Vísir - 05.11.1956, Blaðsíða 1

Vísir - 05.11.1956, Blaðsíða 1
12 bls. 12 bls. ðl. irg. Mánudaginn 5. nóvember 1956 251. tbl. stefnt vera ao semja hers síns. Æíishvrjjggrþinf/ Sþ. krefst9 ttð iit'sssar rerði ú hratt úr írtt í/verja íttn tlí. Þau tiSindi gerðust í gærmorgun, að Rússar tefldu óvígum her gegn Budapest og öðrum borgum Ung- verja, til að kæfa uppreist ungversku þjóðarinnar í einu vetfangi, og tefla þeir meðal annars fram 1000 skriðdrekum gegn höfuðborginni. Ilálfur mánuður er nú liðinn, síðan Ungverjar hófu upp- reistina gegn Moskvuvaldinu, en sýnt þykir, að þeir muni ekki standasf liersveitum Rússa snúning, þar sem þeim berst engin lijálp erlendis frá, enda þótt ofí sé um hana beðið. vonlaus nema hjáip berist. Eitt hið seinasta sem heyrðist í þessa átt'var beiðni um hjálp frá rithöfundum Ungverjaiands Fregnir frá Vínarborg hermdu, að Györ væri á valdi Rússa en þar var ein aðalbæki-! stöð frelsisvina. í þessum fregn: í gær íréttist um sókn Rússa í Ungverjalandi og að hersveitir þeirra hefðu um- kringt Budapest og hafið skot- hríð á iiana, og bardagar væru byrjaðir víða í landinu. — Hvarvetna í hinum frjálsa heimi hefur þessi níðingslega árás verið fordæmd og alls- herjarþing Sameinuðu þjóð- anna kom .saman til fujidár í nótt, eftir að árásin hafði verið rædd í Öryggisráðinu og fulí- trúi Ráðstjórnarríkjanna þar beitt neitunarvaldi gegn hvers- konar aðgerðum. íbúar Budapest voru sem lostnir reiðarslagi og allir lands menn, er árásin var gerð. Sam- komulagsumleitanir voru hafn- ar milli Ungverja og Rússa um forottflutning rússnesks herliðs og önnur deiluatriði. Tóku þátt í þeim af Ung- verja hálfu m. a. tvéir helztu herforingjar frelsisvina, en Rússar rufu grið á þeim og handtóku þá, eftir að annar fundur nefndarinnar hófst á laugardagskvöld seint, eða þá iim nóttina. j Nagy forsætisráðherra gafst jtími til þess að segja frá árás- jinni í útvarp, biðja um hjálp og hvetja þjóðina til að verjast. Eftir á var leikinn ungverski þjóðsöngurinn. Skömmu síðar þagnaði útvarpið í Búdapest, en er það hóf útvarp aftur, var það á valdi Rússa og var til- kynnt að stjórn Nagys hefði verið sett af en Kadar aðalrit- ari kommúnistaflokksins, mynd að sijórn. Hún lofaði öllu fögru um uppgjöf saka o. s. frv., en litið er á hana sem leppstjórn Rússa og ekkert annað. Af útvarpi frá litlum sendijstöðýum f relsisvina1 kemur æ betur í ljós, hversu grimmilegar aðf arir Rússa eru og kallað er á hjálp marg sinnis gegnum stöðvar þess-j ar. Hvað gera Bandaríkiri? Hvað gera Sameinuðu þjóð- irnar? er spurt. Það er skýrt frá því, að ung- verski herinn verjist, hand- sprengjum sé varpað á rúss- neska skriðdreka, og jafnvel að vopnlítill almenningur ráðist til uppgöngu á þá, en vörnin sé um var sagt, að Rússar beittuj yfir 1000 skriðdrékum í Búda- pest og sprengjuflugvélar þeirra væru yfir borginni. Þá birtust fregnir um, að Mindszenty kardináli hefði leit- að hælis í brezka sendiráðinu, en óttasleginn almenningur leitaði skýlis í kjöllurum hús- anna, sem læg'ju undir fall- byssuskothríð Rússa. Samúðaralda um heim állan. | Fregnirnar um árásina vöktu samúðaröidu um allan hinn frjálsa heim. Hansen f orsætisráðherra Dana vottaði Ungverjum sam- úð dönsku þjóðarinnar i útvarpi og skoraði á ráðstjórnina rúss- nesku að kveðja heim her sinn frá Ungverjalandi og hindra ekki þjóðina í að fá sjálfstæði. í sömu átt hnigu ávörp frá for- setum sænska þingsins. Hvað gerir ríkisstjérn r Islands ? Váíeg tíðindi berast nú frá Ungverjalandi, þar sem þjóðin gerir örvæntingarfulla tilraun til að hrinda af sér oki kommúnismans, sem hefur þjakað hana í fullan áratug. Síðustu atburðir þar í landi, er Rússar sig'a morðingja- sveitum sínum á nær varnarlausan landslýðinn, hafa vakið samúð um allan heim, svo að forvígismenn á Norðurlönd- uin hafa ávarpað þjóðir sínar í útvai'pi til að votta þeim vinfeng og samúð, svo sem forsætisráðherra Danmerkur og forsetaar sænska þingsins. Það er þvi ekki einkennilegt, þótt íslenzkur almenningur spyrji, hver verði viðbrögð íslenzku ríkisstjómarinnar og forseta Alþingis. Treystir Hermann Jónasson sér til að ávarpa íslendinga í útvarpinu og til- kynna þeim, að stjóm hans votti ungversku þjóðinni samúð sína ®g allra sannra íslendinga? Eða þegir þessi bandingi kommánista þunnu hljóði? Meim mega merkja lýðræðis- ást hans og stjómar hans að nokkra af viðbrögðum hans í þessu máli. Ungverjaland og' Sameinuðu þjöðirnar. Bandaríkin kröfSust í gær fundar í Öryggisráðmu. Málinu Frh. á II. s. Guð einn getur svarað. Frá fréttaritara Vísis. — Osló . nóv. „Hver er kristinn í Hauga- simdi?