Íslenzka vikan á Norðurlandi - 03.04.1932, Blaðsíða 7

Íslenzka vikan á Norðurlandi - 03.04.1932, Blaðsíða 7
fSLENZKA VTKAN, Akureyri 7 A THUGIÐ. Skósmíðaverkstæði mitt í Strandgötu 15 Akureyri, sími 231, hefur jafnan fyrirliggjandi úrval af íslenzkum leðurskófatnaði, bússum, sjóstígvjelum, landstígvjelum og verkamannaskóm. Vör- urnar sendar um land alt gegn eftirkröfu. Sólningar og aðrar skóviðgerðir framkvæmdar. Efni það vandaðasta, sem völ er á, vinna og frágangur margviðurkent, verðið hvergi sanngjarnara. Virðingarfyllst. Framleiðir allskonar brauð og kökur úr fyrsta flokks efni. Ætíð fyrirliggjandi hart brauð, sem selt er til kaupmanna og kaupfélaga á lægsta heildsöluverði. T réskurðarverkstæði mitt útvegar ætíð allt, sem tilheyrir íslenzkri tré- skurðarlist. Allskonar útskurður á húsgögn, tæki- færisgjafir eftir pöntunum og vild fólksins. Einnig prentmót (Clicher), skorin í linoleumdúk og stimpla af gúmmí. Teikna og stækka allskonar sauma- munstur og stafi. —Framleiði í stórum stíl barna- leikföng og ættu kaupmenn og kaupfélög að kynna sér verð og vörur hjá mér, áður en þér gerið inn- kaup annarsstaðar, Geir G. Þormar, myndskeri, Akureyrh gistið á Goðafoss, Akureyri. Fyrsta flokks gisting og fæði, verð yfir lengri tíma eftir samkomulagi. JÓNINNA SIOURÐARDÓTTIR. Kennsluadferð kreppunnar. Vart mun leika á tveim tung- um, að oss íslendingum sé að því vansæmd eigi all-lítil, að vér kunnum eigi að búa á svo góðu landi, sem ísland fyrir margra hluta sakir verður að teljast. Því er þó svo farið, að hvenær er syrta tekur í álinn og bregður góðærum um sölu afurða og markaði, — þótt gnótt sé afla- fanga til lands og sjávar — að vér hljótum að kvíða efnalegum hrakförum og bónbjargakjörum, ef ekki fullu hallæri og hungurs- neyð. Er þetta þeim mun verra sem vér erum færri um að deila tiltölulega stærri verði en aðrar þjóðir, þar sem eru fiskimið vor, gróðrarmold landsins og orkuver. Fróðum mönnum kemur saman um, að hér gætu miljónir manna lifað góðu lífi og í velsæld, ef vér kynnum til hlítar að hagnýta oss gæði lands og sjávar. Þó virðist, eins og nú horfir málum, ekkert olbogarúm fyrir þær fáu hræður, er hér eiga heima, svo mjög stjaka landsmenn nú hver við öðrum og bítast um beinin. Það skortir þó ekki á, að vér öflum nægilegra fanga og fram- leiðum nógu mikið, á meðan markaðir þrengjast óðum erlend- is, heldur hitt að nota afla vorn sjálfir og gera hann markaðshæf- an innanlands og utan. Oss fer á margan hátt svipað villimönnum, er þeir selja sléttum býtum gim- steina, dýrar perlur og góðmálma fyrir glertölur og glingurmuni. Vér sendum hrávöru vora alla, eða að mestu, óunna úr landi gegn reyfarakaupi erlendra kaup- héðna, en erum ginkeyptir að hirða hana aftur,eða annað verra, fyrir dýra dóma, þegar búið er að hlaða á hana erlendum vöru- merkjum og varningsskrumi. Þetta geri'st í þann tíma, er þús- undir manna í landinu sjálfu ganga atvinnulausar, með hendur í vösum, sökum verkefnaskorts heima fyrir. Þetta er saga ullar vorrar og á kaffipökkunum tryggir ykkur vörugæðin. Kaffibnsla Akureyrar. Sími 154. Símn.: Valur, skinnavöru, og að nokkru leyti fiskjarins, kjötsins og mjólkur- innar, þar eð stórfé er árlega flutt úr landi fyrir ullar-, bómull- ar- og silkivaming, skinnkápur, hanzka og loðvöm, og jafnvel fyr- ir kryddað og