Lesbók Morgunblaðsins - 25.09.1982, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 25.09.1982, Blaðsíða 10
ár Eg naut þess að keppa - Síðari hluti samtals við TORFA BRYNGEIRSSON Torfi: „Ég hafði náð ógildu risastökki, 7,68 m, í forkeppninni, og fannst óhætt að gera ráð fyrir, að ég stæði þar hverjum sem var á sporði." iistari í l sinni Torfi yfir ránni. Á Evrópumeistaramótinu voru að sjálfsögöu teknar myndir af sigurvegaranum í langstökki — þær átti að senda til íslands, en ekki eru þær komnar enn. „Varstu misjafnlega upp- lagður yfirleitt?" „Nei, yfirleitt var ég það ekki. Getan var nokkuð svipuð frá degi til dags og nokkurnveginn hægt að ganga að henni vísri. Og mér féll alltaf vel að æfa; síður en svo að það væri mér nokkur kvöð. Félagsskapurinn var alltaf góður og mikið um sprell. En fyrst og fremst naut ég þess að keppa og þótti þeim mun meira gaman, sem keppnin var stærri og harðari. Ég hafði aldrei minnstu áhyggjur fyrir keppni, en góða matarlyst og svaf vel. Keppniskvíði er annars vel þekktur og ég vissi um marga sem áttu erfitt með svefn nóttina fyir keppni og voru þá lystarlausir. Ég gat aldrei fund- ið, að taugaóstyrkur háði mér hið minnsta; hugsaði alltaf sem svo, að keppinautarnir væru ekkert betur af guði gerðir en ég sjálfur." „Og þá erum við komnir að því herrans ári 1950, sem lengi verður til jafnað og jafnframt má segja að marki hápunktinn á þínum íþróttaferli. Hagað- irðu æfingum þínum um vetur- inn með tilliti til þess að keppa í stangarstökki eða langstökki á komandi Evrópu- meistaramóti í Briissel?“ „Tvímælalaust bjó ég mig undir að keppa í stangarstökki framar öðru. Undirbúningur og æfingar hófust strax uppúr ára- mótum og um vorið og fyrripart sumars var keppt að því að kom- ast í liðið með því að ná tilskild- um lágmarksárangri. Ég leit þá fremur á langstökkið sem auka- grein. Strax um vorið var ég í góðu formi, var þá 24 ára og nokkuð öruggur að stökkva 4,25 m, sem gaf góð fyrirheit og var þá topp- árangur. Samkvæmt því virtist svo sem aðeins einn maður í Evrópu gæti með góðu móti unnið mig, Evrópumethafinp^ Ragnar Lundberg frá Svíþjóð, 5—6 árum eldri maður en ég. Evrópumeistaramótið fór fram um miðjan ágúst og skömmu áður hélt liðið utan. Auk mín voru þar Gunnar Huse- by, Magnús Jónsson, Ásmundur Bjarnason, Pétur Einarsson, Jóel Sigurðsson, Örn og Haukur Clausen, Guðmundur Lárusson og Finnbjörn Þorvaldsson. Þetta var ágætur hópur og líklega er þetta mesta frægðarför, sem ís- lenzkur íþróttaflokkur hefur farið, enda oft talað um það sem einhverskonar fyrirbæri, að svo margir afreksmenn skyldu koma frá svo fámennu landi. Gunnar Huseby varð Evrópu- meistari í kúluvarpi með svo miklum yfirburðum, að næsti maður var hálfum öðrum metra aftar. Haukur komst í úrslit í 100 m hlaupinu, Ásmundur í úr- Einn fræknasti íþrótta- maður okkar fyrr og síð- ar segir frá þeim degi fyrir 32 árum, þegar Is- lendingar voru sem stór- veldi á Evrópumeistara- mótinu, sem þá fór fram í Briissel — fengu tvo Evrópumeistara - og Torfi valdi að keppa til úrslita í Iangstökki, sem var þó alls ekki sérgrein hans. slit í 200 metrunum, Guðmund- ur Lárusson í 400 metrunum og höfðu þá allir slegið út fræga hlaupara. Örn háði rómað ein- vígi við Heinrich hinn franska í tugþraut og tapaði því með að- eins nokkurra stiga mun.“ „En Torfi Bryngeirsson, — eitthvað gerði hann líka?“ „Jú, bíddu við. Það kemur. Ég fór í undankeppnina bæði í stöng og langstökki og komst í úrslit í báðum þessum greinum. En þegar keppa á til úrslita, eru báðar greinarnar nákvæmlega á sama tíma og útilokað — og ekki einu sinni leyfilegt — að taka þátt í báðum. Svo nú varð að velja. I undankeppninni í langstökk- inu hafði ég náð risastökki, sem reyndist hárfínt ógilt, en mæld- ist 7,65 m. Mér leizt ekki svo á, að langstökkvararnir væru lík- legir til meiri stórræða; aftur á móti vissi ég, að Ragnar Lund-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.