Morgunblaðið - 06.12.1998, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 06.12.1998, Blaðsíða 12
12 SUNNUDAGUR 6. DESEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ FORSETAKOSNINGAR í VENESÚELA í DAG Pólitískur fellibylur í aðsigi? Fyrrverandi uppreisnarmaður stendur vel að vígi í forsetakosningunum sem fram fara í Venesúela í dag. Ásgeir Sverrisson segir frá Hugo Chávez, sem andstæðingarnir segja valdníðing og líkt er við Gaddafí Líbýuleiðtoga. Reuters HUGO Chávez liefur lagl herbúningnum síðustu dagana og dregið nokkuð úr öfgafullum yfírlýsingum sínum. Reuters HENRIQUE Salas Römer kemur í hlaðið á hestinum „Smábaun" á kosningafundi í Caracas. REYNIST skoðanakannanir réttar verður Hugo Chá- vez Frías kjörinn forseti Venesúela í kosningum sem fram fara í dag, sunnudag. Yms- ir hugsa til þess með hryllingi að fyrrum valdaræningi kunni að verða næsti forseti landsins, aðrir hafa þá þróun til vitnis um sívaxandi örvænt- ingu í röðum almennings vegna þeirrar spillingar og misskiptingar auðsins sem móti allt lífið í landinu. Bandaríkjamenn sem eiga mikilla ol- íuhagsmuna að gæta í Venesúela hafa fylgst grannt með framrás at- burða enda er Chávez á lista yfir þá sem taldir eru óæskilegir í Banda- ríkjunum. „Ég mun steikja andstæðinga mína í olíu.“ Yfirlýsingar á borð við þessa hafa vakið áhuga heimsbyggð- arinnar á Hugo Chávez. Maðurinn er afskaplega herskár í framgöngu og afdráttarlaus í yfirlýsingum sínum. Allslaus og afskiptur múgurinn hef- ur hins vegar tekið honum fagnandi. Hatur hans á spilltum embættis- og stjórnmálamönnum á víða hljóm- grunn og gegn þeim er orðaflaumn- um beint. Og Hugo Chávez boðar róttækar lausnir á vanda þjóðarinn- ar. Margir halda því fram að í forseta- kosningunum í dag sé veruleg hætta á því að íbúar Venesúela kjósi yfir sig valdníðing, sem tæpast gangi heill til skógar. Chávez, sem er 44 ára, hefur verið borinn saman við flest þekktustu illmenni 20. aldarinn- ar en nú virðist einkum í tísku að líkja honum við Muhammar Gaddafi, leiðtoga Líbýu. Chávez hefur raunar sagst tilheyra hópi aðdáenda Gaddafi. Nú má lesa í suður-amer- ískum blöðum vangaveltur um að Bandaríkjamenn séu að eignast nýj- an óvin, annan Gaddafi, en í þetta skiptið í sjálfum „bakgarðinum" fræga. Allt virðist þetta heldur ýkt og orðum aukið. Því verður ekki neitað að mörg ummæli Chávez benda ekki til þess að lýðræðisástin risti sérlega djúpt í lífi hans. Á hitt ber og að líta að hann hefur gerst heldur hófsam- ari í yfirlýsingum sínum eftir því sem kjördagur hefur færst nær. Herská ummæli virðast frekar vera tæki í vopnabúri hans til að ná til þjóðarinnar og sýnist það hafa tekist prýðilega. Pólitíska hæfileika hefur maðurinn án nokkurs vafa og lýð- skrumið líkist einna helst hljóðfæri í höndum hans. Valdaræningi Hvers vegna skelfast svo margir sigur Hugo Chávez Frías í forseta- kosningunum? Fyrst er þess að geta að hann er fyrrum valdaræningi. Fyrir tæpum sjö árum, 4. febrúar 1992, fór Hugo Chávez fyrir hersveit- um, sem risu upp gegn lög- lega kjömum forseta Venesú- ela, Carlos Andrés Peréz. Uppreisninni lauk er Chávez íýrirskipaði sveitum sínum að leggja niðm- vopn þegar þær höfðu komið sér fyrir skammt frá Miraflores-höllinni þar sem er aðsetur ríkisstjórnar- innar í höfuðborginni, Caracas. Chavéz lýsti yfir því að hann vildi afstýra „blóð- baði“ en fullyrt hefur verið að hann hefði hæglega geta látið myrða forsetann og jafnvel tekið völdin í landinu. Uppreisnin kostaði Chávez fangelsisdóm en hann reynd- ist styttri en flestir höfðu ætl- að. Aðeins tveimur árum síð- ar var hann frjáls maður á ný þar eð forseti landsins, Rafael Caldera, veitti honum uppgjöf saka. Telja margir að á þann hátt hafi forsetinn launað Chávez greiðann því valda- ránstilraunin reyndist rot- höggið fyrir þáverandi for- seta, Carlos Andrés Peréz, sem hrökklaðist írá völdum. Þetta ruddi leiðina fyrir Cald- era, sem kjörinn var forseti í desem- ber 1993. Skömmu