Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						10
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. NÓVEMBER 1988
FRÉTTASKÝRING
Mikil óvissa
framundan
Fyrstaskipti
sem samdráttur
í efnahagslífinu
á sér stað við
raunávöxtun á
lánsfé \
Kaupmáttur
50% meiri en
hann var 1985
og raungengi
15% hærra
Hættan fólgin í
ofmiklumog
snöggum sam-
drætti
Ytri aðstæður
með besta móti
þó þær hafi
versnað
eftir Hjálmar Jónsson
Steingrímur Hermannsson, forsætisráðherra: Erum nær
þjóðargjaldþroti en nokkru sinni. Þykkvibær: Fimmta hver jörð
á nauðungaruppboði. Þorlákhöfn: Glettingur segir 75 manns upp.
Lögbirtingarblaðið: 73 gjaldþrot auglýst í einu tölublaði.
Ríkissjóðshallinn nær fjórum milljörðum. Söluskattsskuldir þrír
milljarðar. Halldór Asgrímsson, sjávarútvegsráðherra: Til
verulegs atvinnuleysis getur komið. Allt eru þetta dæmi um
fyrirsagnir í Morgunblaðinu að undanförnu. Það hefur dregið
bliku á loft í efnahagslífinu eftir uppgangs- og blómatíma síðustu
tveggja ára. Daglega má sjá fréttir af gjaldþrotum í blöðum og
sjónvarpi, atvinnuleysi vex frá mánuði til mánaðar og samdráttar
verður víða vart í efnahags- og atvinnulífmu. Umskiptin er mikil
og skyndileg. Það er svartsýnishljóð í fólki og það heldur að sér
höndum varðandi útgjöld. Sumir tala opinskátt um kreppu. Aðrir
brosa út í annað af slíku tali og rifja upp fyrri samdráttarskeið.
Það er í eðli þjóðfélags, sem byggir tilveru sína á veiðum, að
efnahagslífið verður sveiflukennt, enda það haft fyrir satt að
síldin sé óútreiknanleg. Hversu alvarlegt skyldi ástandið vera í
raun og veru?
Það er nokkrum
erfiðleikum
bundið að afla
sér upplýsinga
um heildar-
fjölda gjald-
þrota í ár, sam-
anborið við
síðasta ár, en vísbendingu gefur að
vegna ríkisábyrgðar á launum við
gjaldþrot hafa verið greiddar út um
70 milljónir það sem af er þessu
ári, en var 23 milljónir allt árið í
fyrra. Gjaldþrot eru orðin hátt á
fimmta hundrað í Reykjavík það
sem af er þessu ári, en urðu í fyrra
alls 351. Samkvæmt upplýsingum
skiptaráðanda í Reykjavík hefur
gjaldþrotum jafnt og þétt fjölgað
allt írá árinu 1980. A Akureyri er
hins vegar um fækkun gjaldþrota-
beiðna að ræða. Þær urðu alls 63
í fyrra, en það sem af er þessu ári
eru þær 45. Hjá sýslumannsem-
bættinu á Seyðisfírði fengust þær
upplýsingar að gjaldþrot í fyrra
hefðu verið þrjú, en væru orðin sex
í ár. Þá hefur vinnumálaskrifstofa
félagsmálaráðuneytisins fengið til-
kynningar um 1.200 uppsagnir á
síðustu   þremur   mánuðum,   sem
jafngildir um 1% af mannafla á
vinnumarkaði. Skylt er að tilkynna
uppsagnir ef um fjóra eða fleiri er
að ræða.
Mikiíl samdráttur 1983
Síðasta samdráttarskeið árin
1983-84 var djúpt en styttra en
fyrirfram hafði verið búist við.
