Tíminn - 23.12.1941, Blaðsíða 12

Tíminn - 23.12.1941, Blaðsíða 12
12 TÍMINN Bjarni Asgeirsson: Þegar ég ætlaði Þegar ég var ungur maður, langaði mig til að verða skáld, Og þetta var ekkert fágætt á þeim árum. Ég held, að æðistór hópur ungra manna í þann tíð hafi búið yfir einhverju svipuðu, nokkurt skeið æf- innar. Ég kynntist nokkuð mörgum, sem þannig var ástatt um. Ég veit ekki, hvað kann að hafa valdið þessu. Ef til vill voru þetta áhrif frá hinni eldri kynslóð — rímnakveðskap hennar og ljóðalestri, sem var mikið iðkuð og vin- sæl dægrastytting á mörgum heimilum, einkum til sveita, fram um síðustu alda- mót. Ef til vill voru þetta áhrif frá vin- sældum hinna snjöllu skálda, er íslenzka þjóðin átti á þessu tímabili — glæsileg- asta ljóðskáldatímabili, sem ísland hefir nokkru sinni, og sennilega mun nokkurn- tíma eignast. Ef til vill hefir verið einhver andleg ólga í lofti í kringum lokasóknina í sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar, sem hef- ir komið þannig rót á tilfinningalíf okkar æskumannanna. — Ef til vill hefir allt þetta, að einhverju leyti hjálpað til að skapa hjá okkur heilabrot og hugarsmíð- ar, sem brutust fram í skáldagrillum æsku- áranna. Ég hafði snemma yndi af vísum og ljóð- um og fór fljótlega að bera mig að því, að hnoða saman vísum. Pyrsta vísan mín, sem ég man eftir, er frá níunda aldursári mínu. Ég hafði þá það sumarstarf að gæta kúnna á heimili mínu, reka þær á haga og sækja á kvöldin. Þar var boli einn i hópnum hálf-mannýgur og óþekkur, sem ég átti í sífelldum brösum við. Einu sinni var ég að lumbra á honum mð smala- prikinu mínu og hraut þá út úr mér þessi vísa í þeirri viðureign: Alltaf eru mér til meins — maðurinn þér hegnir — hans varð bani — og rak til lands. ef þú ekki gegnir. — Og fékk bolsi vel útilátinn löðrung um leið, Um þetta leyti var aldraður maður á heimili foreldra minna, sem kunni og kvað mikið af gömlum vísum. Eitt sinn hlustaöi ég á hann kveða rimnaflokk, þar sem vísurnar voru þannig gerðar, að hver ljóðlína byrjaði á sama orði og sú síðasta endaði á. Þetta þótti mér þá hin mesta list, og langaði mig mikið til að leika hana eftir. Þá var það eitt sinn, að ég sá föður fninn skjóta svartbak, sem sat á sjónum skammt frá ströndinni — en vindur stóð að landi og bar hann brátt upp að fjöru- borðinu. Þá notaði ég hina nýju braglist til að yrkja um atburð þennan. Vísan var svona: Svartbakur á sjónum sat, sat hann þar og ekkert gat. Gat kom þá á höfuð hans; Þetta færðu, og annað eins, Enga tilsögn hafði ég þá fengið ,svo mik- ið. sem um einföldustu reglur bragfræð- innar. Þegar ég var tíu ára, dvaldist ég um tíma á heimili Haraldar Níelssonar pró- fes.sors í Reykjavík, og stundaði sundnám hjá Páli Erlingssyni, er þá kenndi sund í laugunum í Reykjavík. í tómstundum mínum lét séra Haraldur mig læra kvæði og kenndi mér þá undirstöðuatriði brag- fræðinnar. Gladdist ég .þá í hljóði yfir því, að mér hafði tekizt að mestu að fylgja ið verða skáld réttum rímreglum í þeim vísum, sem ég þegar hafði gert, án þess að hafa kynnst þeim hið minnsta. Fann ég þá, þó að ég gerði mér þess ekki ljósa grein, að mér hafði hlotnast í vöggugjöf hið svokall- aða „brageyra“ og þótti það spá góðu um, að ég mundi fá þá ósk mína uppfyllta, að verða skáld. Ég fór nú að kynna mér allt, sem ég náði í um rímfræði og skáldskap og las öll þau kvæði er ég komst yfir. Hvenær, sem ég sá nýtt ljóð í blaði eða bók drakk ég það í mig