eftir að refsivist- inni lauk árið 1994 hóf Chávez þátt- töku í stjómmálum. Gegn „ungfrú alheimi" Ekki kom á óvart er hann til- kynnti að hann hygðist sækjast eftir forsetaembættinu í desember 1998. Fyrstu kannanir bentu til þess að hann ætti litla möguleika á sigri. At- hygli manna í Venesúela og raunar víðar um heim beindist enda einkum að Irene Sáez, ungfrú alheimi árið 1981, sem kunngjörði að hún hygðist sækjast eftir forsetaembættinu. Ungfrú Sáez hafði þá þegar náð óvæntum frama á stjórnmálabraut- inni og hafði tvívegis verið kjörin borgarstjóri Chacao, útborgar Caracas. Framboð fegurðardrottningarinn- ai' fór vel af stað. Draga tók saman með þeim ungfrú Sáez og Chávez á vormánuðum og vora ýmsir frétta- skýrendur þá þeirrar hyggju að hún ein gæti komið í veg fyrir sigur hans. í maí mældist fylgið við fegurðar- drottninguna um 30% og hafði upp- reisnarforinginn gamli þá náð fjög- urra prósentustiga forskoti. Frá því þetta var hefur fylgið við fegurðardrottninguna fyrrverandi hrunið. COPEI, annar tveggja stærstu flokka Venesúela, lýsti yfir stuðningi við hana en flokkurinn er trausti rúinn vegna spillingarmála. Flokkurinn sneri síðan við henni baki á þriðjudag en þessi stuðningur virðist hafa lagt framboð hennar í rúst. í könnun, sem gerð var um miðjan nóvember og birt var í dagblaðinu E1 Universal, mældist fylgi Chávez 45,8 prósent en næstur kom Henrique Salas Römer, 62 ára gamall hag- fræðingur og fyrrum ríkisstjóri í Carabobo-ríki, með 40,7%. Fylgi ungfrú Sáez hefur hins vegar reynst vera á bilinu 6-11%. Aðrar kannanir hafa einnig bent til þess að Chávez muni sigi-a Salas með um 6 prósentu- stiga mun og ljóst er að baráttan í dag stendur á milli þeirra tveggja. Gegn gamla flokkakerfínu Hafi andstæðingar Hugo Chávez verið teknir að ókyrast urðu þeir fyrir réttnefndu áfalli í þing- og rík- isstjórakosningunum, sem fram fóru í Venesúela 8. fyrra mánaðar. Sam- tök þau sem Chávez hafði stofnað gamla flokkakerfinu til höfuðs reyndust fær um að koma til skila þeim „pólitíska landskjálfta" sem leiðtoginn hafði boðað. Samtök þessi, sem nefnast „Föð- urlandsfylkingin („Polo Patriótico“ á spænsku), samanstanda af fjölmörg- um hreyfingum vinstrimanna og þjóðernissinna. Fylkingin fékk þriðj- ung sæta á þingi landsins í Caracas og reyndist vinna sigur í átta ríkis- stjórakosningum af 23. Á meðal nýrra ríkisstjóra er að finna föður Chávez, Hugo de los Reyes Chávez, kennai-a á eftirlaunum, sem vann sigur í Barinas-ríki í vesturhluta landsins, syninum til ómældrar gleði. „Þetta er upphaf grundvallarbreyt- inga í Venesúela," sagði Chávez eftir sigurinn í viðtali við spænska dag- blaðið E1 Mundo. Líkti hann þessum umskiptum við „siðferðislegan felli- byl“ sem upprætti allt hið gamla. Hyggst, leysa upp þingið Til sannindamerkis um að Chávez sé í raun aðeins ótíndur valdníðingur hafa andstæðingar hans það „loforð“ að þing landsins verði leyst upp verði hann kjörinn forseti. Höfuðs- maðurinn fyrrverandi hefur sagt að hann hyggist boða til þjóðaratkvæðis 15. febrúai’ um að þingið verði leyst upp. Síðan hyggst hann kalla saman nýtt stjórnarskrárþing til að knýja fram umbætur á stjórnmálakerfinu. Þessi róttæka hugmynd virðist njóta mikils fylgis og segir það sitt um ástandið í Venesúela. Spillingin þar þykir með þvílíkum ólíkindum að landið er oftast borið saman við Kenýa, Úganda, Kólumbíu og Indónesíu í því viðfangi. Annars kveðst Chávez stefna að því að inn- leiða „mannlega fjánnagnshyggju“ í Venesúela og vísar til orða Jóhann- esar Páls II páfa um „kapítalisma villimennskunnar“. Önnur hugmynd sem frambjóð- andinn hefur viðrað hefur sömuleið- is vakið almenna skelfingu í röðum olíumanna í landinu. Chávez hefur sagt að olíuhreinsistöðvar í eigu Venesúelabúa í Bandaríkjunum og Evrópu skili ekki nægilegum fjár- munum í ríkissjóð og því sé réttast að selja þessi mannvirki. Olíufélagið í Venesúela, Petroleos de Venezuela, hefur varið milljörðum Bandaríkja- dala á undanförnum árum til að tryggja stöðu sína á mörkuðum þessum. Hreinsistöðvarnar hafa gegnt lykilhlutverki í þessu viðfangi því hráolía í Venesúela er sérlega „þung“ og þarf á sérstakri með- höndlun að halda. Með þessum fjár- festingum hefur Venesúela m.a. tek- ist að tryggja sérstöðu sína á Bandaríkjamarkaði en Bandaríkja- menn flytja meira af hráolíu inn frá Venesúela en öðrum löndum. Hér ræðir ennfremur um gríðarlega hagsmuni fyrir Venesúela því um 72% af útflutningstekjum þjóðarinn- ar koma frá olíusölunni enda landið í 9. sæti yfir helstu olíuríki heims. 