Teningur - 02.12.1985, Blaðsíða 56

Teningur - 02.12.1985, Blaðsíða 56
tískasta sem þar ber við er að Knut Ped- ersen gleymir einhversstaðar pípunni sinni, mig minnir að það fari tuttugu, þrjátíu síður í að hann sækir hana aftur. Samt er þetta frábær bók. En annars hefur mér alltaf þótt hall- ærislegt þegar einhveriir höfundar tromma upp og segja „Eg skrifa í stíl Faulkners, Marquez...“ og svo líkist það ekkert fyrirmyndunum. Nema kannski sem hjárænuleg stæling. Svo lærir líka hver um sig af svo ólíkum hlutum. — Pú hefur lesið mikið Ameríkumenn, bœði norður og suður. Já, en ég held ég hafi ósköp lítið lært af þeim. Sumir þeirra hrifu mig mikið, og smituðu eflaust eitthvað, en svo eru aðrir þeirra sem ég las eitt sinn í bunk- um en veit að örlar ekki á að hafi haft áhrif á það sem ég skrifa sjálfur. Vonn- egut, Kosinski... En semsagt, ég játa kannski helst að hafa reynt að læra af Hamsun, einsog þetta með að reyna að búa til einhverja stemmningu án þess mikið sé að gerast, búa til einhvern heim sem snertir les- andann bara með tilveru sinni. Einsog í fyrsta hlutanum í Gulleyjunni, heimur sögunnar þarf á einhvern hátt að verða lesandanum kær svo það hafi einhver áhrif á hann þegar hann ferst. Þess- vegna legg ég svona mikið uppúr ein- hverjum smáepísóðum í húsinu. Ég geri semsagt mikið með þessa sefjun. Kannski er það þessi frægi ka- þarsis hjá Aristótelesi sem enginn veit alveg hvað er. Mér finnst hann snerta það sem ég er að hugsa: góð list á að valda mönnum miklum andlegum sprengingum og hugljómunum. — Fylgirðu honum þá í því að ná þess- um áhrifum? — f uppbyggingu Gulleyjunnar já, þá er að nokkru fylgt hans doktrínum. Þau hafa dugað frá hans dögum og löngu fyrr. - Hvernig fer það saman að leggja upp- úr stemmningu án atburða og svo að byggja upp röklega framvindu í sam- ræmi við Aristóteles? Ja, Aristóteles er náttúrlega að tala um leikrit, og Ieikritum eru sett mikið þrengri skorður í tíma og rúmi. Eitt af einkennum skáldsögunnar sem listforms er það að hún getur rúmað næstum allt. Það er ekkert sem bannar að skáldsaga sé næstum óendanlega löng, og að hún hlaupi hér og livar útundan einhverri atburðarás. Slík saga getur þó reynst hafa mjög formfasta uppbyggingu ef grannt er skoðað. Þetta hefur mörgum yfirsést, ekki síst hvað varðar ýmsar módernískar skáldsögur sem í fljótu bragði virðast vera ein- hverjar formlausar amöbur. — Geturðu orðað einhverja grundvallar- hugsun bakvið þetta verk allt? Ha? Já það er nefnilega það. Best ég velji mér þá troðna slóð og vitni í T.S. Eliot: „This is the way the world ends, this is the way the world énds: Not witli a bang but a whimper." Er ekki pott- þétt að enda viðtalið með einni svona snoturri tilvitnun? Guðmundur Andri Thorsson Páll Valsson Sjón 77/ Elísu Breton Á degi eins og þessum eftir ferð í gegnum borgina í fylgd silunga með hreistur úr mjólk sveiflast ég með loftvoginni inn um opnar dyr og glugga sólblómsins hurðir og gluggatjöld brenna og fagna appelsínunni æðandi um himininn í leit að horfnu sendibréfi Hvert sem hún fer hættir fólk að dansa flísaleggur húsin með geitungum grefur upp stráhatt setur á höfuð mitt og sendir í göngutúr að veiða sjö alda gömul ástarljóð úr órólegum veginum 54
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Teningur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Teningur
https://timarit.is/publication/820

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.