Tíminn - 23.12.1941, Blaðsíða 20

Tíminn - 23.12.1941, Blaðsíða 20
20 T í M I N N Karl Kristjánsson: Hjá Sól oé Bil Fyrir rúmlega 40 árum birtust í kvenna- blaðinu „Framsókn“ í Reykjavík þrjú kvæði eftir skáldkonuna Huldu, sem þá — 19 ára að aldri — lét í fyrsta sinni op- inberlega til sín heyra. Tíu árum síðar kom út fyrsta Ijóðabók hennar, „Kvæði“. Ljóð Huldu vöktu strax mikla athygli. Tvö af höfuðskáldum þjóðarinnar, Einar Benediktsson og Þorsteinn Erlingsson, heilsuðu hinni nýju skáldkonu með snjöll- um ávörpum í Ijóðum. Þorsteinn skrifaði einnig snjalla blaðagrein um fyrstu kvæð- in og aðra grein síðar um ljóðabókina, þegar hún kom út. Matthías Jochumsson ritaði sömuleiðis mjög lofsamlega grein um bókina. Leiddu þessir andans menn Huldu hiklaust að háborði ljóðskálda þjóð- arinnar og settu hana gegnt sér í öndvegi kvenskálda, — og þar hefir hún átt sæti síðan. Hefir hún þar við háborðið haldið vel hlut sínum, ort fjölmörg kvæði, sem ljóðelskir menn og konur hafa fagnað, og lagt góðan skerf til söngva þeirra, er þjóðin syngur, svo sem: „ísland, ísland, ég vil syngja“ og „Við fjallavötnin fagur- blá“. En Hulda hefir ekki aðeins ort í bundnu máli.. Hún er, svo sem alþjóð veit, eitt af afkastameiri skáldum þjóðarinar í ó- bundnu máli. Nú er nýútkomin 16. bók hennar. Er þetta 11. bók hennar í óbundnu máli. Þessi bók heitir „Hjá Sól og Bil“, — eða með öðrum orðum: hjá dísum Ijóssins. Útgefandi er Guðmundur Pétursson, Ak- ureyri. Prentverk Odds Björnssonar hefir séð um pappír og prentun á sinn, að venju, prýðilega hátt. Bókin hefst með ritgerð um Huldu eftir dr. Richard Beck, — einskonar formála. Sendi hann skáldkonunni ritgerðina á sextugsafmæli hennar s. 1. sumar. Er í rit- gerðinni sagt frá uppeldi Huldu, æviatrið- um og skáldskap. Falleg ritgerð og fræð- andi, sem vel fer á að birtist í þessari bók, sem kemur út næst eftir sextugsafmælið. í bókinni eru sjö sagnaþættir um margs- konar efni: Ástir í ýmsum myndum, ein- ræni, marglyndi, útþrá, átthagabönd, und- irhyggju, rógmálm, sálfarir o. s. frv. Yfir sögunum er mikil birta, en eigi að síður djúp alvara, sem stafar frá vitundinni um myrkrið — og nálægð þess, ef ljós eru slökkt. Fólkið, sem skáldkonan lýsir, er ekki gallalaust fólk, en hún lætur það aldrei velta sér í svaðinu af ást á svaðinu, þó að því verði fótaskortur. Fólkið er misjafn- lega gott fólk, en yfirleitt ekki verra fólk en svo, að trúa má því, að innsti kjarninn hjá öllum sé góðrar ættar — og ljóselskur. Og er það ekki góð trú og mönnunum nauðsynleg? Hver vill hafna þeirri trú — eða stendur við að telja, hana ranga? Hulda ann fegurðinni af svo heilum huga, að hún með list sinni leitar hennar jafnan fyrst og fremst. Stundum þykja því sögur hennar of andstæðulitlar. Margir þeir menn, sem hún lýsir, eru gerðir til að vera fyrirmyndir, en varla nokkur þeirra til að vera hræða. Of mikið sýnt af fegurð í hlutfalli við ljótleikann, svo að niðurstaðan verði, að áhrifamagns fegurðarinnar njóti ekki eins vel og annars mundi verða, — gildi fegurðarinnar skynjist ekki sem skyldi, af því að skarpar mótsetningar vanti. Þetta er atriði, sem ekki verður gengið fram hjá í dómi um sagnagerð hennar. Til þess að skilj a til hlítar, hve mikils virði fullkomin birta er, þurfa menn að þekkja myrkrið svarta. Þetta veit vafalaust Hulda sjálf manna bezt, en vill samt ekki, að þessu leyti, skrifa öðru vísi en hún gerir. Hún fær sig — að ég held — ekki til að magna myrkur, ef svo niætti að orði kom- ast um þetta efni. Hún um það. Sennilega finnst henni lesandanum ekki minna ætl- andi en að leggja til hið neikvæða, enda fylgir því varla hætta, þó að það skorti. Aftur á móti er ofrausn sumra höfunda í hinu neikvæða hættuleg. Ljótar hræður geta t. d. verið mjög heppilegar til við- vörunar, ef fyrirmyndir vantar ekki. En verði listin hlutfallslega of afkastamikil í hræðugerð, þá gerast hræðurnar fyrir- myndir — og listin leiðir til ómenningar. Hulda er svo vönd að virðingu sinni sem