“ Þessi spuming var í auglýsingu frá trúboðastofnun einni þar í bæ. Ýmsú' gerðu athugasemd við þetta og meðal annars sagði í grein í „Haugesunds Dagblad“ að þessari spurningu gæti engT inn svarað nema guð sjálfur. Unyir í mnmttö simtA. urt má kommúni úr ríkisstjórn Is íslenzka þjóðin hlustar nú á það með hryllingi hvernig morðvopn hins rússneska kommúnisma kæfa frclsisbaráttu ungversku þjóðarinnar. Allur heimurinn hlustar nú í ofvæni á neyðaróp liinnar þjökuðu og deyjaridi bjóðar mcð- an hervald kommúnismans brýtur hina hugrökku ung- versku þjóð undir ok sitt og hneppir hana í þrældóm. Islenzka þjóðin finnur sárt til með þeim sem kúgaðir eru. Hún hefur sjálf verið kúguð. Hun fordæmir kugar- ana og alla, sem þeim fylgja. Islenzkir kommúnistar eru skoðanabræður og banda- lagsmenn þeirra sem nú kúga ungversku þjóðina með svo hryllilegum hætti, að þess eru fá dæmi. Konur, börn og ungmenni í tugþúsunda tali eru skotin til bana með köldu blóði fyrir það eitt að biðja um frelsi. Meðan þessu fer fram, þarf íslenzka þjóðin að þola þá auðmýkt, að horfa á skoðanabræður kúgaranna sitja í ríkisstjórn sinni. i Slíka auðmýkt getur kjóðin nú ekki þolað. Hún getur ekki þolað l>að, að þeir menn stjórni henni, sem vinna eítir sömu leiðum, að sama tak- marki og með sömu lífsskoðun og hinir blóðugu kúgarar Ungverjaiands. Þess vegna er fiað krafa íslenzku fjjóðarinnar í dag, að kommúnistar víki úr ríkisstjórn landsins. Tvö banaslys í gær. Annað hjá Fiskilæk í Borgarfirði, hitt í Reykjavík! Tvö banaslys urðu í sambandi við umferð um helgina, annað uppi í Borgarfirði í gær, hitt hér í Reykjavík í nótt. Bæði slysin niunu hafa orsakast með þeim hætti að bifreiðum var ekið aftan á vörubifrriiðar. Kristján Guðmundsson, lézt af völdum árekstursins. Frá fréttaritara Vísis. — Osló . nóv. Hér eftir geta allir þeir, sem eru orðnir 70 ára, ferðast á bamamiðum í strætisvögnum í Osló. Tilkynning þessi hefur vakið bEéði ánægju og hlátur. Slysið í Borgarfirðinum varð á svokölluðum Fiskilækjarmel- um, skammt norðan við bæinn Fiskilæk kl. rúmlega 5 síðdegis í gær. Þar voru þrír menn á ferð í bifreið, er var að koma frá Akranesi og ætlaði vestur í Dalasýslu. Bifreiðinni var ek- ið aftan á vörubifreið, sem var á veginum og með þeim afleið- ingum að einn mannanna, síra Pétur Tyrfingur Oddsson prö- fastur að Hvammi í Dölum, slasaðist til bana. Hinir tveir mennirnir munu ekki hafa slas- ast alvarlega. Talið er að síra Pétur muni hafa dáið samstund í nótt varð dauðaslys á Ný- býlaveginum. Fólksbifreiðin G-1045 ók aftan á vörubifreið- ina R-6845, sem stóð kyrr á veginum. Bifreiðarstjórinn, Slysið varð kl. 1,45 og mun hafa borið til með þeim hætti, að bifreiðin var að fara fram úr annarri bifreið, en ökumað- urinn mun ekki hafa tekið eft- ir vörubifreiðinni, sem stóð á vegarbrúninni. Áreksturinn var það harður að bifreiðin G-1045 er talin gerónýt. í bifreiðinni voru þrír far- þegar: Erling ísfeld Magnússon, Nökkvavogi 50, Sigurður Guð- mundsson, Nökkvavogi 28, og Björgviln Friðrik Kristinsson, Hraunteig 15. Meiddust farþeg- arnir allir nokkuð og voru flutt ir í slysavarðstofuna. Bifreiðar- stjórinn var látinn þegar lög- regla, sjúkralið og rannsóknar- lögreglan kom á vettvang. Blaðinu er ekki kunnugt um heimilisfang bifreiðarstjórané. Norðmenn eru nú að láta smíða 31.000 smál. olíuskip í Hollandi. Það verður knú- ið eimtúrbínum.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.