Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 135. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						Laugardagur 19. júni 1965
MORCUNBLAÐID
15
f DAG, 19. júní, er hálf öld
liðin frá þeim degi, er þjóð-
fáni íslendinga var lögfestur.
Fáninn var löggiltur með
konungsúrskurði hinn 19. júní
1915, en lög þau, sem nú gilda
um hann, voru staðfest á Lög-
bergi við Öxará 17. júní 1944.
Voru það fyrstu lög, sem for-
seti íslands staðfesti eftir lýð-
veldistökuna.
Forsaga íslenzka fánans er ekki
löng, því að það var ekki fyrr
en seint á siðustu öld, að fslend-
ingar vildu fá sinn eigin fána.
Nokkrar greinir urðu með mönn-
nm, þegar fáninn skyldi valinn,
og mun mikill meirihluti þjóð-
arinnar hafa kosið, að Hvítbláinn
yrði fáni Iandsmanna, þ.e. heið-
blár fáni með hvítum krossi.
Einar Benediktsson var upphafs-
maður þess fána, en Matthías
Þórðarson mun fyrstur manna
hafa stungið upp á þeirri gerð,
Bem fyrir valinu varð og íslend-
íngar búa enn við. Skal þessi
saga rakin hér í svo stuttu máli
sem kostur er. Sleppt er sögu is-
lenzka skjaldarmerkisins og hug
myndum manna um það, en lengi
var það svo, að íslendingar gerðu
engan mun á fána og merki.
Fyrsti fáni, sem hér var sér-
staklega notaður, var raunar e.k.
félagsmerki, sem Skúli landfógeti
Magnússon lét Eggert Ólafsson
teikna handa stofnunum og skip-
urri innréttinganna i Reykjavík
um 1752. í fánanum, sem líklega
hefur verið rauður (síður blár)
»ð lit, var mynd af flöttum þorski
og stafirnir P. I. I. (Privilegerede
Islandske Interessenter). Sá fáni
niun ekki hafa verið notaður leng
ur en til ársins 1764.
Þorskafánl Jörundar
J0rgen J0rgensen (Jörundur
hundadagakonungur), sem tók
hér völd í júní 1809, lét gera sér-
ítakan fána handa íslandi. Segir
svo í placati hans frá 11. júlí
J809: „Ad þad islendska Flagg
skal vera blátt, med 3ur hvítum
Þorskfiskum á, hv0rs vyrdíngu
Vér viljum takast á hendur að
forsvara med Voru Lífi og Blodi".
Þorskarnir þrír voru í efri stang-
arreit, og var fáni þessi dreginn
að húni og hylltur með fallbyssu-
skotum á hádegi 12. júlí 1809.
Fánastöngin var við pakkhús
eitt í Hafnarstræti (rétt vestan
við Búnaðarbankahúsið, sem nú
er).
Fál'inn hviti á feldi blám
Þegar líða tók á 19. öld, vildu
menn taka fálkann upp i skjald-
' •rmerki íslands 1 stað flatta
þorsksins, og hugsuðu menn sér
þá jaínframt, að fálkinn yrði í
fána íslendinga. Þá hófust og
skrif um það, að hvítt og blátt
væru hinir sönnu þjóðarlitir ís-
lendinga. Sigurður málari Guð-
mundsson vakti einna fyrstur
máls á því, að fálkinn væri sæmi-
legra tákn en þorskurinn, og fyr-
ir atbeina hans tóku stúdentar
fálkann upp í merki sitt (1873)
og skólapiltar nokkru seinna.
Fálkahugmynd Sigurðar breidd-
ist ört út, og á þjóðhátíðinni 1874
var merki með hvítum fálka í
bláum feldi mjög víða notað við
hátíðahöldin á íslandi og jafnvel
meðal íslendinga í Vesturheimi.
Var mikil hreyfing uppi um það,
•ð hvítur fálki í bláum feldi
skyldi vera þjóðtákn íslendinga,
og þá bæði skjaldarmerki og fáni,
að svo miklu leyti, sem menn
gerðu sér ljósan greinarmun á
þessu tvennu. Fram undir alda-
mót voru íánar af þessari gerð
víða notaðir við hátíðahöld, eink-
um á þjóðhátíðum.
