Heimar - 01.02.1935, Blaðsíða 9

Heimar - 01.02.1935, Blaðsíða 9
H E I M A R ég ætla nú að segja frá, bjó á Söndum ekkja frú Guðrún prests Norðdal, með þremur sonum sínum af siðara hjónabandi. Þeim Lofti bónda á Strönd í Meðallandi, Jóhanneai bónda á Herjólfsstöðum og Eggert ljósmyndara. Þessi öll voru kunningjar mínir og ég þeim allmikið handgenginn, en þó vorum við Eegert mest samrýmdir og var kunnugleiki okkar orðinn að vinskap. Það mun hafa verið á jólaföstu árið 1906, að mig minnir, að enskur togari strandaði aust- ur við Öræfi og fluttu öræfiugar mannskapinn af honum landveg til Reykjavíkur. Foringi fararinnar rninnir mig að héti Björn og mun vera sá sami er hrapaði í póstferð ofan í Breiðamerkul til dauðs, fyrir fáum árum. — Þegar strandflutningsmenn þessir fóru heimleiðís, komu þeir að Söndum. Var nra það leiti frost mikil og hörkur og Kúðafljót að verða með öllu ófært yfirferðar, og allmikið byrjað að leysa á það ís, og urðu ferðamenn- irnir, að vera þar teptir, að mig minnir 2 sól- arhringa. Ég held það hafl verið 12. janúar, að morgni dags í björtu og köldú veðri, að Björn lagði með farangur sinn á Kúðafljót, sem þá var orðið með samfeldum is. Hann fór með bræðurna á Strönd þrjá sér til fylgdar, en þegar ís er veikur (ótraustur) er venja að fara dreift með hesta, svo að minni þungi komi á einn stað og svo var í þetta sinn. Þeir lentu síðast út á ísinn Björn og Eggert, og er þeir voru komnir miðs vegar út á höfuöálinn, (sem þá rann fram með túninu á Söndum að austan) brast ísinn undan hesti með kofortum, og féll hann i Vökina, sem vatnið með ólgandi straumi flæddi upp úr allt um kring. En fyrir undra- vert snarræði og karlmensku tókst þeim Birni og Eggert að ná hestinum með áhöfn upp á ísinn, en um leið misti Eggert jafnvægi og féll i vökina, en straumiðan kastaði honum þegar undir ísinn. Lét hann þar lífið. Menn hugðu að lík Eggerts mundi ber- ast með straumnum til sjávar, og var því leit- að daglega með sjónum sitt hvorumegin fljóts- ins, en án árangurs. Tveim dögum eftir að slysið vildi til, dreyrndi mig að Eggert kom til mín, og er hann hugði til beimferðar, þóttíst ég rlða á veg með honum, eins og ég hafði oft áður gjört. Þegar skamt var eftir vegar heim að Söndum, þóttist ég ætla að snúa við, en þá þykir mér hann biðja mig að koma nokkuð leugra, í svonefndan „Bæjarhólma", og þykist ég gjöra það. En þegar víð erum komnir heim að túni þykist ég aftaka að fara lengra, (mér þykir vera auð jörð). Þá þykir rnér hann segja við mig í bænarrómi: „Jú, komdu og sjáðu hvar ég bý“. Ég játti því. Þá þótti mér hann fara með mig fram bakkan á Fljót- inu, suðaustan við bæinn á Söndum. Þar statis- ar hann og bendir mér á lægð á bakkanum og segir: „Hérna bý ég nú“. Ég tók eftir því i draumnum, að vatnið hafði nýlega sorfið allstórt vik inní bakkann á móts við lægðina. Ég sá ekkert íþessaii lægð, er hann benti mér á í draumnum og man ekki til að draumurinn væri lengri, en ekki vissi óg í draumnum að Eggert væri dáinn. Nú leið langur tími, sem ekki leysti ísa og ekki fanst Eggert og var þó haldið áfram leit. Svo kom að því sem oftar, að ég ætlaði að fara til sjávar og leita, og var þá búið að vera þíðviðri í nokkra daga. Þá dreymir mig Eggert um nóttina, að hann er staddur hjá mér og er að fara. Við tölum8t þó ekki við. Hann kveður mig inni- lega og segir: „Nú verður langt þar til við híttumst“. Fór ég svo árla morguns á stað í leitina, en komst ekki langt, því þá hitti ég Jóhannes bróður Eggerts, en sagði hann mér að kveldið fyrir hefði Eggert fundist, nákvæmileca á sama stað og hann sagði mér bústað sinn í fyrri draumnum. Ég skyldi ekki bendingu hans þá, en ég skoðaði staðinn þegar ég fylgdi honum til grafar, og varð undrandi hvað allt var þar

x

Heimar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimar
https://timarit.is/publication/1704

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.