Lesbók Morgunblaðsins - 26.07.1959, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 26.07.1959, Blaðsíða 1
21. tbl. élfe Jtorgimfrlðfafaið Sunnudagur 26. júlí 1959 XXXIV. árg. ÁLEXANDER MIKLI - og fyrsta heimsveldi sögunnar ALEXANDER mikli fór eins og leift- ur um Asíu. Og þar sem hann tapaði aldrei orustu og dó á tindi frægðar sinnar, hefur athygli síðari kynslóða beinzt meira að honum en flestum öðr- um persónum sögunnar. Hann var eins og Napoleon komst að orði mesti hers- höfðingi, sem uppi hefur verið. En merkastur er hann fyrir það í menn- ingarsögu Vesturlanda, að hann vildi stofna þjóðfélag jafnréttis og samvinnu allra þegnanna. Þessi fagra hugsjón entist honum alla ævi og hafði mikil áhrif á þær kynslóðir, sem eftir komu. Svo miklir voru landvinningar hans og herkænska, að í nokkrar aldir eftir dauða hans kunnu menn lítt skil á manninum Alexander mikla, en þekktu þeim mun betur hermanninn og sungu honum lof og dýrð í ævintýrum og ljóðum. Þessar bókmenntir hafa farið eins og eldur í sinu frá einu landi til annars, allt frá íslandi til Malajaríkja. Svo mikið var dálæti manna á Alex- ander mikla, þegar fram liðu stundir, að andlitsmynd Jesús var í frumkristn- inni máluð í líkingu við þær myndir, sem til voru af honum. Búddatrúar- menn settu andlit hans á Búdda- líkneskin, Gyðingar litu á hann sem áróðursmann sinn og í Kóraninum er hans lofsamlega getið. Alexander eða Iskander, eins og hann er venjulega nefndur í Asíulönd- um, var sonur Filippusar Makedóníu- konungs og Olympiasar, prinsessu, konu hans. Hún mun hafa verið mjög ástríðufull kona, nokkuð blendin og hefnigjörn. Sagt er, að það hafi verið almenn trú manna í fornöld, að hof Artemisar hafi brunnið til kaldra kola 0----/-----0 Greln þessi styðst einkum við rit- gerð eftir C. A. Robinson, sem er einn helzti sérfræðingur í ævi Alexanders mikla, sem nú er uppi og hefur skrifað um hann þrjár bækur, hin síðasta nefnist „The History of Alexander the Great“. Einnig er stuðzt við heimildir í heimssögu Grimbergs o. fl. — Þess má geta, að Plutark skrifaði bók um Alexander, sem þykir frábær ævisaga. 0----/-----0 nóttina, sem Alexander fæddist. Og það fylgdi sögunni, að engin furða hafi ver- ið, þó kviknað hafi í hofinu, því þrum- ur og eldingar voru um nóttina og gyðjan önnum kafin við að taka á móti Alexander í þennan heim. Forn-Grikk- ir höfðu mikið yndi af tilviljunum og kannski hefur það verið þess vegna, sem þeir sögðu að Alexander hefði fæðzt um miðsumarleytið 356 f. Kr., þegar Filippus konungur var að taka stóra gríska borg. Þá fékk hann í einu skilaboð um þrjá merkisatburði: í fyrsta lagi, að Parmenion, yfirhershöfð- ingi hans, hefði unnið sigur á Illeríu- mönnum í mikilli orustu, í öðru lagi að hestur hans hefði unnið sigur í Olympíuleikum og loks að Alexander 3., eins og hann var síðar nefndur, hefði fæðzt í Pella, höfuðborg Make- dóníu. Auðvitað átti þetta að gefa til kynna, að lif hins unga prins yrði sigur- ganga. Filippus var raunsær maður og ágætur herstjórnari og hafði fengið góðan arf frá fjallabúunum, feðrum sínum. Hann var metorðagjarn maður en vingjarnlegur, lifði ekki alltaf í sam- ræmi við þau siðferðilegu boðorð, sem bezt þykja, rauf t. d. samninga ef með þurfti, keypti sér vini og mútaði stjórn- málamönnum. Honum þótti diplómat- iskur sigur ekki verri en sigur á víg- velli og hann hafði þann kost að geta slævt bráð sína og gert hana andvara- lausa, áður en hann réðist á hana. Sam- tíðarmaður hans einn sagði um hann, að aldrei hefði fæðzt annar eins maður í allri Evrópu og Filippus konungur. Enginn vafi er á því að Alexander mikli hafi erlt heritjómarkianaku iöð-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.