Hugmynd Valtýs
1885 var að frumkvæði Val-
týs Guðmundssonar lagt fram á
Alþingi írumvarp til laga um
þjóðfána fyrir ísland. Er þar lagt
til, að fánanum sé skipt í fjóra,
ferhyrnda reiti, er séu greindir
með rauðum krossi hvítjöðruð-
um. Þrír reitanna skyldu vera
bláir og á hvern þeirra markaður
hvítur fálki. Sá f jórði, efri stang-
arreitur, skyldi vera rauður með
hvítum krossi. — Frumvarp þetta
dagaði uppi.
Hvitbláinn
13. marz 1897 skrifaði Einar
Benediktsson merkilega grein í
blað sitt, Dagskrá, um fána- og
skjaldarmerkismálið. Gerir hann
þar glöggan greinarmun á fána
og skjaldarmerki, og gerir það
síðan að tillögu sinni, að fáni
Islands verði „hvítur kross í blá-
um feldi". Grein þessi markaði
tímamót í fánamálinu,  því  að
rauðum krossi í miðju". Mun það
í fyrsta skipti, sem hugmynd um
núverandi fána var lögð fram op-
inberlega, en nokkuð minnir
samsetningin á fána Valtýs, sem
fyrr er frá greint. Á fundi þess-
um var kosin fimm manna íram-
kvæmdanefnd í fánamálinu.
Hlutu kosningu þeir Bjarni Jóns-
ipji'i •'!';" - " " 'JVí
Matthias Þórðarson átti hug-
myndina að þjóðfána íslendinga.
Hvítbláinn, eins og hvítblái fán-
inn var kallaður, átti eítir að
ávinna sér geysilegar vinsældir
meðal þjóðarinnar, og enn munu
þeir til, sem sakna þess sárlega,
að hann skyldi ekki verða fyrir
valinu sem þjóðfáni íslendinga.
Eins og kunnugt er, voru það
kvenfélagskonur í Reykjavík,
sem hófu þennan fána fyrst á
loft. Var það á Þjóðminning-
unni (þjóðhátíðinni) í Reykjavík
sumarið 1897. Það var -þó ekki
fyrr en árið 1905 og næstu ár
þar á eftir, að fáni þessi fór að
breiðast út um landið. Ýmsar
fleiri tillögur voru þó á kreiki,
sem of langt er upp að telja,
enda náðu þær engri lýðhylli. Má
nefna tillögu um einlitan fána,
bláan eða rauðan, með hinni
„heiðnu fimmgeisluðu stjörnu"
eða hamarsmarki Þórs, hina
gömlu tillögu um hvítan fálka í
bláum feldi, sem alltaí mun hafa
átt sér nokkra fylgismenn, og til-
lögu um mynd af „Fjallkonunni"
í hvitum feldi. Stúdentafélagið
í Reykjavík boðaði til fundar um
fánamálið 27. sept. 1906, og var
þingmönnum boðið þangað. Þar
sýndi Matthías Þórðarson fána,
sem hann hafði gert, „var það
hvítur kross í blám  feldi með
Einar Benediktsson átti hug-
myndina að hvítbláa fánanum.
son frá Vogi, Guðmundur Finn-
bogason, magister, Benedikt
Sveinsson, ritstjóri, Magnús Ein-
arsson, dýralæknir, og Matthías
Þórðarson,     fornmenjavörður.
