Morgunblaðið - 13.04.1989, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 13.04.1989, Blaðsíða 1
64 SIÐUR B STOFNAÐ 1913 83.tbl. 77. árg. FIMMTUDAGUR 13. APRIL 1989 Prentsmiðja Morgunblaðsins Georgía: Sj álfstæðiskr öfíir verða ekki liðnar Moskvu. Reuter. :—jgp ..........'v*'"';v V' ”—v" -r-- Reuter Sovéski herinn hefiir mikinn viðbúnað í Tíflis í Georgíu og eru skriðdrekar og brynvarðar bifreiðar á hverju strái. Mótmælin um síðustu helgi hafa kostað 19 manns lifíð og þótt nú sé kyrrt að kalla er andrúmsloftið enn lævi blandið. Meirihlutí dönsku rík- isstj ómarinnar í hættu? Kaupmannahöfn. Frá N.J. Bruun, fréttaritara Morgunblaðsins. HELDUR hefúr syrt í álinn fyrir dönsku stjórninni, samsteypustjórn íhaldsmanna, venstre og radikala. Miðdemókratar, sem hafa stutt hana næstum í öllum greinum til þessa, hafa nú ákveðið að leita nánara samstarfs við jafhaðarmenn. MÍKHAÍL Gorbatsjov, leiðtogi Sovétríkjanna, skoraði í gær á Georgíumenn að halda friðinn en lagði jafnframt áherslu á, að Þörf fyr- ir veiði- heimildir Brussel. Frá Kristófer M. Kristinssyni, fréttaritara MorgTinblaðsins. Á óformlegum fúndi sjávarút- vegsráðherra Evrópubandalags- ins á Spáni í byijun vikunnar var ítrekuð þörfín á veiðiheimildum utan bandalagsins. Á fundinum voru ræddar skýrsl- ur, sem Manuel Marin, fram- kvæmdastjóri EB, lagði fram um ástandið á fiskmörkuðum EB og samskiptin við önnur ríki. Var mik- ið rætt um þann vanda, sem stafar í senn af minni afla á heimamiðum EB-ríkja og vaxandi sóknargetu flotans. Er búist við, að Wolfgang von Geldern, sjávarútvegsráðherra V-Þýskalands, muni gera starfs- bróður sínum, Halldóri Ásgríms- syni, grein fyrir umræðunum þegar þeir hittast í Bonn fyrir hádegi í dag. kröfúr þeirra um fullt sjálfstæði yrðu ekki liðnar. Kyrrð er nú komin á í Georgíu en í gær var tala látinna vegna átakanna um siðustu helgi komin upp í 19. í ávarpi sínu til Georgíumanna sagði Gorbatsjov, að átökin hefðu skaðað umbótastefnuna, áætlunina um að auka fullveldi ríkjanna á sem flestum sviðum. Að því væri þó áfram stefnt en ekki með því að bijóta upp ríkjasambandið. Það kæmi ekki til greina. Allt er nú með kyrrum kjörum í Georgíu en viðbúnaður hersins er enn mikill. Mikil spenna er þó enn í landinu og hafa margir í hótunum við þá, sem snúið hafa aftur til vinnu í höfuðborginni Tíflis. í dag- blaði hersins, Krasnaja Zvezda, sagði í gær, að sumir rússnesku hermannanna, sem bældu niður mótmælin, hefðu gengið mjög harkalega fram og þóst um leið vera að hefna sín á Georgíumönnum vegna glæpaverka Stalíns í Rúss- landi en einræðisherrann var frá Georgíu. Edúard Shevardnadze, utanríkis- ráðherra Sovétríkjanna, hefur verið falið að kanna ástandið í ættlandi sínu, Georgíu, og er haft eftir blaða- mönnum við georgíska sjónvarpið, að honum hafi hvarvetna verið vel tekið. í gær bauðst Dzhumber Pat- iashvili, formaður kommúnista- flokksins í ríkinu, til að segja af sér embætti vegna mótmælanna. Bente Juncker, þingflokksritari miðdemókrata, sagði, að með sam- vinnunni við jafnaðarmenn hefðu miðdemókratar einkum efnahags- málin í huga og ekki síst þau, sem Varsjárbandalag: Nýjar til- lögur um viðræður Austur-Berlín, Brussel. Reuter. Utanríkisráðherrar Varsjár- bandalagsríkjanna lögðu í gær ta, að fulltrúar þess og Atlants- hafsbandalagsins tækju upp við- ræður um fækkun og uppræt- ingu skammdrægra kjarnorku- vopna í Evrópu. I yfirlýsingu utanríkisráðherr- anna sagði, að Varsjárbandalagið vildi hefja viðræður um skamm- dræg kjarnorkuvopn í Evrópu og