Tíminn - 23.12.1941, Blaðsíða 6

Tíminn - 23.12.1941, Blaðsíða 6
6 T í M I N N Jónas Jónsson: Maðurínn, sem Flestir menn missa helzt til snemma fjör og starfsorku æskuáranna. Fyrr en varir hefir þungi atburðanna lamað vængi æskumannsins. Eldur vordaganna lifir, falinn undir hálfkulnuðum glæðum þeirrar varúðar, sem lífsreynslan veitir. En fyrir nokkrum árum kynntist ég ’roskn- um manni, sem var undantekning frá þessari reglu. Hann hafði tveim sinnum á ævinni starfað eins og æskumenn gera, þegar athöfn þeirra er mest og bezt. En milli þessara tveggja æskustunda var langt starfstímabil og nokkur hvíld, sem bar merki aðsteðjandi haustdaga. Þessi maður er Lárus Rist sundkennari og íþróttafrömuður. Hann var alinn upp í sveit í Eyjafirði, aflaði sér góðrar almennr- ar menntunar í Möðruvallaskóla, lærði að synda, þó að sú íþrótt væri þá lítt í heiöri höfð í landinu og gat sér nokkurt frægð- arorð fyrir iðkan þessarar sjaldgæfu í- þróttar. Hann var um þetta leyti kaupa- maður á myndarheimili í fögrum dal norðan lands. Lítil á með alldjúpum hylj- um var fyrir neðan bæinn. Tveir röskir bræður uppkomnir áttu heima á bænum. Æfðu þessir þrír ungu menn sundfimi í ánni. Annar bróðirinn ætlaði að synda með bróður sinn í eftirdragi yfir hylinn, en missti hann á óstæðu. Lá við borð, að maðurinn drukknaði. Lárus Rist steypti sér þá í hylinn og bjargaði lífi hins ó- synda unga manns. Litlu síðar hóf Lárus Rist framhalds- nám í íþróttum í Danmörku og tók próf þar í landi sem fullkominn sundkennari og leikfimismaður. Frá Danmörku leitaði hann heim til æskustöðvanna við Eyja- fjörð. Varð hann þá frægur maður um land allt fyrir að synda frá Oddeyrar- tanganum og yfir fjörðinn til Svalbarðs- strandar. Hann lagði af stað alklæddur og í vatnsstígvélum, en klæddi sig úr öllum fötum á sundinu og fleygði þeim upp í bátinn, sem fylgdi sundgarpnum. Þessi sundþraut Lárusar hafði mikil áhrif á æskumenn í landinu. Hér var kominn foringi, sem fremd þótti í að fylgja. Á Akureyri var gerð sundlaug með köldu vatni. Kenndi Lárus þar sumar eftir sumar. Varð sundíjþróttin. tiljtölulega fljótt vinsæl og vel stunduð bæði á Akur- eyri og í byggðum, er þangað áttu auðvelda sókn. Möðruvallaskólinn var nú fluttur til A.kureyrar. Hann fékk mikinn og allgóð- an húsakost. Lárus Rist varð nú íþrótta- kennari skólans og gegndi því starfi um margra ára skeið. Varð hann forgöngu- maður sænskrar leikfimi norðanlands eins og Björn Jakobsson á Suðurlandi. Æviferill Lárusar Rists virtist líklegur til að verða með venjulegum hætti, eftir fordæmi dugandi manns. Hann hafði gert mikið og myndarlegt átak til eflingar í- þróttalífi landsmanna meðan hann var á léttasta skeiði. Hann hafði fengið lífsstarf, sem hentaði gáfum hans og undirbún- sem geta, safnist á samkomustaðinn kvöldið áður með tjöld sín. Þá má dansa, undirbúa íþróttakeppni og hátíðahöld næsta dags — vaka heila júnínótt. Það er hollt að hafa átt heiðra drauma vökunætur. • • • - ' rí'J var tvísvar ungur ingi. Hann hafði fest ráð sitt, eignast nokkur börn og hjálpað þeim til náms og starfa. Síðan hafði hann misst konu sína. Börnin leituðu burtu og ruddu sér brautir. Lárus stóð nú eftir „aleinn á beru svæði“. Dagsverki hans virtist vera lokið. Sjálfur kenndi hann nokkurrar þreytu, eins og tíðkast um þá menn, sem halda að lífsþráður þeirra sé í þann veg- inn að vera spunninn að lokamarki. Á þessum tímamótum sagði Lárus Rist lausum störfum sínum á Akureyri og tók sér nokkurra missira hvíid. Hann brá sér til Ameríku og var þar um stund, mest í byggðum íslendinga. Fór hann þar allvíða, flutti fyrirlestra og sýndi myndir frá ís- landi og um framfarir þess. Síðan kom hann heim aftur, var nokkra stund í Reykjavík og þar í grennd. Flestum, sem til þekktu, fannst að hann hefði lokið góöu dagsverki í þágu íþróttanna og ætti skil- ið rólegt ævikvöld. En sjálfur var Lárus Rist enganveginn að hugsa um að setjast í helgan stein. Hann var þvert á móti að sækja í sig veðr- ið, staðráðinn í að byrja nýtt lífsstarf, og vinna að því með öllum