Tíminn - 23.12.1941, Blaðsíða 1

Tíminn - 23.12.1941, Blaðsíða 1
Hafið fieíia iil marks Eftir séra JAKOB JÓNSSON „Hafið þetta til marks: Þér munuð finna ungbam reifað og liggjandi í Jötu“. (Lúk. 2, 12.) Mörgum mun finnast, að dimm og döpur nótt hvili yfir jörðunni. Styrjaldir og hryðjuverk, slysfarir og manndauði veldur hryggð, sorg og kvíða í huga mannanna. Þá grefur bölsýnin um sig, sú skoðun, að til- veran i eðli sinu sé ill, og einskis sigurs megi vœnta fyrir hið góða. Það sýnist vera svo auðvelt að finna sitt af hverju til marks um djöfulskap mannlífsins og blindni nátt- úruaflanna. Sérhvert fréttablað, sérhvert útvarpskvöld nístir inn i augu þín og eyru: Hafið þetta til marks: Þér munuð finna brunnar borgir, flakandi sár, flœðandi blóð og blikandi tár. — Og í augnablikum þján- ingarinnar lœðist rödd fram í huga þinn: Tilveran er vond. Ef nokkur guð er til, er hann vondur. En getur ekki verið viðsjárvert að taka þessa rödd til greina skilyrðislaust? Hugs- aðu þér litið barn, sem móðirin sviftir ein- hverjum fögrum hlut eða fyrirskipar erfitt og vandasamt hlutverk. Hugsaðu þér lít- inn dreng, sem hrópar framan í lœkninn, sem sker l fingur hans: Þú ert vondur. Barnið ályktar út frá einu atviki um hugarfar mannsins og innrœti. Af þvi að mamma á einhverju sérstöku augnabliki veldur sársauka, er. hún sjálf allt l einu orðin vond. Vera hennar og persönuleiki er þá orðin ímynd hins illa. Gleymdur er kærleikur hennar, faðmurinn hlýi, brjóst- ið mjúka og mildi augnanna. Og af því að lœknirinn ristir með hnífnum viðkvœmt holdið, er. hann allt í einu orðinn vondur maður. Gleymd er umhyggja hans, hjálp- semi og löngun til að gera öðrum gott. Gagnvart hinu stórkostlega valdi, sem knýtir saman þessar tilverur, erum vér öll smœlingjar — lítil börn. Og vér dœmum um tilveruna af barnaskap. Eitt einasta atvik, þrungið sársauka og Jcvöl, fœr oss til að segja við höfund tilverunnar: „Þú ert vondur. Þú ert ranglátur“. Þannig hugs- aði ég sjálfur um skeið, og ég veit, að svo fer fleirum. Þeim, sem þannig er innan brjósts, verður engin skotaskuld úr þvi að benda sjálfum sér og öðrum á eitthvað til marks um ömurleik tilverunnar og grimmd. Hví fœr dauðinn að svípta mig þeim, sem ég elska? Hví fá örlitlar, ómerkilegar sótt- kveikjur að eyðileggja líkama minn og svipta mig heilsunni? Hví fá illar og eigin- gjarnar hneigðir að hrifsa völdin i hjarta mannsins og knýja hann til hryðjuverka og hverskyns óhœfu? Er þetta ekki allt til marks um það, hve tilveran sé vond? Nú skulum vér stefna huganum nokkrar aldir aftur í tlmann — til sögualdarinnar, þegar forfeður vorir komu saman til jóla- blóta í dimmasta skammdeginu. Við heyr- um hófadyninn, er þeir riða heim að hof- inu, veizluglauminn, kveðskapinn — við heyrum rödd goðans og sjáum útrétta hönd hans, er hann stökkur blóði fórnar- dýranna á goðamyndirnar, fólkið og sjálf- an sig. Vér mundum ekki geta aðhyllzt slíka guðsdýrkunarsiði, en gleymum því samt ekki, að mannshjartað sló aö baki þeim. Það var blótað til árs og friðar. Fólk- ið, sem fann til undan kuldanum og myrkr- inu, var að túlka þrá sína eftir yl og Ijósi. Og undir eins, fyrstu dagana eftir að sólin fer. að hœkka á lofti, fer það að biðja fyrir sumrinu, gróðrinum, árgœzkunni. í vetrar- hörkunum er það að