Tíminn - 23.12.1941, Blaðsíða 5

Tíminn - 23.12.1941, Blaðsíða 5
T í M I N N 5 Jón Eyþórsson: O j£ * ' 1 9 • * 9 Seytjandi jum Þá skrýðist í skrúðklœði landið og skartar sem bezt það má. Allt loftið er Ijóðum blandið og Ijósálfar dansa grundunum á. Gleymt er gömlum meinum og gleymt er vetrar stríði. (H. Hafstein). Allir íslendingar, sem alizt hafa upp í strjálbýli, minnast jólanna og sumardags- irrs fyrsta, þótt allir aðrir hátíðis- og tyllidagar séu gleymdir. Þeir muna ekki einstök atvik. Það, sem þeir muna, eru geðhrifin: Jólaskap, jólagleði, sumarþrá og sumarhugur. Enginn dagur er hátíðisdagur í sannri merkingu, nema honum fylgi hátíðaskap, sem er runnið í merg og blóð, kynslóð eft- ir kynslóð. Við íslendingar höfum efnt til nokkuð margra tyllilaga á ári hverju upp á síð- var margt fleira. Það hefðu allt getað ver- ið gjafir, jólagjafir, eins og t. d. þessi margliti silkiklútur, sem lá nú í skauti litlu, bláeygðu brúðunnar. Hönd gömlu konunnar flökti frá einum hlut til annars. Það voru aðeins gómarnir, sem snertu þessa dýrmætu muni. Það var snerting eins létt og mjúk og gamla beina- bera höndin gat látið í té. Gunna kraup við skúffuna. Hún kraup við hana eins og hún hafði kropið um svo mörg liðin jól, og tárin runnu óhindruð niður þunna, dökka vanga. Og hugurinn flaug langt aftur i liðinn tíma, svo óralangt, og þó hefði það get- að verið í gær. Og það voru líka jól, og í loftherberginu hvíldi litla stúlkan henn- ar Gunnu, og hvíta, máttvana hendin hélt enn um bláeygðu brúðuna, jólagjöfina, sem hún hafði þó aðeins séð sem allra snöggvast áður en litlu, þreyttu augun höfðu lokast fyrir fullt og allt. Því að litla stúlkan hennar Gunnu var dáin, og hún var aftur orðin ein, eins og hún mundi líka alltaf verða það, sem eftir var. — Og þó var hún ekki ein. Hún átti þessa minningu, þennan helgidóm, sem enginn gat af henni tekið. Og smátt og smátt hafði litla bláeygðan brúðan orðið eins- konar tákn eða ímynd dótturinnar litlu, sem var dáin. Hún færði henni jólagjöf á hverjum jólum og hún lagði gjöfina í skaut hennar eins og hún væri lifandi vera. Aðeins á jólunum fór þessi athöfn fram. Aðeins á jólunum var skúffan opn- uð. Aðeins á jólunum fékk móðurástin að opna sorgarbrunna sína. Aðeins á jólunum. „Gunna á loftinu“ reis á fætur. Hún lokaði skúffunni gætilega, hnýtti lyklin- um innan í vasaklútinn, þurrkaði 'laus- lega hvarmana og settist í gamla stólinn. Hún horfði á vegginn beint á móti og þó svo rniklu, miklu lengra. Smátt og smátt féll höfgi á augun og höfuðið hallaðist lítið eitt til annarrar hliðar. „Gunna á loftinu" svaf. Veikt bros kipraði rétt sem snöggvast hrukkótta vör. Úti á götunni var nú kyrrlátara en áður, en langt úr fjarska heyrðist söngur og undirspil út um opinn glugga. Það voru lítil börn, sem voru að syngja. kastið. En mér er nær að halda, að okkur skorti mjög hátíðaskap alla þessa daga. Hvað veldur? Jólin eru hátíð ljóssins, hækkandi sól- ar, vígð hart nær 2000 ára trúarhelgi. Sumardagurinn fyrsti er sigurhátíð, að enduðum vetri, vonardagur byrjandi gróanda. Moldareimur þiðnandi jarðar í loftinu. Ég hefi ekki skilið til fulls, hvað þjóð- minningardagur er, fyrr en ég hafði fylgzt með á þjóðhátíð Norðmanna, 17. maí. Dagurinn er valinn til minningar um Eiðsvallafund Norðmanna, er þeir buðu stórveldunum byrginn og lögðu hyrnings- steininn að lýðfrelsi í landinu. Það var djarfleg og kröpp sigling, en hún heppn- aðist. Öndvegisskáld Norðmanna, Werge- land og Björnson, settu svip á daginn og mótuðu hann fyrir óbornar kynslóðir. Efalaust hefir hinn forni þingreiðardag- ur íslendinga átt geysisterk ítök í hugum landsmanna. Alþingi hið forna var ekki aðeins löggj afarsamkoma, það var jafn- framt þjóðarsamkoma og þjóðhátíð í orðs- ins beztu merkingu. Þegar Alþingi hætti að koma saman á Þingvelli, var rofinn sterkur þáttur í þjóð- lífi íslendinga. Um fulla sjö áratugi áttu íslendingar engan þjóðminningardag. Á þessu tímabili eru þjóðfundirnir, sem haldnir voru á Þingvöllum, eins