Íslenzka vikan á Norðurlandi - 03.04.1932, Blaðsíða 1
ISLENZKA VIKAN,
AKUREYRI.
3.-10. Apríl
Islandi til þarfa, skulnm vér allir siarfa.
1932
lslenzka vikan.
Dagana 8.—10 apríl næstkom-
andi höldum vér í fyrsta skifti
hér á landi svokallaða »íslenzka
viku«, og allstaðar verður unnið
kappsamlega að því, að gera viku
þessa sem bezt úr garði, og fyrir
þessar aðgerðir munu margar
vonir vakna um aukinn íslenzkan
iðnað í framtíðinni. Víðsvegar
um landið verða til sýnis íslenzk-
ar framleiðsluvörur, sumpart af
alíslenzkum toga spunnar, sum-
part unnar úr erlendum hráefn-
um. Hinn heppilegasti tími virð-
ist vera valinn, til þess að halda
slíka íslenzka viku. En eitt er víst
og það er það, að ef áhuginn fyrir
þessari þjóðlegu vakningu helzt
aðeins þessa einu viku ársins, þá
mun árangurinn verða lítill eða
enginn. Við skulum umfram allt
horfast í augu við raunveruleik-
an og dæma mennina eins og þeir
eru, en ekki eins og þeir ættu að
vera. Þó að maður viðurkenni
margar þjóðlegar dyggðir, þá
stoðar ekki að halda, að hægt sé
að efla íslenzkan iðnað á þessum
dyggðum einum saman. Við get-
um ekki, jafnvel þó við höldum
»islenzka viku«, allt í einu breytt
vana og smekk fólksins. Sérhver
iðnrekandi, hvort heldur hann er
stór eða lítill, verður fyrst og
fremst að spyrja sjálfan sig:
Hvaða vörur er heppilegast að
framleiða hér á landi, er hægt að
þóknast fólkinu, hvað smekk
snertir, og er hægt að framleiða
svo ódýrar vörur hér, að hægt sé
að vænta þess, að fólk venji sig
smátt og smátt til að kaupa þann
innlenda vaming, fremur en til-
svarandi erlendan. —
Við verðum að gera oss glögga
grein fyrir þessu. Islenzkur iðnað-
ur er að vísu í ýmsum greinum
til, en í smáum stíl. Markmið vort
verður því að vera að efla þessi
fyrirtæki og stofna ný smátt og
smátt, sumpart til þess að vinna
úr íslenzkum hráefnum og sum-
part úr innfluttum. Þetta er ó-
neitanlega örðugra viðfangsefni
en flestir landar gera sér grein
fyrir. Ein leiðin eru verndartoll-
ar, stærri eða minni, en þeir geta
verið eins og tvíeggjað sverð, og
þó að oft sé nauðsynlegt að grípa
til tollanna, til þess að vernda ný
eða illa stödd innlend iðnaðarfyr-
irtæki, þá eru tvær hliðar á því
máli. Til hvers væri t. d. 20%
vemdartollur, ef iðnrekandinn
stingi þessum 20% í sinn eiginn
vasa eða tollurinn væri honum til
persónulegra þæginda, því ekki
yrði varan betri eða ódýrari fyrir
það. Eg er ekki í neinum vafa um
það, að vér getum framleitt ýms-
an varning hér á landi með hagn-
aði, en eins og sakir. standa held
ég, að við yrðum að reka sem
mest sériðnað. Eg vil benda á
dæmi. Stór skógerðarverksmiðja,
er byggi til allskonar skófatnað,
held ég að væri andvana fætt fyr-
irtæki, því oss skortir fjármagn,
reynslu og söluskilyrði. Aftur á
móti myndi lítil, en góð inniskóa-
og vinnuskóa-verksmiðja geta
borið sig. Myndi hún tiltölulega
ódýr að stofnun og rekstri. Er
fram líða stundir mundi slíkum
rekstri horfast vænlega um út-
flutning, slíkt hið sama mundi
eiga sér stað um vissar tegundir
niðursoðinna vara, sútunarvara o.
s. frv. Jafnframt yrðu löggjafar
vorir að vera svo framsýnir að
leggja ekki þegar í stað allskonar
skatta á fyrirtæki, er ættu jafn
örðugt uppdráttar sem þessi, því
það er augljóst, að sérhvert iðn-
fyrirtæki þarf á allálitlegu rekst-
ursfé að halda, sumpart til launa,
sumpart til innkaupa á hrávörum,
nauðsynlegrar afskriftar af vél-
um og byggingum, gjaldsfrests o,
s. frv. Og til þess að verða fjár-
hagslega sjálfstæð verður stofn-
unin að safna höfuðstól. Hamli
þessu skammsýn »politik«, þá
mun iðnreksturinn óhjákvæmi-
lega verða gjaldþrota við fyrsta
andblástur, til stór tjóns, ekki að-
eins fyrir hluthafana, heldur og
verkamennina, sveitarfélagið og
að síðustu fyrir ríkið.
