun sé æskileg, þverröndóttu að friðlýsing sé æskileg að hluta og doppóttu að hlífð sé æskileg.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.