Morgunblaðið - 29.03.1973, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 29.03.1973, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. MARZ 1973 BÍLALEIGA CAR RENTAL -Tl- 21190 21188 14444 g 25555 Bmúm\ lALEIGA-HVfFISGOTU 103 Jg 14444*2? 25555 FERÐABlLAR HF. Bilaleiga — sími 81260. Tveggja manna Citroen Mehari. Fimm manna Citroen &.S. 8—22 manna Mercedes Benz hópferSabílar (m. bílstjórum). HÓPFERÐIR Til leigu i lengri og skemmri ferðir 8—34 farþega bilar. Kjartan Ingimarsson, simar 86155 og 32716. SKODA EYÐIR MINNA. Shooh LEIGAN AUÐBREKKU 44-46. SlMI 42600. Saab 99 L Ný betri ráð Útvega peningalán, kaupi og sel fssteignir og veðskuldabréf. Uppl. kl. 11—12 f. h. og kl. 8—9 e. h. Margeir J. Magnússon. Miðstræti 3A. Sími 22714 og 15385. Trésmíði Trésmíður tekur að sér upp- semingu hurða og harðviðar- skiirúm, ennfremur alls konar imr.anhússvíðgerðir. — Vönduð vrnna. Upplýsingar í síma 36093. Geymið auglýsinguna. STAKSTEINAR Lélegt utanrík- isráðuneyti Einar Ágú.stsson hefar lýst því yfir, að utanríkisráðu- neytið eigi ekkert eintak af Alþingristíðindunum. Þessi yf irtýsing kom fram í Alþingi í fyrradag-, en þar lýsti ráð- herrann því yfir, að enginn stafur fyndist um það í utan- rikisráðuneytinu, að Bretar og- V-Þjóðverjar ættu að halda sig utan fiskveiðilög- sögunnar þrátt fyrir málskot þeirra tii Haag. Vissi Einar þó vel, að yfiriýsingar ís- Ienzkra ráðherra um þetta efni eru í Alþlngistíðindum eins og aðrar ræður, sem fluttar eru á Alþlngi. Nú iýsir það ekki miklum skörungsskap i meðferð utan rikismála að reyna ekki að verða sér úti um eintak af Al- þingistíðindum, þótt utanrík- isráðuneytið búi svo illa, að eiga ekkert eintak. Verður því tæpast trnað að öreyndu, að Hannes blaðafulitrúi gæti ekki annazt slíkt, ef mikið iægi \ið. yfirlýsingar ís- lenzkra ráðherra um þeirra skihiing á samningnunum, — skilning, sem hvorki Breíar né V-Þjóðverjar mótmæltu, hefðu getað haft úrslitaþýð- ingu fyrir dómstólnum i Haag, ef ráðuneytið hefði get að fundið eintak af Aiþingis tiðindunum. Það lýsir heidur ekki mikl um skörungsskap i meðferð utanríkismála að reyna ekki að hafa samband við þá menn, sem sæti áttu í ríkis- stjórn íslands, þegar sigur- inn vannst i landhelgismái inu 1961. Með góðri hjálp þeirra hefði Einar Ágústsson áreiðanlega getað fundið margnefndar tilvitnanir. Að- eins ef hann hefði haft áhuga á því. Að reyna að skýla sér á bak við lélegan bókakost ut anríkisþjónustnnnar vekur aðeins aðhlátur. Einar Ágnstsson beitir fyrir sig smábarnalygi, sem enginn tekur alvarlega. Staðreynd- irnar taia sínu máli: Utanrík- isráðherrann hefur vitandi vits stungið undan yfirlýsing um fslendinga, sem hefðu get að gjörbreytt stöðu okkar í landhelgismálinu. Eða hversu sterkari væri ekki staða okkar, ef Alþjóðadóm- stóllinn hefði skikkað veiði- þjófana til að halda sig fyrir utan, — ékki með tilmælum, heldur með hreinni yfirlýs- ingu um augljósan rétt Is- lendinga? Þjóðviljinn sagði satt „Allir vita, líka lesendur Morgunblaðsins, að engin al- þjóðalög eru til um víðáttu fiskveiðilandhelgi, og land- heigi annarra þjóða hefur því ávallt verið færð út með einhliða yfirlýsingu, en í mál um, þar sem ekki er við lög að styðjast, dæmir Haagdóm- stóllinn eftir hefð.“ Þessi orð standa í leiðara Þjóðviljans í gær. Þjóðvilj- inn lýsir því fyrst að það sé hefð, að landhelgi sé færð út með einhliða yfirlýsingu, eða eins og segir í greininni: „ . . . landhelgi annarra þjóða hefur þvi ÁVALLT (letur- br. Mbl.) verið færð út með einhliða yfirlýsingn." Siikir endurteknir atburð- ir skapa venju, en við það á Þjóðviljinn, þegar hann tal- ar um hefð. Síðan lýsir Þjóð- viljinn yfir því í leiðara sín- um, að dömstóllinn muni dæma eftir hefð, þar sem lög in skorti. Og hver er svo hefðin (venjan). Eftir orðum Þjóðviljans er hún sú, að færa út einhliða takmörk fiskveiðilögsögunnar. Að vísu er það svo, að rit- stjórar Þjóðviljans liafa tæp lega ætlað að segja þetta í leiðara sínum. En eins og oft vill verða, þá skrifa jafnvel ósvífnustu leigupennar ein- staka sinuum