Tíminn - 23.12.1941, Blaðsíða 4

Tíminn - 23.12.1941, Blaðsíða 4
4 TÍMINN Kolbeinn frá Sfrönd: Jólagjafirnar Það var þröng á götunni. Dauf birta frá Ijóskerastaur glampaði lengra úti á blautu strætinu og á gljávotu lakki bifreiðanna, sem þutu framhjá. Lágur niður af fóta- burði og skrafi fólksins á götunni barst að eyrum, en stök, skerandi hljóð brutust af og til út úr kliðnum; kall, hvell hlátur, skellur í bílhurð og hróp þreyttra blaða- stráka. Þröngin í búðunum var í beinu framhaldi af þrönginni á götunni. Fólk með pinkla og pakka. Hressilegur ákafi í hverju andliti. Glaðværð og eftirvænting í hverjum svip. Hverjum? — Hér um bil. — Það er aðfangadagur jóla. Einhversstaðar í þrönginni á Austur- stræti er gömul kona. Nú liggur straum- urinn ytir Pósthússtræti. Hann er af og til rofinn af bifreið, sem þarf að þrengja sér í gegn. Þarna kemur hún, gamla kon- an. Hún stígur fram á götuna. Hún hopar hálft skref aftur á bak, en bifreiðin hefir stanzað, því að unga fólkið, sem átti leið yfir götuna, gaf ekki eftir, og svo heldur gamla konan áfram líka. Við hefðum lík- lega ekki tekið eftir henni í öllum þess- um sæg, ef það hefði ekki verið fyrir þetta hálfa spor, þetta augnabliks hik, sem við öll þekkjum svo vel, þegar við förum að eldast og höfum tapað þessum örugga, en stundum dálítið ógætna framsóknarhug Viðir voru brotnir og enga spýtu að fá, en ótíðin tafði fyrir. Kofar þeir, sem risu á rústum bæjanna, voru því litlir og lítt byggilegir. — Og svo kom haustið. Heyin voru lítil og hrakin, búmatur enginn að kalla undan sumrinu og skepnurnar þol- Iitlar eftir undanfarinn vetur, Mörgum varð það því fyrir, sem kalla má erfðasynd íslenzkra bænda, — að setja of djarft á. Þannig leið sumarið á enda, en í hönd fór sá vetur, sem á Suðurlandi hefir verið nefndur „Stúfur“. — Og nú skulum við loks líta heim að Skálholti. Nokkrum húsum hefir verið hrófað upp yfir menn og málleysingja. Annars er staðurinn eintómar tættur, eins og risavaxinn kirkjugarður. Skólinn er fallinn. Aldrei heyrast þar framar ærsl eða æskusöngvar, aldrei ávítur né umvand- anir. Yngri biskupinn er flúinn, ásamt sinni ungu frú, til tengdafólksins á Innra- Hólmi. Gamli biskupinn er eftir einn af öllum kennidómi Skálholts. Hann situr í stofukytrunni sinni, klæddur grænsnjáðum kjól, sem einu sínni var svartur, gamall og elnmana, eins og kuldastráin í djúpum gluggakistunum. Hann lifir í minningum hins horfna og les sér til dægrastyttingar latnesk fræði, við daufa skimu hins hníg- andi haustdags. Hann og Skálholt eru eitt. En úti í garðinum gnæfir dómkirkjan við þokuþungt loftið og gulleit steinaskófin grær við feyskna veggina. Einnig hún er farin og einmana eftir æði jarðskjálftans, en hún horfir til himins, ströng og sterk, eins og hún sé ráðin í því að standa, meðan stætt er sem ímynd hins mikla meistara síns. Og þannig munum við skilja við hinn mikla stað, sem markað hefir djúp spor í tímans sand, í bleikum litum haustsins, á holtinu milli ánna — og í rústum. æskunnar. Hún horfir ofurlítið tortryggn- islega til hægri og vinstri og hún býst auðsjáanlega