Fréttablaðið - 25.01.2004, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 25.01.2004, Blaðsíða 42
■ ■ KVIKMYNDIR  13.00 Rínargullið, ópera Richards Wagner, verður sýnd á DVD í Norræna húsinu á vegum Richard Wagner-félags- ins á Íslandi. Næstu vikur verður svo framhaldið af Niflungahringnum sýnt annan hvern sunnudag. Sýndar verða upptökur af hinni margrómuðu upp- setningu franska leikstjórans Patrice Chéreau frá árinu 1980.  15.00 Hin fræga kvikmynd jap- anska leikstjórans Akira Kurosawa frá 1975, „Dersú Úzala“, verður sýnd í bíó- sal MÍR, Vatnsstíg 10. Mynd þessa vann Kurosawa í Sovétríkjunum í samvinnu við þarlenda og byggði á frásögnum rússneska rithöfundarins V. Arsenjevs af rannsóknarferðum sínum um austustu héruð Rússlands á árunum 1902-1929 og kynnum af Dersú Úzala, veiðimanni af kynþætti Golda. Enskur texti er með myndinni.  15.00 Safnarabíó verður í Gerðu- bergi, þar sem nú stendur yfir sýningin Stefnumót við safnara. Frumsýnd verður heimildarmyndin „Grúskari af guðs náð“ eftir Kára G. Schram um Jónas Hall- dórsson í Antikbúðinni. Í kjölfarið verður myndin um Valda koppasala sýnd. Að- gangur er ókeypis.  21.00 Nýr dagskrárliður á Bar 11 ber titilinn „Ellefubíó“. Um er að ræða vikuleg bíókvöld þar sem sýndar eru gamlar og klassískar tónlistar- og cult- myndir. Leikurinn hefst á einni fyndnustu mynd rokksögunnar, „Spinal Tap“, og svo horror-klassíkinni „Evil Dead“. ■ ■ TÓNLEIKAR ✓ 20.00 Kammersveitin Camer- arctica flytur strengjakvartett eftir Sjostakovitsj og tríó fyrir píanó, fiðlu og selló á tónleikum Kammersmúsík- klúbbsins í Bústaðakirkju.  20.00 Kammersveit Tónlistar- skóla Hafnarfjarðar og nemendur úr söngdeild skólans halda tónleika í Há- sölum. Að þessu sinni eru öll verkin á tónleikunum eftir Mozart. Stjórnandi er Óliver Kentish. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill.  20.00 Nýárstónleikar Tríós Reykja- víkur í Hafnarborg með Sigrúnu Hjálmtýsdóttur og Bergþóri Pálssyni. Boðið verður upp á vínartónlist, sígaunatónlist og tónlist úr þekktum söngleikjum, bæði evrópskum og amer- ískum, og má þar nefna syrpu úr Carou- sel eftir R. Rogers. Mozart mun bregða fyrir og hinir sívinsælu Strauss, Lehar og Kálmán verða að sjálfsögðu á sínum stað. ■ ■ LEIKLIST  14.00 Borgarleikhúsið sýnir Línu Langsokk eftir Astrid Lindgren á Stóra sviðinu.  16.00 Borgarleikhúsið sýnir barna- leikritið Rauðu Skórnir eftir H.C. Ander- sen.  17.00 Þjóðleikhúsið sýnir Dýrin í Hálsaskógi eftir Thorbjörn Egner.  20.00 Borgarleikhúsið sýnir Spor- vagninn Girnd eftir Tennessee Willi- ams.  20.00 Borgarleikhúsið sýnir söng- leikinn Chicago eftir J. Kander og F. Ebb á Stóra sviðinu.  20.00 Þjóðleikhúsið sýnir á Litla sviðinu leikritið Græna landið eftir Ólaf Hauk Símonarson.  20.30 Kómedíuleikhúsið sýnir leikritið Steinn Steinarr í Borgarleik- húsinu. ■ ■ SKEMMTANIR  20.00 Caprí-tríó leikur fyrir dansi í Ásgarði, Glæsibæ. ■ ■ ÚTIVIST  10.30 Skíðaganga á vegum Ferða- félags Íslands. Mæting í Mörkinni 6, sameinast í bíla og ákveðið hvert skal halda. Umsjón með ferðinni hefur Eirík- ur Þormóðsson.  11.00 Dagsferð í Herdísarvík á vegum Ferðafélags Íslands. Páll Sig- urðsson prófessor rifjar upp sögu stað- arins, segir frá lífi Einars Benediktssonar skálds í víkinni og leiðir ferðalanga um friðlýstar sjóbúðaminjar í nágrenninu. Brottför er frá Mörkinni 6. Heimkoma um kl. 16.30. Allir velkomnir. ■ ■ FUNDIR  20.00 Hjördís Hilmarsdóttir, göngusérfræðingur ÍT-ferða, kynnir spennandi gönguferðir bæði erlendis og innanlands, sem boðið verður upp á á fundi í Félagshúsi Þróttar við gervi- grasvellinum í Laugardalnum. ■ ■ SAMKOMUR ✓ 13.00 Nýr Toyota Avensis verður kynntur í höfuðstöðvum Toyota við Ný- býlaveginn í Kópavogi. Boðið verður upp á reynsluakstur. Herlegheitin standa til klukkan fjögur.  