Fréttablaðið - 16.11.2009, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 16.11.2009, Blaðsíða 46
30 16. nóvember 2009 MÁNUDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 VEISTU SVARIÐ Svör við spurningum á bls. 8 1 Eyrnatappa með bakteríu- drepandi efni úr ilmkjarnaolíu. 2 Þriðja. 3 Tuttugu. HVAÐ SEGIR MAMMA? LÁRÉTT 2. dylja, 6. strit, 8. stórt ílát, 9. heyskaparamboð, 11. verslun, 12. sam- ansafn, 14. áburður, 16. skóli, 17. skarð, 18. í viðbót, 20. nudd, 21. litlaus. LÓÐRÉTT 1. land í asíu, 3. skamm- stöfun, 4. land, 5. sigað, 7. trúr, 10. húsfreyja, 13. samstæða, 15. óviljugur, 16. iðn, 19. bókstafur. LAUSN LÁRÉTT: 2. fela, 6. at, 8. hít, 9. orf, 11. bt, 12. syrpa, 14. gúanó, 16. fg, 17. rof, 18. auk, 20. nú, 21. grár. LÓÐRÉTT: 1. laos, 3. eh, 4. líbanon, 5. att, 7. tryggur, 10. frú, 13. par, 15. ófús, 16. fag, 19. ká. „Einar hefur alltaf verið ofboðs- lega duglegur og mikill hug- sjónamaður. Hann leggur alltaf allt í það sem hann tekur sér fyrir hendur og er bara að upp- skera það sem hann er búinn að sá. Ég er mjög stolt af honum.“ Soffía Jónasdóttir, móðir Einars M. Sverrissonar töframanns, sem var boðið í Óperuhúsið í Ósló þar sem hann sýndi töfrabrögð fyrir framan 400 manns. Jón Gnarr hefur stofnað stjórnmála- flokk. Hann heitir Besti flokkurinn og Jóni er full alvara. „Mig hefur lengi langað til að hafa völd og góð laun. Góð leið til þess er að verða lýðræðislega kosinn,“ segir Jón, fullur einlægni. „Mig langar líka að komast í þá stöðu að ég geti hjálpað vinum mínum. Það eru endalaust margar leiðir til þess. Það má úthluta alls konar styrkjum og búa til hinar ýmsu nefndir. Fólk þarf svo ekk- ert endilega að mæta á fundi, en fær bara borgað.“ Jón veit að þessi tilgangur flokksins mun varla virka á kjósendur svo hann hefur búið til sannfærandi stefnuskrá. „Stefnuskrána fékk ég lánaða hjá öðrum stjórnmálaflokkum. Þarna er eitthvað um að bjarga heimilunum, að draga til ábyrgðar þá sem bera ábyrgð á hruninu og hlusta meira á konur, gamalmenni og aumingja. En þetta er auðvitað bara yfirvarp. Ég vona þó að fólk taki því ekkert of bókstaflega þótt ég segist ekki ætla að standa við kosningaloforðin.“ Jón setur stefnuna á að verða menntamálaráð- herra. „Flestir vinir mínir eru að vinna í listum og menn- ingu svo ég gæti haft áhrif á það hverjir fá styrki og fálka- orðu og hverjir fá að gera þátt á RÚV. Auk þess hefur mig lengi dreymt um að hafa aðstoðarmann. Ég held að það sé ógeðslega kúl.“ Jón safnar nú fólki í flokk- inn af því hann vill ekki vera einn í honum „eins og hálfviti“ og unnið er að því að setja upp heimasíðu. - drg Jón Gnarr stofnar stjórnmálaflokk Sunna Dögg Ásgeirsdóttir hannar skemmtilegar barnaflíkur undir nafninu Sunbird. Sunna Dögg útskrifaðist sem vöruhönnuður frá Listaháskóla Íslands og starfar nú sem fatahönnuður hjá Nikita. Sunna Dögg segist hafa fengið handavinnuna í arf frá móður sinni og hefur saumað og prjónað frá því hún var barn. Hún gerði sína fyrstu barnafatalínu fyrir níu árum en hefur síðan þá aðallega verið að hanna flíkur á lítil frændsystkini. „Þessi hugmynd hefur blundað í mér lengi. Ég gerði eina litla barnalínu fyrir tæpum níu árum og hef síðan þá mest verið að hanna á frændsyst- kini mín. Ég held að þessi hugmynd hafi fyrst kviknað þegar mamma mín minntist á hversu lítið úrval af fötum væri fyrir litla stráka miðað við úrvalið sem var til fyrir stelpur. Þá fór ég af stað og hannaði nokkrar flíkur á stráka,“ segir Sunna Dögg og bætir við að eftir hún eignaðist sjálf litla stúlku hafi hún þó farið að hanna stúlkuföt í meira magni. „Ég fæ auðvitað endalausan inn- blástur frá dóttur minni. Mér finnst gaman að fylgjast með börnum og sjá hvernig þau hreyfa sig algjör- lega ómeðvituð um stund og stað. Ég passa að fötin hefti hvergi hreyfi- getu þeirra og að það sé mikill leik- ur í flíkunum.