Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1984, Blaðsíða 33

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1984, Blaðsíða 33
Þorri Hringsson Árásin í neðanjarðarlestinni I Maðurinn hafði legið andvaka fram undir morgun þegar honum tókst loks að festa blund. Brátt smaug dauf skíma komandi dags gegnum óhrein gluggatjöldin og annarlegur ljómi sveipaði herbergið. Það var álíka breitt og það var hátt til lofts. Gólfið var lagt gulbrúnum dúk sem á hafði verið sett slitið teppi. Einu húsgögnin voru ólökkuð kommóða með ljósmynd undir rykföllnu gleri og fornfálegur dívan upp við vegginn gegnt glugganum. Hurðin hafði auðsjáanlega ekki verið á hjörunum í töluverðan tíma og meðfram dyrakarminum var steypan tekin að molna. Maðurinn á dívaninum lá á bakinu með vinstri hönd undir hnakk- anum en þá hægri snyrtilega yfir andlitinu til að verjast vaxandi birtu. Dökkgræn ábreiða dugði varla til að halda á honum hita því íbúðin var ókynt og kaldur janúarvindurinn átti greiða leið gegnum hrörlega gluggana. Hár hans var grátt og tekið að þynnast efst á hvirflinum. Nefið beint en bar merki óhóflegrar bjórdrykkju. Varirnar voru þunnar með bláleitri slikju. Hann var nokkuð feitur en annars ekki illa á sig kominn líkamlega. Maðurinn vaknaði skömmu fyrir ellefu. Þungur umferðarniður Parísar þrengdi sér inn í eyru hans og öskrin í krökkum nágrannans gerðust æ háværari. I stutta stund lá hann og renndi augunum yfir gamalkunnugt mynstrið í flagnaðri málningunni en reis svo með erfiðismunum upp við dogg, teygði sig í bláa peysu sem lá hálf undir rúminu og klæddi sig í hana. I öðrum fötum hafði hann sofið. Svo stóð hann upp og gekk út að glugganum. Utsýnið ofan af fimmtu hæð var takmarkað vegna þéttrar rigningar svo rétt grillti í nærliggjandi blokkir. 383
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.