Lesbók Morgunblaðsins - 23.06.1984, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 23.06.1984, Blaðsíða 6
Ólafur K. Magnússon, Ijósmyndari Morgunblaðsins, hefur að langmestu leyti tekið myndirnar sem fylgt hafa þess- um greinaflokki um Háskólann. Þegar Ijósmyndarar mynda gamla Háskólahús- ið er Hótel Saga í sigtinu og vill Háskól- inn verða næsta lágreistur. Nú hefur Ólaf- ur að mestu bætt úr þessu — og um leið leyst einhvern hluta af húsnæðisvand- ræðum Háskólans. Hann hefur sumsé bætt tveimur hæðum ofaná gömlu bygg- inguna. Svona liti húsið út, ef það væri gert. Annað mál er svo, hvaða álit Guðjón Samúelsson hefði haft á því. ráðuneytismenn. Þetta er ein af ástæðun- um. Mjög er áberandi að fjölmiðlar fari óvönduðum höndum um lögfræðileg mál. Mikið er um æsifregnir og gjarnan farið af stað með fréttir án þess að leitað sé álits þeirra sem best þekkja til. Lögfræðingar ræða oft um að þeir séu ekki nógu duglegir við að miðla almenningi af þekkingu sinni. Ástæða er til að hvetja lögfræðinga til að láta til sín taka á þessu sviði. Björn: Nú held ég að of djupt sé tekið í árinni. Mér finnst lögfræðingar a.m.k. duglegri en margir aðrir svokallaðir háskólamenn að koma skoðunum sínum á framfæri, þótt árangurinn sé e.t.v. ekki áþreifanlegur. Annars má kannski velta því fyrir sér hvort lögfræðingar hafi þessa skyldu umfram aðra menn, t.d. verkamenn eða húsmæður. Að vísu er ein kona býsna iðin í þessum efnum, en hún heldur sig við Velvakanda og vesturbæinn! Þórður: Það er stundum sagt að svonefndur almenningur hafi lítið álit á löfræðingum og jafnvel lögum og rétti. Björn: Það voru engin málaferli í minni sveit fyrr en helv... lögfræðingurinn kom, á bóndi fyrir norðan að hafa sagt! Það má til sanns vegar færa að hinn rótgróni áhugi sem íslendingar virðast hafa á lögfræðilegum efnum endurspeglist lítið í því að fólk reyni að kynna sér störf þeirra sem við lögfræði fást, þótt góðir möguleikar séu á því. Meg- inreglan er sú að réttarhöld eru fyrir opnum tjöldum. Fólk á greiðan aðgang að húsi lagadeildar og ég hygg að störf lög- manna séu ekkert leyndarmál. Auðvitað er kynning æskileg. Á 75 ára afmæli inn- lendrar lagakennslu var auglýst að hús lagadeildar yrði öllum opið í kynningar- skyni. Laganemar voru með málflutnings- æfingu og kennarar deildarinnar til við- tals. Þess er skemmst að geta að innan við tíu manns mættu. Þetta er þeim mun und- arlegra að hvar sem tveir menn eða fleiri koma saman verður varla séð með neinni vissu hver sé lögfræðingur og hver ekki. Fólk hefur mjög ákveðnar skoðanir á því hvað séu lög í landinu og hvernig með þau skuii fara. Þannig hefur þetta verið frá fornu fari. En þetta ætti ekki að leiða til vanmats á störfum lögfræðinga. Þegar verið er að hnýta í þá er ég vanur að segja sem svo: Við skulum ekki vera að deila um þetta en komdu bara til mín þegar litið liggur við! Annað vanmat á störfum lög- fræðinga er einnig áberandi, þ.e. að mönnum finnst þeir ekki þurfa að borga fyrir þjónustuna. Góður lögfræðingur með mikla reynslu getur oft látið í ljós rökstutt álit á tiltölulega skömmum tíma og það finnst mönnum hálfgert kaffihúsasnakk. Það er algengt að menn hringi í lögfræð- inga og ætlast til svars í síma án endur- gjalds. Ég er hræddur um að ýmsum öðr- um starfsstéttum þættu þetta kostuleg vinnubrögð. Kannski eru lögfræðingar alltof góðhjartaðir! Arnljótur: Ekki er óalgengt að heyra að lögfræðimenntun sé til að kenna mönnum lagaklæki og búa til laga- refi. Þó held ég að þetta sé ekki almenn skoðun í þjóðfélaginu. Líklega hefur al- menningur minna álit á lögfræðingum en efni standa til. Ég álít að eftir því