Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1983, Blaðsíða 25

Skinfaxi - 01.04.1983, Blaðsíða 25
MINNING Þórður Jótisson, Laufahlíð. Þórður fæddist að Brekknakoti í Reykjahverfi 31. desember 1896 í lágum bæ, eins og flestir bæir voru þá, — í gróðurríku umhverfi hið næsta, en í fjarsýn rismikil fjöll þar sem sól átti langan dag. Þó að bæjarhúsin væru lág, þá var mikil reisn yfir húsbændunum, en þau voru Hólmfríður, eitt af hinum rnörgu og vel gerðu bömum Jóns Hinrikssonar skálds á Helluvaði og Jón Frímann Jónsson frá Vogum. Jón í Vogum var einn merkasti maður sinnar samtíðar hér í sýslu og þó víðar væri leitað. Séð hef ég eða heyrt, að hann hafi komið með tónlistina í Þingeyjarsýslu. Jón Frímann var söngmaður og hljóð- færaleikari og máttur söngs og hljóma var mikill í Brekknakoti og bám systkinin þau áhrif með sér ævilangt. Maðurinn mótast af umhverfinu. Þórður ólst upp í félagslega þroskuðu samfélagi og bar einkenni þess alla ævi. ,,Það byrjar með blætium er bylgju slær á reynEngin félags- málahreyfing hefur náð eins fljótri úrbreiðslu hér á landi eins og ungmennafélögin. Víða vom til félög með ýmsum nöfnum, sem tengdust áhugamálum þeirra, en öll áttu það sameiginlegt að auka þroska félagsmanna sinna með kynningu og samstarfi, þama var því til ágætur grundvöllur, en félagsskapurinn varð nú form- fastari með samræmdari stefnuskrá og hins sameiginlega nafns Ungmennafélag. Ungmennafélög urðu þegar á fyrstu ámm sínum fjölmenn og áhrifamikil í sínu umhverfi. Þau urðu mikill orku- gjafi. Það er óvíst að í annan tíma hafi verið bjartara yfir íslensku þjóðlífi, en fyrsta tug aldarinnar, þá vantaði flest af því sem nú er talið nauðsynlegt. Vorblær var í lofti að minnsta kosti í hugum unga fólks- ins og áttu hin nýju félög mikinn þátt í því. Störf ungmennafélag- anna fyrir þjóðfélagið verða seint að fullu metin. Þau vom félags- málaskóli þeirra tíma, þar reyndu félagsmenn fyrst að orða hugsanir sínar í ræðuformi og að festa þær á blað, sem síðan vom lesin upp á félagsfundum eða í félagsblöðum sem gengu um félagssvæðið. Þeir sem nú em ungir geta ekki gert sér grein fyrir þeim töframætti sem þessi félagsskapur hafði fyrstu árin á þá sem þar störfuðu. Ur röðum ungmennafélaganna komu margir af áhrifamestu mönnum í þjóð- félagsmálum, annan, þriðja og fjórða tug aldarinnar, menn sem höfðu hlotið sína fyrstu félags- málaþjálfun þar, þetta vil ég biðja ungt fólk að muna. Hér á eftir verður eins þessara gömlu ungmennafélaga minnst með nokkmm orðum, manns sem aldrei fjarlægðist hugsjón ung- mennafélaganna, Þórðar Jónssonar í Laufahlíð. Samband Þórðar við ungmennafélögin varaði lengi. 14 ára gengur hann í Geisla í Aðaldal, en þegar U.M.F. Reykhverfinga var stofnað gekk hann að sjálfsögðu í það og var félagi í því til æviloka, nokkur síðustu árin sem heiðurs- félagi. Þórður var 26 ár formaður Reykhverfings og veit ég ekki um nokkum mann sem svo lengi hefur verið formaður ungmennafélags. Ekki vom félagsmenn í Reyk- hverfingi alltaf sammála á fundum, frekar en í öðmm félögum, en þar var Þórður hinn þolgóði sátta- semjari, því hann sá að í fámennu félagi mátti ekki dreifa kröftunum með sundurlyndi. Gamlir félagarúr U.M.F. Reykhverfingi hafa sagt mér að Þórður hafi verið óþrjótandi við að halda uppi glaðværð á fundum, meðal annars með leikjum, söng, upplestri í bundnu og óbundnu máli eftir sjálfan sig og aðra og hvatti aðra til að gera það einnig. ,,Píndi mann í þetta'' sagði gamall félagi. U.M.F. Reykhverf- ingur var ekki fjölmennur, en áhugi og félagsleg samstaða mikil, sem sést best á því að árið 1926 ræðst félagið í það stórvirki að byggja yfirbyggða sundlaug á Hveravöll- um, að sjálfsögðu með heitu vatni. Þessi bygging var erfið fyrir félagið, bæði fjárhagslega og einnig var vegarsamband slæmt. Þórður átti hugmyndina að byggingunni og enginn einn maður vann eins SKINFAXI 25

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.