Nefndin skilaði síðan áliti í
tvennu lagi á fundi Stúdentafé-
lagsins 22. október 1906. Meiri-
hlutinn (fjórir nefndarmenn)
lagði til, að fáninn skyldi vera
blár feldur óklofinn með hvítum
krossi; álmubreidd krossins
kyldi vera einn áttundi af breidd
fánans, mælt við stöngina; bláu
reitirnir nær stöng skyldu vera
réttir ferhyrningar og bláu reit-
irnir fjær stönginni jafnbreiðir
þeim, en tvöfalt lengri. Enn frem
ur var lagt til, að þessa fána
skyldi aflað fylgis með þjóðinni
með ýmsum hætti. Minni hlutinn
(Matthías Þórðarson) ritaði und
ir þetta nefndarálit með því á-
greiningsatriði, að fáninn skyldi
vera blár með rauðum. krossi,
en hvítum röndum utan um
rauða krossinn. Á fundinum
hafði Guðmundur Finnbogason
framsögu fyrir meirihlutann og
taldi það áliti hans til gildis, að
í fánann væru teknir fornir þjóð-
litir íslenzkir, en minnihlutinn
fann það fána þessum til foráttu,
að hann væri of líkur fánum
sumra þjóða annarra. Allar til-
lögur meirihlutans voru sam-
þykktar á fundinum með þorra
atkvæða. Nú var hafin barátta
'fyrir hvítbláa fánann um land
allt, send út áskorun til lands-
manna, boðað til útbreiðslufunda
o.s.frv. Fékk Hvítbláinn meira
og eindregnara fylgi, en nokkur
hafði vænzt. Fólk víða um land,
og þá ekki sízt í Reykjavík, lét
gera sér eða keypti hvítbláa fán-
ann og flaggaði honum við sér-
stök tækifæri. Lítill sem enginn
ágreiningur var um það, að ís-
lendingar ættu að taka upp sér-
stakan fána til heimanotkunar,
þótt ekki væri meira, og lang-
flestir vildu, að hvítblái fáninn
Kristjáni konungi tíunda þótti
Hvítbláinn líkjast um of
griskum fánum.
yrði fyrir valinu. Þó heyrðust
fljótlega raddir um, að hann væri
of líkur gríska „landflagginu", og
úr f jarlægð yrði hann lítt greind-
ur frá sænska fánanum, sem er
blár með gulum krossi. Með
notkun og aldri mundi hvíti
krossinn sölna, en sá guli fölna,
svo að íánarnir yrðu of líkir
hvor öðrum, einkanlega úr nokk-
urri fjarlægð séðir. — Á Alþingi
1911 fluttu Benedikt Sveinsson,
Bjarni Jónsson frá Vogi, Jón Þor-
kelsson, Skúli Thoroddsen og Jón
Jónsson frumvarp til laga um
íslenzkan fána, og var þar gert
ráð fyrir hvítbláa fánanum. Frum
varpið dagaði uppi. Næstu tvö
ár var heldur hljótt um fána-
málið, þó að Hvítbláinn væri not-
aður áfram. 12. júní 1913 gerði
varðskipsforingi á Islands Falk
upptækan lítinn, íslenzkan (hvít-
bláan) fána, sem Einar Péturs-
son notaði á kappróðrabáti sín-
um í Reykjavíkurhöfn. Af þessu
atviki varð mikil ólga í Reykja-
vík, og á þinginu þá um sumar-
ið báru þingmenn Reykvíkinga
ásamt Guðmundi Eggerz fram
frumvarp til laga um íslenzkan
sérfána. Það var ekki endanlega
afgreitt, en varð til þess, að ráð-
herra íslands, Hannes Hafstein,
ílutti nokkru eftir þinglok, 22.
nóvember 1913, í ríkisráði í Kaup
mannahöfn rökstudda tillögu til
konungsúrskurðar um löggilding
á fána fyrir ísland.
Konungur undirritaði konungs-
úrskurðartillögu ráðherra í ríkis-
ráði sama dag, og hljóðar kon-
ungsúrskurðurinn svo:
Konungsúrskurður
um sérstakan íslenzkan fána
Fyrir.fsland skal löggildur
vera sjerstakur fáni. Gerð
hans skal ákveðin með nýjum
konungsúrskurði, þegar ráð-
herra íslands hefur haft tök á
að kynna sjer óskir manna á
íslandi um það atriði. Þennan
fána má draga á stöng hver-
vetna á íslandi, og íslenzk skip
mega sigla undir honum í land
helgi íslands. Þó er það vilji
Vor, að á húsi eða lóð stjórn-
arráðs íslands sje jafnframt
dreginn upp hinn klofni danne
brogsfáni á ekki óveglegri
stað nje rýrari að stærð held-
ur en íslenzki fáninn.
Þessi Vor allrahæsti úrskurð
ur skerðir að engu rjett
manna til að draga upp danne
brogsfánann eins og að und-
anförnu.
Eftir þessu eiga allir hlutað-
eigandi sjer að hegða..
í ríkisráði sagði konungur
svo um gerð fánans: „Ég geng
að því vísu, að þessi fáni verði
ekki eftirtakanlega líkur fána
neins annars lands, og vona að
fá síðar tillögu frá ráðherra ís-
iands um lögun og lit fánans".
