Lögmannablaðið - 01.06.2004, Blaðsíða 25

Lögmannablaðið - 01.06.2004, Blaðsíða 25
25 ingar, að áfrýja máli sínu á grundvelli fjárhags- legra sjónarmiða, þ.e. ef sekt og/eða eignaupptaka nær ekki kr. 420.000? Skoðun greinarhöfundar er sú að skilyrði laga um meðferð opinberra mála séu mun strangari en mælt er fyrir um í MSE og þrengja mjög að rétti manna til að áfrýja sakamálum. Telur höfundur ennfremur að dómi í málinu, sem varð kveikjan að þessum greinarskrifum, hefði verið heimilt að áfrýja ef ákvæði laga um meðferð opinberra mála væru í samræmi við MSE. Byggir höfundur þá skoðun sína á því að varla sé hægt að telja það réttarbrot minni háttar, þar sem viðkomandi brota- maður er dæmdur til greiðslu sektar, réttinda- missis og að þola upptöku á eignum sínum. Refs- ingin á jú að endurspegla brotið. Um viðmiðun á því hvað teljast minni háttar brot telur höfundur eðlilegt að miða við brot þau sem fjallað er um í 115. gr. a. laga nr. 19/1991, en það eru brot sem varða einungis sektum að hámarki kr. 50.000. Greinarhöfundur fellst auðvitað á að einhverjar takmarkanir verða að vera á heimild manna til þess að áfrýja sakamálum til Hæstaréttar, en telur jafnframt að þær takmarkanir sem nú eru í gildi séu of viðamiklar og ekki í samræmi við 2. gr. 7. samningsviðauka MSE. Höfundur starfar sem lögmaður hjá Regula-lögmannsstofu á Egilsstöðum og var verjandi mannanna tveggja sem sakfelldir voru í málinu. L Ö G M A N N A B L A Ð I Ð Af Merði lögmanni Merði hafa um ævina oft verið gefin heilræði. Sjaldnast hefur hann þegið þessi heilræði enda er hann allt í senn klár, með mikið sjálfstraust og útskrifaðist sem þriðji efsti úr sínum árgangi í lagadeildinni. Mörður reykir enn, þótt svo að læknirinn hans hafi sagt honum fyrir 15 árum síðan að hann yrði að hætta þessu. Lækninum finnst hann líka of þungur, en í stað þess að léttast hefur Mörður bætt á sig á undanförnum árum. Hann tekur stundum „lán“ af bankareikningi stofunnar, þótt svo að endurskoðandinn hans hafi sagt honum að þetta mætti hann ekki gera og svo mætti lengi telja. Þegar Mörður útskrifaðist úr lagadeildinni á sínum tíma réði hann sig sem fulltrúa hjá Njáli Þorfinnssyni hrl., sem þá var einn af virtustu lögmönnum landsins. Hann hafði flutt mörg af merkilegri dómsmálum aldarinnar og var á því sviði goðsögn í lifanda lífi. Hann var í traustu sambandi við ráðamenn landsins sem oft leituðu til hans þegar úr vöndu var að ráða. Þá voru helstu athafnamenn með fyrirtæki sín í viðskiptum á skrifstofu Njáls. Njáll var maður samviskusamur og vann myrkranna á milli við að þjóna sínum skjólstæðingum, en er hér var komið við sögu var Njáll rúmlega fimmtugur og orðinn þreyttur á hinu mikla álagi. Hann ákvað því að ráða sér fulltrúa og var Mörður sá fyrsti sem Njáll réði til sín. Njáll var þurr á manninn í fyrstu og fannst Merði sem hann væri að mæla sig út. Annars var Mörður bara nokkuð ánægður með sjálfan sig og fjölskylda hans var líka ánægð með sinn mann. Mörður var ráðinn til þess að sinna innheimtunni fyrst og fremst, en þó var svo um samið með þeim Njáli að hann fengi önnur verkefni er fram liðu stundir. Stundum var hringt á stofuna þegar Njáll var ekki við og þá varð Mörður að hlaupa í skarðið og veita lögfræðiráðgjöf um hin ólíklegustu mál og fórst honum það vel úr hendi. Meira að segja hafði forsætisráðherra landsins

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.