Morgunblaðið - 06.06.1981, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 06.06.1981, Blaðsíða 29
HVAS ER AÐ GERAST UM HELGINA? MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. JÚNÍ 1981 29 GALLERÍ DJÚPIÐ Síðasta sýningarhelgi hjá Sigurði Örlggssyni Nú fer í hönd síðasta sýningarhelgi hjá Sigurði Örlygssyni í Gallerí Djúpinu við Hafnarstræti, en sýningunni lýkur á miðvikudagskvöld. Á sýningunni eru 20 myndverk, sem unnin eru með blandaðri tækni, akríllit, sprautum, skapalónum, silkiprenti, ljósmyndum o.fl. Sigurður Orlygsson á sýningu sinni i Djúpinu. SAFNAHÚSIÐ Á SELFOSSI Kristinn Morthens opnar sýningu í dag kl. 14 opnar Kristinn Morthens sýningu í Safnahúsinu á Selfossi. Þar sýnir hann 40 olíu- og vatnslitamyndir, frá sjávarsíð- unni og landslagsmyndir. Þetta er 20. einkasýning Krist- ins, en hann hefur sýnt víða um land. Hann lærði í einkatímum hjá Eggert Guðmundssyni list- málara árið 1943. Sýningin stend- ur til 14. júní. Kristinn Morthens hjá mynd sinni „Frá Eyrarbakka“. (Ljósm. Si(í. Sigm.) K ... ■ •- --»» 1 Iif’ * ~ ^ NORRÆNA HÚSIÐ Sýning á myndskreyting- um Sigrid Valtingojer Sett hefur verið upp lítil sýning í anddyri Norræna húss- ins á myndskreytingum. sem Sigrid Valtingojer hefur gert við bók Ólafs llauks Símonar- sonar. „Galeiðan". Ilér er um að ra-ða 9 grafík- myndir (dúkskurður) og eru þær til sölu. Sigrid Valtingojer hefur tekið þátt í samsýningum og á t.d. myndir á sýningu, sem íslensk grafík stendur að og hefur farið um Norðurlöndin og er í Dan- mörku um þessar mundir. Einn- ig á Sigrid myndir á grafíksýn- ingu 17 íslenskra grafíklista- manna, sem er í Bandaríkjunum núna. Sigrid Valtingojer hefur stundað nám í auglýsingateikn- un í Frankfurt am Main. Hún hefur lokið námi í Myndlista- og handíðaskóla íslands í teikni- kennaradeild og grafíkdeild og vinnur nú sem grafíklistamaður. Hún hefur verið búsett hér á landi sl. 20 ár. Sýningin stendur til 15. júní. GALLERÍ SUÐURGATA 7 Danskur myndlistarhóp- ur sýnir tilraunalist í dag kl. 16 verður opnuð í hópsins Kanal 2. Ilópurinn hef- Gallerí Suðurgötu 7 sýning á ur rekið samnefnt galleri í verkum danska myndlistar- Kaupmannahöfn í 10 ár og hefur lagt ríka áherslu á að sýna allskyns tilraunalist. Kanal 2 hefur sýnt víða í Evrópu og t.d. tóku þau þátt í Experimental environment- sýningunni á Korpúlfsstöðum sl. sumar. Verk þeirra eru unnin með margskonar tækni. Lykke Rosenkrans sýnir verk unnin í plexígler, Lone Arendal ljóðrænt málverk, Lisbeth Hedeager fléttuverk, Söran Rosber silki- þrykk og Palle Jacobsen install- ation. Sýningin er opin alla daga frá kl. 4 til 7 og stendur til 17. júní. Finnskir list- málarar í Eden 11 m þessar mundir sýna þrír finnskir listmálarar verk sín í Eden i Ilveragerði og stondur sýning þeirra til 17. þ.m. Elína O. Sandström, sem nú sýnir í sjöunda skiptið í Eden um hvítasunnuna, hefur verið búsett hér á landi í 9 ár. Sýnir hún nú um 30 olíumálverk, að mestu íslenskt landslag og náttúra. Juhani Taivaljarvi, mágur Elin- ar, sýnir nú 13 málverk og eru fyrirmyndirnar að mestu finnsk- ar. Liisa Urholin-Taivaljarvi, systir Elínar, er með 34 „miniatyrer" blómamyndir á sýningunni. SJA NÆSTU SIÐU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.