Loðnuvertíðin brást og nauðsynlegt
þótti að minnka þorskveiðar. Lands-
framleiðsla og þjóðartekjur drógust
saman í fyrsta skipti frá árunum
1967-68 þegar síldin hvarf. Sam-
dráttur landsframleiðslunnar 1983
var um 4%, en hún jókst strax aft-
ur árið eftir. Atvinnuleysi jókst og
var 1,3% að meðaltali árið 1984,
mest í janúar, 3,4%. Árstíðabundið
atvinnuleysi yfir jól og í byrjun árs
er ekki óvanalegt. T.a.m. var það
3,3% I janúar árið 1982. Ástandið
breyttist nánast eins og hendi væri
veifað og í kjölfarið fylgdi meiri
blómatími en þjóðin hefur þekkt
fyrr og síðar. Þorskafli jókst skyndi-
lega og samfara auknum afla urðu
verðhækkanir á afurðum okkar á
mörkuðum erlendis, bæði á frystum
fiski í Bandaríkjunum og á ísfiski
í Bretlandi og Þýskalandi, enda
jókst útflutningur & ísfiski í gámum
gífurlega. Olíuverð lækkaði mjög
mikið og samningar á vinnumark-
aði í ársbyrjun 1986 tóku mið af
þessum    efnahagshorfum.    Sam-
komulag tókst um hófsama kjara-
samninga, þar sem öll áhersla var
lögð á að lækka verðbólgu, enda
lækkaði verðbólga úr því að vera
rúm 30% í upphafi árs í það að
verá rúm 10% í lok ársins.
Þessi að mörgu leyti óvænti bati
getur verið til marks um það hversu
erfitt er að spá fyrir af nokkru ör-
yggi um efnahagsframvindu á ís-
landi. Nú stöndum við aftur frammi
fyrir samdrætti. Gert er ráð fyrir
að þjóðartekjur á þessu ári verði
2% minni en á síðasta ári og lands-
framleiðsla 1,5% minni, samanborið
við 6% vöxt þjóðartekna að_ meðal-
tali á ári síðastliðin þrjú ár. Á næsta
ári reiknar Þjóðhagsstofnun með
að landsframleiðsla dragist enn
saman um 1,5% og þjóðartekjur um
3%, einkum vegna minnkandi afla.
Samkvæmt þjóðhagsáætlun yrði
samdráttur beggja áranna saman-
lagður meiri en orðið hefur frá ár-
inu 1968, ef spáin fyrir næsta ár
gengur eftir.
Óvissan mjög- mikil
Hagfræðingar sem Morgunblaðið
ræddi við voru alls ekki á eitt sátt-
ir um hvers væri að vænta á næsta
ári, þegar þeir voru spurðir um
hvort kreppa væri í uppsiglingu hér
á landi. Eitt voru þeir þó sammála
um. Óvissan hefur ekki áður verið
jafn mikil, þar sem við erum nú
fyrsta skipti að fara inn í samdrátt-
arskeið við raunávöxtun á lánsfé.
Til þessa hefur atvinnureksturinn
haft aðgang að gjafafé þegar þurft
hefur að herða sultarólina. Auk
þessa benti Sigurður B. Stefánsson,
framkvæmdastjóri Verðbréfamark-
aðs Iðnaðarbankans, á að frá 1985
hefur kaupmáttur launa hækkað
um 50% og raungengið er 15%
hærra en það var þá. Þetta þrennt
gerir fyrirtækjunum miklu erfiðara
fyrir en annars. Björn Björnsson,
bankastjóri Alþýðubankans, varaði
og við krepputali og benti á að það
eitt út af fyrir sig gæti orðið til
þess að auka á þann samdrátt sem
orðinn væri og fyrirsjáanlegur væri
vegna aflasamdráttar.
Aðalatriðið er, og á það lögðu
flestir viðmælendur Morgunblaðs-
ins ríka áherslu, að þrátt fyrir allt
tal um samdrátt búum við áfram
við afar hátt tekjustig og góð við-
skiptakjör. Þó árið 1988 sé ekki
alveg eins gott og árið 1987 er það
samt miklu betra en árið 1986, sem
var mjög gott ár. Og þó spáð sé
versnandi afkomu þjóðarbúsins á
næsta ári verður árið samt ekki
verra en 1986. „Ytri skilyrði hafa
aðeins slaknað á síðustu misserum
eða frá því um þetta leyti á síðasta
!

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
22-23
22-23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44