gætu þær farið fram samhliða Vínarviðræðunum um hefðbundinn herafla. Ekki er búist við, að NATO-ríkin muni svara tillögunni alveg að bragði og þykir líklegt, að þau muni vísa á bug algerri upprætingu skammdrægu vopnanna. Leggja sum ríkjanna áherslu á, að fyrst verði að sjást einhver árangur af viðræðunum um hefðbundna herafl- anri og efnávoþn. sneru að félagsmálum. Sagði dag- blaðið Börsen í gær, að yrði af þess- ari samvinnu flokkanna væri ríkis- stjómin „komin út í horn“, hefði aðeins stuðning Kristilega þjóðar- flokksins og Framfaraflokksins og þriggja af fjórum fulltrúum Færey- inga. Samtals 90 þingmenn en minni má meirihlutinn ekki vera. Svend Auken, formaður Jafnað- armannaflokksins, hefur fagnað yfirlýsingum miðdemókrata og seg- ir þær sýna, að stjórnin standi á brauðfótum. Þá hefur Kofoed- Svendsen, formaður Kristilega þjóðarflokksins, látið svo ummælt, að þótt flokkurinn hafi stutt stjórn- ina hingað til muni hann ekki gera UMRÆÐUR urðu á norska Stór- þinginu í gær um sovéska kjarn- orkukafbátinn, sem sökk suður af Bjarnarey, og var Johan Jörg- en Holst varnarmálaráðherra harðlega gagnrýndur fyrir að hafa haldið því leyndu í nokkrar klukkustundir. Kvaðst hann taka á sig alla ábyrgð á því. „Sem æðsti yfirmaður varnar- málaráðuneytisins tek ég á mig alla ábyrgð á því, að svo langur tími leið þar til skýrt var frá slysinu,“ sagði Holst í umræðunum og nefndi sem ástæðu, að um slysið hefði í fyrstu verið fjallað sem leyniþjón- það áfram þegjandi og hljóðalaust. Segir hann, að í ýmsum málum, einkum þeim, sem varða lífssýn kristinna manna, sé flokkurinn á öndverðum meiði við stjórnarflokk- ana. Miðdemókrötum finnst sem stjórnarflokkarnir hafi ekki staðið við fjárlagasamkomulagið frá- í des- ember og hafa þeir sent einstökum ráðherrum lista jrfir það, sem þeim þykir hafa farið miður. Þessum aðfinnslum hafa ráðherrarnir vísað á bug en það eru einkum fyrir- hugaðar breytingar á skattalögum, sem ágreiningur er um. Ole Stavad, talsmaður jafnaðarmanna í skatta- málum, segir í viðtali við Börsen, að jafnaðarmenn og miðdemókratar muni vafalaust geta náð saman um þær breytingar, sem nauðsynlegar séu í dönsku samféiagi á næstu árum. ustumál. Margt bendir til, að Holst hafi fyrst frétt af slysinu um klukkan 15.00 á föstudag (13.00 að ísl. tíma) eða næstum samtímis því að sov- éski kjarnorkukafbáturinn var að sökkva. Hann hefur því þagað um það í rúmar sjö klukkustundir en fyrstu fréttirnar komu fram hjá bandarískri sjónvarpsstöð kl. 22.00 að norskum típia. Þá vissi yfirstjórn hersins í Norour-Noregi ekkert um slysið og Gro Harlem Brundtland forsætisráðherra fékk sína fyrstu vitneskju um það í síðasta frétta- tíma norska sjónvarpsins. Reuter Indíáni í Elysée-höll Francois Mitterrand Frakklandsforseti hafði í gær boð inni í Elysée- höll í París fyrir indíánahöfðingjann Raoni en hann var kominn alla leið frá frumskógum Amazonlandsins í Brazilíu til að tala máli síns fólks. Hefur það víða orðið að hrekjast úr heimkynnum sínum undan stóijarðeigendum, sem brenna upp skóginn til að fá bithaga fyrir nautahjarðir. Á þessum sama fundi var einnig söngvarinn Sting en hann er framarlega í baráttunni fyrir varðveislu regnskóganna, þessar- ar helstu súrefnisuppsprettu á jörðinni. Eins og sjá má er Raoni í höfðingjaskrúða og með myndarlega neðrivör en það mun þykja ekki ófínt í hans átthögum. Umræður á norska Stórþinginu: Holst g'agrirýndur Ósló. Frá Rune Timberlid, fréttaritara Morgunblaðsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.