Morgunblaðið - 23.08.2000, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 23.08.2000, Blaðsíða 42
42 MIÐVIKUDAGUR 23. ÁGÚST 2000 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Guðni Þórarinn Guðmundsson fæddist í Vestmanna- eyjum 6. október 1948. Hann varð bráðkvaddur á heim- ili sínu 13. ágúst síð- astliðinn og fór útför hans fram frá Bú- staðakirkju 22. ágúst. Þú verður ekki org- -ifuiistinn í dag Guðni minn en þegar orgelið þitt tekur að hljóma eiga margar góðar minningar eftir að vakna hjá mér með þér og fólkinu þínu á kirkjuloft- inu. Tónlistin var Guðna sannarlega í blóð borin. Nikkuna þandi hann skemmtilega, lék af fingrum fram listavel á píanóið og þegar hann sett- ist við orgelið var sem færðist yfir hann ró og virðuleiki. Þegar við lékum saman hafði ég oft á orði „Guðni minn, nú förum við með landi“. Ég vissi að stundum komst hann í krappan dans á ólgandi tónlistarbárunni því Guðni vildi á - iengsælli tónlistarmið. Fyrir kom að hann fengi á sig nokkra ágjöf en allt- af skilaði hann fólkinu sínu heilu í höfn. Til margra ára var Guðni kennari við Tónlistarskóla Hafnarfjarðar. Hann hafði gott lag á nemendum sín- um og lagði oft mikið á sig til að nem- endurnir næðu settu markmiði. Á kennarastofunni var Guðni hrókur alls fagnaðar og þaðan berast sakn- aðarkveðjur. Lífshlaup okkar og ganga er sem tónverk skaparans gætt margbreyti- leika í stíl og lengd. Verk Guðna var gott en of stutt. Það mun þó hljóma áfram í hvert sinn sem tónar orgels- ins óma og minna á góðan dreng, Guðna organista. Tónlistarskóli Hafnarfjarðar, Gunnar Gunnarsson. Nú er kvaddur góður drengur, skólabróðir og vinur. Það er oft sagt að ekkert sé eins gott og að eiga góða vini á lífsleið- inni. Þetta hefur svo sannarlega reynst rétt hjá þeim hópi sem gekk í skóla saman í Vestmannaeyjum og fermdist saman árið 1962. Við köll- uðum okkur gjaman „Gullárganginn . ?,948“. Við áttum saman skemmtileg ár í æsku sem nú eru rifjuð upp reglu- lega með því að hittast á góðri stundu, syngja saman og faðma hvert annað. Æska okkar í Vest- mannaeyjum var um margt einstök. Við fermdumst í kjölfar gullaldarára síldveiðanna og fiskurinn flaut um allt. Iðandi mannlíf og bjartsýni á líf- ið og tilveruna einkenndi daglegt líf í Eyjum. I þessum krafti ólst Guðni í Land- lyst upp. Þessi tilvera hafði örugg- lega í för með sér hvatningu fyrir ungan hæfileikamann í hljóðfæraleik til að verða mikill í sinni list. Guðni var tryggur félagi, glaðleg- ijjr og hlýr og hvers manns hugljúfi. Hópurinn tvístraðist í allar áttir, menn stofnuðu fjölskyldur og fluttu mislangt frá Éyjum. En þegar ákveðið var að kalla fermingarsystk- inin saman á ný og að hittast á fimm ára fresti þá var eins og þessi hópur hefði aldrei skilið. Það var meira að segja svo gaman að tilefni voru fund- in mun oftar til að hittast. Eitt slíkt var á þjóðhátíð í Eyjum árið 1999. Þeir dagar urðu ógleymanlegir vegna þess að Guðni skólabróðir hélt hópnum saman með hljóðfæraleik, söng og gleði. Fyrir síðustu þjóðhá- hringdi Guðni í okkur nokkur úr hópnum til að kanna hvort ekki ætti að fara til Eyja. Hann langaði svo að fara og vera með frá fyrsta degi og að upplifa allt á hátíðinni, setning- una, bjargsigið og allt. Það var eitt- hvað sem togaði Guðna til heimahag- anna á þessa hátíð. Hann fór og naut hvers augnabliks með Ellu sinni. Svoleiðis var Guðni, hann var allt- af brosandi og sagði alltaf allt það besta. Frá honum streymdi hlýja og styrkur. Éf