Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Fréttablašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga breidd


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Fréttablašiš

						16  17. febrúar 2008  SUNNUDAGUR

?Ég hét áður Haraldur Óli Haraldsson 

en árið 2002 lét ég breyta nafninu í Óli 

Gneisti Sóleyjarson. Ástæða nafnbreyt-

ingarinnar er af tvennum toga ? annars 

vegar dó mamma mín þegar ég var 

ungur  og hefur mig alltaf langað til að 

kenna mig við hana. Svo hef ég aldrei 

verið kallaður annað en Óli og mér hafði 

alltaf þótt það óþægilegt, í skóla til 

dæmis þegar lesið var upp og slíkt, að 

ansa í raun aldrei því nafni sem ég taldi 

mig fyrst og fremst bera. Til að losna 

við þann rugling endanlega lét ég taka 

Haralds-nafnið út. Mér fannst ég hins 

vegar þurfa að aðgreina mig aðeins frá 

öllum þeim Ólum sem til eru og þar 

kemur nafnið Gneisti inn. Ég hafði rek-

ist á það nafn í Gísla sögu Súrssonar, en 

þar er einn sem heitir Þorvaldur Gneisti 

og svo í Njálu er að finna mann sem er 

Gneistason. Nafnið vakti aðdáun mína 

og ákvað ég að bæta því við. Ég er mjög 

sáttur við breytinguna og enn sem 

komið er er enginn annar sem heitir 

Gneisti á landinu, sem veldur því að 

maður týnist ekki svo auðveldlega í 

fjöldanum.?

A

ð minnsta kosti 

eru lögin þannig í 

dag að ekki er 

hægt að kaupa sér 

nafn nema einu 

sinni á ævinni. 

Þjóðskrá segir þó að sjái fólk 

mikið eftir mannanafnabreyting-

unni og vilji breyta aftur í gamla 

nafnið síðar meir megi prófa að 

sækja um með góðum rökstuðn-

ingi og er þá hvert tilvik metið 

fyrir sig. 

Samkvæmt Þjóðskrá er heimilt 

að breyta eiginnafni, annað hvort 

að taka sér nafn eða nöfn til við-

bótar því nafni sem einstaklingur 

ber fyrir, eða fella niður nafn eða 

nöfn sem hann ber. Að fella niður 

nafn án þess að nýtt sé tekið upp 

kostar ekki en kostnaðurinn við 

að bæta inn nýju nafni er sem 

fyrr segir 4.400 krónur og Þjóð-

skrá skráir og fylgist með öllum 

breytingum sem gerðar eru á 

nöfnum fólks. 

Vilji fólk breyta kenninafni 

sínu, kenna sig til móður eða bæta 

við ættarnafni sem verið hefur í 

fjölskyldunni, kostar slíkt ekkert 

og fólk af erlendum uppruna, sem 

varð að taka sér íslenskt nafn á 

sínum tíma til að fá ríkisfang hér, 

getur í dag fellt niður þau íslensku 

nöfn sem því var gert að taka sér, 

sér að kostnaðarlausu. 

Árið 2005 skilaði eftirlitsnefnd 

með mannanafnalögum skýrslu 

til dómsmálaráðherra þar sem 

meðal annars má sjá að síðustu 

rúm 10 árin hafa um 100 manns 

látið breyta eiginnafni sínu ár 

hvert. Að meðaltali eru það um 57 

manns sem hafa tekið upp nýtt 

eiginnafn til viðbótar öðru sem 

fyrir er ár hvert frá árinu 1997 og 

35 til viðbótar hafa svo tekið upp 

nýtt eiginnafn og látið fella annað 

niður. Mun færri hafa hins vegar 

bara látið fella niður nafn án þess 

að bæta nýju við, eða um 5 á ári. 

Að kaupa sér nafn

Ríflega hundrað manns láta breyta eiginnafni sínu ár hvert og algengast er 

að nýju nafni sé bætt við annað sem fyrir er. Júlía Margrét Alexandersdóttir 

komst að því að langi hana til að breyta nafni sínu og heita Rakel Sif eins og 

hana dreymdi um í nokkur ár, kostar það hana 4.400 krónur og eins gott að 

vera alveg viss því ekki er í boði að breyta aftur. 

HVER VEIT HVAÐ VERÐUR Þótt foreldrarnir ráði nafngift barna sinna oftast og flest þeirra sitji sá

sem síðar meir ákveða að hafa áhrif á nafngift sína sjálfir og breyta nafni sínu. 

?Ég var skírður Ágúst Þórgnýr 

Thoroddsen þannig að sú breyting 

sem átti sér stað var sú að ég lét 

fella niður nafnið Ágúst. Ég var 

alltaf kallaður Gústi og er reyndar 

enn kallaður Gústi af fjölskyldu 

og nánustu vinum þótt ég kynni 

mig sjálfur sem Þórgný, en það 

hef ég gert frá því að ég var tíu 

ára gamall. Þegar ég var fjórtán 

ára hvæsti hún amma mín ein-

hvern tímann á mig af hverju ég 

færi ekki bara og skipti um nafn, 

orðin langþreytt á að heyra mig 

kynna sjálfan mig sem Þórgný, 

þannig að ég tók hana á orðinu og 

hljóp niður á Hagstofu og lét 

breyta þessu. Ég man nú ekki 

alveg af hverju ég tók upp á því að 

vilja láta kalla mig Þórgný fremur 

en Ágúst en ætli það hafi ekki 

verið að mér hafi fundist nafnið 

meira spes og fólk dáðist jafnan að 

því. Ég var hins vegar nefndur 

Ágúst í höfuðið á góðum vini hans 

pabba og þegar ég var sextán ára 

sagði ég honum að ég hefði breytt 

um nafn og skiljanlega var hann 

sár yfir því, því hann kom suður 

og bað eiginlega um nafnið.?