niðursoðið smá- fiski, kjöt og mjólk. Gegnir furðu, að allir landsmenn skuli' ekki hafa opin augu fyrir því, sem er að gerast, er menn þurfa t. d. að gjalda allt að því jafnmikið verð fyrir miðlungsstóra niðursuðudós með kjöti eða fiskmeti eins og Svíum eða öðrum viðskiftavinum vorum þóknast að greiða sjó- mönnum íslenzkum fyrir innihald hverrar síldartunnu. Mætti svo lengi telja og sízt frækilegar. Allri orku landsmanna virðist slitið í mannskemmandi og til- gangslítilli togstreitu um völd og þær fáu krónur, er drjúpa árlega í ríkisfjárhirzluna. Sparsemi og hagsýni er nauðsyn þjóðarbúinu, en þó færi það jafnan mjög á sama veg, hvort þess er gætt eða Hann: Hvar eigum við hringana, hjartað mitt, að fá ? Hún: Hjá Guðjóni gullsmið, en gakktu ekki hornið á. Ýmiskonar burstar, körfur, brúðu- vagnar og hjólbörur, er selt í Körfugerðinni, Bankastræti 10, Reykjavík. Styðjið blinda til starfa. ekki, á meðan þjóðin sjálf hefir allt í sukki og lifir í eftiröpun er- lendrar tízku á alla lund. Kreppan er strangur lærifaðir, en nauðsynlegur, og gæti tilsögn hennar reynst oss heilladrjúg, ef vér reynumst ekki tornæm með afbrigðum. Mun enn fara á sama veg og áður, að »neyðin kennir naktri konu að spinna«. Það mun skrumlaust að lands- mönnum mun hugarhaldið um ný- fengið sjálfstæði og heimastjóm. En sjálfstæði vort er í hættu statt og senn örþrota, ef fjárplógsmenn erlendir ná tangarhaldi á oss, vegna sleifarlags á innlendum fjárreiðum. Þjóðmálamenn vorir eiga þar ekki einir alla sök og á- byrgð, heldur þjóðin öll, sem ekki hefir vakað »á fleti fyrir«, en leikið gálauslega að verðmætum þeim, er ausið hefir verið úr djúpi hafs og skauti gróðurmold- ar íslenzkrar í undanfömu góð- æri. Það er því skylda hvers góðs drengs að bregðast vel við hverju því máli, er stefnir til aukinnar þjóðmenningar um þessi efni, svo að takast megi þjóðinni að rísa skírari úr deiglu kreppunnar um það lýkur. »íslenzka vikan« má ekki verða auglýsing einvörðungu, né aukinn mannfagnaður og tilbrigði fyrir bæjarbúa, heldur heróp og lög- eggjan til þjóðarinnar að skjóta ekki skollaeyrum við þjóðemis- málunum sem hégóma einum, heldur láti hún sér skiljast, að hér er ekki aðeins um nauðsyn að ræða, heldur lífsnauðsyn. Oss hefir jafnan skilist að »blóðugt es hjarta þeims biðja skal sér í mál hvert matar«, og oss mun enn skiljast, að virðing og heill íslenzku þjóðarinnar er undir því komin, að vér þurfum eigi, hvenær sem allt leikur eigi í lyndi, að ganga fyrir hvers manns kné og biðja ráða og ásjár, á með- an vér getum tekið öll gæði þessa heims, þau er vér komust ekki af án, undir sjálfum oss. Um íslend- inga skal aldrei kveðið verða, svo sem Heine kvað forðum um önnur efni: »Eg er í hug sem asninn frægi, sem inni’ í flekk úr sulti lézt, því hann gat aldrei úr því skorið, hver útheystuggan mundi bezt«. Jóhann Frímann. Kexgerðin „GEYSIR,“ HAFNARFIRÐI, er ein starfandi, mér vitanlega, að nýtízku kökugerð, hér á landi. — Umboðsmaður á Norðurlandi, EGGERT STEFÁNSSON, Brekkugötu 12, Akureyri, Kristján Aðalsteinsson, húsgagnasmiður, Akureyri. Allskonar húsgögn máluð, bónuð, póleruð.

x

Íslenzka vikan á Norðurlandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslenzka vikan á Norðurlandi
https://timarit.is/publication/1469

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.