maður gæti fund- ið svar við því af hveiju Guðni er kallaður burtu frá okkur sem þurfum svo mikið á svona fólki að halda. Eitt er alveg víst að það er beðið eftir Guðna með óþreyju á öðrum stað, þar mun hann halda áfram að nota hæfileika sína og bera með sér gleðina sem er okkur svo mikilvæg. Við kveðjum okkar góða skóla- bróður og listamann með mikilli virðingu og þökkum honum af alhug fyrir allar sólskinsstundirnar sem hann gaf okkur. Ellu, sonunum, systkinum frá Landlyst og öðrum ástvinum Guðna vottum við okkar dýpstu samúð. Með kærleikskveðju frá árgangi 1948, Hildur Jónsdóttir. Við erum sem dropi í haf hins óendanlega, samt erum við eitt, með öllu sem lifir og hrærist, því við erum hluti af hinni miklu sköpun. (Óðurinn til lífsins.) Það er einkennilegt til þess að hugsa að hann Guðni, „þessi elska", hafi leikið sinn síðasta konsert fyrir okkur að sinni. Þegar hann tók þátt í að velja og vígja flygilinn okkar í Smáraskóla á vordögum var ég sannfærð um að hann ætti eftir að leika oft á hann fyrir okkur - en svona er lífið óútreiknanlegt. Ég man fyrst eftir Guðna þegar hann æfði lítinn sönghóp úr Skátafé- laginu Kópum í kringum 1965. Þá var hann vel innan við tvítugt, við upphaf tónlistarferils síns, en sýndi þegar ótrúlega hæfileika sína á gamla orgelið í Kópavogskirkju. Eina tilefni þessara æfinga og loka- takmark var skátamessa hjá sr. Gunnari Árnasyni á sumardaginn fyrsta. Guðni sem þá var táningur, tveimur árum eldri en við þau elstu í hópnum, fór létt með að stjóma okk- ur í söngnum. Hann lagði sömu alúð í æfingarnar og okkur krakkana, sem væmm við kór á heimsvísu. Guðni hafði þau áhrif á okkur að við feng- um það á tilfinninguna að við væmm rosalega góð. En hann var ekki einn með okkur á æfingunum því þá þeg- ar hafði hann fundið sinn lífsföru- naut, hana Ellu, sem sat til hliðar við orgelið og fylgdist með. Það er létt- leiki, kímni og birta yfir þessari minningu. Ekki var mér ljóst á þess- um æfingum hvað við þrjú ættum eftir að eiga mikið saman að sælda síðar á æfinni. Ég fylgdist ekkert með Guðna og Ellu hin næstu ár, en hann hafði far- ið til sjö ára framhaldsnáms í orgel- leik til Kaupmannahafnar. Ella, sem hafði lokið kennaraprófi, fór auðvit- að með honum og vann fyrir heimil- inu, meðan Guðni stundaði námið af kappi. Það var ekki fyrr en þau komu heim frá Danmörku aftur í kringum 1980, og Ella fer að kenna í Kópavog- inum þar sem ég var einnig að kenna, að leiðir okkar liggja saman að nýju. Kynni okkar verða nánari 1985 þegar við Ella urðum sam- starfsmenn í námi á vegum Fræðslu- skrifstofu Reykjanesumdæmis og Kennaraháskóla Islands en þá var hún kennari við Snælandsskóla. í framhaldi af því verðum við Ella samstarfsmenn á fræðsluskrifstof- unni og nokkru síðar í Smáraskóla. Þannig eru kynni mín af Guðna í órjúfanlegu samhengi við samstarf okkar Ellu - en mesta gæfa Guðna í lífinu var þegar hann eignaðist hana Ellu fyrir sinn nánasta lífsförunaut. Lífskúnstnerar og náttúrutalentar á borð við Guðna þurfa öðrum fremur slíka lífsfórunauta til að geta gengið hinn vandrataða gullna meðalveg til enda nokkum veginn áfallalaust. Þeim virðist því miður oft vera meiri hætta búin á þessum vegi, þar sem svo margir eiga leið um í ólíkum til- gangi. Hið ólgandi haf og hinn spegilslétti hafflötur, á því er reginmunur. Samt er það sama hafið. Þetta eru skapbngði náttúrunnar. (Oðurinntillífsins.) Eftir heimkomuna frá Kaup- mannahöfn fer Guðni að starfa að