rithöfundur, að hún grípur aldrei til þeirra lesendaveiða, sem skáldsagnahöfundar iðka, að tala til lágra hvata. Sögur hennar benda á bratta sj álfsafneitunar og siðfág- unar sem réttu leiðina til manndóms og þroska. Og sögurnar sjálfar eru sókn á brattann, því að það er miklu léttara að búa til hræður en fyrirmyndir. Vanda- minna að rita ljótar sögur en fagrar; — ljótleikinn er miklu auðveldari í fram- leiðslu en fegurðin. Miklu léttara að vekja eftirtekt almennings með dónaskap og skrípalátum en háttprýði. Miklu fyrir- hafnarminna, og líklegra til persónulegs ávinnings í augnablikinu, að velja yrkis- efni og haga meðferð þeirra í vil þeim aldaranda, sem er, heldur en til eflingar þeim aldaranda, sem ætti aff vera, Segja má, að um skeið hafi ýms áhrifa- mikil skáld þjóðarinnar forðast brattann. Þau hafa „hóað í lætin“, látið undan síga með vöndun málfars — eins og fjöldinn — og lagst á sveif með upplausnaröflunum. Þegar t. d. leit út fyrir að sveitunum ætlaöi að blæða út, vegna brottflutnings fólks þaðan, þá réðust þessi skáld með hernaði listar sinnar á sveitalífið. Hulda hefir aftur á móti aldrei slakað á þeirri kröfu til sjálfrar sín, að leitast við að tala til alls hins bezta í fari þjóðar sinnar, kalla það fram og efla mótstöðu hennar gegn sundrung og öfugstreymi. Ritmál sitt hefir hún vandað mjög. Hulda hefir verið dáandi sveitanna. Hún hefir lýst sveitunum, sveitafólkinu og baráttu þess með hjartanlegri samúð og virðingu. Þessi afstaða hennar í sagnagerðinni hef- ir skyndilega öðlast stei’ka viðurkenningu, því að öll átök, sem nú á hættustund eru gerð til verndar þjóðerninu, ganga ein- mitt í sömu kraftlínu og sögur hennar. Trúin, sem Hulda hefir haft á heilbrigði sveitalífsins og hollum menningaráhrifum þess, er aftur að ryðja sér til rúms í brjósti þjóðarinnar. Þess vegna eru bækur hennar sérstaklega vel til þess fallnar að taka sér þær í hönd á þessum tíma. „Hjá Sól og Bil“ er ein allra bezta bókin hennar. Þættirnir „Drífa“ og „Almar brá“ — svo að tveir séu nefndir — eru ritaðir af svo mikilli djúpúð, að sá maður væri úr skrítnum steini, sem ekki yrði snortinn við lestur þeirra. Einkum í fyrrnefnda þættinum er öðru hverju sá stuttorði kraftþrungni stíll, sem Hulda Hulda augsýnilega hefir ráð á, og ég fyrir mitt leyti vildi óska, að hún notaði oftar en hún hefir gert hingað til. í bókinni eru margar hugmyndir og setningar, sem safna hugsunum eins og brenniglerið geislum, og hljóta að hita þeim, sem hitnað geta. Þar eru líka marg- ar góðar kembur, sem spinna mætti lang- an ræðuþráð út af. Ég nefni sem dæmi, tekin af handahófi þó: „Veröldin man þó það fegursta og bezta og er stundum að reyna að rifja það upp.“ (Bls. 109). „Lífið, gefur stundum meira heldur en ein mannssál orkar að taka á móti. Ef við ættum að lifa fyrir allt, sem við þrá- um, þyrftum við mörg jarðlíf“. (Bls. 152). „Harmar mínir hafa gert mig að barni. Og um leið sýnt mér, að það, sem við köll- um skynsemi, er heldur ekki annað en barnagull". (Bls. 154). „Nú veit ég það, að þegar þroskuð kona ann af allri §ál, er það hið stærsta. Með- vitund hennar er dýpri en ungu konunn- ar, sem ekkert hefir reynt“. (Bls. 162). „Engin fórn er of stór, ef hún stuðlar að fæðingu nýrra og betra lifs“. (Bls. 261). Þeir, sem er annt um íslenzkt þjóðerni og tungu, eiga gð kynna sér þessa bók. Þeir, sem senda börn sín út í sveitirnar á sumrin og fara þangað sjálfir, þegar tækifæri leyfa, eða þrá að geta skotizt þangað sér til sálubótar, ættu vissulega að fá sér þessa bók núna fyrir jólin. Hún er að vísu ekki sjálft sumarið og sveitin, en í henni eru andleg bætiefni frá sumri og sveit. Þeir, sem unna bókmenntalegri viðleitni til að þroska sálir mannanna og fegra þær um leið, eiga að kaupa þessa bók. GfÆÐHÆG JÓL! [ Slííturfélag | | Suðurlands i 1 í — o ■■o — D^o»nio»o»o»oi(i«D»o»o«iM>> r——— “ -------------------------- -7 GLEMLEG JOL! Ullarverksmiðjjan Framtíðin

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.