Fánanefndin
30. desember 1913 skipaði
Hannes Hafstein fimm menn í
nefnd til þess „að taka gerð fán-
ans til rækilegrar íhugunar,
kynna sér eftir föngum, hvað
fullnægja mundi óskum þjóðar-
innar í þessu efni, og koma fram
með tillögur til stjórnarinnar
um lögun og lit fánans". í nefnd-
inni voru Guðmundur Björnsson,
landlæknir (formaður), Matthías
Þórðarson, fornmenjavörður (rit-
ari), Ólafur Björnsson, ritstjóri,
Jón Jónsson (tók sér síðar ættar-
naínið Aðils), dócent, og Þórar-
inn B. Þorláksson, málari, (reikn
ingshaldari). Nefndin kom fyrst
saman á fund 1. jan. 1914, en á
öðrum fundi hennar, 6. jan, 1914,
ávarpaði Guðmundur Björnsson >
Hannes Hafstein, sem var á fund-
inum skv. ósk nefndarmanna, og
sagði þá m.a.: „Ráðherra hefir
orðið við þeirri bón okkar að
sækja þennan fund nefndarinn-
ar til þess að skýra okkur frá
málavöxtum — handsala okkur
málið. Við höfum allir hallazt
meira eða minna á aðra sveif en
hann i fánamálinu, og hljótum
því að meta mikils þá hugprýði
hans að trúa okkur fyrir þess-
ari ráðagerð".
Síðar á fundinum var rætt um
það mál, sem menn óttuðust með
nokkrum sanni að yrði hvítbláa
fánanum hættulegast. Segir um
það  í skýrslu neíndarinnar:
„Síðan kvað forseti það vera
ósk nefndarinnar, að fá að heyra
af ráðherra, hvers. hann hefði
orðið áskynja um það, hvort ís-
lenzki fáninn blái með hvíta
krossinum væri of líkur nokkuru
grísku flaggi til þess að hann
gæti orðið fyrirskipaður af kon-
ungi  sem  þjóðfáni  fslands.
Ráðherra tók þá til máls og
skýrði frá því, að hann hefði
tjáð konunginum frá þeirri fána-
gerð, er lögð hafa verið fram
alþingisírumvörp um tvívegis,
nú síðast á síðasta alþingi. Kvað
hann konung hafa látið í ljósi
undrun sína yfir því, að íslend-
ingar ætluðust til að geta fengið
viðurkenndan slíkan fána, þar
sem hann væri öldungis eins og
hið gríska landflagg, er konungur
kvað sér vera vel kunnugt um."
Andstaða konungs við
Hvítbláin
Hér er ekki rúm til að rekja
þær athuganir, sem gerðar voru
á því, hvort hið „almenna gríska
landflagg" líktist um of hvítbláa
fánanum, en svo mikið er víst,
að konungf þóttu líkindin of mik
il, jafnvel þótt hið gríska „land-
flagg" væri ólöggilt skrautflagg.
sem grisk alþýða notaði við hús
sín á tyllidögum. Gríski konungs-
fáninn þótti einnig líkjast hvít-
bláa fánanum of mikið, og jafn-
vel gunnfáni gríska landhersins.
Konungur lýsti því yíir, að álit
sitt væri óbreytanlegt um þetta
atriði; fullt tillit yrði að taka til
grísku fánanna, og því kæmi
Hvítbláinn ekki til greina. Þótt
meirihluti nefndarmanna væri
hlynntur hvítbláa fáanum, var
því, eins og segir í skýrslu nefnd-
arinnar, „bersýnilega tilgangs-
laust fyrir nefndina að koma
fram með tillögu um fána, sem
vitanlegt væri um fyrirfram, að
konungur áliti of likan flaggi
annars lands til þess að geta lóg-
gilt hann". Þess vegna „sá nefnd-
in, að ekki varð hjá því komizt
að gera tillögu um nýja gerð á
fána íslands, og yrði hún að
vera greinilega frábrugðin þeirri,
er nú tíðkast".
Þá kom annað mál til: líking
við sænska fánann. Páll Hall-
dórsson, skólastjóri Stýrimanna-
skólans, var fenginn til þess að
gera tilraunir með aðstoð margra
manna með aðgreinanleika Hvít-
bláins og sænska íánans. Segir
Framhald á bU. 17
hálfrar aldar gamall í dag
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28