Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 269. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						f
MIDVIKUDAGUR 21. NOVEMBER 2001
17
J3V
Meruúng
Kafka Light
Aðgerðaleysi,
sem nálgast það
að vera óþolandi
en er um leið
pínlega fyndið,
er það sem er
sammerkt með
aðalsöguhetju
nýjustu skáld-
sögu Braga Ólafs-
sonar, Gæludýranna, og fyrstu
skáldsögu hans, Hvíldardaga, sem
kom út fyrir tveimur árum. Það
sem gerði Hvíldardaga spennandi
og áhrifamikla var ekki síst það
sem dróst sífellt á langinn;, var
slegið á frest. í Hvildardögum gerð-
ist eiginlega ekki neitt en það
hvernig það gerðist ekki var fyndið
og sorglegt í senn og lýsti tilvistar-
vanda sem var háalvarlegur þrátt
fyrir hófstillt grínið á yfirborðinu.
Bókmenntir
Húmorinn í Gæludýrunum er
augljósari en í Hvíldardögunum -
nálgast það að vera ærslafenginn
og absúrd. Aðstæður persónanna
og hegðun liggja einhvers staðar á
mörkum raunsæisins. Þótt það sé
auðvitað svolítið klisjukennt þegar
maður hefur haft Braga fyrir aug-
unum, hávaxinn, dökkan og kinn-
fiskasoginh eins og hann er, þá
verður manni hugsað til Kafka við
lestur þessarar sögu ekki síður en
Hvíldardaga. Söguhetjur Braga
verða fyrir hlutum en eiga ekki
frumkvæði að þeim sjálfar. Smá-
vægilegir hlutir sem rjúfa hvers-
daginn og fyrirætlanir um tíðinda-
lítið lif verða til þess að setja tilvist
þeirra alvarlega úr skorðum.
Frásagnaraðferðin í fyrsta hluta
Gæludýranna er nokkuð sérkenni-
leg. Tveimur sögum vindur fram
samtímis. Önnur er fyrstu persónu
DV-MYND HILMAR ÞÓR
Bragi Ólafsson rithöfundur
Skrifar um aögerðaleysi sem nálgast það að vera óþolandi en er um leið
pínlega fyndið.
frásögn Emils S. Halldórssonar,
sem er nýkominn heim úr flugi
frá London, hin er þriðju persónu
frásögn af manni sem nefnist Há-
varður og flækist um Reykjavík í
leit að kunningja sínum. Við vit-
um lítið um hann annað en að
hann virðist nokkuð drykkfelldur
og alveg örugglega illskeyttur í
meira lagi. Lengi vel er óljóst
hvort leiðir þeirra muni nokkurn
tíma liggja saman en sá fundur
verður og þá flyst sjónarhornið al-
gerlega til Emils, sem er fastur í
heldur pínlegri aðstöðu á sínu eig-
in heimili. Þaðan fylgist hann svo
með lífi sínu hrynja, jafnframt því
sem hann rifjar upp fyrri kynni
sin af Hávarði.
Það er léttara yfir þessari nýju
skáldsögu Braga en þeirri fyrstu.
Hún er fyndnari og húmorinn
auðteknari. Að sumu leyti minnir
bygging hennar á vel heppnaða
smásögu. Einn atburður verður til
þess að afhjúpa aðalpersónuna,
Emil, skapgerð hans og bresti,
ekki síst þolandahátt gagnvart
heiminum sem verður til þess að
niðurlægja hann á alla lund. En
fyrst og fremst er sagan ótrúlega
vel skrifuð og fyndin. Spennan i
seinni hlutanum er nærri því
óbærileg og lesandinn sveiflast frá
þvi að vorkenna Emil greyinu í
vandræðum hans og langa til að
öskra á hann að hunskast nú til
að taka stjóm á lífi sínu.
Gæludýrin er erfitt að lesa
öðruvísi en í einum rykk. Þetta er
skemmtisaga af bestu gerð en
undir niðri lúrir alvaran: það er
svo óþolandi erfitt að vera maður
að það er alveg drephlægilegt.
Jón Yngvi Jóhannsson
Bragl Ólafsson: Gæludýrin. Bjartur
2001.
Málþing í íslensku óperunni á morgun, á Degi tónlistar, kl. 13-17:
Ópera á tímamótum
„Öll umræða um Islensku óper-
una og hvert hún stefnir er af
hinu góða. Sjálfur mun ég tala
um það sem mér er skyldast, það
er að segja um það hvernig óperu-
landslagið á íslandi horfir við
ungum söngvurum og hvernig ég
vildi sjá það þróast," segir Ólafur
Kjartan Sigurðarson óperusöngv-
ari sem tekur þátt i málþinginu
Ópera á tímamótum í íslensku
óperunni á morgun. Svo
skemmtilega vill til að það er
einmitt Dagur tónlistarinnar.
