Tíminn - 23.12.1941, Blaðsíða 3

Tíminn - 23.12.1941, Blaðsíða 3
T í M I N N 3 Skálholtskirkja Brynjólfs Sveinssonar. ætla að verða öllum öðrum líkur, aðeins nýtt spor á langri leið atburðanna, og þannig leið hann líka allt fram aö nóni. En nú skulum við aftur halda heim að Skálholti og skyggnast þar um. í traðar- veggina eru gömul skörð, sem aldrei hef- ir verið hlaðið upp í, og bæjarþilin hallast sitt á hvað. Sum reigja sig aftur á bak, eins og menn með ístru, en önnur lúta á- fram, líkt og angurvær gamalmenni eða hestar, sem standa í höm. Allur staður- inn bar merki elli og hrörnunar, en þó hvllir yfir honum þótti og virðuleiki, sem tönn timans hefir ekki unnið bug á. — Úti á hlaðvarpanum standa tveir menn á tali. Annar er klæddur svörtum kjól, all- mjög snjáðum. Það er gamli biskupinn, dr. Finnur Jónsson. Nú er hann áttræður, en þó öldurmannlegur og léttur í bragði, eins og harðindin hafi ekki enn komist inn úr kjólnum hans. Hinn maðurinn er Magnús Ólafsson, varalögmaður frá Svefneyjum, bróðir Eggerts og „ökonómus“ staðarins eða stólsforráðamaður. Hann er alvarleg- ur á svip og hefir skotthúfu á höfði. Yngri biskupinn liggur veikur í rúminu í litlu loftherbergi, og puntstráin í gluggatóttinni svigna fyrir austangolunni, aftur og fram. Vinnufólkið kemur nú heim til að borða. Það kemur í hópum og hverfur hljóðlega inn í bæinn, og miðdegisværðiri fellur yfir hinn forna stað. Allt í einu heyrist hár og skerandi hvin- ur, og í sömu svipan er sem jöröin sparki upp í iljar manns. Hún tekur ægilegt við- bragð, gengur í bylgjum, hristist og nötr- ar í æðisgengnum hrolli. Klukkur dóm- kirkjunnar hringja í sífellu. eins og kom- m sé hin efsta stund. Húsin riða, hnaus- aj og moldargusur þeytast út úr grónum veggjunum. Þekjur sligast, þiljur og stafn- ar falla.... Inni í bænum hendist allt í eina kös á gólfinu; menn og matarílát og hvað sem lauslegt er. Það brakar og brest- ur í hverju tré. Sperrur slitna, bitar brotna og falla. Allir menn missa ráð og rænu um stund, jafnvel puntstráin í djúpum gluggatóttunum titra við og brotna. — Svo hverfur hann jafn óvænt og hann kom, hinn óboðni gestur — jarðskjálft- inn. En úr út bænum, gegnum smugur og göt, skríður skjálfandi fólkið og safnast saman á hlaðinu. Þar heldur Magnús Ólafsson manntal. Marga vantar og inn- an úr rústunum heyrast hróp og stunur. Biskuparnir báðir höfðu komizt út af eig- in ramleik, Hannes Finnsson á nærklæð- unum einum. Hann hefir þá sögu að segja, að þakið á herberginu, þar sem hann lá, hafi brotnað og fallið niður eina alin frá rúminu. Veggirnir sópuðust undan hús- inu í einu vetfangi, og fjórar stoðir, sem héldu loftherberginu uppi, brotnuðu um þvert, en einhvern veginn hafði honum þó tekizt að koma sér niður og út. Nú er mönn- um skint til að grafa út fólkið og kæfa eld- inn. Hvorttveggja tekst, vonum fyrr og bet- ur, þvi að allir halda lífi og limum. Og um kvöldið eru komin upp tjöld á túninu. Þar búa biskuparnir og annað fyrirfólk, en alþýðan leitar hælis í hálfföllnum kofun- um. Skálholt er í rústum. Öll hús staðar- ins eru fallin eða skemmd, nema tveir smákofar og dómkirkjan. Hún gnæfir við loft, eins og áður, í einmana tign. Jarðskjálftinn 14. ágúst varð harðast- ur í uppsveitum Suðurlands, Biskupstung- um, Holtum og Hreppum. Þar féll fjöldi bæja í kös, en á öllum öðrum urðu stór- skemmdir. Margt fólk varð undir rústun- um og þurfti að grafa eftir því, en allir náðust þó lifandi og lítt skemmdir, — nema þrír. Þeir knosuðust til dauða. Landið tók miklum breytingum. Fjöllin hristu sig, eins og hundar komnir af sundi, svo að skriður og moldarmekkir þeyttust niður hlíðamar. Sem dæmi má nefna þaö. að 36 skriður féllu fram í vestanverðu Vörðufelli á Skeiðum. Vötn og ár um- hverfðust, lindir og brunnar urðu hvít sem mjólk, en votlendi breyttust í stöðuvötn eða þornuðu upp með öllu. Alræmd ótræð- iskelda niður frá Torfastöðum í Biskups- tungum varð vatnslaus og hvarf, en á næsta holti, í harðri moldargötu, opnuð- ust tvö augu, hvort hjá öðru. Þau voru tæpur metri