Tíminn - 23.12.1941, Blaðsíða 10

Tíminn - 23.12.1941, Blaðsíða 10
M TÍHINN ana vax eln af þessum ísmeygilegti konum, sem eru aið hverfa úr sögunni nú á tím- um. Já, drengur minn, konurnar eru ekki lengur eins og þær voru foröum daga. Eitt sinn gall veiðilúður úti í skóg- inum: Tra-ta tara-tara-ta-ta-ta! Það kvað við í skóginum, hvellt og snjallt. Ég var lítill drengur þá og vissi ekki, hvað þetta boðaði. Ég sá, að fuglarnir flugu úr hreiðrum sínum og görguðu, og hérarnir hlupu fram og aftur eins og fætur toguðu og lögðu eyrun aftur með búknum. Ja, ég hugsaði: „Kannske eitthvert fágætt dýr gefi frá sér svona fallegt hljóð.“ En það var ekki dýr, heldur óðalsbóndinn, sem kom ríðandi á gæðingi sínum og blés í horn. Á eftir honum fóru fylgdarsveinar á hestum með hunda í bandi. Meðal fylgd- arliðsins var Opanas Schwidski, sem var glæsilegastur af þeim öllum. Hann var í blárri kápu, tyrkneskri, og með gyllta koll- húfu. Það skein á byssu á baki hans, og harpa hans hékk í ól um öxlina. Hann reið næstur óðalsbóndanum, og hesturinn prjónaði undir honum. Óðalsbóndinn hafði dálæti á honum, því að hann lék vel á hörpu og hafði góða söngrödd. Já, það var nú piltur, hann Opanas, og laglegur var hann! Óðalsbóndinn bliknaði við hliðina á honum: Hann var sköllóttur og með rautt nef, og þó að hann væri hýr til augnanna, þá voru þau ekki eins skær og í Opanas. Þó að ég væri ekki stelpa, þá gat ég, strákhnokkinn, ekki að mér gert að brosa, þegar Opanas leit á mig. Fólk sagði, að foreldrar Opanas væru Zaporog-Kó- sakkar, búsettir handan við Dnjeprfljót, og þar er fólkið svo laglegt og harðfengt. Ja, hugsaðu þér, drengur minn: Að þjóta á hesti yfir sléttuna með spjót í hönd, og svo að fella skóg — það er munur á því.... Ég hljóp út úr kofanum og sá óðals- bóndann koma flengríðandi. Hann nam staðar með sveina sína og Róman kom út úr kofanum og hélt í ístaðið, meðan hann fór af baki. Róman heilsaði honum virðu- lega. „Hvernig gengur?“ spurði óðalsbóndinn Róman. „Jæja,“ svaraði Róman, „jú, þakka yður fyrir. Mér liður vel. Hvað ætti svo sem að ama að mér? Og þér sjálfur. Hvernig líð- ur yður?“ Róman kunni ekki að svara óðalsbónd- anum eins og sæmdi. Þjónarnir hlóu að þessu svari, og óðalsbóndinn brosti líka. „Guði sé lof, að þér líður vel,“ sagði óðalsbóndinn. „En hvar 6r konan þín?“ „Ja, hvar ætli að hún sé? Hún er lík- lega ínni við....“ ,Jæja. Þá förum við líka inn,“ sagði óðalsbóndinn. „Þið breiðið dúkinn á jörð- ina og búið allt í haginn, svo að við get- um óskað ungu hjónunum til hamingju.“ Svo fóru þeir inn í kofann: Óðalsbónd- inn fyrst, Opanas og Róman berhöfðaðir á eftir honum og Bogdan siðastur — elzti og dyggasti þjónn óðalsbóndans. Slíkir þjónar eru ekki til nú á dögum. Bogdan var gamall og skreið fyrir óðalsbóndanum eins og hundur, en var harður við þjón- ustufólkið. Hann áttl engan að á þessari jörð nema óðalsbóndann. Þegar foreldrar Bogdans dóu, á hann að hafa farið til gamla óðalsbóndans og beðið hann um Jarðnæði, því að hann langaði til að kvong- ast. En gamli maðurinn lét hann ekki fá jarðnæöi, heldur skipaði honum að ann- ast son slnn: „Þú hefír þá eitthvað til þess að hugsa um, þó að þú eigir hvorki for- eldra né konu.