„íslenskir óperusöngvarar
flykkjast til útlanda og syngja og
syngja þangað til þeir verða of
stórir fyrir ísland," heldur Ólafur
Kjartan áfram. „Það er neikvæð
og asnaleg þróun og spurning
hvort við eigum ekki að veröa
nógu stórir fyrir alla söngvarana
okkar, stefna að því að geta tekið
á móti þeim og gera eftirsóknar-
vert fyrir þá að vinna hérna
heima. Þá er ég bæði að hugsa
um fjármál og húsnæðismál."
Umræðuefhi þingsins er
einmitt framtíð íslensku óper-
unnar. Yfirskriftin vísar til þess
að nýr samningur milli Óperunnar og ríkisins
um stóraukin framlög úr ríkissjóði, ásamt
aukinni þátttöku atvinnufyrirtækja í rekstrin-
um, markar upphafið að nýju tímabili í starf-
semi íslensku óperunnar. Jafnframt hefur
stjórn hennar ákveðið að hugað skuli að nýju
framtíðarhúsnæði fyrir starfsemina og hefur
óskað eftir því að kannaðir verði möguleikar
á aðild að fyrirhuguðu tónlistarhúsi í miö-
bænum. Á málþinginu verður fjallað sérstak-
lega um tvö atriði varðandi framtíð íslensku
óperunnar: Stöðu hennar sem menningar-
stofnunar og hvort hún á að vera ein eða með
óðrum, og framtíðarhúsnæði hennar og hvort
hún eigi þar að vera ein eða með öðrum. Fjöl-
mörg stutt erindi verða flutt og í lokin er gert
Timamót í Óperunni
Ólafur Kjartan Sigurðarson varð fyrsti fastráðni söngvari
íslensku óperunnar í ágúst sl.
ráð fyrir líflegum skoðanaskiptum um sam-
starf menningarstofnana, tónlistarhús og
fleiri umdeild mál. Allir sem áhuga hafa á
málefninu eru velkomnir á málþingið, og að-
gangur er ókeypis.
Dagskráin
Kl. 13 setur Jón Ásbergsson, formaður
stjórnar íslensku óperunnar, málþingið og
verður því síðan skipt i fimm meginhluta.
Um efnið „Framtíð íslensku óperunnar"
tala Bjarni Daníelsson óperustjóri, Ólafur
Kjartan Sigurðarson óperusöngvari og Krist-
inn Sigmundsson, óperusöngvari og formaður
listráðs íslensku óperunnar.
Um „Atvinnulífið og Óperuna"
tala Þorsteinn Hilmarsson, upp-
lýsingafulltrúi Landsvirkjunar, og
Ragnar Önundarson, fram-
kvæmdastjóri Europay íslands.
Um „Tónlistarhús" tala Helgi
Gunnarsson, verkfræðingur hjá
VSÓ og starfsmaður verkefhis-
stjórnar um byggingu tónlistar-
húss og ráðstefnumiðstöðvar, og
Ólafur Hjálmarsson, hljóðverk-
fræðingur hjá Línuhönnun.
Um efnið „Islenska óperan og
aðrir óperuflytjendur" talar Jó-
hann Smári Sævarsson, óperu-
söngvari og listrænn stjórnandi
Norðuróps.
Loks verða svo almennar um-
ræður sem ætlað er að hefjist kl.
15.10 og verði slitið kl. 16.45. Mál-
þingsstjóri er Jón Ásbergsson, for-
maður stjórnar íslensku óperunn-
ar.
Brettum upp ermar
- Ertu bjartsýnn á framtíð Óp-
erunnar? spyrjum við Ólaf Kjart-
an.
„ Já, það er ég, en ég er kannski
bjartsýnni á sumt en annað," svarar hann.
„Bjartsýni var meginástæðan fyrir því að ég
tók boðinu um að verða fastráðinn söngvari
við Óperuna. Og vonandi stefnir ekki allt í
tóman voöa með íslenska óperulist. En það er
búið að tala svo lengi um hvað söngurinn er
dásamlegur og hvað söngvararnir okkar eru
góðir að ég eiginlega nenni því ekki lengur.
Nú getum við hætt að fallast í faðma yfir því
hvað við syngjum öll vel og þurrkað gleði- og
hrifningartárin af hvörmunum og farið bara
að vinna! Við eigum fullt af helvíti góðum
söngvurum sem eru að gera merkilega hluti
úti um allan heim, og við verðum að búa þeim
til vinnuaðstöðu. Og það sem fyrst."
