Íslenzka vikan á Norðurlandi - 03.04.1932, Blaðsíða 6

Íslenzka vikan á Norðurlandi - 03.04.1932, Blaðsíða 6
6 ÍSLENZKA VIKAN, Akureyri er bezti KAFFIBÆTIR- INN sem búinn er til á Islandi, framleiddur á Akureyri, er seldur hjá kaupmönnum og kaup- félögum. Pantið í síma 41 á Akureyri og síma 1144 í Reykjavík. Hefi fyrirliggjandi: IAktygi, hnakka, beisli, hnakktöskur, bakpoka, skjalatöskur, skólatöskur, skátabelti, glímubelti, merkispjöld. SÍMI 122. AKURBYRI. PÓSTHÓLF 122. Halldór Halldórsson, söðlasmíður. Crésmíðao/nnusfo/a undirritaðs viö Glerárgötu Akureyri, sími 104, smíðar eftir pöntunum hurðir úr furu, tek og orgeonpine, einnig glugga, karma, stiga, siiga- handrið úr furu, birki og brenni, skápa og fleira til húsbygginga. Framkvæmir allskonar rennismíð- ar, býr til fœiur á húsgögn, gardinustangahringi og húna, aska, bauka, sköft, stigasúlur, stigapila, borðsúlur o. fl. o. fl. Kerrur, vagnar og vagn- hjól smíðað og viðgert. Líkkistur smíðaðar eftir pöntunum. — Vörurnar afgreiddar með litlum fyrirvara, áherzla íögð á vandaða vinnu og gott efni, verðið sanngjarnt. Virðingarfyllst. BGGERT GUÐMUNDSSON, TRKSMÍÐAMEISTARI. Iðja °g iðnaður. Til skamms tíma hafa menn hér á landi ekki kunnað skil á iðju og iðnaði, þar sem iðjustarf- semin hefir lengst af verið í svo smáum stíl, að ekki hefur verið gerður greinarmunur á henni og iðnaðarstarfi. En nú er algengt að kalla iðnað aðeins það, sem handiðnir heita, þ. e. það, sem unnið er aðallega með handverk- færum og sérstaka kunnáttu þarf til að gera. — Iðja er aftur á móti sú iðnaðarstarfsemi, sem að- allega notar vélar til framleiðsl- unnar. Það er fyrst hin síðustu árin sem hennar gætir að nokkru í landinu og fer hún vaxandi með ári hverju, þrátt fyrir margskon- ar erfiðleika og skilningsleysi valdhafanna • á nauðsyn hennar. Verkefni eru nóg og eiga fyrir höndum að fjölga, einkum er mikið ógert í því, að nota innlend iðnaðarhráefni betur en gert hef- ir verið. Iðju- og iðnaðarstarfsemi okkar er orðin all-fjölbreytt þó hún sé í smáum stíl. Tvær klæðaverk- smiðjur eru í landinu, sem búa til allskyns dúka, er standa útlend- um dúkum, af svipaðri gerð, i engu að baki. Smjörlíkisiðnaður er orðinn mikill í landinu, eru 7 smjörlíkisverksmiðjur starfandi, og er framleiðsla þeirra fyllilega eins góð og útlendra verksmiðja. Hér eru niðursuðuverksmiðjur, sem framleiða góða vöru, en þó er langt frá því að sú iðja sé eins víðtæk og vera ætti, því til henn- ar eru hér ágæt skilyrði. Talsvert er framleitt af efnagerðarvörum i landinu. — Húfur og hattar, föt og fótbúnaður fæst hér af nýjustu tísku. Málmur allskonar er hér smíðaður og af ýmiskonar gerð, og jafnvel nýjar vélar gerðar í sumum vélsmiðjum landsins. Hús og húsgögn eru hér gerð ekki síð- ur en í öðrum löndum, af hálfu iðnaðarmanna vorra. Ljósmynda- gerð, sjóklæðagerð, netagerð, skipasmíði, körfugerð, ostagerð, eru iðnaðargreinar, sem hér eru unnar og oss að engu til minnk- unnar. Fleira