Lesbók Morgunblaðsins - 23.06.1984, Blaðsíða 11
Hulda og Sigmar búa á Ósi í Riverton
og tala ágætlega vestur-íslenzku, enda
þótt bæði hafí alla ævi átt heima í
Manitoba og aðeins einu sinni komið
til íslands. Eii það er einnig dæmigert,
að börnin þeirra tala einungis ensku.
stutt aö því að -er í ensku hafi runnið saman við -ir.
Annars er ekki nægilegt að skírskota til endinga orða í
sambandi við skiptingu þeirra í kyn. Heppilegra er að
segja að morfem (þ.e. smæsta eind sem ber merkingu
eða gegnir beygingarfræðilegu hlutverki) ráði skiptingu
og þá síðasta morfem nafnorðs, ef um samsett orð er að
ræða. Til að einfalda málið enn meir, þá ráða þau ís-
lensku nafnorð sem ríma við tökuorð miklu um kyn
hinna síðarnefndu. Enn má ætla að sú enska venja að
skipa dauðum hlutum í hvorugkyn hafi hér nokkur
áhrif. Til dæmis hættir þeim sem nú á seinni árum hafa
náð sér í nafnorðið sími héðan að heiman til að tala um
símið og þá einnig um ferðalög í bflinu. En þó er orðið
bojfrend oftast hvorugkyns „Hún fór út með bojfrend-
inu sínu,“ segja flestir. Þetta orð hvarflar þó stöku
sinnum yfir í karlkynið. En vafalaust hlýðir kynið hér
fremur formi en merkingu.
Orðin farmari og baslari (í merkingunni bóndi og pip-
arsveinn) eru gildir fulltrúar veikra karlkynsorða. Reil-
ing, keik og porsjón eru vitaskuld sterk kvenkynsorð og
steibla tilheyrir veiku beygingunni. Sterka beygingin er
vitaskuld einráð meðal hvorugkynsorða. Hér er af
miklu magni að taka. Ég nefni aðeins hospítal, beisment
og fens sem dæmi.
Oftast nær eru greinarmörk kynja alveg skýr, þ.e.a.s.
fallendingar, ákveðinn greinir o.s.frv. Þó eru stöku
sinnum rætt um karið eins og að um kvenkyn sé að
ræða. „Þetta er gott kar, og hún er búin að duga vel.“
Lýsingarorð úr ensku eru hlutfallslega miklu færri
heldur en nafnorðin, og þau beygjast ekki. „Þær eru
mjög smart.“ „Þeir eru fjarska næs.“ Sagnir eru veikar
og allar í flokknum meika, meikaði o.s.frv.
Upphrópanir eins og sjúr, well, ókei eru mjög tíðar í
íslensku umhverfi og ávarpsorðin Miss, Mr., Mrs. ein-
ráð. Vestra býður fólk góðan morgun og hefur lengi gert.
Þéringar hurfu snemma bæði vegna þess að nauðsyn-
lega fornafnaandstæðu vantaði í ensku og þá einnig
hins að notkun ættarnafns dugði ein til að láta í ljósi
hátíðleikann. Einnig varð annarrar persónufornafnið
þú umfangsmikið í hlutverki óákveðins fornafns.
Nú hefur verið staldrað nokkuð við notkun einstakra
orða, og eiga þau atriði sem um hefur verið getið í því
sambandi vitaskuld einnig við um lengri orðasambönd.
Til þess að einfalda þetta mál, þá má annars vegar
nefna orðalag (idiom) en orðtök eða orðatiltæki hins
vegar. í hinu fyrrnefnda er algengt að smáorð sem eru
annaðhvort áhrifsliðir með sagnorðum eða forsetningar
birtist sem þýðingar í nýju samhengi. Merkir þá orða-
sambandið að koma upp með eitthvað að varpa einhverju
fram, útvega eitthvað og þar fram eftir götunum, að
renna út af einhverju að verða uppiskroppa með eitthvað,
að vera einhvers staöar fyrir langan tíma, að dveljast lengi
í einhverjum stað o.s.frv. Hins vegar ber við að
myndhverf orðtök séu þýdd að einhverju leyti. Er þar
ekki um nýmerkingu að ræða þótt myndin breytist
eitthvað. Orðtakið að drepa tvær flugur í einu höggi, sem
kemur fyrir á prenti, mun merkja hið sama og að slá
tvær flugur í einu höggi, og virðist enska orðatiltækið to
kill two birds with one stone, liggja til grundvallar mynd-
breytingunni.
