Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Tķminn

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Tķminn

						
Þriðjudagur16. apríl 1991
Tíminn 15
IÞROTTIR
íslands- og bikarmeistarar KA í blaki karla 1991.
Blak - Bikarúrslitin
KA og Víkingur unnu
- bæði liðin tryggðu sér bikarmeistaratitilinn um helgina
Karlalið KA og kvennalið Víkrngs kór- þeir eru með sterkasta liðið í dag. Þeir
ónuðu góðan árangur vetrarins nú eru með mjög sterkan kjarna og vara-
um helgina er bau sigruðu andstæð- menn þeirra gefá hinum lítið eftir.
inga sina í bikarkeppninni í blaki. KA     Hafsteinn Jakobsson var þeirra sterk-
astur í leiknum. Átti mjög góða skelli
sigraði HK 3:0 og Víkingur vann UBK
3:1. Karialeikurinn var sögulegur því
að í fyrsta skiptí voru hvorki ÍS né
Þróttur R. pátttakendur í úrslitaleik
bikarkeppninnar, en KA hafði slegið
bæði þessi lið út úr keppninni. HK
hafði farið mun ódýrari leið í úrslit.
Unnu Stjörnuna og b lið Þróttar R.
HK auðveld bráð í 1. hrinu
Fyrirfram var búist við sigri KA á HK
enda höfðu KA menn aðeins tapað
tveimur leikjum í vetur. í byrjun var
hið unga lið HK mjög stressað. Mót-
takan var léleg, uppspilið óöruggt og
smössin í samræmi við það. KA komst
í 7-0 og 9-1. Á þessum tíma var hávörn
þeirra mjög góð og gerði HK mönnum
erfitt fyrir. Þegar hér var komið fór HK
aðeins að taka sig saman í andlitinu,
aðall þeirra, lágvörnin, small saman,
kantskellar þeirra, Vignir Hlöðversson
og Karl Sigurðsson, fóru í gang og bil-
ið minnkaði í 9-5. Nú tóku KA menn
til sinna ráða og gerðu út um hrinuna
sem endaði 15-5.
HK sýnir sitt rétta andlit
í annarri hrinu fór HK síðan að sýna
sitt rétta andliL Með mikilli baráttu
komust þeir í 3-0. KA náði síðan að
jafna og komast yfir, 3-5. Aftur fóru HK
menn í gang og komust í 9-5. KA
minnkaði muninn í 10-9. Enn einu
sinni rilu HK sig upp og komust í 14-
11 og áhorfendur héldu að eftirleikur-
inn yrði þeim auðveldur. Annað kom á
daginn. Þeim mistókst í tveimur upp-
gjöfum í röð! Það þáði KA með þökk-
umogjafhaði 14-14. Þannigvarstaðan
í nokkurn tíma þangað til KA náði for-
ystunni, 14-15. Þá brást skellur hjá
Þresti. Boltinn fór aftur fyrir og HK
jafnaði, 15-15. Bjarni Þóhallsson svar-
aði með góðum skelli, KA vann uppgjöf
og fékk síðan sitt 16. stig með góðri há-
vöm. Það var síðan Sigurður A. Ólafs-
son sem innsiglaði sigur norðan-
manna með skelli, 15-17. Þessi hrina
var sú skemmtilegasta í leiknum. HK
menn börðust mjög vel jafht í vörn
sem sókn. Það má einnig segja um KA
sem sýndi hvers Iiðið er megnugt eftir
að vera vel undir í lok hrinunnar.
KA klárar dæmið
Eftir útreiðina í annarri hrinu gáfust
HK menn upp. Þeir sýndu aðeins
klærnar í byrjun. Þegar staðan var 5-3
hættu þeir og í lokin leyfðu KA menn
sér þann munað að skipta aðaluppspil-
aranum út af, sigruðu 15-3 og bikar-
inn var þar með í höfn í fyrsta skipti.
KA menn sýndu það og sönnuðu að
og HK menn réðu ekkert við hann.
Sigurður A. Ólafsson átti einnig góðan
dag og þetta var líklega hans besti leik-
ur í vetur ef ekki á ferlinum. Haukur
Valtýsson spilaði mjög vel upp og átti
einng undraverða lágvamartakta.
Reynsla hans naut sín vel í lok annarr-
ar hrinu. Stefan Magnússon hefur íar-
ið vaxandi með hverjum leik í vetur og
náði toppnum í þessum leik. Skellir
hans voru bæði fastir og brattir og erf-
itt að stöðva hann. Miðjumennimir
Þröstur Friðfinnsson og Magnús Aðal-
steinsson stóðu einnig fyrir sínu.