mætti sjálfsagt telja fram af innlendum iðnaðar- vörum, sem samanburð þyldu við samskonar útlendar vörur, en til þess brestur mig kunnugleika. Að iðnaðarvörur eru ekki gerð- ar hér í stórum stíl og jafn ódýr- ar og stundum er hægt að fá þær frá útlöndum, stafar af því, að í flestum greinum eru kaupendur of fáir til þess að vogandi sé, eins og enn til hagar, að setja af stað stórrekstur í þessu efni. En þess ber að gæta, að oftast mun inn- flutta, ódýra varan vera óvand- aðri að frágangi og gerð en inn- lenda varan, en því miður hefir þjóðin ekki gætt þess oft og tíðum og fyrir það hefir innlendur iðn- aður orðið að líða. Og því aðeins getur innlendur iðnaður magnast, að þjóðin sé vakandi fyrir þýðingu hans, styðji hann með því að kaupa hann og knýji löggjafarvaldið til þess að veita honum vernd og stuðning gagnvart útlendum keppinautum. »íslenzka vikan« ætti að vera upphaf nýs tímabils í sögu þjóð- arinnar. Hún á að færa þjóðinni heim sanninn um það, að hún á að búa að sínu og að hún getur það. Eflum innlenda framleiðslu, kaupum íslenzkar vörur, og vel- megun þjóðarinnar eykst. Minn- umst jafnan orða Vestur-íslend- ings, að »sú króna, sem fer út úr landinu, er kvödd í síðasta sinn«. G. T. J. Til þjóðþrifa skal hver þegn lifa. JÁRNRÚM MEÐ FJAÐRABOTNUM FYRIR sjúkrahús, skóla, gistihús, heimahús. Nýjar gerðir verða til sýnis innan skamms. Hefi meðal annars smíðað rúm fyrir: Sjúkrahúsið á Akureyri, Menntaskólann á Akureyri, Hótel Gullfoss Akureyri, Sjúkrahúsið á Siglufirði, Hótel Goðafoss Akureyri, Heilsuhælið í Kristnesi. Einnig fyrir Kvennaskólann á Blönduósi og Laugaskólann. Ýmsar gerðir * i hvítum, svört- um og brún- um lit. Þar að auki rúm til margra heimila. Sérstaka fjaðrabotna í ramma, mr ALLT INNLEND YINNA. fárnsmiðaverkstœði Steindórs fóhannessonar. Sími 152. jHkuxeyxi. Pósthólf 12. Samuel Kristbjarnarson - rafvirki - Akureyri. Sími 258. Tekur að sér innlagningu rafmagns. Hefir allt efni þar tilheyrandi, ennfremur suðu- og hitunartæki. Útvega og set upp allskonar vélar fyrir rafmagn, einnig mjög ódýrar rafstöðvar af ýmsum stærðum. Fyrir bændur og aðra sem ekki hafa hentugt vatnsafl, er þetta það bezta sem völ er á. Leitið upplýsinga. Biðjið um tilboð. Gott efni. Vönduð vinna. Ql . mín selur íslenzka inni- OKOVerZlUn skó, leikfimisskó, skó- • o 00 svertu, skógulu, skóbrúnu, lakkdburð, leðurfeiti, gólfbón o. fl. — Skóvinnusto/an gerir við allan skófatnað úr leðri og gummi, hefir fyrirliggjandi 0) í leður-sjóstígvél. Islenzk vinna. Gjörið svo E vel að senda skófatnað ykkar til viðgerðar d skó- vinnustofu mína, Hafnarstrœti 79, Akureyri. 00 (0 Sendi allar skóvörur i pósti út um land, ef óskað er, gegn póstkröfu. o « M. H. LYNGDAL. Góð afgreiðsla. Sanngjarnt verð.

x

Íslenzka vikan á Norðurlandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslenzka vikan á Norðurlandi
https://timarit.is/publication/1469

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.