K'
Umsjón: Silja Aðalstetrtsdóttir
Trúbadúrakvöld
Sjaldséðir trúbadúrar og
tónlistarmenn votta Megasi
virðingu sína annað kvöld, á
næstsiðasta atburði listþings-
ins „Omdúrman: Margmiðl-
aður Megas í Nýló" sem lýk-
ur 30. nóvember. Dagskráin
hefst kl. 21 í Nýlistasafninu,
Vatnsstíg 3b, og þar koma
fram gímaldin & Loftur, Hafþór Ólafsson
(Súkkat), Gísli Víkingsson & Rúnar Marvins-
son, Hermann Stefánsson og Jón Hallur Stef-
ánsson.
Myndaþjóðsögur
Komnar eru út á ensku
fyrstu fimm bækurnar í bóka-
flokkinum Icelandic Folktales.
Þetta eru litlar bækur með
þekktum íslenskum þjóðsógum
sem Gylfi Gíslason myndlistar-
maður vinnur með og túlkar
þannig að þetta verða eiginlega
myndasögur. Litskrúðugar teikningar Gylfa
og frábært söguefnið gera þessar bækur til-
valdar gjafir handa vinum erlendis.
Sögurnar eru Fóa and Fóa
Fancytail   (Fóa   og   Fóa
feykirófa), Issum Kviss, „Is it
a Fat One, Mate?" ("Er hann
feitur, lagsmaður?"), Brownie
(Brúnka) og The Ghost (Send-
ing). Þær eru úr þjóðsagna-
söfnum Jóns Árnasonar og
Ólafs Davíðssonar og þýðandi
þeirra allra er Bernard Scudder.
Mál og mynd gefa út.
Með Bólu í bæjarferð
Sigrún Edda Björnsdóttir
leikkona hefur sent frá sér
fyrstu     bókina     um
tröllastelpuna Bólu. Hún birt-
ist fyrst á skjá Sjónvarpsins
1990 og hefur notið geysUegra
vinsælda allar götur síðan.
Bóla býr á Þingvöllum og
henni finnst tími til kominn
að fara til Reykjavíkur með Hnúti vini sínum
og taka þátt í 17. júní-hátíðahöldunum. Ferðin
til borgarinnar gengur ekki átakalaust fyrir
sig og það er alveg ævintýralegt að hve mörgu
þarf að hyggja áður en farið er í slíkan leið-
angur. Þau hitta margt áhugavert fólk, svo
sem Vestur-íslending sem á tyggjó, Grana lóg-
regluþjón, lífsglaða róna og síðast en ekki síst
hitta þau Jón Sigurðsson forseta.
Bóla er alislensk tröllastelpa sem sér heim-
inn með augum trúðsins þar sem ekkert er
sjálfgefið og ýmsum óvenjulegum sjónarhorn-
um er því velt upp. En þrátt fyrir ærslalæti
tröllakrakka í höfuðborginni er undirtónn
sögunnar einlæg vinátta sem skiptir meira
máli en allt annað. Iðunn gefur út.
Syndir sæfara
I bókinni Syndir sæfara lýs-
ir Lúkas Kárason ævintýra-
legri ævi sinni, allt frá
bernskuárunum á Ströndum.
Ungur fann hann fyrir sterkri
útþrá og innan við tvítugt
munstraði hann sig á fær-
eyska skútu sem stundaði
veiðar við Grænland. Ævin-
týraþráin teymir hann til Afríku þar sem
hann starfaði drjúgan hluta ævinnar við þró-
unarhjálp og einnig til Asíu.
Eins og Lúkas segir skemmtilega frá í inn-
gangi bókarinnar fékk hann hugmyndina að
ævisögunni í viðtali við sænskan sálfræðing
þegar hann sótti um starf hjá sænsku þróun-
arhjálpinni áriö 1987 og vildi komast til
Angóla. Sálfræðingurinn varð svo heillaður af
frásögnum hans að hann benti Lúkasi á að
hann væri með efni í góða bók í hóndunum.
Nú ætlar Lúkas að heilla fleiri með frásögnum
af ferðalögum sínum og mörgum kynlegum
kvistum sem hafa orðið á vegi hans. Einnig
lýsir hann þróunarhjálpinni eins og hann
upplifði hana og bendir á alvarleg mistók sem
gerð hafa verið vegna skipulagsleysis og af þvi
að menn ráðfærðu sig ekki við þá sem hjálp-
ina þiggja.
íslenska bókaútgáfan gefur bókina út.
Spakmæli
„Ástin er óróleikinn í lifinu,
vináttan er hvildin," sagði vis
maður einu sinni. Hörpuútgáf-
an gefur nú út tvær handhæg-
ar litlar bækur fyrir þá sem
vilja hafa fleyg orð og tilvitn-
anir um lífið og ástina við
höndina. Heitir önnur Ástin
og vináttan en hin Lífið og
hamingjan. Páll Bjarnason tók báðar bækurn-
ar saman.
"Mundu, þegar þér finnst allt vera glatað,
að framtíðin er eftir."

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
18-19
18-19
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40