Bjarni Þórhallsson stóð sig vel. Hann
átti mjög góða innkomu í annarri
hrinu. Kom inn á erfiðum tíma en var
öryggið uppmálað.
HK var ekki öfundsvert að lenda í KA
í þessum ham. Þeir eru með mjög
ungt, óreynt en efhilegt lið. Þeir
byggja sínar sóknir á mjög snöggu
spili sem krefst þess að móttakan sé
mjög góð. Hún brást hins vegar í þess-
um leik. Þeir eiga samt heiður skilinn.
Þetta er í fyrsta sinn sem karlalið HK
leikur til úrslita en miðað við þær
framfarir sem drengimir hafa sýnt í
vetur verður þetta líklega ekki það síð-
asta. Þeir spila mjög skemmtilegt blak.
Lágvömin þeirra er sú besta á landinu
en stærðin háir þeim svolítið í sókn-
inni. Áðumefndir Vignir og Karl voru
þeirra sterkastir í ieiknum. Áttu oft
mjög góða skelli en KA hávörnin er
ekki sú eftirsóttasta til að hafa á móti
sér. Stefán Þ. Sigurðsson átti einnig
góða skelli og sýndi að það er ekki til-
viljun að hann var valinn í landsliðið.
Guðbergur Eyjólfsson spilaði vel upp
en reynsluleysið kom stundum illa
niður á honum. Sóknimar urðu ein-
hæfar og lítið um fléttur. Hann er þó
óhræddur við að taka áhættu sem
fleytir honum oft langt en kemur hon-
um stundum einnig í koll. Stefán, Ým-
ir og Jóhann stóðu sig einnig vel og
framtíðin er þeirra.
Sagt eftir leikinn:
Haukur Valtýsson fyrirliði KA var að
vonum kátur eftir leikinn. „Við vorum.
einfaldlega betri. Þeir vom stressaðri
en við og móttakan hjá þeim brást,
sem auðveldaði okkur vömina. Þeir
sýndu aðeins sína eðlilegu baráttu í
annarri hrinu. Ég reiknaði með jöfh-
um leik. Mínir menn voru stressaðir í
byrjun en reynsla okkar reddaði okkur
í annarri hrinu," sagði Haukur.
Fei, þjálfari þeirra KA manna, var
einnig glaður. Hann sagði að þeir
hefðu verið vel undirbúnir fyrir þenn-
an leik. HK væri nær eingöngu með
snöggt spil og því hefði KA æft sér-
staka hávörn til að verjast sóknum
andstæðinganna. Einnig sendu þeir
uppgjafír sínar á staði sem bæði væri
erfitt að taka á móti á og einnig erfitt
fyrir uppspilara að fá bolta þaðan. Með
þessu móti var stefnt að því að móttak-
an brygðist, uppspilið yrði erfiðara og
sóknimar veikari, þar sem erfitt yrði
að halda gangandi snöggum sóknum
ef fyrri tveir liðimir gengju ekki upp.
Þannig væri hægt að brjóta niður
þeirra sterkustu hlið. Hann sagði einn-
ig að HK menn væru ungir, stressaðir
og því mistækir en þeirra tími kæmi.
Guðbergur Eyjólfsson fyrirliði HK var
frekar vonsvikinn. „Móttakan var léleg
hjá okkur. Við klikkuðum tvisvar í
uppgjöfum í stöðunni 14/11 í annarri
hrinu. Það voru mikil vonbrigði að
vinna ekki þá hrinu."
Skjöldur Vatnar, þjálfari þeirra HK
manna, sagði: „Aðalástæðan fyrir
þessu var reynsluleysi. Strákarnir léku
langt undir getu. Reynsluleysið veldur
fyrst því að móttakan bregst sem aftur
leiðir til einhæfari sókna. Einnig brást
einbeitingin og menn gleymdu að
pressa í uppgjöfunum."
Víkingur meistari
Víkingur náði að sigra erkifjendur
sína úr UBK. Fyrsta hrinan var mjög
spennandi. Jafht var 10-10 en Víkingi
tókst að innbyrða næstu þrjú stigin.
Aftur var jafht 13-13. Þannig var stað-
an heillengi eða heilan hring í snún-
ingi hjá liðunum. Þá náðu Víkings-
dömur að stinga af og Jóhanna Krist-
jánsdóttir innsiglaði sigurinn í hrin-
unni með góðum skelli. í næstu hrinu
náði UBK að snúa blaðinu við. Hávöm
þeirra var mjög góð og Víkingur komst
skammt. UBK náði forystu, 9-1 og 13-
3, en hrinunni lauk 15-6. Þriðja hrina
fór einnig 15-6 en nú voru það Víking-
ar sem unnu og komust þar með í 2:1
í hrinum. Þær náðu síðan að innsigla
sigurinn í síðustu hrinu 15-12 eftir að
UBKhafðileitt 11-12.