Það sem nú hefur verið sagt um tökuorð eða nýmynd-
anir i vesturíslensku nægir ekki út af fyrir sig sem
málfræðilegt skilgreiningaratriði nema á það sé bent að
tiltekinn hluti þeirra orða og orðasambanda sem nú
hefur verið stuttlega lýst hefur örugglega öðlast hefð í
allstórum málasamfélögum. Sum þeirra eiga sér jafnvel
meira en aldarlanga sögu. Má með miklum sanni kalla
þetta mállýskueinkenni.
Hér gefst ekki tóm til að ræða ítarlega um beygingar
nafnorða. Þó ber að geta þess að ia-stofnar fylgja ekki
fornri fyrirmynd eins og tíðkast hefur hér á landi um
langa hríð. Mætti lengi leita um vesturbyggðir að fleir-
tölumyndinni læknar, en læknira hef ég víða rekist á. Þá
hygg ég að frændsemisorðin bróðir, systir, faðir, móðir
„Hún fór út
með
bojfrendinu
smu
44
Síðari hluti
Skal nú vikið dálítið að orðaforða í vesturíslensku og
styðst ég við söfnun sem ég sjálfur annaðist árin 1963
og 1964 í Árborg, Manitóba, næsta nágrenni þess bæjar.
og borginni Winnipeg. Tökuorð þau sem hér er um að
ræða eru annaðhvort hrein eða blönduð. Hrein tökuorð
eru address, akkordion. Blönduð tökuorð eru tvenns kon-
ar. Annars vegar er enskt viðskeyti gert íslenskt eins og
í orðunum farmari (bóndi) og steibla (fjós). Hins vegar er
um samsett orð að ræða með enskum og íslenskum
orðstofnum eins og í dröggbúð og sprústré. Þá eru nýyrð-
in, sem ég leyfi mér að nefna svo. Eru það orð og
orðasambönd sem eru annaðhvort þýdd beint eða felld
að íslensku málkerfi með smávegis breytingu á fram-
burði. Er hér um stóran flokk að ræða en ég nefni
aðeins blakkborð (tafla), fylla inn, korviðarspýta (á ensku
Haraldur Bessason
prófessor í Winnipeg
skrifar um
vestur-íslensku
cordwood stick), Ijóshús (viti), yfirskór og ísrjómi. Notk-
un þessara orða hefur leitt til margræðni. Orðið kar,
sem ávallt er notað um bíl, kann til að mynda að virka
undarlega á þá sem litla reynslu hafa af vesturíslensku.
Þá má nefna tökumerkingar sem eru afartíðar í þeim
orðum íslenskum sem eiga sér hliðstæður í ensku bæði
að uppruna og merkingu. Þannig merkir sögnin að kalla
oftlega að hringja í, sögnin að lifa í flestum tilvikum að
búa eða eiga heima, vanta að langa til. Lýsingarorðin
stuttur og þunnur merkja tíðum peningalítill eða blank-
ur og magur. Stundum útrýma enskuáhrifin samheitum
gjörsamlega. Til dæmis hafa orðin tengdabróðir og
tengdasystir sigrað mág og mágkonu þar vestra. í öðrum
tilvikum verður ríkjandi merking orðs að víkja að
mestu leyti, a.m.k. ef miðað er við nútímaíslensku. Orð-
ið birggja merkir til að mynda brú vestur í Manitóba.
Vitaskuld ber að hafa í huga að íslenskir vesturfarar
höfðu haft lítil sem engin kynni af iðnvæðingu og því
sem henni fylgir. í þjóðfélagslegum skilningi er því
nokkur munur á orðunum steibla, sem merkir fjós og
gripahús, og kar í merkingunni bíll. Að þessu leyti má
segja að síðarnefnt orð sé fulltrúi miklu stærra hóps
heldur en hið fyrrnefnda.
Um kyn tökuorða er það helst að segja að stundum
ráði hin enska ending miklu. Karlkynsorð eru oftlega
a-stofna, beygjast eins og hestur, hamar, dans, stóll, og
bæta má við læknir, því að þau nafnorð sem við nefnum
ia-stofna í nútímaíslensku eru beygð eins og a-stofnar
vestra. Þannig eru orðin skollar, ambjúlans, stir, telefón-
póll, spíker karlkynsorð, og má segja að endingin -er sé
mjög tíð innan þessa flokks og kann flámæli að hafa
LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 23. JÚNÍ 1984 11