tónlistinni og verður fljótt kunnur af verkum sínum, hvort heldur þau eru útsetningar á ýmsum meistaraverk- um, kórstjórn, orgelleikur, harmon- ikkuleikur, píanóleikur eða tónlistar- kennsla. Guðni var afar greiðvikinn maður svo vægt sé til orða tekið. Hann leysti hvers manns vanda ef hann gat, en hugði ef til vill minna að sjálf- um sér, eigin heilsu og þörfum. Hann vildi allt fyrir alla gera, margir nutu góðgjörða hans, léttleika, lífsgleði og glaðværðar. Þau Ella nutu þess í sumar að fara saman hringveginn en þau hafa alltaf ferðast mikið saman allt frá því er þau voru í Danmörku og ferðuðust nánast um alla Evrópu á mótorhjóli. Guðni var hinn ljúfi fað- ir sem vildi allt fyrir strákana sína gera enda voru þeir honum miklir gleðigjafar. Umhyggjan fyrir eldra fólkinu í fjölskyldunni var einstök. Guðni var alla tíð mikill Eyjapeyi í sér og eftir veru sína á síðustu þjóð- hátíð var hann farinn að sjá fyrir sér árlegan tónlistarviðburð í nýju stafn- kirkjunni í Vestmannaeyjum. En nú er það ljóst að hann mun ekki sjálfur stjóma slíkum viðburði. Hins vegar finnst mér að vinir hans í tónlistinni ættu að koma á slíkum tónlistar- viðburði í Eyjum í hans minningu. Drottinn gaf, á ákveðnum tíma og Drottinn tók, á ákveðnum tíma. Guðni kveður nú hinn mikla lífs- konsert en ég er sannfærð um að hann er þegar farin að spila annars konar konserta á æðri stöðum ásamt öðram tónlistarsnillingum. Ég er af- ar þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast Guðna og hans einstaka persónuleika. Far þú í friði friður Guðs þig blessi, Hafðu þökk fyrir allt og allt GekkstþúmeðGuði, Guðþérnúfylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Elsku Ella mín, Óli Maggi, Hall- dór Öm, Halldóra og Ólafur, ég og fjölskylda mín sendum ykkur okkar innilegustu samúðarkveðjur - í blíðu og stríðu voruð þið skjól hans, sverð og skjöldur. Minningin um góðan dreng lifir. Sorgin og gleðin eru fletir á lífinu eins og myrkrið ogljósið. Þar sem ekkertlífer, þarerhvorki sorgnégleði. (Óðurinn til lífsins.) Valgerður Snæland Jónsdóttir og fjölskylda. Kæri vinur! Svo snöggt - óvænt ertu farinn. Fölskvalausa gleðin þín, geislandi brosið - tilhlökkunin yfir bátnum „Largo“ sem þið vinirnir vorað að leggja lokahönd á svo þið gætuð siglt um sundin blá. Eftirvæntingin - vetrarstarfið með fólkinu þínu í Bústaðakirkju - Bjöllukómum - öllum. Hvað við hrifumst með þér. Sem sjálfur drottinn mildum lófum lyki um lífsins perlu á gullnu augnabliki. (D.S.) Við vinir þínir í Fossvogskirkju biðjum algóðan guð að styrkja Ellu þína, drengina ykkar og alla þá sem þykir svo undur vænt um þig. Erla, Bryndís, Sigurður og Gunnar. Það er oft ekki fyrr en að fullorð- insaldri er náð að maður áttar sig á hvað kynni af góðu fólki era dýrmæt- ur fjársjóður. Guðni er slíkur fjár- sjóður. Tilkynningin um lát hans var mér og fjölskyldu minni reiðarslag og er tilgangslaust að reyna að skilja hvers vegna slíkt gerist. Guðni var mikill vinur foreldra minna og var tíður gestur á æskuheimili mínu. Eftir langar tarnir í Bústaðakirkju var hann vanur að fá að stinga sér inn í Litlagerðið, fá eitthvað í gogg- inn og jafnvel fara í sturtu. Ég sé hann fyrir mér koma á harðaspani niður Litlagerðið, gjaman í gúmmí- stígvélunum sínum, og kalla „Gyða mín, fæ ég hjá þér eina brauðsneið eða kannski graut“? Guðni var alltaf mikill aufúsugestur og í augum okk- ar eins og einn af fjölskyldunni. Ég gerði mér far um að setjast hjá honum og foreldram