sannleikann. (fsSMF spurt og svarað Lesendaþjónusta MORGUNBLAÐSINS Hringið i sima 10100 kl. 10—11 frá mánudegi tii föstudags og biðjið um Lesendaþjónustu Morg- unblaðsins. STYRKLEIKI HÚSA VEGNA 4ARÐSKJÁLFTA Páll Pálsson spyr: „Enn eru í fersku m:nni fréttir af hinum hroðalegu jarðskjálftum í Managua, höf uðborg Nicaragua, þegar mik ill hluti húsa borgarinnar hrundi í rúst. Nú herma er- lend blöð að nefnd amerískra sérfræðinga hafi komizt að þeirri niðurstöðu eftir að hafa kynnt sér ítarlega jarðskjálfta þennan og afle ðingar hans, að byggingarreglur í Mana- gua hafi verið ófullkomnar og illa frarhfylgt. Er gert ráð fyr- ir að svipaða sögu sé að segja í ýmsum borgum Bandaríkj- anna vestanverðum sem eru á jarðskjálftasvæðum. Hverjar eru styrkleikakröf- ur um byggingu steinhúsa hér á landi og hvað er gert ráð fyrir að slik hús þoli sterk an jarðskjálfta? Á hvaða grundvelli eru þessar styrk- leikakröfur reistar? Hafa nokkrar rannsóknir farið fram á þessum málum af islenzkum aðilum við aðstæð- ur hér á landi? Er sennilegt að íslenzk steinhús hefðu staðið af sér jarðskjálftann í Managua?“ Dr. Óttar P. Haildórsson, verkfræðingur, Rannsókna- stofnun byggingariðnaðarins, svarar: „Um nokkurt skeið hefur verið unnið að undirbúningi reglna er tryggi eins og kost- ur er, að mannvirki standist álag jarðskjáifta. Samvinna hefur verið milli IðnþróunEir- stofnunar íslands og Rann- sóknastofnunar byggingariðn- aðarlns og fleiri aðila í þessu efni. Til þessa hafa kröfur yfir- válda hér á landi um styrk- leika húsa og annarra mann- virkja m. t. t. jarðskjálfta- áfags ekki verið skýrðar, en flestir byggingaverkfræðingar hafa til þessa reiknað hús og önnur mannvlrki fyrir lárétt álag, er nemur 1/15 af þunga mannvirkisins. Þetta svarar til þess, að mannvirki séu hönnuð fyrir u.þ.b. 0.07 g, eða 7% af jarðargravitation. Þær mæiingar á jarðskjálft um, sem fyrir liggja hér á landi, eru af skomum skammti. I>ó er vitað að jarð- skjálftahætta er meiri á viss- um svæðurn hér á landi en öðrum, og er nú unnið að skiptingu landsins í jarð- skjálftasvæði, eftir þvi sem mælingar og reynsla benda tiL Slíkt jarðskjálftakort verður hluti af þeim hönnunarregl- um, sem í undirbúningi eru, og fyrr eru nefndar. Spurningunni um hvort ís- lenzk steinhús hefðu staðið sf sér jarðskjálftann í Managua er erfitt að svara. Vist má telja, að það viðmiðunarálag, sem fyrr er nefnt, er mun lægra en það álag, sem þau hús urðu fyrir, sem mest reyndi á í Managua. Má því vænta að verulegar skemmdir hefðu orðið á húsum hér bæði járnbentum og öðrum, og vafalítið hefðu einhver hús hrunið til grunna.“ IHH1I Yakety Yak — Smackety Smack, plata þeirra Magnúsar og Jóhanns (Change) hefur að sögn Þorsteins Eggerts- sonar, félaga þeirra, fengið fremur róiegar undirtektir er- lendis, en þó betri en íslenzk- ar plötur yfirleitt, fram til þessa. Ekki hefur það þó vaidið þeim féiögum von- brigðum. Platan hefur selzt mjög vel innanlands — og upphaflega rar hún aðeins tek in upp með innlendan mark- að í huga. Meiri vonir eru byggðar við næstu plötu þeirra, en hún kemur á markaðinn innan tíð ar. Upphaflega var gert ráð fyrir að titiliag þeirrar plötu héti CANDY GIRL, en á síð- ustu stundu sömdu þeir enn betri lög, sem heita PEANUTS og THEN — og hafa þau orð- ið fyrir valinu. Textarnir við bæði lögin eru eftir Þorstein Eggertsson, sem kalla mætti eins konar „olnbogameðlim“ Change. Miklar likur eru til þess, að þessi næsta plata fái góðar móttökur í Englandi. Brezki söngvarinn John Miles varð svo hrifinn af laginu THEN, að hann hefnr ákveðið að syngja það inn á næstu EP- plötu sína og auk þess eru nokkuð sterkar likur fyrir því að ýmsar útvarpsstöðvar gangi í lið með þeim Magrnúsi og Jóhanni. Til gamans má geta þess, að tuttugu brezkir útvarps-plötusnúðar hafa þeg- ið gullkveikjara að gjöf frá Change — auðvitað með árit- un þeirra. Að iokum má geta þess, að þeir félagar, Magnús, Jóhann og Þorsteinn hafa samið efni, sem nægja myndi á 3—4 LP- plötur. CHANGE — Magnús og Jóhann.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.