01- íumenn í landinu halda því fram að Chávez myndi leggja þennan iðnað í rúst yrði hugmynd hans að veru- leika. Talinn „hryðjuverkamaður" Embættismenn í Bandaríkjunum hafa fylgst gi-annt með þróun mála í Venesúela enda er landið mikilvægt Bandaríkjamönnum sökum þein-a miklu náttúruauðlinda, sem þar er að finna. Chávez er á lista stjórn- valda vestra yfir „hryðjuverkamenn“ vegna samblástursins sem hann efndi til 1992. Þetta þýðir að Chávez má ekki til Bandaríkjanna koma og verði hann þjóðhöfðingi verður hann trúlega að treysta á sérstakar árit- anh' líkt og Yasser Arafat leiðtogi Palestínumanna hefur fengið er hann hefur ávarpað þing Sameinuðu þjóðanna. Sú undarlega staða kann jsví að koma upp að „hryðjuverka- maður" gerist hæstráðandi í „bak- garði“ Bandaríkjanna. Hugo Chávez er maður sem boðar róttækar lausnir og ýmsum kann að þykja undarlegt að frambjóðandi sem heldur fram svo öfgafullum sjónai'miðum skuli eiga góða mögu- leika á að verða næsti forseti Venes- úela. Lýðræðið hefur vh'st standa traustum fótum í landinu en þetta stjórnarform var endurvakið þar syðra fyrh' 40 árum er endi var bundinn á einræðisstjórn Mai'cos Pérez Jiménez í janúamiánuði 1958. Kosningaþátttaka hefur að vísu oft verið lítil og vaxandi óánægju með hefðbundin stjórnmálaöfl hefur gætt. En hvernig má það vera að umtalsverður hluti kjósenda í Venes- úela skuli vera tilbúinn til að greiða fyrram valdaræningja atkvæði sitt í lýðræðislegum kosningum? Hrópleg misskipting auðsins Svai'ið liggur í hróplegri misskipt- ingu auðsins í Venesúela. Framboð og framrás Chávez hefur staðfest djúpstæðan klofning í samfélaginu. Um 70-80% íbúa Venesúela teljast vera fátækir. Þetta fólk fær ekki not- ið olíuauðsins, þeir sem það gera búa í lokuðum hverfum þar sem vopnaðir öryggisverðh- eru á hverju strái. Hinir ríku skreppa gjarnan á einka- þotum til Bandaríkjanna til að gera innkaupin og losna þannig við náið samneyti við „skrílinn“. I Venesúela nýtur ríkasti fimmtungur þjóðarinn- ar helmings þjóðarteknanna. Margir hinna fátæku hafa hrifist af málflutningi frambjóðandans og þeim róttæku lausnum sem hann boðar til að skera upp herör gegn spillingunni og hreinsa til í stjórn- málum landsins. í hinum herbúðunum er að finna milli- og auðstéttina í landinu. Þar eru og ráðandi menn í olíuiðnaðin- um, stjórnmálastéttin og mikill fjöldi embættismanna. Þetta fólk hefur fylgst dauðskelkað með því hvernig vinsældh- Chávez hafa vaxið dag frá degi. Stjórnmálastéttin hefur í ör- væntingu sinni leitað leiða til að tryggja samstöðu gegn valdaræn- ingjanum gamla. Þrátt fyrir ákafar tilraunir síðustu vikurnar vai’ það ekki fyrr en á þriðjudag sem stærstu flokkarnir tveir ákváðu að snúa baki við frambjóðendum sínum og styðja Salas Römer. Þótt Salas Römer hafi þannig treyst stöðu sína síðustu dag- ana kann klofningurinn að tryggja sigur Chávez. Fai'i Chávez með sigur af hólmi í kosningunum í dag, sunnudag, mun hann hafa staðið við það loforð sitt að leiða pólitískan landskjálfta yfir þjóðfélagið í Venesúela. Óvissutímar munu þá fara í hönd. Hugo Chávez Frías virðist hins vegar í engum vafa um hlutverk sitt. I viðtali við tímarit- ið Estampas, sem er helgarútgáfa dagblaðsins E1 Universal, var hann spurður hvaða orð hann óskaði sér að heyra frá Guði sínum. „Þér hefur tekist það,“ var svarið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.