Víkingur hefur á að skipa mjög sterku
liði. Sami kjaminn hefur verið lengi og
endurkoma Særúnar Jóhannsdóttur í
liðið í vetur styrkti Iiðið mikið. Þær
áttu allar góðan dag nema kannski í
annarri hrinu. Jóna Lind Sævarsdóttir
átti fasta skelli sem UBK réð illa við og
Sigrún Sverrisdóttir spilaði vel upp.
UBK liðið stóð sig einnig vel í þessum
leik. Oddný Erlendsdóttir átti mjög
fasta skelli og samspil hennar og Sig-
urborgar Gunnarsdóttur uppspilara
var oft með ágætum. Allar líkur eru á
að þetta hafi verið síðasti leikur Sigur-
borgar með UBK liðinu í bili þar sem
hún verður erlendis næsta vetur.
ÞS/BL
Frá Alþingi
íbúð fræðimanns í Kaupmannahöfn
skv. reglum um hús Jóns Sigurðssonar
íbúð fræðimanns í Kaupmannahöfn skv. reglum
um hús Jóns Sigurðssonar er laus til afnota
tímabilið 1. september 1991 til 31. ágúst 1992.
Fræðimenn, sem hyggjast stunda rannsóknir
eða vinna að verkefnum í Kaupmannahöfn, geta
sótt um afnotarétt af íbúðinni, sem er í St.
Paulsgade 70 (örskammt frá Jónshúsi). Hún er
þriggja herbergja (80 ferm), en auk þess hefur
fræðimaðurinn vinnuherbergi í Jónshúsi. íbúð-
inni fylgir allur nauðsynlegasti heimilisbúnaður
og er hún látin í té endurgjaldslaust. Dvalartími í
íbúðinni er að jafnaði þrír mánuðir en til greina
kemur skemmri tími eða lengri eftir atvikum.
Umsóknir um íbúðina skulu hafa borist til skrif-
stofu Alþingis eigi síðar en 15. maí nk.
Umsækjendur skulu gera grein fyrir tilgangi
með dvöl sinni í Kaupmannahöfn, svo og mennt-
un og fyrri störfum. Enn fremur hvenær og hve
lengi óskað er eftir íbúðinni. Tekið skal fram að
úthlutunarnefnd ætlast til að dvalargestir nýti út-
hlutaðan tíma sinn að fullu við störf í Kaup-
mannahöfn.
Sérstök eyðublöð er hægt að fá á skrifstofu Al-
þingis í Alþingishúsinu í Reykjavík og í sendiráð-
inu í Kaupmannahöfn.
Menntaskólinn við Sund
Laus er til umsóknar kennarastaða í frönsku
(2/3 staða) og stundakennsla í hagfræði og við-
skiptagreinum, lögfræði og stjörnufræði.
Með tilvísun til laga númer 48, 1986, er einnig
auglýst til umsóknar kennsla í efnafræði, jarð-
fræði, stærðfræði og tölvufræði.
Umsóknir berist til skrifstofu skólans fyrir 15.
maí nk., en þar veita rektor og kennslustjóri allar
nánari upplýsingar. Símar 33419 og 37580.
Rektor
Innkaupastofnun Reykjavikurborgar, f.h. Gatnamálastjórans (
Reykjavík, óskar eftir tilboðum i breikkun Kringlumýrarbrautar frá
Miklubraut suöur í Kópavog.
Helstu magntölur eru:
Uppúrtekt 6.000 m3
Grúsarfyllingar 4.000 m3
Undirbúningur fyrir malbikun 5.000 m2
Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkjuvegi 3,
Reykjavík frá og meö þriðjudeginum 16. apríl nk. gegn kr.
15.000,-skilatryggingu.
Tilboðin verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 30. apríl 1991, kl.
11.00.
INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR
Frikirkjuvegi 3 - Sfml 25800

LEKUR        : ER HEDDIÐ
BLOKKIN? i SPRUNCIÐ?
Viögeröir á öllum heddum og blokkum.
Plönum hedd og blokkir — rennum ventla.
Eigum oft skiptihedd í ýmsar gerðir bifreiöa.
viðhald og viðgerðir á iðnaöarvélum — járnsmíði.
Vélsmiðja Hauks B. Guðjónssonar
Súðarvogi 34, Kænuvogsmegin—Simi 84110
Á EFTIR BOLTA
KEMUR BARN...
"BORGIN OKKAR OG BÖRNIN í UMFERÐINNI"     JC VÍK

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16