Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.03.2006, Blaðsíða 79

Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.03.2006, Blaðsíða 79
Fornleifafræði og lífshlaup: Tími, aldur og kyngervM Roberta Gilchrist Inngangur: hinn ósýnilegur aldur I þessari grein verður tekin til skoðunar hin aukna áhersla sem lögð hefur verið á aldur (e. age) innan kynjafomleifafræði og rannsókna á líkama manneskjunnar. um leið og kannaðar verða nýjar þekkingarlegar og túlkunarlegar víddir sem geta tengst nálguninni. Fram að þessu hafa aldursrannsóknir innan fomleifa- fræðinnar einkum beinst að bömum og bernskunni (Moore og Scott, 1997; Derevenski, 2000). Reynt hefur verið að samþætta aldur og félagslega samsemd (e. social identity) með víðtækari rann- sóknum á þessu sviði, þ.e. með því að beina athyglinni að samspilinu á milli kyngervis, félagslegrar stöðu, eþnísks uppmna (e. ethnicity) og kynferðis en þetta em allt þættir sem taka á sig birtingar- fomi í gegnum lífshlaup (e. life course) manneskjunnar (Derevenski, 1997; Gilchrist, 1999, 2000; Meskell, 1999). Síðastnefndu áherslumar eiga rætur sínar aö rekja til nýrra nálgana frá femínisma og líkamsmannfræði. auk nýlegra nálgana innan félagsfræði en þær vom reyndar fyrst kynntar til sögunnar um 1990 sem sérstakar aldursrannsóknir (e. age studies). Gmndvöllur þess að tengja kyngervi við aldur byggir á þeirri forsendu að þessir tveir þættir séu ekki einungis líffræðilegir heldur séu þeir einnig menningarlega lærðir og að sameiginlega skapi þeir mismunandi lífsreynslu karla og kvenna (bæði persónulega og/eða félagslega). Það kemur þess vegna tæpast á óvart að umræðan um þörfína fyrir aldursrann- rannsóknir skuli með sláandi hætti likjast þeirri umræðu sem fram fór á níunda áratug síðustu aldar innan fomleifa- fræðinnar um þörfina á kyngervis- rannsóknum. Það sem greinir að kvngervisrannsóknir og aldursrannsóknir er einkum þaö að aðeins kyngervis- hugtakið hefur notið pólitísks stuðnings innan fornleifafræðinnar, þrátt fyrir augljósa tengingu hugtakanna beggja við pólitíska hugtakasköpun samtímans. Femínistarbeindu gagnrv-ni sinni fírst og frcmst að fomleifafræðingum fvrir það að viðhalda kynjuðum mýtum með rannsóknum sínum þar sem ekki var gert ráð fyrir kynjabundnum mun (Conkev og Spector, 1984). Færð vom rök fyrir því að fornleifafræðingar styddust við sjálfgefnar. kynjaðar staðalímyndir við túlkanir sínar á félagslegum samskiptum til forna og að þeir viðhéldu þannig langvarandi endursköpun ákveðinna kynjahlutverka (Bertelsen, Lillehammer ogNaess, 1987). Femínísk fomleifafræði kallaði þar með eftir rannsóknum á lærðu kyngervi, sem stæði langt fyrir utan líffræðilega skilgreiningu á kvni, í þeim tilgangi að tengja sögulega og menningar- lega fjölbreytni við sköpun kyngervis. Segja má þó, að í þessa einfölduðu mynd af þeim mismunandi pólum, sem líffræði- legt kyn og menningarlegt kyngervi samanstanda af, skorti skilning á því hvemig líkami manneskjunnar sjálfrar er sögulega mótaður og að ekki sé hægt að skvnjahann án samhengis (Laqueur, 1990; Paiker, 1998). Engu að síður er það saman- 77
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands.
https://timarit.is/publication/1111

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.