sem almenningur kynnist lögfræðingum og störfum þeirra betur vaxi álit manna á lögfræðingum. Auðvitað eru til skúrkar í þessari stétt eins og öðrum en slíkt má ekki byrgja okkur sýn. Þórdur: Störf dómara og lögmanna þarf að kynna miklu betur en gert hefur verið. Ég dreg stórlega í efa og byggi það á minni eigin reynslu að almenningur geri sér nægilega grein fyrir hversu ábyrgðarmikil og vandasöm störf þessara aðila eru. Ég er þeirrar skoðunar að vekja þurfi áhuga fólks á starfsemi dómstóla í því skyni fyrst og fremst að glæða réttar- vitund almennings og skilning á hlutverki dómstóla. Þessu markmiði má vafalaust ná eftir ýmsum leiðum. Fjölmiðlar þyrftu t.d. í auknum mæli að hafa sérfræðinga á sínum snærum er fjölluðu um niðurstöðu dómsstóla og önnur lögfræðileg efni og eins þarf að hvetja fólk til að fara og hlusta á málflutning. í anddyri Hæstarétt- ar er málflutningur auglýstur fyrirfram en mér er ekki kunnugt um að slíkt sé viðhaft annarsstaðar t.d. á bæjarþingi Reykjavíkur eða í sakadómi Reykjavikur. Lögmenn hafa verið sérstaklega óduglegir við að kynna störf sín. Flestir lögmenn eru trúir sínu starfi og stunda það af alúð og samviskusemi. Hin gífurlega mikla og víð- tæka reynsla sem ýmsir lögmenn hafa afl- að sér þyrfti að nýtast þjóðfélaginu í miklu meira mæli en nú er. Fólk verður að gera sér ljóst að lögmenn eru ekki til þess eins að aðstoða þegar til ágreinings hefur verið stofnað. Lögmenn eru ráðgjafar og ráð- gjöfin þótt hún kosti sitt getur sparað fólki ómælda fyrirhöfn og fjármuni. Éf við snúum máli okkar að lögfræði sem fræði- grein er fróðlegt að heyra álit ykkar á því hvort lögfræði sé „þreytt" fræðigrein eða hvort gróska sé í lögfræði. Björn: Lögfræði fjallar um mannlegt samfélag, líka þegar þjóðfélag- ið er þreytt. Við sem störfum í Háskóla íslands á bágbornum kjörum erum t.d. langþreyttir á því að sitja undir stöðugu ámæli um að þar sé ekki unnið nóg. Það þótti nú alldeilis snjallt þegar þingmaður sté í stólinn og sagði að þetta háskólalið ynni fjóra til sex tíma í viku og átti þá væntanlega við fyrirlestrafjöldann. Svona ummæli lýsa svo takmarkalausri vanþekk- ingu að ekki er orði á eyðandi. Þess vegna bæti ég um betur þegar svona er talað og svara: Þetta er ekki rétt. Hver fyrirlestur er aðeins þrjú kortér! Það er tvímælalaust mikill áhugi á fræðunum, ekki aðeins í lagadeild heldur hjá lögfræðingum al- mennt, og afraksturinn meiri en búast mætti við þegar unnið er við svo vanþakk- láta afstöðu, sem hér hefur verið gerð að umtalsefni. Ég nefni aðeins þrjú dæmi þessu til stuðnings. Til skamms tíma voru nær allar kennslubækur í lögfræði á dönsku en nú er flest lesefnið á íslensku, laganemar halda úti ársfjórðungsriti, Úlfljóti, sem er fyllilega sambærilegt því besta sem þekkist í útlöndum og auk þess kemur út eins oft og raun ber vitni sér- stakt Tímarit lögfræðinga, sem er stétt- inni til sóma. Arnljótur: Fjölgun kennara við lagadeild og bætt starfsaðstaða hefur m.a. haft þau áhrif að undanfarin 15 ár hafa verið unnin meiri fræðistörf við laga- deild en oft áður. Aukin fræðimennska á sviði lögfræði hefur birst í fleiri kennslu- ritum og í ritgerðum sem margar hafa birst á prenti. Gróska er í lögfræði sem fræðigrein. Björn: Það er von okkar sem störfum við lagadeild að lögfræði sem fræðigrein muni vaxa og eflast á komandi árum. Innan deildarinnar er unnið að hugmyndum um breytingar á laganámi sem miða að því að ná þeim markmiðum sem hér afa verið rakin. Glæsilegt hús lagadeildar með ágætu bókasafni og góðri vinnuaðstöðu bæði fyrir nemendur og kennara hefur opnað möguleika fyrir gjör- breytta starfshætti í lagadeild. Þess