Eiginnafnsbreytingar eftir aldri á árunum 1997 til 2005

Breyting gerð

Á 

1. ári

Eins 

árs

2-4 

ára

5-14 

ára 15-24 ára 25-44 ára 45-64 ára

65 ára og 

eldri Alls

Nafnbreyting 

við ættleiðingu

52 89 22 7 3 1 0 0 174

Eiginnafn tekið 

upp til viðbótar 

öðru eiginnafni

24 25 38 115 98 98 51 7 456

Eiginnafn fellt 

niður

4248613614

Eiginnafn tekið 

upp og annað 

fellt niður

12 14 15 36 36 77 32 5 227

Alls 92 130 79 166 143 189 89 13 901

HEIMILD: ÞJÓÐSKRÁ

ALGENGAST AÐ NÝJU EIGINNAFNI SÉ BÆTT VIÐ

EINI GNEISTINN Á LANDINU 

AMMA RAK MIG Í ÞETTA

?Ég var skírður Halldór Vésteinn 

Sveinsson og breytti nafninu í 

Halldór Tinni Sveinsson fyrir 

þremur árum. Ástæðan er sú að 

þegar ég var lítill byrjaði bróðir 

minn að kalla mig eftir eftirlætis 

teiknimyndapersónunni sinni ? 

Tinna sjálfum. Nafnið festist við 

mig og varð ég vitaskuld sjálfur 

mikill aðdáandi Tinna og á í dag 

mikið og flott safn af Tinnadóti. 

Ég starfa sem blaðamaður og það 

að ég kallaði sjálfan mig Tinna en 

var í þjóðskrá skráður sem Hall-

dór Vésteinn var farið að valda 

miklum misskilningi. Ég sá mér 

því leik á borði og ákvað einn dag-

inn að láta fella niður Vésteinn og 

skrá Tinna inn í staðinn. Ég vildi 

ekki gefa Halldórs-nafnið upp á 

bátinn þar sem börnin mín eru 

NÝTT NAFN TIL HEIÐURS TEIKNBÆTTI VIÐ NAFNI SEM ER EKKI Í NOTKUN Í DAG  

?Ég er skírð Björk Bjarkadótt-

ir en þegar ég var tvítug lét ég 

bæta nafninu Nína framan við 

Björk og er því í dag skráð sem 

Nína Björk Bjarkadóttir í þjóð-

skrá. Þegar ég var unglingur bjó 

ég lengi í Svíþjóð og þar kvikn-

aði hugmyndin fyrst, og seinna, 

þegar ég flutti til Frakklands 

eftir stúdentspróf, var ég farin 

að finna fyrir því að það var erf-

itt að heita Björk á franskri 

grundu. Vinkonur mínar byrjuðu 

því að kalla mig Nínu í gamni og 

svo festist það bara við mig. Á 

sínum tíma fannst mér því mjög 

mikilvægt að láta breyta þessu í 

þjóðskrá en í dag er ég bara köll-

uð Nína af frönskum vinum 

mínum og þar sem ég bý nú í 

Noregi kalla ég mig Björk. 

Þannig hefur Nínu-nafnið dottið 

upp fyrir en ég hef ekkert farið 

út í að láta breyta því aftur.? 

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64
Blašsķša 65
Blašsķša 65
Blašsķša 66
Blašsķša 66
Blašsķša 67
Blašsķša 67
Blašsķša 68
Blašsķša 68
Blašsķša 69
Blašsķša 69
Blašsķša 70
Blašsķša 70
Blašsķša 71
Blašsķša 71
Blašsķša 72
Blašsķša 72
Blašsķša 73
Blašsķša 73
Blašsķša 74
Blašsķša 74
Blašsķša 75
Blašsķša 75
Blašsķša 76
Blašsķša 76
Blašsķša 77
Blašsķša 77
Blašsķša 78
Blašsķša 78
Blašsķša 79
Blašsķša 79
Blašsķša 80
Blašsķša 80
Blašsķša 81
Blašsķša 81
Blašsķša 82
Blašsķša 82
Blašsķša 83
Blašsķša 83
Blašsķša 84
Blašsķša 84
Blašsķša 85
Blašsķša 85
Blašsķša 86
Blašsķša 86
Blašsķša 87
Blašsķša 87
Blašsķša 88
Blašsķša 88
Blašsķša 89
Blašsķša 89
Blašsķša 90
Blašsķša 90
Blašsķša 91
Blašsķša 91
Blašsķša 92
Blašsķša 92
Blašsķša 93
Blašsķša 93
Blašsķša 94
Blašsķša 94
Blašsķša 95
Blašsķša 95
Blašsķša 96
Blašsķša 96
Blašsķša 97
Blašsķša 97
Blašsķša 98
Blašsķša 98
Blašsķša 99
Blašsķša 99
Blašsķša 100
Blašsķša 100
Blašsķša 101
Blašsķša 101
Blašsķša 102
Blašsķša 102
Blašsķša 103
Blašsķša 103
Blašsķša 104
Blašsķša 104