fela sjálft sig þeim guðum, sem láta sólina hœkka á lofti. Alkunn er sagan um Þorkel mána, er á degjanda degi fól önd sína þeim guði, er sólina hafði skapað. Þorkell máni hafði, eins og þá var títt, verið víkingur á yngri árum og .sjálfsagt tekið þátt i hryðjuverkum eins og aðrir. Hann var vafalaust kunnugur flestum hinum sömu meinum, sem mennina þjá enn i dag. Samt trúir hann fyrst og fremst á þann guð, sem sólina skapaði. Hann trúði á það góða í tilverunni og breytti samkvœmt því. En hvers vegna trúði hann ekki á guð, sem líktist storminum, frostinu og vetrarhörk- unum? Var það ekki af því, að hann hugs- aði sem svo, að hvað sem öðru liði, gat sá guð ekki verið grimmúðugur, sem gaf mönnum sólarljösið? Sólunni fylgdi líf og frjösemi. Hamingja nefnist öðru nafni sæla. Úr þvi að guð hafði skapað sólina, hlaut hann aö vera góður, kœrleiksrlkur, mildur — þrátt fyrir hretin, sem stund- um skullu yfir. Þorkell máni trúði á skapara sólarinnar, og samtímamenn hans tignuðu guði hins verðandi lífs svo að segja fyrsta daginn, sem sólin fór að hækka á lofti. Vér hugsum enn likt ogÞorkell máni.Hann trúði á góðan guö og liafði það til marks,að sólin skein á himninum. Vér kristnir menn trúum á kœrleikans guð, og höfum það tO marks, aö vér munum. „finna ungbarn reif- að og liggjandi i jötu" á helgri jólanótt. Þorkell máni fól önd sína þeim guði, er sólina hafði skapað. Vér felum oss þeim guði, sem gaf heiminum Jesú Krist, Ijós heimsins. Sending hans i heiminn tekur af skarið um kœrleika þess guðs, sem rœður tilverunni. Það getur verið erfitt að finna orsakir margrar óhamingju, sem á vegi vorum verður. En tilverunni er svo furðulega hátt- að, að um leið og vér vœrum svipt mögu- leikunum til þess, sem vér teljum illt og erfitt, vœrum vér einnig svipt möguleik- unum til eínhvers góðs. Likami mannsins skapast af efnum náttúrunnar. En hann er þá um leið háður þeim lögum efn- isheimsins, sem orsaka dauðann. — Sumt af þjáningu vorri orsakast af þvi, að vér erum náteng öðru, sem lifir. En ef skorið vœri á þau tengsl, yrði lífshamingjan lítil. Loks veldur synd þin sársauka og kvöl. En jafnvel möguleikinn til að syndga verður ekki frá þér tekinn, nema þú um leið verðir sviptur möguleika til sjálfstœðs þroska. Af þessu leiðir, að hinu illa í heiminum verður ekki útrýmt nema með því einu móti að hið góða vaxi og þroskist, eins og vetrinum er útrýmt með vaxandi frjósemd vors og sumars. Þvi betur sem mennirnir skilja eðli kœrleikans, þvi styrkari sem þeir verða i ástúðinni — í einu orði sagt, þvi kristn- ari sem þeir verða, þvi betur vinna þeir bug á öllu því, sem illt er. Því betur sem þeir finna, að elska guðs umvefur þá, þrátt fyrir allt, sem er þeim mótdrœgt, þvl hug- rakkari verða þeir og styrkari í hverri raun. En það getur orðið langt þangað til hægt er að tala um guðsriki í fyllingu sinni á þessari jörðu. En förum þá að dœmi for- feðra vorra, sem í skammdeginu blótuðu til árs. Höldum jól eins og þeir. Ekki fyrst og fremst vegna þess, að hjöl sólarinnar snýst til hins nyrðra hvels, heldur vegna þess, að lítið barn fœddist til þess að verða Ijós heimins. Og felum oss og allt, sem vér unnum, þeim guði, sem skapaði sólina, og gaf heiminum Jesú Krist. GLEÐILEG JÓL!

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.