ekki við neinni vægð þarna á veginum, frekar en í lífinu. Fötin hennar eru gömul og slitin eins og hún sjálf. Skórnir eru skældir og blautir. Hendurnar æðaberar, hnúamiklar, stórar og rauðar. Hárstrýið þunnt og gráskotið, þéttkembt að vöngum. Tvær mjóar fléttur liggja yfir gömlu prjónahyrnuna, sem skýlir lotnu baki. Nokkrir úfnir og berhöfðaðir strák- ar vaða elginn á götunni. „Gunna á loft- inu,“ hrópa þeir illkvittnislega um leið og þeir hlaupa framhjá. En „Gunna á loft- inu“ skeytir ekkert um það. Hún heldur áfram, gamla konan, og hverfur inn í þröngina og þysinn. Við sjáum hana aftur dálítið neðar á götunni. Hún hefir staðnæmst við stóran búðarglugga. Gömlu augun flöktu frá ein- um hlut til annars, en hún staðnæmist ekki lengi við hvern glugga. Það er auðséð á tilburðum hennar, að hún kærir sig ekki um að vekja eftirtekt. Hún er að sinna einkamálum, sem engum koma við nema henni sjálfri. Það er þessvegna, að svip- urinn er svona flóttalegur og tortrygginn. Það er þessvegna, að hún lítur stundum snögglega við, ef hún heyrir glaðværan hlátur eða spaugsyrði. En „Gunna á loft- inu“ getur verið alveg óhrædd. Hún getur forvitnast um varning búðarglugganna og flökkt frá einum stað til annars eins og hana lystir, Þetta fólk, sem streymir lát- laust fram og aftur um götuna, hefir ekki minnsta áhuga fyrir einkamálum „Gunnu á loftinu,“ hvorki nú né endranær. Það brosir kannske út í annað munnvikið af gömlum vana, þegar það sér henni bregða fyrir, en sennilega vita þó fæstir, af hverju þeir eru að brosa. — „Gunna á loftinu“ strýkur kaldri hendi yfir marglitan og mjúkan silkiklút. Einn af þessum hárfínu, gegnsæju klútum, sem ungar stúlkur vefja lauslega um hálsinn innan undir kápunni, sumpart tíl skjóis, sumpart til skrauts. Hann kostar sjö krón- ur áttatíu og fimm aura. Svo eru aðrir, sem eru dálítið ódýrari. En þeir eru ekki eins góðir, ekki alveg eins mjúkir og fallegir. Sjö krónur áttatíu og fimm aurar. Það eru miklir peningar, þegar göt eru á gömlu bómullarsokkunum, þó að þau séu niðri í skónum. Það eru miklir peningar, þegar kalt er á loftinu og kolakarfan næstum því tóm. Gamla höfuðið titrar og vaggar og hrufótta og beinabera höndin fálmar i einhverju hugsunarleysi frá ein- um klút til annars. Svo seilist hún niður í pilsvasann og dregur upp litla peninga- pyngju. Það er fítukenndur gljái á slitnu leðrinu og lásinn er bilaður. Hún tekur tíu króna seðil úr pyngjunni og um leið dettur ein, svört skóreim á gólfið. TIu krónur og ein skóreim. Það er aleigan í dag. Hún réttir afgreiðslustúlkunni seðilinn og bendir á fallegasta klútinn. Um leið horfir hún snögglega til hliðar og svo aftur fyrir sig. En búðin er full af fóiki, og hver að hugsa um sig og sín kaup. „Gunna á loftinu" tekur við pakkanum. Hann er snyrtilega vafinn innan í græn- rósóttan jólapappír, og það eru litlir, gulln- ir deplar á pappírnum hér og þar. „Gunna á loftinu" hverfur út úr búð- inni, hverfur út í þysinn og þvöguna, út í myrkrið og slabbið á götunni. Það skrölt- ir í peningakössunum, það skrjáfar í pökk- um og pinklum, og það glansar á gljávott lakkið á bifreiðunum, sem þeysa eftir götunum.