megineinkennum æskunnar. Lárus hafði synt yfir soliinn sjó norður við íshaf og árum saman kennt sund í kaldri laug. Nú voru breyttir tímar, ís- lendingar höfðu uppgötvað mátt hinna heitu linda. Fjölmargar sundlaugar höfðu risið viða um land, þar sem unnt var að nota jarðhita. Lárus Rist vildi taka þátt í þessu landnámi. Hann fór víða um og undirbjó vandlega hina nýju bólfestu. Að lokum afréð hann að festa byggð sína í Ölfusinu, hinni miklu jarðhitabyggð. Þegar hann flutti þangað var hann ná- lega sextugur að aldri, nokkuð hæruskot- inn, en hress og kvikur í hreyfingum. Hann kom einn síns liðs 1 hið nýja land- nám og flutti ekki með sér önnur auðæfi en reynslu sína og hugsjónir. Lárus byrjaði nú að vinna að því að koma upp myndarlegri sundlaug á Reykj- um í Ölfusi. Hann var ekki smáhuga. Laugin hans átti að vera þriðjungi lengri heldur en sundhöllin í Reykjavík, og breið að sama skapi. Á Reykjum var nóg um heitt vatn og kalt. Þar voru hin æski- legustu náttúruskilyröi, en mannvirkin var^aði. Engir peningar virtust vera hand- bærir til að reisa þau. Lárus Ttist var stórhuga í þessum efn- um. Hann vildi bæði koma upp á Reykjum hinni fullkomnústu sundlaug og íþrótta- húsi. Hann sá, að staðurinn lá einkar vel við samgöngum við þjóðveginn milli suð- ursléttunnar og Reykjavíkur. í augum hans átti við sundlaugina á Reykjum að rísa meginvirki íþróttastarfseminnar á Suðurlandi. Nú byrjaði landnámiö. Lárus leitaði sér hvarvetna góðra bandamanna. Ung- mennafélagið í sveitinni hafði mikinn á- huga fyrir þessari framkvæmd og lagði fram til verksins fé og vinnu. Ýmsir hreppar á Suðurlandi veittu góðan stuðn- ing. Ríkisstj órnin lagði til verkfræðilega aðstoð og síðan myndarlegan styrk til byggingarinnar. Þegar komin var byrjun að því, hóf Lárus sundkennslu að nýju. Hann byggði sér ofurlítinn skála á laug- Lárus Rist. arbakkanum, hitaði hann með hveravatni og lýsti hann með rafmagni. Lárus sett- ist að í skála þessum. Það var bjálkabýli hans í hinu nýja landnámi. Síðan eru liðin nokkur ár. Sundla’ugin hefir stækkað og batnað með hverju ári. Nú er hún 50 metrar á lengd og nægilega djúp. Þar er kennt sund allan ársins hring. Á vorin koma hópar af börnum úr hin- um ýmsu byggðum austan f jalls til að nema íþróttir undir leiðsögu hans. Ennþá vant- ar að vísu sjálft íþróttahúsið. En Lárus veit að það kemur, þó að það verði ef til vill ekki í hans tíð. Hann er bjartsýnn af reynslunni. Honum hefir orðið vel til um stuðning það sem af er og býst við, að svo muni verða framvegis. Hann hefir lagt í sundlaugina alla sína vinnu, og þær tekjur, sem honum voru handbærar. Forusta hans hefir verið einlæg og örugg. Margir hafa fetað í fótspor hans. Þess vegna hefir starf hinna síðari æskuára nú þegar borið mikinn árangur. Þrír skólar starfa nú í nálægð við hina nýju sundlaug: Garðyrkjuskólinn á Reykj- um, kvennaskóli Árnýjar Filippusdóttur og barnaskóli sveitarinnar. Auk þess leitar þangað mikill fjöldi barna og unglinga víðsvegar úr byggðum Suðurlands. Mik- ill og merkilegur sundskóli er risinn að Reykjum í Ölfusi. Á þingi í fyrravetur vildu nokkrir þing- menn, sem þekktu vel tii landhámsstarfa Lárusar Rists, veita honum nokkra fjár- munalega viðurkenningu af ríkisfé. En þegar Lárus vissi um - fyrirætlanir þess- ara manna, lét hann sér fátt um finnast. Hann sagðist ekki þurfa slík laun, og það því fremur, sem sin mundi njóta skamma stund við starfið. Hitt þætti sér gott, ef laugin fengi nokkurn fastan fjár- stuðning, því að hún ætti eftir að verða um mörg ókomin ár uppspretta hreysti og manndóms fyrir þúsundir íslendinga. Þannig er lífsskoðun þessa einkennilega manns, sem hefir tveim sinnum orðið ungur. Hann man ekki eftir sínum þörf- um eða því, sem kalla má persónulegt ör- yggi. Hann man ekki eftir neinu nema hinu frjóa, óeigingjarna starfi. Það er þessi fágæti þáttur í skapgerð manna, sem veitir þeim ævarandi æsku. J. J. i GLEÐ5LEG JGL! I Sápwverksmiftfcm | I SJGFN j _____________ __________!

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.