Heimar - 01.02.1935, Blaðsíða 1

Heimar - 01.02.1935, Blaðsíða 1
Vesfmannaeyjum L februar 1935. f • i Heimar. Fari svo ölíklega að blað þelta borgi kostoað- inn við útgáfn þess er ætlun mín að það komi aftur einusinni eða tvisvar á þessu ári. Verður fvrst og fremst seilst eftir efni úr Vestmannaeyj- um sjálfum þess eðlis, sem því er ætlað að flytja. Mun nóg til ef menn vilja segja frá. Þá langar mig einnig til þess að láta menn lesa örlítið brot af allri þe.irri sannanafúlgu, sem e.i að hrúgast upp — einkum á Englandi ■— fyrir framhaldslífi manna og fá einhverja nasasjón af sálrænni þekkingu. En eins og öllum er kunnugt hafa blöðin annað „þarfara" að flytja en þessa þekking. Er það þó margra mal að fá eða engin þokking sé nauðsynlegri. Verður hér að vísu lítið um bætt með þessu. En viljann til þess langar mig að sýna. Þegar Hannes hrapaðL Mörgum hér er af frásögn eitthvað kunnur atbuiður sá, er kom fyrir Hannes Jónsson „lóðs“ í Vesturhúsum í æsku, er hann hrapaði í Bjarnar- ey og bjargaðist á óskiljanlegan hátt. Enda þótt skrifað hafi verið um þetfa í æfiágripi þeirra hjóna í blaðinu „Ægi“ (okt. nóv. 1921), þá er nú bæði svo langt um liðið að margir hér munu ekki hafa lesið það, og svo ætla ég að bæta við það nokkr- um orðum sem tilraun til skýringar á þessu, sem gerðist. Bað verður vitanlega aldrei annað en til- raun og getgátur, því að þekking vor nú á slíkum hlutum eða svjpuðum er af ákaflega skornum skamti. Ég leýfr mér að taka fyrst upp oiðrétta frá- sögnina eins og hún er í „Ægi“. „Begar Hannes var 13 ára gamall var hann eitt sinn sem oftar við lundaveiði í Bjamarey. f*á var lundi veiddur í net, en nú nota menn háf. Gekk hann þá eitthvert sinn einsamall fram á fjallsbrúnina með um 15 faðma langt net á hand- leggnum í leit eftir íundaholum. En þá vatð hon- um fótaskortur og valt hann þá fyrst í brattri brekku og steyptist svo ofan fyrir. Vissi hann þá eigi af sér fyr en hann hókk í lausu lofti með höfuðið niður og annan fótinn fastan í netinu er hafði í fallinu fest sig á bergsnös nokkru ofar, Var hann úr öklaliðnum á þeim fætinum er t hékk. tsamt tókst honum að ná höridum í netið og rétta sig við. í þeim sveiflum hrökk aítur í liðinn. En óhægur var honum fóturinn eigi að síður. Skömmu ofar en hann hékk var sillanokk- ur í bjarginu og náði hann þangað með því að lesa sig upp eftir netinu, en þaðan virtist ókleift á alla vegu — standtierg og þó heldur fram yfir sig viðast hvar. Að kalla á hjálp var árangurslaust

x

Heimar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimar
https://timarit.is/publication/1704

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.