Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.1986, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.1986, Blaðsíða 33
MIÐVIKUDAGUR 26. NÖVEMBER 1986. 33 DV £æra. Hins vegar er það lofsvert og til fyrirmyndar hjá hinu nýja leik- húsi að prenta verkið allt í leikskrá og mættu aðrir gera eins. Mest mæðir á leikurunum Bryn- dísi Petru Bragadóttur og Ellert A. Ingimundarsyni, sem leika þau Oi og Sakkó. Eins og fyrr segir ljær höfúndur persónunum engin sérein- kenni. Áhorfendur kynnast þeim aðeins í gegnum hugsanir þeirra, sem eru sundurlausar, og þegar minnst varir er svo klippt á þráðinn. Þau Bryndís og Ellert leika bæði af öryggi og þrótti í kaldranalegu um- hverfi Kjallaraleikhússins. leikslok, en þá er hann negldur nið- ur í bókstaflegri merkingu. Þröstur Guðbjartsson leikur mann þennan í návígi Leikmynd er engin utan sú, sem Leiklist Auður Eydal staðurinn sjálfúr leggur til, en lýsing gefur mismunandi áherslupunkta. Þriðja persónan í leiknum, maður í bíl, hlýtur dapurleg örlög, þegar of- beldið heldur innreið sína undir Menning og gerir hlutverkinu þau skil, sem efni standa tiL Guðjón Pedersen leikstjóri hefur að því er séð verður unnið ágætlega úr þeim efnivið, sem fyrir hendi var. Á takmörkuðu rými kjallaragólfsins, innan um bera bjálkana, mæddi eins og fyrr segir mikið á leikurunum sjálfum, sem eru þama í miklu ná- vígi við áhorfendur. Þýðing Hafliða Amgrímssonar er ágætlega gerð í anda eflúsins. Aðstandendum Frú Emilíu skal að lokum óskað velfamaðar og verður gaman að fylgjast með framtíðar- verkefnum hópsins. AE Bryndis Petra Bragadóttir, Ellert A. Ingimundason og Þröstur Guðbjartsson í hlutverkum sinum i „Mercedes". Nærverumiklir stokkar Sýning Helga Gíslasonar að Kjarvalsstöðum Þrútt fyrir mikla og óumdeilanlega þekkingu Helga Gíslasonar ú sérstakri náttúm bronsins hef ég aldrei getað fellt mig við bronsskúlptúr hans. Kannski er minni eigin glámskyggni um að kenna. Ég get ómögulega lesið afdráttar- lausa sjálfstæðisyfirlýsingu út úr gljáandi bronsinu hjá listamanninum, aðeins áferðafallegar endurtekningar á hinu og þessu sem verið hefúr ofar- lega á baugi í módemískum skúlptúr undanfama áratugi. Hugsanlega hefúr Helgi sjálfúr ekki „fundið sig“ í bronsinu heldur þrátt fyrir mikil afköst hans í málroinum. Öðmvisi er tæplega hægt að túlka þá umbreytingu sem virðist hafa átt sér stað í skúlptúr hans við nokkurra mánaða dvöl í Finnlandi. Sú umbreyting, eða bylting, er nú til sýnis á vesturgangi Kjarvalsstaða, teygir sig raunar inn á sýningu Sig- urðar Örlygssonar. Þama er að finna þrettán skúlptúra, að mestu leyti úr tré, en með ívafi eða bryddingum úr jámi og kopar. Með þeim hefúr Helgi sagt skilið við MyndJist Aðalsteinn Ingólfsson nostrið við bronssteypuna, að minnsta kosti í bili, og fær útrás fyrir atorku sina og óhefta sköpunargleði. Sama ættarmótið Að vísu snýr Helgi ekki alveg við blaðinu í list sinni enda getur enginn þurrkað út eigin fortíð. Helgi Gislason - SkurðgoA, málað tré, 1986. Ættarmótið leynir sér ekki í sumum hinna uppréttu trémynda og mörgum eldri bronsmyndum með afstrakt yfir- bragði, til dæmis í því hvemig lista- maðurinn stillir saman mjúkum útlínum og tenntum, þannig að þessar andstæður kallast á. Það er heldur ekki óralangur gangur frá ljósnæmu yfirborði bronsmynd- anna til skjannalitanna sem Helgi pentar nú á hrjúft ytra borð trédrumba sinna. Hinir nýju skúlptúrar Helga em í anda hins nýja prímitífisma í skúlp- túr, sem er svo að sinu leyti afsprengi ný-expressjónismans í málverkinu, eða er að minnsta kosti í nánum skyldleika við hann. Skúlptúrar Brynhildar Þor- geirsdóttur eru í þessum dúr, svo og keramíkskúlptúrar Borghildar Óskarsdóttur, Sóleyjar Eiríksdóttur og fleiri listamanna. Og ef grannt er skoðað er Siguijón heitinn Ólafsson sennilega einn af stofnendum þessarar skúlptúrdeildar. I þessum skúlptúr skiptir sjálf form- gerðin, samspil formanna, snöggtum minna máli en tákngerðin, eða „tóte- mískt“ kynngi hverrar myndar. Skúlptúrinn þarf að hafa sömu áhrif á áhorfandann og tótemstólpi, skurð- goð eða öndvegissúlur höfðu a fólk til foma, eða í myrkviðum Suður-Amer- íku eða Afiíku. Úttekt úr duldarreikningnum Til þess að geta haft þessi sömu áhrif á nútímamanninn þarf myndhöggvar- inn að taka út úr duldarreikningi goðsagnabankans sem við höfum komið okkur upp og magna þau föng upp í nærverumikla skúlptúra. Þetta hefúr Helga tekist mætavel. Skúlptúrar hans ýta við rmdirvitund- inni, bera okkur boð sem hugurinn greinir ekki en fa hjartað til að slá hraðar. í stokkum Helga djarfar fyrir hjá- guðum okkar, fyrr og nú, myndgerv- ingum hjátrúar og þjóðsagna, svo og öðrum minnum, fomum og nýmóðins. I leiðinni kemst listamaðurinn tæp- ast hjá því að vitna í samferðamenn sína í viðarkúnst, lifandi sem liðna, allt frá Brancusi til hins finnska meist- ara, Kains Tapper. En mestu máli skiptir að Helgi virð- ist hafa fullan hug á að gera þennan skúlptúr að sínum. í leiðinni bætir hann nýjum kafla við þróunarsögu íslensks skúlptúrs. -ai ÚTBOÐÁ PRENTUN TÉKKHEFTA Landsbanki íslands óskar eftir tilboöum í prentun tékkaeyðublaða og frágang þeirra í 25 og 50 eyðublaða hefti fyrir alla afgreiðslustaði bankans. Útboðsgögn verða afhent hjá tæknisviði bankans, Álfabakka 10, 109 Reykjavík, frá og með miðvikudeginum 26. nóvember 1986. Frestur til að skila tilboði rennur út föstudaginn 19. desember 1986, kl. 11:00. L Landsbanki (slands Banki allra landsmanna

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.