mínum við borðið og hlusta á spjall þeirra. Spjallið varði þó aldrei mjög lengi í hvert skipti því Guðna biðu mörg verkefni. Segja má að ég hafi að nokkra leyti alist upp í Bústaðakirkju og stór hluti af því uppeldi fór fram í kórnum hjá honum Guðna. Það var aldrei lognmolla í kringum hann og öll tónlist varð lifandi í hans meðför- um. Hann hafði óbilandi trú á okkur „krökkunum sínum“ eins og hann kallaði okkur og ekki var óalgengt að 15 mínútum fyrh- messu kæmi hann með nýtt verk sem hann vildi að við flyttum sem stólvers. „Svona krakk- ar við höfum nægan tíma, þið getið þetta, við rennum aðeins yfir þetta“! Alltaf blessaðist þetta einhvern veg- inn því allir smituðust af áhuga hans og eldmóði. Eftir að ég varð fullorðin og fór að eiga börn hélt velvilji Guðna við mig og mína áfram. Hann sinnti brúð- kaupi okkar Gríms og skírnum barna okkar af alúð og átti stóran þátt í að gera þessar gleðistundir að ógleym- anlegum hátíðum enda var fáum eins lagið að skapa góða stemmningu og Guðna. Síðustu samskipti mín við Guðna vora í tengslum við andlát föður míns í júní sl. og við eram honum innilega þakklát fyrir að gera okkur þá sorg léttbærari. Ég á fallega mynd í huganum af þeim vinunum, pabba í rúminu og Guðna sitjandi við höfðalagið. Það sem Guðni sagði við pabba þann dag lýsti þeim einlæga vinarhug og væntumþykju sem hann bar til hans. Ég veit að þessi vænt- umþykja var svo sannarlega endur- goldin þó að pabbi hafi á þeim tíma ekki getað sagt hvað honum bjó í brjósti. Vinátta þeirra var einlæg. Allir verða ríkari af því að þekkja mann eins og Guðna. Við sem voram svo lánsöm að fá að kynnast honum og eiga við hann samskipti eigum alltaf minningarnar um góðan dreng til að orna okkur við. Minningarnar era perlur sem enginn getur tekið frá okkur. Elsku Ella, Óli Maggi og Halldór Örn, ég og fjölskylda mín sendum ykkur okkar dýpstu samúðarkveðjur með innilegu þakklæti fyrir þær stundir sem við fengum að vera sam- vistum við Guðna. Geirlaug Ottósdóttir. Næst góðum söngstjóra er mikil- vægast fyrir kóra að hafa góðan und- irleikara. Karlakórinn Stefnir var svo hepp- inn að fá Guðna Þ. Guðmundsson til liðs við sig fljótlega eftir að kórinn var endurvakinn haustið 1975. Guðni var aðalundirleikari kórsins í nokkur ár og hafði flesta þá kosti sem góður undirleikari þarf að hafa. Hann var ákaflega öraggur, gat spilað hvað sem var með litlum eða engum fyrir- vara eftir nótum eða eyranu. Það kom sér vel fyrir kór sem vildi flytja fjölbreytta tónlist og syngja við margvísleg tækifæri. Það skipti ekki máli hvert verkefnið var, Guðni leysti það af öryggi og áreynslulaust að því er virtist. Og þegar sönghóp- urinn Einn og átta var stofnaður í tengslum við kórinn lék Guðni undir með honum og fór með honum í söngferðir, m.a. til Rússlands. Ekki spillti heldur fyrir að Guðni náði strax mjög góðu sambandi við stjórnendur kórsins á þessum áram, fyrst Láras Sveinsson og síðan Helga R. Einarsson. Um leið varð hann félagi kórmanna enda einstakt ljúfmenni. Eini gallinn var sá að hann var of eftirsóttur og upptekinn svo að Stefnir þurfti að leita að nýj- um undirleikara. En þótt Guðni GUÐNIÞÓRARINN , GUÐMUNDSSON hætti sem aðalundirleikari kórsins hélt kórinn alltaf sérstöku sambandi við hann. Guðni gat líka alltaf hlaupið í skarðið ef með þurfti, jafnvel farið í söngferðir innanlands og utan með kórnum, stundum með litlum fyrir- vara. Félagar úr Stefni era líka oft beðnir um að syngja við ýmis