Vísir

Dagsetning
  • fyrri mánuðurnóvember 1957næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    272829303112
    3456789
    10111213141516
    17181920212223
    24252627282930
    1234567

Vísir - 29.11.1957, Blaðsíða 1

Vísir - 29.11.1957, Blaðsíða 1
12 siiisr 12 síður 47. árg. Elásvssl s verbéð vi» Heykjavik&iE'höfn. T|óa varB allmikil, eieikum á veiðarfærum. S<’ckkviliðið í Reykjavík var flvívegis kvaít á vettvang í gærkveldi og að minnsta kosti í einu tilfellanna hlauzt af verulegt tjón. Fyrsta útkall'ið var á 8. tím- enum í gærltveldi að Miðtúni 36 vegna elds í miðstöðvar- klefa. Þegar slökkviliðið kom á staðinn logaði eldur í olíu á gólfi og tókst strax að slökkva, en talsverðar skemmd'ir höfðu þá orðið í húsinu af völdum reyks. Nokkrum mínútum síðar var toeðið um aðstoð slökkviliðsins á gatnamót Höfðatúns og Skúla- götu, en þar höfðu krakkar dregið saman alls konar rusl og síðan kveikt í. Tjón varð ekk- ert. Aðal eldtjónið varð í verbúð, sem Reykjavíkurbær á rétt fyr- ir ofan Verbúðabryggjuna við Tryggvagötu, en þar hefur m.b. Arnfirðingur bækistöð sína og veiðarfærageymslu. Slökkviliðið var kvatt þang- að um miðnæturleytið í nótt og er á staðínn kom lagði mikinn GaiSbrd spáð sigri. GaiIIard hefur farið fram á traustsyfirlýsingar við tvennar atkvæðagreiðslur, sem fram fara í dag, varðandi vopnasölu og AI- sírmálin o. fl. Hann mun gera þinginu grein fyrir viðræðunum við Macmill- an. Gailliard hefur þegar sagt, að Macmillan hafi í engu dregið í efa fullan rétt Frakka í Alsir. Fréttamenn telja yfirleitt horf- urnar þær, að Gaillard haldi velli — íhaldsmenn séu ánægðir að vísu með Alsírfrumvarpið, en fáir þori að hætta á, að Frakk- land verði stjórnlaust aftur ■— nú sé of mikið i húfi. reyk úr risi verbúðarinnar og nokkru síðar gaus upp eldur í veiðarfærakös, sem geymd var þar uppi á loftinu. Tók það slökkviliðið um klukkustund að kæfa eldinn að fullu og g'anga þannig frá að ekki væri um frekari eldhættu að ræða. Tjón var talið ailmik- ið, bæði á veiðarfærum og ver- búðinni, einkum þakinu. Norskir togarar öfluðu veí. Frá fréttaritara Vísis. Osló í nóvember. Hvað afla snertir, var útgerð norskra botnvörpunga liagstæð árið 1956, en efnahagsafkoman var ekki nema miðlungi góð, seg- h- í skýrslu fiskimálaráðuneytis- ins norska. Fjárhagsafkoma útgerðarfé- laganna var mun verri, en árið áður þó að aflinn v'æri meiri. Á- stæðan fyrir því var sú að verð- fall var á fiski, en útgerðarkostn aður hækkaði talsvert. Meðalhásetahlutur á togara var 16 þúsund norskar krónur yfir árið, en á 3 togurum var hlut urinn 20 þúsund norskar krónur og á hæsta skipinu var hann 21 þús. kr., eða sem svarar rúmum 48 þús. ísl. krónum. 10. hver Evrópu- maður Frakki! Frakkar eru nú orðnir samtals 44 núlljónir — náðu þeirri tölu í október. Er þetta samkvæmt upplýs- ingu hagstofunnar frönsku, sem bætir því við, að nú sé Frakkar orðnir svo margir, að tíundi hver Evrópubúi sé franskur. Ibúar Rússlands eru ekki taldir með. Frattco sendir lilsauka til spænska Marokkos. UppreistarfiSratfin hófst þar fyrir nokkrum dögum. Seinustu fregnir frá Madrid herma, að 18 spænskir hermenn hafi fallið eða sé saknað. Um 50 hafa særzt. Þá segir, að flugvélar og her- skip hafi veitt landhersveitum aðstoð gegn uppreistarmönn- um. Liðsauki hefur verið sendur frá Spáni. Ríkisarfinn £ Marokko segir, að spænskum flugvélum, sem flugu inn yfir Marokko, hafi . verið snúið við. Hann skoraði á I Franco að leysa vandamálin frið- samlega. Uppreistarmenn hafa náð á sitt vald herstöðvum við Ifni og mun aðallega hafa verið barizt um 20 km. þar fyrir austan. Erlendir fréttaritarar segja, að áframhald sé á liðflutningum frá Spáni. Bendi það til, að Fi’an- co vilji treysta áðstöðu Spánar áður en reynt verður að leysa málin með samkomulagi. Föstudaginn 29. nóvember 1957 281. tbl. Eldsumbrot í Etau. Fregnir iiafa borizt um elds- umbrot í Etnu. Hraunleðja er byrjuð að vella úr gígnum, en sérfræðingar telja ekki, að á byggðum svæðum þurfi að óttast afleiðingar elds- umbrotanna. er at Karii prinsi í Svíþjóð, sem flækzt hefur inn í fjárglæframál. Myndin er tekin í Ráðhúsinu í Osló, Með honum á myndinni er kona hans, og frk. Stephens, sem cr ein aðal- persóna