vegna er fyllilega tímabært að taka alla starf- semi deildarinnar til gagngerðrar endur- skoðunar. Ég hef varpað fram þeirri hugmynd að stofnaður verði sjálfstæður lagaskóli á íslandi. Sú hugmynd er í sam- ræmi við þá skoðun mína að valddreifing innan Háskólans geti verið til bóta. Laga- deild hefur nokkra sérstöðu innan Háskól- ans bæði að því er varðar nokkuð fastmót- aða hefð í námi og kennslu svo og vegna ytri aðbúnaðar. Það er skoðun mín og laganámi og lagakennslu væri betur borg- ið í sjálfstæðum lagaskóla og nauðsynleg- ar breytingar á náms- og kennslufyrir- komulagi, yrðu miklu auðveldari í fram- kvæmd. Oft hef ég birt vísur eft- ir Jónas í Hróarsdal í Skagafirði. Hann var kenndur við fleiri bæi. Hér er ein: Bágt á ég með barnakind bjargarvana í hreysi. Sendu Drottinn sunnanvind, svo að vötnin leysi. Það er látið fylgja vísu þess- ari, að skáldinu hafi orðið að ósk sinni, hörkur hafi þegar minnk- að, vötn hafi rutt sig svo að hægt hafi verið að leggja net. Sigurður Halldórsson á Húsa- vík er skrifaður fyrir eftirfar- andi stöku: Dæma sannra mun þess mergð margt finnst granna kiTið, hvers er annars sárbeitt sverð svona er mannahTið. Kristinn Bjarnason, norðlenskur maður, er talinn höfundur þess- arar vísu: Er ég fangi á úthafsströnd við Ægis stranga róminn. Sárt mig þangað þráir önd þar sem anga blómin. Nikulás var maður nefndur og kallaður Þjófa-Lási, en annar maður hagmæltur og samnefnd- ur fékk heitið Nikulás skáldi, eru menn oft beðnir að ruglast ekki á þeim. Þjófa-Lási var annars sagður atgervismaður, en auðnu- laus. Einhverju sinni tókst hon- um að brjótast úr varðhaldi. Þá orti hann: Ef að þrútinn þrátt cg er þakinn sút og meinum, kemst ég út úr kofa hér Kristi að lúta hreinum. Ingibjörg Björnsdóttir var hagmælt kona í Skagafirði, ann- að veit ég ekki um hana. Hún fór einhverju sinni sér til gamans á almennan hreppsfund, sem hald- inn var að Seylu í hennar byggð- arlagi. Hún hafði verið beðin fyrir skjólu og forvitnaðist ein- hver um það hvers vegna hún væri með þessa fötu. Hún svar- aði þá: Enn ég skunda amafrí eftir stundarforða, að sækja á fundínn fötu í fánýtt glundur orða. Margt hefur verið sér til gam- ans gert í sveitum fyrr á árum, víða voru gefin út blöð, sem látin voru ganga á milli fólks. Þar komu visur eftir hagyrðinga og rímþrautir voru leystar. Ein- hvern tíma var í Skagafirði stungið upp á keppni um vísur þar sem lokaorð áttu að vera, foss, koss, máti og gráti. Gísli Ólafsson frá Eiríksstöðum orti: Ein við kvöddumst upp við foss í örlaganna máti, endurminning um þann koss oft er vígð í gráti. Níels skáldi Jónsson var sam- tímamaður Bjarna amtmanns og skálds Thorarensens. Hann hafði m.a. lifibrauð sitt af bóka- sölu. Einhverju sinni kom hann á ferðum sínum að Möðruvöllum og tók skáldið og höfðinginn honum vel, sátu þeir að drykkju, en ekki gat Bjarni þó stillt sig um að finna eitthvað að vísna- gerð hagyrðingsins. Ct af þessu orti Níels: Ljóðagreinum hvar cg hreyföi hef ég ritað fjötralaus, og aldrei neinum lærðum leyfði leiösögn yfir mínum haus. Guðmundur Stefánsson, bóndi á Minni-Brekku í Fljótum í Skagafirði, var kunnur hagyrð- ingur, látinn 1927. Eftir hann er þessi vísa: Loftiö grætur, geislinn flýr, grundar vætast kinnar, síga lætur svartar brýr svipur næturinnar. Halldór Þórgrímsson, bóndi, kenndur við Hraunkot, og Guð- mundur á Sandi voru náfrænd- ur, systkinasynir. Eitthvað munu þeir ekki hafa átt skap saman. Halldór orti að gefnu til- efni: Ei ber þykkju eg til þín, aö því hendum gaman. Því afi þinn og amma mín áttu vöggu saman. J.G.J.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.