á undan öllu öðru lesmáli. Ég hélt nú áfram vísna- gerðinni og lét fljúga í litlum kviðl- ingum við ýms tækifæri og æfði mig í meðferð ríms og brag- arhátta. Svo smátt og smátt, hægt og hikandi byrjaði ég á kvæða- gerðinni. Ég tók þetta allt ósköp hátíðlega og valdi hin háfleyg- ustu yrkisefni að hætti góð- skáldanna. Þannig gekk þetta fram á tví- tugsaldurinn. Þá upplukust augu mín skyndilegá, og nú varð mér allt í einu ljóst, að allar mínar skáldagrillur voru ekki annað en æskuórar. Þekking mín og skiln- ingur á kvæðum stórskáldanna hafði auk- izt með árunum og þar með gagnrýni og vantrú á eigin hæfileika í þessum efnum. Ég hafði lengi haft þá skoðun, að hér væri ekki nema um tvennt að ræða — stórskáld eða ekkert skáld. Von mín um að verða stórskáld var nú að engu orðin, og nú ákvað ég að kasta frá mér allri Ijóðagerð fyrir fullt og allt — eins og gömlum leikföngum, sem ekkert gildi höfðu lengur. Og nú er brotið í blað. Ég var orðinn leiður á allri ljóðagerð og las nú aldrei kvæði nema ég næði ekki í neitt annað. Þegar blöðin fluttu ný kvæði, las ég þau ýmist alls ekki eöa þá ekki fyrr en allt efni blaðsins, ásamt auglýsingum, var bú- ið og annað ekki fyrir hendi. — Ég gleymdi flestum æskuljóðunum, týndi handritun- um og eyðilagði, og reyndi að þurka öll áhrif frá skáldagrillum unglingsáranna úr huganum. Einungis örfá af þessum gömlu leikföngum mínum eru enn við líði, sem ýmist höfðu verið birt í blöðum eða geymzt í minni mér. Legg ég nokkur þeirra hér fram eins og fylgiskjöl með þessum æskuminningum hins „fyrverandi tilvonandi skálds“. Ég birti hér tvö, er sýna nokkuð ljóslega sveiflurnar á milli vorhugs og vetrar — annað orkt um haust- nótt og hitt um vordag. Haustkvæðið, orkt eftir mishepnaðan dag, hét: Dagurinn liðni. Bjarni Asgeirsson og tækfæris gullkorn eins og aðrir, sem eg sá fyrst, er þú varst gengin hjá. Nú græt ég þig og gleyma mun þér eigi! Ég geymi minning þína í huga mér sem litla mynd af löngum ævidegi, er líkt og þú á burtu jafnnær fer. Til himins, augun veik þótt vilji flýja í von um Ijós, frá nætur-myrkra þraut, — á milli svartra sorgarþungra skýja ég sé þar aðeins lífs míns vetrarbraut. En svo hallar vetri, „vetrarbrautin“ hverfur og allt viðhorf breytist. Þegar daginn fer að lengja. Nú er sólin sigri að ná, svartanætur veldi að þrengja. Nýjan kraft hún alltaf á eins.og hljómar fornra strengja. Glæðast vonir þroskast þrá þegar daginn fer að lengja. Þá fær viljinn vængja-byr; vex þá trú á allt hið bezta. Þar sem dauðinn dvaldi fyr dunar vorið, — ísar bresta. Er sem heyrist drepa á dyr dular-fylgjur sumar-gesta. Loftiö allt af ljósi hlær, logi hafs úr auga brennur. Kuldi hopar, klökknar snær. Klakarisar fella tennur. Alltaf hærra en í gær upp á loftið sólin rennur. Nú leggur nótt með liðinn dag í fangi í líkhús tímans — eilífð vígðan sal, — í svartri skykkju hljóð og hæg í gangi, og höfgum tárum vökvar strönd og dal. Og öldur stynja út við sævardranga sitt undirspil við hennar göngulag. — Ég sit hér einn og þerra votan vanga; ég vildi gráta úr helju liðinn dag. Þú bauðst mér fön í veikar vonarfjaðrir og vaxtarvönd í kraftalaufin smá, Út um geiminn ör-hröð yls og bjarma sólarmóð'a. Foldin öll á brjósti ber brennimerki helgra glóða. Svo í anda sjáum vér sigurmátt og vald hins góða. Hugsjón andans, öflga sól, okkur sendu strauma þína. í vor myrku mæðu-ból milda geisla láttu skína.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.