Fyrsta skilyrðið fyrir því, að
iðnaðarfyrirtæki geti þrifist eins
og vera ber, er dugleg stjóm og
fyrsta flokks fagmenn. Það nægir
ekki að senda mann til útlanda til
nokkurra mánaða dvalar og að
hann haldi svo, að hann hafi lært
nóg og þurfi ekki að læra meira.
Minnist þess, að erlendis er hverj-
um ungum manni gert að skyldu,
jafnvel almennum iðnaðarsveini,
að vera 4 ár við nám. Að þeim
tíma liðnum er hann útlærður þ.
e. a. s. hann hefir fengið undir-
stöðumenntun og reynslu í fagi
sínu, en eftir það leitar hann
frekari þroska í öðrum stofnun-
um eða fer utan nokkur ár til
frekara náms.
Samkeppnin víð vel skipulagð-
ar erlendar verksmiðjur er mikil,
einkum ef litið er á það, að vér
höfum yfir litlu fé að ráða og
mörgum mun virðast svo slæmir
tímar, að ekki sé hagnaðarvon að
stofna ný fyrirtæki er séu fjár-
frek. En aldrei er árferðið þó svo
slæmt, að vér af þeim ástæðum
höfum leyfi til að láta hendur í
skaut falla og bíða þess að
steiktar dúfur komi fljúgandi að
vitum vorum. Því svo er eigi. Þó
að árferðið sé nú slæmt, þá höfum
við einmitt nægan tíma til þess að
undirbúa okkur undir góðu árin,
sem við öll vonum, að komi, og
umfram allt þurfum vér nú að
standa saman. Ef þetta litla þjóð-
félag ætlar að búa við stöðuga
sundrung í stað þess að vinna
saman án tortryggni og öfundar,
þá munum vér skaða oss meira en
flesta grunar. Það er hlægilegt, ef
að landbóndi getur eigi stutt fyr-
irtæki, bara vegna þess að það er
rekið af og í höndum kaupstaðar-
búa eða hið gagnstæða. Hið sama
gildir að sjálfsögðu einnig um all-
ar aðrar stéttir þjóðfélagsins.
Ekkert iðnaðarfyrirtæki má telja
sig ánægt með það, sem það hefir
náð, heldur stöðugt leitast við að
bæta vörur sínar, gera þær fall-
egri, haldbetri og ódýrari, og allir
sem að því vinna, verða að kosta
kapps um að ná hinum bezta ár-
angri og ef til vill á einn eður
annan hátt að verða hluthafar í
fyrirtækinu.
Undirbúningurinn undir þessa
fyrstu »íslenzku viku« hefir sjálf-
sagt, einkum að því er sveitimar
snertir, verið of stuttur, til þess
að allt gæti verið sem fullkomn-
ast. En áhuginn mun aukast og
þegar á næsta ári munu sýning-
arnar verða fjölbreyttari. Það er
vafasamt, hvort þessi tími árs sé
heppilegast valinn til slíkra sýn-
inga fyrir héruðin utan Reykja-
víkur, sumpart vegna slæmra
sambanda og sumpart vegna
hinnar stöðugu íshættu, að
minnsta kosti að því er Norður-
land snertir, en um þetta má
deila. —
Það er mjög eðlilegt að vér Ak-
ureyringar að sjálfsögðu óskum
þess að sem flestar verksmiðjur
verði stofnsettar hér, en þá ríður
einnig á að vér stöndum saman
og séum samhentir án tillits til
stjórnmálaskoðana. —
Verði þá þessi fyrsta »íslenzka
vika« til þess að vekja okkur til
dáða og athafna, og hvatning til
samstarfs. Þá er hin fyrsta
trausta undirstaða lögð fyrir
sjálfstæði íslenzku þjóðarinnar,
ekki aðeins stjórnmálalega, held-
ur og fjárhagslega.
r B. R.
Oft er þörf,
en nú er nauðsyn
Iað landsmenn standi fast saman
og styðji hið eina innlenda
BIMSKIPAFÉLAG,
með því að láta það sitja fyrir
öllum fólks- og vöruflutningum.
íslendingar!
IGætið þess, að hver sá eyrir, er
þér greiðið í fargjöld og farm-
gjöld til erlendra skipafélaga,
hverfur burtu úr Iandinu.
Gleymið
Iþví ekki að stuðla að aukinni at-
vinnu og velmegun í landinu,
með því að skifta við
Eimskipafélag íslands.