í „Huseby-hneykslinu“. Eisenhower mun hvílast á Gettysburg-býli sínu. Gegnír forsetastörfum áfram og fer tii Parísar. Eisenhower forseti fer að lík- indum t£l búgarðs síns við Get- tysburg, sér til livíldar og hressingar, án þcss að láta af forseíastarfinu. Ákvörðun um Gettysborgardvölina verður tekin í dag. Allar líkur eru nú fyrir, að forsetinn fari á Parísarfundinn, svo fremi að ekki verði um néinn afturkipp að ræða, en bati hans er miklu skjótari en menn gátu gert sér vonir um. Tekið er fram, að Eisenhower muni taka lckaákvörðun í þessu að ráði lækna sinna. Hann tók þátt í uppskeruhátíð í gær. Fari Eisenhower ekki fer Nixon varaforseti í hans stað. Ýmsar raddir heyrast nú um það í Bandaríkjunum, jafnvel í flokki republikana, að Eisen- hower ætti að fara að draga sig í hlé, þótt veik'indin reynist ekki eins alvarleg og menn ótt- uðust. Republikanar virðast ekki vilja búa ýið kvíða. um það áfram, að forsetinn veikist aftur. Að undanförnu hefur staðið mikill styrr í flokki repu blikana um væntanlegt forseta- efni í næstu forsetakosningum og mun svo verða áfram, þar til lokaákvörðun verður tekin á flokksþ'ingi að venju. Forseta- kosningarnar eru að vísu langt undan, en slík átök sem þessi byrja jafnan löngu fyrir kosn- ingar í Bandaríkjunum. Tæki Nixon við forsetastöi’f- um innan tíð.ar — og reyndist góður forseti, mundi það styrkja repubíikana stórlega í næstu forsetakosningum, en Nixon mundi þá að öllum líkindum verða fyrir valinu. Kishi heimsækir Ástralíu. Kishi forsætisráðherra Japans kom í opinbera heimsókn til Ástralíu. Menzies forsætisráðherra og viðskiptamálaráðherrann tóku á móti honum og hermenn stóöu heiðursvörð. Kishi flutti ræðu og harmaði allt, sem Japanar gerðu í styrj- öldinni gagnvart Ástralíu, og óskaði góðrar, friðsalegrar sam- búðar í styrjöldinni. A'Ukakosning i BrefBandi. Brezki íhaldsflokkurinn sigr- aði í aukakosningu, sem fram fór í gær.í Suðaustur-Leieester. Sigraði frambjóðandi þeirra með 6482 atkvæða meiri hluta, en í almennu þingkosningunum seinustu sigruðu íhaldsmenn með næstum 11.500 atkv. meiri- hluta. \\ i BCreml úi af fyigisleysi í ieppB'ikjunum. Bevan, brezki verkalýðsleið- toginn, liefur birt grein, þar sem hann lýsir vonbrigðum rúss- neskra leiðtoga, yfir að fólk í fylgiríkjumim hefir ekki unnizt til fylgis við stefnu Ráðstjórnar- ríkjanna. Það eru fylgiríkin við austur- mörk Ráðstjórnarríkjanna, sem hér er um að ræða. Bevan telur, að Rússar muni ekki flytja herlið sitt frá þessum löndum, nema hliðstæður flutn- ingur eigi sér stað frá Vestur- Evrópulöndum. Akurey með bilaða véL Frá fréttai’itara Vísis. Akranesi í morgun. Togarinn Akurey kom til Þing- eyrar á miðvikudag með bilaða vél. Gufuketill aflvélarinnar hafði rifnað, þegar skipið var að veiðum úti fyrir Vestf jörðum. Skipið komst af eigin ramleik til hafnar, en bilunin var það mikil að ekki var hægt að sigla suður og láta framkvæma við- gerðina þar. Var flogið með við- gerðarmann til Þingeyrar og var gert ráð fyrir að viðgerðinni myndi lokið á tveim til þrem dögum. Akurey var í þann veginn að sigla með aflann, sem var orð- inn um 100 lestir þegar vélin bil- aði. Hæstu reknetabátarnir hafa fengið um 700 tn. Landlega í nótt vegna storms. Engir rcknetabátar voru á sjó í nótt, vegna þess að spáð var austan stormi. Sæmilegt veður var þó fram undir morgun, en þá fór að hvessa og er nú kominn austan eða suðaustan stormur. Til Keflavíkur komu í gær 36 bátar með 1830 tunnur af síld. Meðalaflinn var um 50 tunnur á bát. Sjö bátar voru með yfir 100 tunnur, en nokkr- ir með lítinn afla. Síldin, sem veiddjisjt í Gþjindavíjkutrsjó er stór og feit og lítið af smásíld saman við hana. Hins vegar er talsvert um smásíld í Skerja. dýpi. Síðan reknetaveiði hófst aftur 21 þessa mánaðar eru hæstu bátarnir búnir að afla um 700 tunnur. Mestan afla hef ur Hilm'ir frá Keflavík, rúm- lega 700 tunnur. Tíðarfar hef- ur verið fremur erfitt til sjó- sóknar, en þrátt fyrir það má telja aflann sæmilegan hjá flestum bátum á þessum tíma.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað: 281. tölublað (29.11.1957)
https://timarit.is/issue/83735

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

281. tölublað (29.11.1957)

Aðgerðir: