Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. NÓVEMBER 1988
11
alls ekkí ördeyða
Fyrirtæki í innfluningi og sölu ýmissa neysluvara verða
greimlega vör við ýmis einkenni samdráttar. Þó er allur
samanburður við árið í fyrra erfiður, þar sem það var
einstakt fyrir margra hluta sakir. Árið var skattlaust
og breytingar gerðar á innflutningsgjöldum, þannig að
verð á innflutningi sveiflaðist í mörgum tilfellum mikið
til, auk þess sem tekjur almennings hækkuðu mjög mikið.
Þannig væri samanburður
við árið 1986 eðlilegri.
Sumir töldu að nú væri að
komast á jafnvægi, en aðrir
töldu. að frekar ætti eftir að
kreppa að í byrjun næsta árs.
Ferðalög
Ferðaskrifstofur hafa orið
minna varar við samdrátt en
aðrir aðilar sem Morgunblaðið
ræddi við. Þó er eftirspurn
greinilega heldur minni og fólk
velur frekar styttri ferðir og
spyrst fyrir um ódýari kosti,
til dæmis hvað varðar hótel.
Sala nýrra bíla
Mikill samdráttur er í bíla-
sölu frá því sem var fyrr á
árinu, svo ekki sé talað um
síðasta ár og árið 1986, sem
bæði voru einstök hvaða mikla
sölu snerti, einkum þó það
síðara. Þannig seldust í síðasta
mánuði á landinu öllu 584
bílar, samanborið við 1.700
bíla á mánuði í vor.
Heimilistæki
Talsverður samdráttur er í
sölu heimilistækja miðað við
síðasta ár. Hann má einkum
merkja í sölu dýrari tækja, en
minna í þeim tækjum sem
kosta fáeinar þúsundir króna.
Heimilistæki mörg hver svei-
fluðust mikið í verði á síðasta
ári þegar lögum um tolla og
vörugjald var breytt.
ári, en það er langt í frá að ytri
kjör séu slæm. Þvert á móti eru
þau með því besta sem við höfum
kynnst," segir Sigurður. Þorvaldur
Gylfason, prófessor í þjóðhagfræði
við Háskóla íslands, tekur í sama
streng; uppgangurinn í efnahagslíf-
inu hefði verið svo mikill að það
væri með ólíkindum ef það kæmi
kreppa nú og Tryggvi Pálsson,
bankastjóri        Verzlunarbankans
sagði að við værum þrátt fyrir allt
á tekjustigi sem engin ástæða er
til þess að gráta yfir.
Heimat ilbúinn vandi
Aðrir viðmælendur Morgunblaðs-
ins tóku í sama streng. Ytri skil-
yrði eru afram góð, þó þau versni
frá því besta sem við höfum þekkt.
„Þetta er að öllu leyti heimatilbúinn
vandi," segir Sigurður. Færri voru
á því að kreppa væri í uppsiglingu,
en mjög erfitt að spá um fram-
vinduna, enda háð mörgum atriðum
sem enn væru óráðin. Framundan
væri samdráttur, en menn greindi
nokkuð á um hversu mikill hann
yrði, færi enda eftir viðbrögðum
stjórnmálamanna þegar á reyndi.
Heimskreppan á
íjórða áratugnum
eftir Pól Lúðvík Einarsson
Aðdragandi
„Kreppan", hin eina og sanna
kreppa, hófst með verðbréfa-
hruninu i Wall Street í október
1929. Þetta var heimskreppa og
fiest lönd gripu til innflutnings-
hafta. Kreppunnar tók að gæta
á íslandi 1930-31 þegar helstu
útflutningsvörur stórféllu i verði
og nam verðhrunið allt að 50%
miðað við 1929.
Einkenni
Á íslandi varð heiftarlegur
samdráttur og atvinnuleysi. Um
vetrartímann voru að jafnaði um
500-700 manns skráðir atvinnu-
lausir í Reykjavík. Marktæk
skráning atvinnulausra þessi ár-
in nær aðeins til Reykjavíkur,
ekki er kunnugt um heildar-
mannafla á vinnumarkaði. Töl-
fróðir menn hafa áætlað atvinnu-
leysið y fir vetrarmánuðina á bil-
inu 10 til 20% útfrá mismunandi
forsendum. Margir þeir sem
muna þessa tíma hafa gjarnan
orð á atvinnuleysinu þessi árín
og áhrifum þess; slævandi deyfð,
biturð og vonleysi. Reynt var að
bæta úr brýnustu neyðinni t.d.
með atvinnubótavinnu. En
tvimælalaust skerpti kreppan
stéttaátök og viðsjár i srjórn-
málum.
Á fyrri hluta krepputimabils-
ins var engin yerðbólga heldur
verðhjöðnun. Ársmeðaltal vísi-
tölu viiru og þjónustu lækkaði
um 13,6% 1929-35.1935-39 hækk-
aði vísitalan aftur á móti um 10%.
Kreppan varð langvinnari á
íslandi heldur en víðast hvar
annars staðar m.a. vegna borg-
arastyrjaldarinnar á Spáni sem
braust út 1936. En þá lokaðist
mikilvægur saltfiskmarkaður.
