Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Tķminn Sunnudagsblaš

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Tķminn


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Tķminn Sunnudagsblaš

						JÓNAS GUÐLAUGSSQN:
MÁLDAGIKOLBEINS-
STAÐAKIRKJU
1 þessum þætti verður tekinn
fyrir máldagi Kolbeinsstaða-
kiríkju í Hnappadalssýslu, sem
gerður var af Vilkin biskupi í
Skáiholti árið 1397. Það mætti
ætla, að máldagar og eignarskrár
kirkna frá löngu horfnum öldum
væri lítið skemmtiefni til lestrar,
nema þá fáeinum grúskurum og
sagnfræðingum. Þó þarf það mú
alls ekki svo að vera, því efni mál-
daga hefur mikinn fróðleik að
geyma fyrir fróðleiksfúst fólk.
Fróðleiksfýsi hefur einmitt verið
einkenni íslendinga í alda raðir.
í máldögum er ekki aðeins get-
ið eigna kirkna í jörðum, búpen-
ingi, búsgögnum og margs konar
ítökum og ítölum og kirkjugripuan
og bókum, heldur er þar og get-
ið ýmissa manna, sem gáfu til
kirkjunnar gjafir sér til sáluhjálp-
ar, og má rekja marga sögu með
hliðsjón af þeim fróðleik. Þá er
þar getið venjulega margra bæja,
sem varðar þá kirkju, sem á skráð-
an máldaga, eru þeir því mikil
heimild um byggðasögu landsins
og fjölda bæja og jarða í sveitum.
Má þar af leiðandi draga ályktan-
ir um fólksfjölda. Til dæmis skal
getið hér eftir lauslegri athugun
minmi á Vilkinsmáldaga, að það er
sagt allnákvæmlega frá tölu bæja
í sumum sýslum og jafnvel heilum
landsfjórðungi, til dæmis er getið
í fyrrnefmdum máldaga 150—160
bæja í Dalasýslu, 220—230 bæja í
Snæfellsness- og Hnappadalssj'slu,
og í sumum sveitum kemur nálega
til skila sérhver bær, sem er í
byggð nú á dögum. Má í því sam-
bandi nefna bæi í Náhlíð í Miðdöl-
um, þar sem bæjarnafna er og get-
ið (Kvennabrekkumáldagi). Ör-
nefnafjöldi máldaga er geysilegt
rannsóknarefni. Enn má geta þess,
að þeir eru mjög þýðingarmiklir
í sambandi við almenna hagsögu,
vegna upplýsinga þeirra í sam-
bandi við búskap almemnt og bú-
peningsfjölda. Upplýsingar um
blunnindi og veiðiskap hefur gödi
enn í dag. Enn er að nefna menn-
ingarsögulega gildi máldaganna,
þar sem þeir geta kirkjugripa
og annarra hluta, sem varðar Iist
og kirkjusögu landsins. Þá eru þar
bókaskrár, og telja má mannfræði-
iegan, málfræðiiegan og ættfræði-
legan fróðleik sem felst á gulnuð-
um blöðum þeirra.
Vel má segja, að mikiilar natni
þurfi við til að lesa með nákvæmni
stuttorðar frásagnir máldaga, og í
og með verði að kynna sér vel og
alhliða sögu þeirra tíma, sem þeir
eru skráðir á.
Hér ætla ég fyrst að geta nokk-
urra helztu máldagasafna, sem til
eru úr Skáiholts- og Hólabiskups-
dæmi frá miðöldum. Úr Skálholts-
biskupsdæmi eru til máldagar frá
dögum Þorláks helga Þórhallsson-
ar biskups frá síðari hluta 12. ald-
ar, og eru þeir aðeins til frá fá-
einum kirkjum, til dæmis Ingunn-
arstaðakirkju í Rjós. Þá má nefna
Reykholtsmáldaga frá dögum
Snorra og Magnúsar Gissurasona.
Nokkrlr máldagar eru til frá dög-
um þeirra frænda og nafna Staða-
Árna Þorlákssonar og Árna Helga-
sonar SkálholtsbiAupa. Eru þess-
ir máldagar frá ofanverðri 13. öld
og öndverðri 14. öld. Gyrður bisk-
up ívarson skráði máldaga ým-
issa kirkma uihi miðja 14. öld, og
áður hafði Jón biskup Halldórsson
einnig látið skrásetja máldaga.
Máldagasafn Oddgeirs biskups Þor-
steinssonar, sem áður var kanoki