tæki- færi og þegar slíkar beiðnir hafa ver- ið ræddar á æfingum hefur stundum komið í ljós að undirleikari kórsins hefur ekki getað verið með. Slíkt set- ur auðvitað strik í reikninginn en þá hefur kannski oft verið sagt: „Já, en Guðni verður þarna“. Þar með var málið leyst og enginn þurfti að hafa frekari áhyggjur. Kórinn þekkti Guðna og Guðni þekkti kórinn og það var eins og hann hefði alltaf spilað með honum. Það var gott að hitta Guðna og syngja með honum við ýmis tæki- færi, hvert sem tilefnið var. Stund- um var tilefnið dapurlegt og þá var gott að finna hlýjuna og öryggið sem geislaði frá Guðna þar sem hann sat við orgelið sitt. En stundum var til- efnið líka gleðilegt, t.d. brúðkaup, skírn, afinæli eða einhver gleðskap- ur og Guðni sat brosandi við orgelið eða píanóið og jók á gleðina með leik sínum og viðmóti. Og það var alltaf sama hlýjan í handtakinu og augun- um. Að leiðarlokum viljum við þakka Guðna fyrir samveruna, stuðninginn og félagsskapinn. Um leið vottum við Elínu og drengjunum innilega sam- úð. Karlakórinn Stefnir. Guðni Þ. Guðmundsson er látinn. Svo ótímabært lát að mann setur hljóðan og veltir fyrir sér hverful- leika lífsins. Hann Guðni var enginn venjulegur maður. Hann bjó yfir slíkri lífsorku og lífsgleði að undran sætti. Hann hafði stórt hjarta og var vinur vina sinna. Kynni okkar Guðna hófust fyrir um 15 áram er ég byrjaði að syngja með Kór Bústaðakirkju og tók Guðni mér fagnandi eins og öllum sem byrja í kórnum. Ferillinn hófst í jarð- arför og ég nýliðinn var hálf smeik því mér fannst ég ekkert kunna. „Elskan mín, hafðu ekki áhyggjur, þú lærir þetta strax,“ sagði Guðni. Alltaf jafn jákvæður, svo ótrúlega já- kvæður. Éftir jarðarförina sagði hann. „Þetta var fínt, get ég keyrt þig eitthvað?" Ég hálf feimin sagðist bara þurfa að fara niðrí Söngskóla og gæti vel tekið strætó. „Hvað, ég skutla þér auðvitað." Hvað við Guðni hlógum oft að þessum fyrstu kynnum. Það fyrsta sem ég tók eftir við jarðarförina vora gatslitnir skór, „organistaskórnir". En þegar ég sá bílinn féllust mér al- veg hendur. Gamall og skakkur Trabant, svo hávær að ekki heyrðist mælt mál. „Eðalvagn," sagði Guðni. Svo ókum við af stað. En mér leist nú ekki á blikuna þegar stefnan var tek- in í allt aðra átt en að Söngskólanum. Guðni ók sem leið lá niðrá smábáta- höfn. „Mig langar svo að sýna þér bátinn minn.“ Ég leit á hann hálf skelkuð og hugsaði með mér, það er nú ekki allt í lagi með manninn. En Guðni var svo ákafur að hann tók ekki einu sinni eftir svipnum á mér. Og ótti minn var auðvitað ástæðu- laus. En einmitt svona var Guðni. Svo barnslega einlægur og heillandi. Maður hreifst af honum, hans ótrú- legu persónutöfram og maður trúði, eins og hann, að ekkert væri ómögu- legt. Einu sinni fékk ég hann með mér vestur á Hrafnseyri að syngja á 17. júníhátíðahöldum. Daginn eftir var ekkert flug frá Isafirði vegna veðurs. Ég vissi að Guðni átti að spila við nokkur brúðkaup þann dag og var auðvitað miður mín að hafa komið honum í þetta klandur. Guðni sat við símann í smátíma, talaði hratt og símtölin voru stutt. „Flott, þetta reddaðist." Svo sneri hann sér að móður minni og sagði. „Hvað seg- irðu, er enginn tenór við jarðarför- ina, ég skal syngja tenór.“ Og Guðni fór, söng tenór með kórnum, kom heim og sagðist hafa frétt að það væri brúðkaup seinna um daginn. „Við mætum auðvitað og þú syngur, þetta er gamall skólabróðir þinn og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.