í þvermál og svo djúp, að steinar voru 18 sekúndur að sökkva til botns. Eftir nokkurn tíma sigu þau aftur saman. Gamlir hverir hurfu, en nýir sköp- uðust. Þannig er þess getið, að við Geysi hafi komið upp 32 ný hveraaugu. í nálægum sveitum urðu einnig mikil spjöll, og yfirleitt náöi jarðskjálftinn yf- ir furðulega stórt svæði. Hús féliu víða um Suðurland og í Vestmannaeyjum skemmd- ust fuglabjörg mjög af skriðuhlaupum og hruni. Magnús Stephensen, sem staddur var hjá föður sínum, Ólafi amtmanni Stefánssyni að Innra-Hólmi á Akranesi, segir svo frá, að þar hafi húsin skolfið, eins og allt ætlaði niður að keyra. Akra- fjall var hulið reykjarmekki, því að alls- staðar féllu skriður og stórir steinar hrundu úr sjávarhömrunum. Þegar landskjálftinn var liðinn hjá, hvíldi móleitt mistur yfir öllu. Og jörðin komst ekki i ró, því að um nóttina og næsta dag fundust smá hræringar við og við. Þannig leið helgin. En á mánudaginn, 16. ágúst, reið aftur yfir ægilegur jarð- skjálfti, ekki öllu minni en sá fyrri. Hann varð skæðastur í lágsveitunum, Ölfusi, Flóa og utanverðu Grímsnesi. Féll nú enn fjöldi bæja, einkum á þessum slóðum, en einnig annars staðar um Suðurland, enda höfðu margir þeirra þegar fengið þá út- reið, að þeir máttu ekki við miklu. — Eft- ir þétta gekk á með stöðugum hræringum, það sem eftir var sumars og allt fram til jóla. í fyrstu voru kippirnir margir á degi hverjum, en strjáluðust síðan. Sumir voru svo skæðir, að þeir ollu skemmdum á hús- um, einkum sá, sem yfir féll 15. október. Þessir jarðskjálftar eru efalaust þeir mestu og ægilegustu, sem sögur fara af á landi hér, að minnsta kostí upp til 1896. Sem dæmi um styrk þeirra, má geta þess, að sterkustu karlmenn. sem stóðu að slætti, tóku það til bragðs að reka orfhælinn sem fastast í völlinn og styðja sig af afli við orfið, en féllu samt, en maður, sem var að rista torf í mýri, gerði ýmist, að hann stóð í vatni upp að hnjám eða þá á þurru, eftir því, hvert jarðbylgjurnar bar. Jörðin rifn- aði víða og sumar sprungurnar voru alt að 10 metrum að dýpt, en allt frá Mýrasýslu og austur undir Eyjafjöll, urðu skemmdir á húsum, þó að vitanlega væri fastast að kveðið í Árnessýslu. Samkvæmt skýrslu Hannesar biskups Finnssonar, féllu þar til grunna 60 bæir, aðrir 64 gerspilltust, en 372 urðu fyrir stórskemmdum. Auk þess féllu með öllu 1459 einstök hús, 212 héngu að- eins uppi og 330 skemmdust stórlega. Enn- fremur féllu 11 kirkjur eða urðu fyrir mikl- um skaða. Við þessa skýrslu er þó það að athuga, að vitneskja vantaði úr 4 sóknum og eru þær ekkj. taldar með, Þó var vitan- legt, að jarðskjálftarnir hefðu gert þar ær- inn usla. — í Rangárvallasýslu eyddust 29 bæir með öllu, en aðrir urðu fyrir skemmdum og fjöldi húsa féll eða spillt- ist til muna. Loks skal þess getið, að í Kjósar, Borgarfjarðar- og Mýrasýslum varð tjón á húsum svo, að sum féllu. Allt vestur á Snæfellsnes og Vestfjörðu varð jarðskjálftanna vart. Aftur fundust þeir ekki í eldsveitunum eystra, en þar höfðu komið kippir í öndverðum ágústmánuði, Það gefur enga bið, að náttúruógnir, slíkar sem þessar, hljóti að hafa í för með sér hallæri og eymd. Jafnvel á okkar dög- um mundu þær taka þétt i hnjúkana, þó að nú sé öldin önnur og margt megi gera til hjálpar þeim, sem fyrir kynnu að verða. En sumarið 1784, ári eftir Skaftárelda, urðu afleiðingarnar því ægilegri, sem við- námsþol þjóðarinnar var minna og allar bjargir bannaðar til almannahjálpar. Mat- væli spilltust mjög eða eyðilögðust með öllu, og mátti þó sízt við þvi, þar sem lítið eða ekkert var að fá úr kaupstaðnum, en engin tök á að sækja til annarra héraða fyrir hestaleysi. Hver óhamingjan bauð annari heim. Tiðarfarið breyttist mjög til hins verra þegar eftir jarðskjálftana og gerði stórrigningar og illviðri, sem héldust • fram á haust, svo að brekkur hlupu fram og heyfengurinn skemmdist. Þá var ekki annars kostur en að leggja heyskapinn á hilluna um sinn, til að hrófla upp húsunum, en það var ekki auðvelt. »

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.