í Björgvin, er varðveitt í svo-
nefndri Hítardalsbók að stofni til.
Þá skal' enn geta Míkaelsmáldaga.
Merkasta og stærsta máldagasafn
Skálholtsbiskupsdæmis frá þess-
um tímum er þó Vilkinsmáldagar,
árfærðir 1397 og kenndir við Vilk-
in biskup í Skálholti 1394—1405.
Hann var hinn merkasti maður í
mörgum greinum, og mjög væri
freistandi að segja dálítið frá hon-
um. Em hér mun hans þó aðeins
lítiliega getið. Hann var danskur
&$ a&tterni og áður príor í klaustri
og vígður til Skálholtsbiskups suð-
ur í Rómaborg.
Vilkin auðgaði Skálholtskirkju
að fé og fögrum hlutum, hafði skip
í förum í þarfir stólsins, svo kall-
aða Biskupsbússu. Vilkin lifði hér
af svartadauða og mikla mann-
fækkun, og er sagt, að hann hafi
sjálfur söðlað hest sinn fyrir mann"
leysis sakir í Skálholti. Hann and-
aðist í Björgvin í Noregi og stóð
yfir greftrun hans Björn Jórsala-
fari, og voru þar og viðstaddir
Áskell erkibiskup og sjö lýðbisk-
upar, svo mikiö hefur verið við
haft.
Frá fimmtándu öld eru til mál-
dagar 5'missa biskupa, þar á með-
al Sveins hins spaka Péturssonar
Skálholtsbiskups. í Hólabikups-
dæmi eru til máldagasöfn þeirra
Auðunar rauða Þorbergssonar frá
1318, Jóns skalla Eirikssonar frá
1360 og Péturs Nikulássonar frá
1394 og síðar á fimmtándu öld
máldagasöfn Jóns biskups Vil-
hjálmssonar og Ólafs Rögnvalds-
sonar, sem skráöir voru i Rauð-
skinnu, sem síðar var talin galdra-
bók. Auk fyrrtaldra máldagasafna
eru til fjöldi máldaga einstakra
kirkna á fyrrgreindu tímabili.
Máldagi Kolbeinsstaðakirkju
frá árinu 1397, sem ég ætla hér að
taka til athugunar, fyllir tæpar
þrjár blaðsíður í Fornbréfasafni
og er því með lengri eignaskrám,
sem þar eru prentaðar. A hér í
hlut kirkja á einu mesta höi'uS-
bóli landsins á þessum tímum. Kol-
beinsstaðir voru vel í sveit settir
í breiðum byggðum Faxaflóa með
miklar og grösugar sveitir til
beggja hliða, suðurströnd Snæ-
fellsness á aðra, þar sem faileg og
frjó byggð breiddi úr sér, og und-
irlendi Borgarfjarðar á hina. Þá
var ekki löng leið til verstöðva á
Snæfellsnesi og til héraða Breiða-
fjarðar. Reis því snemma á staðm-
um kirkja og valdsmannssetur, og
í nálega þrjár aldir sat á Kolbeins-
stöðum í Haukatungum sama ætt-
in, sem síðar var kölluð Kolbeins-
staðaætt, grein af Erlendungum,
en þeir voru niðjar Erlends sterka
lögmanns Ólafssomar á Strönd 1
Selvogi. Sögu þeirra mun verða
getið, eftir því sem máldaginn gef-
ur tilefni til. Hér næst ætla ég að
rifja að mestu upp máldaga Kol-
beinsstaðakirkju — sleppa þ6
nokkru, til dæmis upptalningu lat-
ínubóka.
Máldagi:   Nikuláskirkja  á  Kél-
TÍMINN- SUNNUDAGSBLAÐ
•M
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 817
Blašsķša 817
Blašsķša 818
Blašsķša 818
Blašsķša 819
Blašsķša 819
Blašsķša 820
Blašsķša 820
Blašsķša 821
Blašsķša 821
Blašsķša 822
Blašsķša 822
Blašsķša 823
Blašsķša 823
Blašsķša 824
Blašsķša 824
Blašsķša 825
Blašsķša 825
Blašsķša 826
Blašsķša 826
Blašsķša 827
Blašsķša 827
Blašsķša 828
Blašsķša 828
Blašsķša 829
Blašsķša 829
Blašsķša 830
Blašsķša 830
Blašsķša 831
Blašsķša 831
Blašsķša 832
Blašsķša 832
Blašsķša 833
Blašsķša 833
Blašsķša 834
Blašsķša 834
Blašsķša 835
Blašsķša 835
Blašsķša 836
Blašsķša 836
Blašsķša 837
Blašsķša 837
Blašsķša 838
Blašsķša 838
Blašsķša 839
Blašsķša 839
Blašsķša 840
Blašsķša 840