“ Sunbird-vörurnar er hægt að skoða á vefsíðunni www.sunbird- kids.com og á Facebook-síðu Sun- bird. - sm Fékk handavinnuna í arf DREYMIR UM AÐ HAFA AÐSTOÐ- ARMANN Vinir Jóns Gnarr geta hugsað sér til gott til glóðar- innar komist hann á þing. FR ÉTTA B LA Ð IÐ /VILH ELM SUNBIRD Sunna Dögg Ásgeirsdóttir hannar flíkur á litlar telpur og drengi. Glerlistaverk eftir listamanninn Leif Breiðfjörð mun prýða forstofu innan við aðalinngang St. Giles dómkirkjunnar í Edinborg. Þetta er í annað sinn sem Leifur vinnur verk fyrir kirkjuna, en áður hafði hann gert glugga sem tileink- aður er minningu skáldsins Roberts Burn. Málmsmiðjan Teknís sér um uppsetningu verksins og hefjast framkvæmdir í næstu viku. „Það er verið að endurnýja kirkj- una og Leifur var fenginn til að skreyta sérstaka forstofu sem er innan við aðalinngang kirkjunnar. Leifur kom til okkar í Teknís og bað okkur að gefa prufustykki sem hann fór svo með út til Edinborg- ar, fyrirtækið var svo valið til að sjá um framleiðslu og uppsetningu verksins í kjölfarið. Undirbúningur að verkinu hefur staðið yfir síðan sumarið 2007 en framleiðslan sjálf hófst ekki fyrr en nú í sumar,“ segir Jón Þór Sigurðsson, framkvæmda- stjóri Teknís. Tveir starfsmenn fyrirtækisins munu svo fara út til Edinborgar í næstu viku og setja verkið upp. Aðspurður segir Jón Þór þetta vera nokkuð óvanalegt verkefni og það sé sjaldan sem málmsmiðjan taki þátt í uppsetningu listaverks. „Jú, þetta er vissulega svolítið óvenju- legt verkefni. Tæknilega séð er þetta lítið mál en það að við skul- um vera að smíða heilt listaverk er óvenjulegt. Það er skemmtilegt að hugsa til þess að verk eftir okkur muni standa í kirkjunni til framtíð- ar og að lógóið okkar leynist ein- hvers staðar í horninu,“ segir hann og hlær. Reiknað er með að starfsmenn Teknís dvelji í viku í Edinborg við uppsetningu verksins. - sm JÓN ÞÓR SIGURÐSSON: „VISSULEGA ÓVENJULEGT VERKEFNI“ Íslenskt listaverk í St. Giles dómkirkjunni í Edinborg Tvíeykið Jógvan og Friðrik Ómar kom fram í salnum í Kópavogi á föstudaginn og flutti íslenskar og færeyskar dægurlagaperlur. Tónleik- arnir mæltust mjög vel fyrir, enda drengirnir annálaðir sjarmörar og gullbarkar. Eftir tónleikana skelltu þeir sér í Turninn þar sem Yesmine Olsen var með síðustu Bolly- wood-sýninguna í bili. Voru miklir fagnaðarfundir þegar þau hittust enda góðir félagar á ferð. Lið Verslunarskólans sigraði stjörnum prýtt „All star“-lið í góðgerðaleik í fótbolta á laugardag. Ingó Veðurguð, fyrirliði stjarnanna, var búinn að lýsa því yfir að það yrði hneyksli að tapa svo að hann hefur án efa lesið yfir sínum mönnum eftir leikinn, sem endaði 7-3. Útvarps- maðurinn Gassi, af FM 957, hefur örugglega fengið hárblásarameðferð- ina víðfrægu frá Ingó, en hann skor- aði sjálfsmark í leiknum. Fótbolta- kapparnir Björgólfur Takefusa og Tryggvi Guðmundsson skoruðu mörk stjarnanna og vöðvatröllið Gasman átti góða stoðsendingu. Viðtal við athafnakonuna og fyrir- sætuna Ásdísi Rán birtist á vefsíðu karlatímaritsins Playboy um helgina. Spurningarnar eru ansi nærgöngul- ar, en Ásdís upplýsir meðal annars hversu margar fullnægingar hún hefur fengið á einni nóttu. Átta er metið og hún bætir við að hún sé heppin stúlka. Þá segist hún kalla brjóstin sín fótboltana og lofar að ef hún myndi sitja fyrir í Playboy yrði fólk gagn- tekið af myndunum. - afb FÓLK Í FRÉTTUM ÓVENJULEGT VERK Jón Þór Sigurðsson, framkvæmda- stjóri Teknís, segir þetta nokkuð óvenjulegt verk fyrir málmsmiðju. Á neðstu myndinni sést listamað- urinn Leifur Breiðfjörð virða verkið fyrir sér. FRÉTTABLAÐIÐ/ANOTN BRINK

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.