Íslendingaþættir Tímans - 01.02.1975, Blaðsíða 1

Íslendingaþættir Tímans - 01.02.1975, Blaðsíða 1
ÍSLENDINGAÞÆTTIR Laugardagur 1. febr. 1975 3. tbl. 8. árg. Nr. 194. TIMANS PÁLL ÍSÓLFSSON Kveðja frá Tónskáldafélagi íslands bað er óþarfi að skýra frá æviferli Páls ísólfssonar, eða tiunda störf hans i þágu islenskrar tónlistar. Svo kunn voru þau þjóðinni og henni hjartfólgin. Og það er ógerlegt að lýsa I orðum þeim tilfinningum, sem bærast i brjóstum okkar, núna þegar Páll er allur. Thomas Mann dregur upp ógleym- anlega mynd af organista i þýskum smábæ i skáldsögu sinni Doktor Faustus. Hann nefnist Wendell Kret- schmar og kann allt sem að tónlist lýt- ur, — er afburða organleikari, kenn- ari, fræðimaður og tónskáld. bað er þessi manngerð, sem hefur verið burð- arásinn i þýsku tónlistarlifi i fjögur hundruð þar. beir menn voru óþreyt- andi að miðla öðrum af nægtabrunni tónlistarinnar, stundum fyrir daufum eyrum, en þó ekki alltaf. Mér fannst Páll aö mörgu leyti þessi manngerð, þó gjörólikur væri persónu Thomasar Manns. Páll var hinn þýski kantor, enda menntaður i þeim skóla. Páll var ekki eingöngu afburða org- ansnillingur, hann var einnig frábær kennari og mikill uppfræðari, liðtækur pianóleikari, kór- og hljómsveitar- stjóri og skipuleggjari. í stuttu máli: driffjöður i öllum tónlistarmálum. Mér eru minnisstæðir tónleikar sem hann hélt, fyrir mörgum árum, fyrir okkur krakkana i Menntaskólanum. baö komu mjög fáir. En efnisskráin var mjög vönduð, og Páll flutti verkin eins og væri að leika fyrir tignasta fólk heimsins, i frægasta hljómleikasal veraldarinnar. Ég man enn hvað hann sagði á eftir: það eru ekki alltaf bestu tónieikarnir sem eru fjölsóttastir, það er stundum best að spila fyrir fáa. Hvað skyldi Páll hafa haldið marga slika tónleika? Ég held aö þau mörgu störf sem hlóðust á Pál hafi gert það að verkum, að hann lagði ekki rækt við tónsmiða- gáfu sina sem skyldi. En á þvi sviði bjó hann yfir miklum hæfileikum og sjald- gæfum: hann haföi frábæra laglinu- gáfu. bessi gáfa, — að semja „góða” laglinu — er kannski sú mikilvægasta i tónlistinni, þótt hún sé oft vanmetin af þeim sem berja saman tónlist meir af vilja en mætti. bað eru engar reglur til um hvernig „góðar” melódiur eiga að vera. Sumar eru góðar, aðrar ekki, — það er allt og sumt. Samt er ótrúlegt hvað Páll afkastaði miklu. Mér þykir vænst um þau lög hans, sem bera svip þjóðvisunnar: Hrosshár i strengjum ...Ég beiö þin lengi lengi....Sáuð þið hana systur mina....Við litinn vog I litlum bæ....og margt fleira. í tónlsitinni var Bach hans alfa og ómega. En um leið var Páll alltaf for- vitinn um nýjungar I tónlist, hann vildi skilja þær og fylgjast með. Tilraunir I tónlist tuttugustu aldar voru ekki hans hjartans mál, og hann kannski ekki sáttur við þær allar. En við okkur, svokallaða yngri menn, ræddi hann málin af mikilli viðsýni, óvanalegu fordæomaleysi og yfirgripsmikilli þekkingu á samhengi tónlistarþrótun- ar i aldanna rás. Páll var I fjölda ára heiðursforsetl Tónskaidafélags Islands. Að leiðarlok- um þakka islensk tónskáld honum störf hans og afrek, og við vottum ekkju hans, frú Sigrúnu, og aðstand- endum innilega samúð. Atli Heimir Sveinsson.

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.