15.00 Einstaklingar í trúfélögum bahá’ía, soka Gakkai búddista, gyð- inga, kristinna og múslima bjóða til samveru í safnaðarheimili Háteigs- kirkju. Flutt verða lög og trúartextar og bænir lesnar. Boðið verður upp á kaffi- sopa í lok athafnar. Samveran er haldin til að árétta mikilvægi gagnkvæmrar virðingar og stuðla að friði í upphafi nýs árs.  15.00 Sunnudagar eru barnadagar í aðalsafni Borgarbókasafns, Tryggva- götu 15. Í dag aðstoðar Kristín Arn- grímsdóttir myndlistamaður börn við listsköpun í barnadeildinni á annarri hæð.  16.00 Mikil barna- og fjölskyldu- hátíð verður haldin í Íþróttahúsi Hauka að Ásvöllum á vegum Ásvallasóknar, Fríkirkjunnar, Hafnarfjarðarkirkju og Víði- staðakirkju. Allir leiðtogar og prestar safnaðanna taka þátt. Biskup Íslands, hr. Karl Sigurbjörnsson, flytur hugvekju, hljómsveit leiðtoganna leiðir söng, Jó- hanna Guðrún syngur, trúður kemur í heimsókn og farið verður í leiki svo fátt eitt sé talið. Kynnir á hátíðinni er Adda Steina Björnsdóttir. Eftir hátíðina er öll- um boðuð upp á góðgæti í boði safnað- anna. ■ ■ SÝNINGAR  13.00 Ólafur Elíasson sýnir Frost Activity í Listasafni Reykjavík- ur.  15.00 Myndlistarsýning Jóns Gnarr, INRI, stendur yfir í Fríkirkjunni í Reykja- vík. Sýningin er opin sunnudaga frá 15- 19 og stendur til 20. febrúar. Aðgangur er ókeypis. Allir hjartanlega velkomnir.  Norska listakonan Siri Gjesdal opnaði í gær sýningu á verkum sínum í sýningarsölum Norræna hússins. Yfirskrift sýningarinnar er Bátur og haf en sýnd verða textílverk unnin úr vef og gömlum segldúk, kola-, krítar- og tússteikningar.  Á Kjarvalsstöðum lýkur í dag sýn- ingunni Ferðafuðu, sem er sýning á míníatúrum eftir fjölmarga íslenska lista- menn. Þar lýkur einnig í dag sýningunni „Myndlistarhúsið á Miklatúni – Kjarvals- staðir í 30 ár“.  Bjarni Sigurbjörnsson og Svava Björnsdóttir eru með samsýningu á verkum sínum í Listasafninu á Akureyri.  Sýningin Stefnumót við safnara hefur verið opnuð í Gerðubergi, menn- ingarmiðstöðinni í Breiðholti. Þar sýna ellefu safnarar á öllum aldri brot af ger- semum sínum.  Reykvísku myndlistamennirnir Helga Óskarsdóttir, Guðrún Vera Hjartardótt- ir og Ingibjörg Magnadóttir opnuðu í gær sýninguna „Ávöxtur myrkursins“ í Skaftfelli, menningarmiðstöð á Seyðis- firði. Sýningin er opin á opnunartíma hússins og stendur til 6. febrúar.  Þrjár sýningar standa yfir í Listasafni ASÍ. Í Ásmundarsal sýnir Rósa Gísla- dóttir „Kyrralífsmyndir frá plastöld“, í Gryfju sýnir Margrét M. Norðdahl „Ann- arra manna Staðaldur“ og í Arinstofu er sýning á nokkrum portrettmyndum úr gifsi eftir Kristin Pétursson úr eigu Listasafns ASÍ.  Gauthier Hubert og Guðný Rósa Ingimarsdóttir eru með sýningu í Ný- listasafninu. Hún stendur til 17. febrúar.  Sýning á nýjum verkum eftir Jón Sæmund Auðarson og Særúnu Stef- ánsdóttur stendur yfir í Safni, Laugavegi 37. Þau sýna hvort um sig ný verk sem eru sérstaklega unnin fyrir sýningarrým- ið. Auk verka úr safneigninni standa einnig yfir þrjár aðrar sérsýningar í Safni: Nýjar teiknimyndir eftir Lawrence Wein- er, Litir eftir Adam Barker-Mill og kynn- ing á verkum frá ferli listamannsins Hreins Friðfinnssonar.  Tvær einkasýningar standa yfir í Gallerí Skugga, Hverfisgötu 39. Á jarð- hæð gallerísins sýnir Sólveig Birna Stef- ánsdóttir níu málverk og ber sýningin yfirskriftina „Reiðtúr á nykri“ og vísar til huglægs ferðalags um lendur málverks- ins. Í kjallara gallerísins er Hulda Vil- hjálmsdóttir, Húdda, með sýninguna „Þegar ég gef þér ritið, tek ég mynd af því með glermyndavélinni“. Um er að ræða málverk, skúlptúr og innsetningu. 