Teningur - 02.12.1985, Blaðsíða 33

Teningur - 02.12.1985, Blaðsíða 33
Alain Bergala Kvikmyndalistin á stund maníerismans Hvað er sameiginlegt með atriðinu á „peep-showinu“ í París—Texas, löngu einnar töku atriði í Stranger than Para- dise, akróbatískri töku í Element of Crime, næturröltinu á Signubökkum í Boy meets girl og t.d. tökunni í L'enfant secret sem er filmuð aftur af klippiborð- inu? Ekkert, nema að höfundar allra þessara mynda eru sér þess fyllilega meðvitaðir, a.m.k. meðan þeir filma þessi atriði, að kvikmyndalistin er 90 ára gömul, að klassískt tímabil hennar er þeim 20 ár að baki og að móderna tímabilinu var að ljúka fyrir 1980. Vit- undin um þetta hefur veruleg áhrif, bæði á löngun þeirra til að finna upp kvikmyndaatriði í dag og á vandann sem er því samfara. Hver og einn leitar að sínu svari við þessari löngun og við þessum vanda. Svarið er kannski klaufalegt eða hroka- fullt, en nokkurn veginn einstakt í kvik- myndasköpun samtímans. Wenders finnur upp á stórflóknum útbúnaði með rúðugleri og síma til þess að geta filmað til skiptis mann og konu sem snúa hvort á móti öðru, eins og amerískar kvik- myndir upp úr 1950 léku sér að. En hann þurfti þessa fyllingu til þess að ná fram „eðlilegasta" stílbragði klassískrar kvikmyndagerðar. Jim Jarmusch velur að filma eins og móderna kvikmyndin frá árunum 1960—80 sé enn samtíma honum. Lars von Trier reynir með þrjá- tíu ára tímaskekkju að bera sig saman við dulúð myndefnisins í hyldýpi tóms- ins eins og í barokkmyndum Orsons Welles. Undir stjörnum 1984 finnur Leos Carax aftur upp póesíu leikara- keyrslunnar sem Cocteau uppgötvaði 1949 í leyndum brellum kvikmyndaver- anna. Philippe Garrel fellir inn í sína eigin kvikmynd viljandi brenglun á sín- um eigin myndum, þegar hann filmar aftur bæði myndina (sýnda hægt) og matt gler klippiborðsins. Stund maníerismans Menn geta verið ósammála um hvernig ber að meta þessar myndir, en þær eru allar a.m.k. einhvers virði og vitna augsýnilega um raunverulega ást á kvikmyndalistinni og um metnaðar- fullt fagurfræðilegt áform, sem skipar þeim utan við algengustu akademíska eða staðlaða framleiðslu. Ég valdi þess- ar fimm myndir - margar aðrar hefðu eins vel getað orðið fyrir valinu (frá Ruiz til Rivette) — sem inngang þessar- ar hugleiðingar um maníerisma, til þess að orðið komi fyrir í samhengi, sent tryggir strax að hér er alls enginn niðr- andi skilningur lagður í það. Pað er orðið áríðandi að velta maníerismanum fyrir sér, til þess að skilja það sem hefur verið að gerast í kvikmyndum síðan 1980. Ég hef sjálfur reynt að byrja þess- ar vangaveltur í Cahiers du cinéma („Le vrai, le faux, le factice“, nr. 351, og „Le cinéma de l‘aprés“, nr. 360—361) og ég er sannfærður um að hér er alls ekki um skólastískt vandamál að ræða. En áður en við fellum nokkurn gildis- dóm, jafnvel áður en við setjum fram fínni skil milli maníerískra mynda og mynda með stæla, þá þurfum við að velta maníerismanum fyrir okkur, án þess að vega hann og meta á nokkurn hátt, í tengslum við þá stund kvikmyndasögunnar sem við erum gengin inn í að aflokinni módernri kvik- myndagerð. Það er alveg efalaust að á öllum skeiðunt kvikmyndasögunnar hafa verið til maníerískir persónu- leikar, og það væri ábyggilega fræðandi að rekja einhvern tíma maníeríska þráðinn í þéttri voð kvikmyndasög- unnar, þar sem hann er enn vel farinn. En í þessari grein erum við ekki að hugsa um díakróníska hlið málsins. Við fórum fyrst og fremst að velta man- íerismanum fyrir okkur vegna nokkurra nýlegra kvikmynda, sem urðu hvati þess að við snerum okkur að sögulegunt uppruna hugtaksins „maníerismi" í málaralist (með dýrmætri aðstoð bókar Patricks Mauriés, Maniéristes, Éditions du Regard o.fl.). Við vildum hugsa upp á nýtt þá stund kvikmyndasögunnar sem við erum á leið í gegnum, að því leyti sem hún er lík þeirri stund í sögu málaralistarinnar við lok fimmtándu aldar sem hefur fengið sagnfræðilega heitið Maníerismi. Það einkennist af 31
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Teningur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Teningur
https://timarit.is/publication/820

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.