------- Hann er brattur þessi stigi. Hann er brattur fyrir gamalt og mæðið brjóst og lúið bak. En þá er bara að taka það með hægðinni, og svo er þá Gunna komin upp á loftið og sezt á gamla körfustólinn, sem er svo forn og af sér genginn, að það er löngu hætt að braka í honum. Og það er sjálf jólánóttin í kvöld. Kirkjuklukkurnar í Landakoti hringja í sífellu, því að klukkan er orðin sex. Þær hringja og hringja án afláts, og kliður- inn berst yfir bæinn og inn um gluggana, inn um stóra og bjarta glugga á stórum og ríkmannlegum húsum, og inn um litla og þrönga glugga á kjöllumm og háaloft- um og það er sami kliðurinn. — ,J dag er glatt í döprum hjörtum." — Æjá, segjum það, svo á það að minnsta kosti að vera. — Það er ekki stórt, þetta loftherbergi, en það er nógu stórt. Hún er búin að eiga þar lengi heima, hún Gunna, svo lengi, að þetta herbergi er orðið eins og hluti af henni sjálfri og hún af því. „Gunna á loftinu“ var því í fyrstu ekkert óvirðingar- heiti heldur staðreynd. Undir niðri var Gunnu þetta ljóst, og því höfðu ertnisorð illa mannaðra stráka lítil áhrif á þessa gömlu konu. Það var ekki margt þarna í herberginu, en það var nógu margt. Körfustóllinn, rúmfletið, þvottatækin, lítill skápur með eldfærum — og svo var það kommóðan. Neðsta skúffan á kommóðunni stóð opin og það var lykill í skráargatinu. Hinar skúffurnar þrjár fengu ætíð að vera ólæst- ar, þótt Gunna væri ekki heima. Það mátti hver hnýsast í þær, sem hafði löngun til. Það var ekkert í þeim, sem allir máttu ekki sjá. Öðru máli gegndi með fjórðu skúff- una. Hún var helgidómur „Gunnu á loft- inu“. Lykillinn að henni var vandlega geymdur í vasaklútshorni og vasaklútinn geymdi „Gunna í loftinu" í barmi sér. En það var ekki svo að skilja, að gamla konan óttaðist, að neinu yrði stolið. Nei, það var ekki það. Það var heldur ekki um neina fjársjóði að ræða. Einhverntíma seinna yrði hún opnuð af ókunnum hönd- um þessi skúffa og þá mundi engum detta í hug, að þessir ómerkilegu smámunir, sem þar voru geymdir, væru bundnir við óteljandi tár, við óslökkvandi trega gam- allar konu, sem hafði raunar aldrei notið skjóls eða yls. Nei — það mundi enginn vita, því að þá yrði „Gunna á loftinu“ dáin og leyndarmálið mundi hún taka með sér í gröfina. Og enn voru komin jól. Gamla komm- óðuskúffan stóð opin. Það var lítil, bláeygð brúða, sem sat þarna í skúffuhorninu. Hún var í grænum léreftskjól. Hann var eiginlega fölgrænn og dálítið dekkri niðri í brotunum, því að hann var orðinn gam- all, þessi kjóll. Og brúðan var llka gömul. Höfuðið var úr gljábrenndu postulíni, jafnvel svarta hárið. Litlu augun voru svo blá og undurfögur og hörundið svo hreint og bjart. Hún sat þar á meðal lítilla og ódýrra smámuna: Ofurlitil hvít greiða, spegill, sem ekki var mikið stærri en tveggja krónu peningur, fjórar hvítar skeljar, lítill vasaklútur með engla- myndum. Og þar voru líka rauðir sokkar, litlir vettlingar og peysa, en það voru ekki brúðuföt, heldur föt á litla stúlku. Og þar /

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.