42 25. janúar 2004 SUNNUDAGUR hvað?hvar?hvenær? 22 23 24 25 26 27 28 JANÚAR Sunnudagur Brúðuleiksýningin Rauðuskórnir var frumsýnd á nýja sviði Borgarleikhússins um síð- ustu helgi. Hún hefur komið þeim sem séð hafa töluvert á óvart, enda eiga flestir von á barnasýn- ingu þegar um brúðuleikhús er annars vegar. Þessi sýning er hins vegar frekar ætluð fullorðnum, þótt börnin megi vissulega koma með. „Þetta er byggt á gamalli munnmælasögu sem varð reynd- ar þekktust í höndunum á H.C. Andersen. Við styðjumst við hans útgáfu að nokkru leyti, en þó meira við eldra afbrigði sem kem- ur frá Ungverjalandi,“ segir Hall- veig Thorlacius, sem er einn af höfundum og leikurum í sýning- unni. Flestir kannast við ævintýrið um munaðarlausu stúlkuna sem þráði svo heitt að eignast rauða skó. Þegar draumurinn rættist tóku skórnir hins vegar gjörsam- lega af henni völdin. Hún gat ekki hætt að dansa fyrr en hún greip til örþrifaráða og lét höggva af sér fæturna með skónum á. „Sýningin er unnin í samein- ingu af leikhópnum og leikstjór- anum, og Ingvar Sigurðsson á líka stóran þátt í henni þótt hann hafi ekki getað verið með okkur vegna anna við annað. En hann var með okkur í upphafi og á mikið í þessu.“ Benedikt Erlingsson leikstýrir, en auk Hallveigar leika þau Helga Arnalds og Jón Páll Eyjólfsson í sýningunni. Leikmynd og brúður eru eftir Petr Matásek, en Ragn- hildur Gísladóttir semur tónlist- ina. Hallveig segir bæði leikmynd- ina og tónlistina eiga stóran þátt í sýningunni. „Það er ekki sagt eitt einasta orð í sýningunni, heldur er það tónlistin sem heldur henni uppi. Tónlistin og sýningin eru því al- veg óaðskiljanleg þannig að hvor- ugt getur án hins verið. Leik- myndin er heldur ekki bara um- gjörð utan um brúðuna heldur er brúðan eiginlega föst í þessari leikmynd alveg eins og við mann- fólkið erum föst í einhverjum veruleika sem við höldum að við komumst ekki út úr.“ ■ ■ LEIKSÝNING BRÚÐAN SEM FÉLL FYRIR SKÓNUM Þrjár sýningar eru eftir á Rauðu skónum í Borgarleikhúsinu. Þessi brúðuleiksýning hefur komið mörgum áhorfendum á óvart. Fíkn í rauða skó ■ SÝNING Það hefur verið stöðugurstraumur í safnið frá for- opnuninni á föstudaginn í síðustu viku,“ segir Soffía Karlsdóttir, kynningarstjóri Listasafns Reykjavíkur, um Frost Activity, sýningu Ólafs Elíassonar í Hafn- arhúsinu. „Við merkjum þetta líka á því að það er meira að gera í bóksölunni og kaffiteríunni. Það er mikið af nýjum andlitum hérna og fullt af fólki sem við sjáum ekki hérna alla jafna. Þetta er afar ánægjulegt og sýnir að Ólaf- ur höfðar greinilega sterkt til margra.“ Um síðustu helgi komu á fjórða þúsund manns í húsið en fram til dagsins í dag hafa á sjötta þúsund manns heimsótt safnið og skoðað sýningu Ólafs. Þá hefur aðsókn í leiðsagnir ýmissa hópa, skólahópa og vinnustaðahópa sjaldan eða aldrei verið meiri. Ef fram fer sem horfir sér Listasafn Reykja- víkur fram á að nýtt aðsóknarmet verði slegið með sýningunni Frost Activty, en Soffía gerir ekki ráð fyrir að það muni draga úr að- sókninni. „Það er afar ólíklegt enda vilja flestir sem voru hérna um opnunarhelgina koma aftur og njóta þess að skoða verkið í meira næði. Þetta er þannig verk.“ ■ Ólafur stefnir í metaðsókn ÓLAFUR ELÍASSON Gerir stormandi lukku hvar sem hann kemur og allt útlit er fyrir að sýning hans, Frost Acti- vity, muni setja nýtt aðsóknarmet hjá Listasafni Reykjavíkur. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.