og svefn- rof vaknandi þjóðlífs eftir drepandi hall- æri og hörmulegt stjórnarfar. Svo kom 2. ágúst 1874. Vísir að þjóðlegri fagnaðar- samkomu. Liðsafnaður í smáum stíl til þjóðfélagslegra átaka. Þjóðminningakvæði ort og sungin. En 1874 var aðeins fyrsti áfangi í framsókn þjóðarinnar. Nýir sigr- ar voru unnir, sem skyggðu á stjórnar- skrána 2. ágúst 1874. Svo kom 1911, minningardagur um Jón Sigurðsson og þar með alla frelsisbaráttu íslendinga í 100 ár. Það var bjart yfir deg- inum þá og á næstu árum. Fánamálið var þá efst á baugi. Fánakvæði Einars Bene- diktssonar var herhvöt, sem snerti streng í brjósti hvers íslendings. Ungmennafé- lögin voru þá upp á sitt bezta og reiðu- búin að setja djarfhuga svip æskunnar á daginn. Svo kom stríðið 1914. Fánamálið var leyst. En bæði var þá farg stríðsins á hugum manna og svo hitt, að margir urðu fyrir vonbrigðum með gerð fánans. 17. júní varð ekki þaö sem hann hafði ver- ið 1911. Svo kom 1918, og þar með 1. des. Þeir, sem töldu að síðasta áfanga í sjálf- stæðismálinu væri náð,-töldu 1. des. eðli- legan þjóðhátíðardag íslendinga. Senni- lega hafa þeir alls ekki gert sér ljóst, hvað þjóöminningadagur er. Annars hefði þeim vart dottið í hug að skammdegis- dagur gæti orðið þjóðhátíð. Það var skammsýni, sem brátt kom á daginn. En það skyggöi á 17. júní — í bili. Nú ætti engum að vera ofvaxið að gera sér Ijóst, að þjóðminningadagur íslendinga getur ekki verið á öðrum tíma en um mið- sumar. Önnur árstíð kemur ekki til greina. Hann verður að vera nálægt þeim tíma, er ævaforn erfðavenja segir til um. Hann verður að vera um það leyti, sem forfeður okkar riðu til Alþingis. Hann verður að vera nálægt þeim tíma, er forfeður okkar völdu til að flytja búferlum: Um fardaga- Jón Sigurðsson leytið. Við eigum því nánast að velja milli 17. júní og Jónsmessu á vori, 24. júní. Þá er helzt hvíldartími milli voranna og heyanna. Þá er lengstur dagur og veðr- átta að jafnaði úrkomuminnst. Loks gæti Þingmaríumessa, 2 júlí, hinn forni þing- setningardagur, komið til greina. Af þessum dögum stendur 17. júní vafa- laust næst því að eiga ítök í hjörtum al- þjóðar. Á hann er komin, að nokkru leyti, 30 ára erfðavenja, sem ekki mundi að öllu leyti falla niður, þótt annar dagur væri valinn. Og það mundi aðeins dreifa kröft- unum að taka upp nýjan dag rétt eftir 17. júní. Þar við bætist að 17. júní hefir fengið nýja táknræna merkingu á þessu ári við það, að sá dagur var valinn til þess að kjósa innlendan ríkisstjóra í fyrsta- skipti. Það er ekki sennilegt, að sú ráðstöfun veröi til bráðabirgða, ef við verðum nokkurs ráðandi um hagi okkar og stjórnskipun, þegar reikningar verða gerðir upp í lok ófriðarins, sem nú skygg- ir sem Skuld fyrir sjón. Næsta Alþingi ætti að löghelga 17. júní sem helgan þjóðmmningardag fslendinga. Og jafnframt ber okkur, sem nú lifum og ráðum í landinu, að leitast við að gefa deginum það snið, þann blæ, að næsta kynslóð minnist hans sem annarra jóla frá æskuárum sínum. Þá er hann vel geymdur. Ég mun ekki ræða þá hlið málsins mjög í þessum línum. En ef við teljum okkur hafa efni á, ætti Alþingi að koma saman þann dag á Þingvelli, að minnsta kosti á fyrsta ári hvers kjörtímabils. Um leið yrði allsherjar þjóðhátíð á Þingvelli. Störfum Alþingis mætti svo ljúka á venjulegri vetrarsamkomu. Jafnframt getur dagurinn haldið áfram að vera aðaldagur íþróttamanna og ung- mennafélaga. Þessir aðilar geta lagt fram mikilsverðan skerf til hátíðahaldanna — allt eftir staðháttum. En yfirleitt á engin sérstök stétt, enginn sérstakur félagsskapur að eigna sér dag- inn. Hann er dagur allrar þjóðarinnar. 17. júní-nefnd á að vera í hverjum kaup- stað, hverju þorpi, hverri sveit eða héraði. Öll tilhögun á að vera með þeim blæ, að sem flestir fái notið sín, hresst sig frá hversdagsstörfum og skemmt sér — eftir því, sem honum er einlægast, án þess þó að valda öðrum gleðispjöllum. í sveitum væri vel viðeigandi, að þeir,

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.