Framsóknarmenn, alþýðu-
flokksmenn og sjálfstæðismenn
voru allir einhvern timann í
stjórn á kreppuárunum en segja
má að framsóknarmenn hafi ver-
ið leiðandi stíórnmálaafl og
stjórnað með vinsamlegu hlut-
leysi Alþýðuflokksins eða stuðn-
ingi. Athyglisvert er að hinum,,-
hefðbundnu íhaldsúrræðum" s.s.
gengisfellingum var ekki beitt í
sama mæli og seinna tiðkaðist.
Kaupgjald samkvæmt launatöxt-
um hélt sér nokkuð vel. 1931
hækkaði bandaríkjadollar um
24%, 1939 var gengið feUt um
18%, um leið var grunnkaup
launþega og einnig grunnverð
landbúnaðarafurða fastákveðið.
Kreppan hafði áhrif á hag
ríkissjóð, verulegur halli var
1932 en þar á eftir má segja að
ríkisbúskapurinn í jafnvægi.
Á heildina litið má e.t.v. segja
að viðbrögð íslenskra stjórnvalda
hafi verið ýmiss konar höft og
hömlur, sér í lagi á verslun gjald-
eyris og eftirlit með innflutn-
ingi. Leitast var við að stýra at-
vinnu vegunum t.d. stofnun
„Skipulagsnefhdar atvinnu-
mála", „kreppulánasjóðs" til að
aðstoða bændur og varna því að
þeir flosnuðu upp. Einnig var
komið skipulagi á útflu tninginn
t.d. með stofnun Sambands
íslenskra fiskframleiðenda.
Reynt var að efla íslenskan iðnað
m.a. með hækkun tolla á erlend-
um varningi og lækkun tolla á
vélum og hráefnum, landsmenn
voru hvattir tíl að kaupa íslenskt.
Vænkast hagur
Heimsstyrjöldin síðari sem
hófst í september 1939 og
hernám Islands i maí 1940 bundu
enda á kreppuna. E.t.v. má segja
að megineinkenni kreppunnar
hafi verið hvað hún var heiftar-
leg, langvarandi og eiiínig að
verðlag var stöðugt. Nokkrar
breytingar og „aðlögun að að-
stæðum" urðu á atvinnulifí lands-
manna en þó má segja að það
hafi verið „breyttar ytri aðstæð-
ur" sem leystu efnahagsvanda-
málið í það sinnið.
Kreppan 1967-69


Adragandi
Á árunum 1967-69 varð verð-
faU á íslenskum sjávarahirðum
og um sama leyti dró úr sUdveið-
um sem brugðust algjörlega eftir
1968. Samdráttur varð í útflutn-
ingi og í kjölfarið fylgdi atvinnu-
leysi. 1966 var hlutfall atvinnu-
leysisdaga sem hlutfaU af unnum
dögum 0,4%, 1968 var það 2,2%
en 1969 var það 5%. Töluvert var
um að menn fly ttu úr landi, eink-
um iðnaðarmenn tíl Svíþjóðar.
Arið 1966 voru aðfluttir umfram
brottflutta 32 en 1969 voru brott-
fluttir umfram aðflutta 1.315 og
1.564 áriðþar á eftír.
Afleiðingar efnahagsörðug-
leikanna hefðu trúlega orðið enn
harkalegrí ef ekki hefðu komið
til framkvæmdir við byggingu
álversins í Straumsvík og Búr-
feUsvirkjunar. Reyndar höfðu
þær framkvæmdir verið ákveðn-
ar áður en erfiðleikarnir dundu
yfir.
Einkenni
Sjálfstæðisflokkur og Alþýðu-
flokkur héldu um stjórnvölimi í
Viðreisnarsrjórninni sem svo
hefur verið nefiid. Líkast til er
óhætt að segja að ráðstafanir
ríkisstiórnarinnar hafi verið
gengislækkanir og takmarkanir
á launavisitölu. Gengið var feUt
um 26,4% haustið 1967 og 35,2%
i nóvember 1968. Visutölukerfið
var afnumið 1967.
Kaupmáttur greidds tíma-
kaups verkamanna lækkaði um
10% á árunum 1966-69. Viðsjár
urðu á vinnumarkaðinum, víðtæk
verkföll urðu í mars 1968. Þá var
samþykkt kauphækkun, mest á
lægstu laun en verðbætur á laun
að nokkru leytí takmarkaðar t.d.
miðaðar við laun innan ákveðins
hámarks og fasta krónutölu. At-
viimuley sisbætur voru hækkað-
í upphafi árs 1969 varð sam-
komulag mUU ríkissl jórnar og
„aðUa vinnumarkaðarins" um
stofnun „Atvinnumálanefndar
ríkisins" og atvinnumálanefnda
í kjördæmunum. 300 miUjónum
var varið tíl „eflingar atvinn-
ulifsins".
Rofartil
1969-70 fór að rofa til í efna-
hagsmálunum, verð á útflutningi
landsmanna fór hækkandi og dró
úr atvinnuleysi. E.t.v. má segja
að „hagstæðari ytri skUyrði"
hafi leyst vandann að nokkru eða
verulegu leytí.    Efnahagsörð-
ugleikarnir 1967-69 voru aifnað
og meira heldur en venjuleg „nið-
ursveifla" í hagkerfinu en þessi
kreppa var ekki jafh langvinn
og sú á fjórða áratugnum. Menn
greinir ekki á um, að við veruleg-
an vanda var að etja og við hon-
um var brugðist, en aftur á móti
voru og eru efnahagsráðstafanir
Viðreisnarsljórnarinnar mjög
umdeildar i pólití skri umræðu
enn þann dag i dag.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
22-23
22-23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44