Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Įlit: tķmarit löggiltra endurskošenda

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Įlit: tķmarit löggiltra endurskošenda

						Óháð og hlutlæg endurskoðun
- Alitsgerð -
Fulltrúaráð Samtaka evrópskra endurskoðenda
samþykkti álitsgerð þessa þann 27. júní 1995, en
ítalska sendinefhdin var henni mótfallin. Consigl-
io Nazionale dei Dottori Commercialisti og Con-
siglio Nazionale dei Ragioneri e Periti
Commerciali styðja það þó að álitsgerðin sé notuð
sem umræðugrundvöllur.
1. Skilgreiningar
1.1  Endurskoðandi er sérfræðingur sem starfar í al-
mannaþágu að vottfestíngu. Þetta gerir hann annað-
hvort samkvæmt lögum (lögbundin endurskoðun) eða
vegna ákveðinna samninga (samningsbundin endur-
skoðun). Þessari álitsgerð er ætlað að fjalla sérstaklega
um það hvernig endurskoðendur gæta þess best að
vera óháðir og hlutlægir í starfi.
1.2  Umfram allt er það hlutverk endurskoðenda að
leggja fram hlutlægt mat og þeir sýna best hæfni sína
til að inna það verk af hendi með því að vera óháðir og
sjálfstæðir.1 Þessi álitsgerð mun því snúast jöfnum
höndum um:
•  Sjálfstæði í reynd, sem merkir að ganga að verki
með því hugarfari að taka tillit til allra þátta sem
verkið snerta og engra annarra;
•  Sjálfstæði í ásýnd, sem merkir að endurskoðandinn
hefur ekki nein þau tengsl við verkefni eða aðila þess,
að upplýstur þriðji aðili myndi draga hlutlægni hans
í efa þess vegna.
Þegar fjallað er um sjálfstæði í landslögum og stétt-
arlegum siðareglum er það einungis sjálfstæði í ásýnd
sem tekið er á.
' Orðið „sjálfstæði" (í þeirri merkingu að vera óháður öðrum)
hefur oft valdið misskilningi í umfjöllunum um þetta emi
vegna þess að eitt og sér virðist það merkja algilt stig sem fag-
menn verða að ná. Það vekur með fólki væntingar um að
maður sem beitir faglegri dómgreind sinni skuli laus við öll
viðskiptaleg, fjárhagsleg eða önnur tengsl sem virðast gera
hann öðrum háðan. Það liggur í augum uppi að þetta er óger-
legt, því allir þegnar þjóðfélagsins eru hver öðrum háðir og
tengdir að einhverju marki, og því getur samhengislaus notk-
un orðsins „sjálfstæði" í ákvarðanatöku vakið vonir sem
ómögulegt er að uppfylla og leitt til misskilnings sem hefur
vonbrigði og gagnrýni í för með sér.
22
2. Inngangur
2.1  Hlutlægni er afar nauðsynleg öllum sem hafa
starfa af því að leggja faglegt mat. Þetta gildir sérstak-
lega um endurskoðendur, því faglegt mat þeirra hefur
iðulega áhrif á rétt ýmissa aðila.
2.2 Endurskoðendur þurfa að tryggja hlutlægni sína
og þess vegna þurfa þeir að hafa ákveðin atriði í huga
þegar þeir ígrunda að taka að sér verk sem krefjast
hlutlægs mats. Þetta á við hvort sem verið er að stofna
til nýrra skuldbindinga eða samninga eða þá að ákveða
hvort halda skuli áfram að sinna tílteknum verkum.
Aðalatriði í þessu sambandi eru eftírtalin:
•  Væntingar þeirra sem eiga beinna hagsmuna að
gæta í sambandi við verkið og hafa hag af niðurstöð-
unum samkvæmt lögum.
•  Almannahagur og tengsl hans við verkið. Hér þarf
að hafa tilskipanir og reglugerðir Evrópusam-
bandssins í huga og einnig lög og reglugerðir aðild-
arríkjanna.
•  Aðstæður við verkið. Hér er átt við aðstæður á við-
komandi endurskoðunarstofu og hjá stéttínni í heild
jafnt sem aðstæður í samfélaginu.
•  Þættir sem geta bagað hlutlægni, hvort sem þeir eru
raunverulegir eða virðast svo vegna aðstæðna.
•  Varúðarráðstafanir sem hægt er að gera til að
bregðast við áhættu.
Þessi atriði verða rædd nánar hér á eftir en þess er
vænst að leiðbeiningarnar um ráðvendni, hlutlægni og
sjálfstæði sem aðildarfélög Samtaka evrópskra endur-
skoðenda gefa félögum síhum verði sífellt endurmetn-
ar og fái þannig stöðugt meira og þyngra vægi.
Það er æskilegt að skipa áhættuþáttum í flokka
vegna þess að því betur sem endurskoðendum tekst að
koma auga á hætturnar, þeim mun betur mun þeim
ganga að meta hvort þær stefna hlutlægni þeirra í
voða, til hvaða varúðarráðstafana eigi að grípa og við
hvers konar aðstæður hugsanleg áhætta eða árekstrar
gætu orðið þess valdandi að þeim bæri að vísa verkefn-
inu frá.
					
Fela smįmyndir
Kįpa I
Kįpa I
Kįpa II
Kįpa II
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Kįpa III
Kįpa III
Kįpa IV
Kįpa IV