“ Svo fóstraði Bogdanitsch son gamla óðalsbóndans og kenndi hon- um að sitja á hestbaki og fara með byssu. Og þegar drengurinn var kominn á full- orðinsár og sjálfur orðinn óðalsbóndinn, elti Bogdan hann ávallt eins og hundur. Ef satt skal segja, þá voru þeir margir, sem bölvuðu Bogdan.... og ávallt vegna óðalsbóndans. Að boði hans hefði Bogdan rifið föður sinn á hol. Ég, strákhnokkinn, trítlaði á eftir þeim inn í kofann. Hér var eitthvað nýstárlegt á seiði. Ég elti, hvert sem óðalsbóndinn fór. Óðalsbóndinn staðnæmdist á miðju kofagólfinu, sneri á yfirskeggið og brosti. Róman gekk um gólf og vöðlaði saman skinnhúfunni sinni, en Opanas hallaði sér upp að veggnum og hékk þar eins og eik í óveðri. Hann var brúnaþungur og harð- neskjulegur á svip... . Þeir sneru sér að Oksönu, allir þrír. Bogdan sat einn á bekk úti í skoti og drjúpti höfði og beið þess, að óðalsbóndinn skip- aði honum að gera eitthvað. Oksana stóð við ofninn og horfði niður fyrir sig. Hún var rjóð í andliti, rjóð eins og valmúi I byggakri. Það var eins og hún fjmdi á sér, að eitthvað illt vofði yfir vegna hennar. Svona er það, drengur minn, þegar þrír horfa á sömu konu: Af því hlýzt aldrei gott — þeim lendir saman, áður en varir, ef ekki gerist annað verra. Ég veit það, því að þetta hefi ég sjálfur séð. „Jæja, Róman karlinn,“ sagði óðals- bóndinn, „lét ég þig ekki fá góða konu?“ „Ojæjá,“ svaraði Róman. „Þær eru nú víst flestar eins.“ Opanas yppti öxlum og skotraði augum til Oksönu og tautaði: „Þessi kona hefði ekki átt að lenda í höndunum á öðrum eins afglapa.“ Róman heyrði þetta og sneri sér að Opanas og mælti: „Hvers vegna segir þú, Opanas, að ég sé afglapi? Hvað áttu við með því?“ „Sá, er afglapi," svaraði Opanas, „sem ekki gætir konunnar sinnar.“ Þetta sagði Opanas við hann. Óðals- bóndinn stappaði niður fæti, Bogdan hristi höfuðið, en Róman hugsaði sig um stundarkorn og leit síðan á óðalsbóndann. „Hvers vegna á ég að gæta hennar?“ sagði hann við Opanas. „Hver fjandinn ætli að sé að væflast hér í skóginum, nema dýrin? Nema þegar óðalsbóndinn kemur sjálfur. Fyrir hverjum á ég að vemda konuna mína? Varaðu þig, Kósakki, að espa mig, því að ég gæti orðið þunghentur Sennilega hefðu þeir látið hendur skipta, ef óðalsbóndinn hefði ekki gengið á milli þeirra: Hann stappaði niður fæti — og alla setti hljóða. ,J>egið þið, helvítis þrælbeinin! Við komum ekki hingað til að berjast, heldur til þess að gleðjast með imgu hjónunum og fara á dýraveiðar, þegar kvöldar. Kom- ið þið nú með mér.“ Óðalsbóndinn snerist á hæli og struns- aðl út úr kofanum. Fylgdarsveinamir höfðu reitt fram kræsingar á dúkinn und- ir trénu. Bogdan fylgdi óðalsbóndanum eftir, en Opanas stöðvaði Róman í dyra- gáttinni. „Vertu ekki reiður við mig, bróðir,“ sagði hann. „Hlustaðu á það, sem Opanas seg- ir: Sást þú, þegar ég fleygði mér niður við fætur óðalsbóndans og kyssti skó hans og bað hann að gefa mér Oksönu? Guð hjálpi þér.... Presturinn hefir vígt ykk- ur saman, það hafa verið ykkar forlög. En ég þoli það ekki, að þetta hrakmenni gleðj- ist meira yfir ykkar smán. Enginn veit, hvað mér býr í brjósti.... Ég vil heldur skjóta þau bæði en vita hann I sæng hjá henni.“ GLEÐIUBG IÓL! lífnalautf Itetfkjmtfíkur --------::-----------~~---— r— ------— -------— GIÆÐHÆG 1ÓL! Soffíubúð GIÆÐHÆG JÓL! Vcrksmiðjaútsalan Gcfjun — Iðunn GIÆBIEÆG JÓL! Kaffibœtis- vcrksmiðjan Wretgja

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.