Tíminn - 23.12.1941, Blaðsíða 13

Tíminn - 23.12.1941, Blaðsíða 13
Veraidu hverja von, sem kól, vektu nýjar — láttu hlýna. Fyrst, er vald þitt, vinnur tafl, vænni stakk má lífið taka. Þá mun vanans vetrar-skafl verða að ljúfum daggarraka. Þangað til er allt vort afl eins og líf-fræ hulið klaka. Þá er hér og eitt kvæði, ort undir áhrif- um vorsins, er nefndist: Víkingarnir. I. Úr foreldrahúsum að freyðandi strönd, — úr frændmennaskara í ókunnug lönd, — úr ástmeyjarfaðmi gegn óvinarhönd. — Þeir ókvíðnir skiftu’ á þeim kjörum. Með aflþrungna vöðva og ólgandi blóð og óbiluð hjörtu í svellandi móð, á öslandi gnoðum með alþöndum voðum hjá öskrandi boðum þeir syngjandi héldu úr vörum. Þeir vissu það glöggt um þá löðrandi leið, að lífsháski’ og mannraun þar hvarvetna beið. En það var sem örvum við ögrun og seið. Þeir eirðu’ ekki kyrðinni heima. Og þrekið með veðrunum vaxandi fór, er vindbarinn geisaði freyðandi sjór, þeim hlakkaði hugur og harðnaði dugur um höfin þeir flugu sem kóngörn um þrumandi geima. Og þegar að albúin óvinaskeið með illvígu herliði móti þeim skreið, . þeir voru’ ekki’ að hika né leggja úr leið en liðinu fylktu að stríði. Og að, þar sem fjandmannaforinginn stóð og fylkingin öflugust, knörr þeirra vóð. Að sigra’ eða falla var allt fyrir alla því eggjarnar gjallandi kváðu þeim níð, er þá flýði. Svo lentu þeir garpar með gullhlaðinn knör, en gatslitnar verjur og uppsorfinn hjör, og tignarmörk víkingsins: orrustuör; en orðstírinn kvað við í tindum. — Sem glóandi brandar þeir byrjuðu ferð, en birtust að lokum sem skínandi sverð með hörku úr hríðum og stæling úr stríðum, en eggjan úr víðsýnis ógnandi og töfrandi myndum. II. Það starf var mannkyns bernsku brek af bruna táps og vilja. Það æskufjor og ærslaþrek var ekki hægt að dylja. Það benti’ á hetjubrag og mátt sem brim til vinda segi. Það kom sem roði í austurátt á undan sól og degi. En þráin, sem á djúp þá dró frá draumasæld að þrautum. Hún laðar enn á löðursjó, hún leiðir þá á brautum, sem kærri lífsins eldsókn er og æðri værð á dýnum; og það er hún, sem heiminn ber til himna’ á vængjum sínum. Ég birti hér að lokúm eitt erindi úr hestavísum, undir fornyrðalagi. Erindi þessi eru nú gleymd og man ég ei hve T í M I N N niörg þau voru, en þessu hefir skolað á land í minni mér. Hestavísa. Líkt og ungmær fimum fingrum fagurgljáar nótur slái leikin eru létt á klaka lög af fáksins hófaslögum. Syngur glatt í gljúfraklettum, glymur kátt í hamrakymum. Undrahljómar út um geiminn óma lengi’ úr klakastrengjum. Ekki man ég, hve lengi áðumefnd ljóða- ógleði mín varaði. En ekki liðu mörg ár þar til er kvæðabækur góðskáldanna okkar urðu að nýju mín hugþekkasta dægradvöl. Og svo er það enn i dag. Og ég held næst- um, að nautnin af lestri fagurra ljóða hafi orðið enn meiri og sannari eftir að mínir eigin skáldadraumar voru að engu orðnir. Og þó ég hefði ásett mér að leggja á hilluna allt ljóðaglingur fyrir fullt og allt, þá varð nú náttúran ásetningnum yfirsterkari, og nú greip ég til ferskeytl- unnar, sem lengi hefir verið uppáhald ís- lenzkra hagyrðinga. Og síðan ég sættist við bragardísina til fulls og tók með und- irgefni þeim hlut, er henni þóknaðist að rétta mér, hefir varla liðið nokkur sá dagur, að ég ekki hafi kastað fram vís- um, einni eða fleirum, um þau efni, sem augnablikið lagði í höndur mér. „Sumt er gaman, sumt er þarft, sumt vér ekki um tölum.“ Langsamlega mestur hluti þessara dæg- urfiðrilda hefir flogið jafnóðum út í veð- ur og vind — enda öll gerð mér „til hug- arhægðar, en hvorki lofs né frægðar“, og voru þess ekki umkomin að afreka meira. Ég ætla samt að birta hér af handa- hófi dálítið hrafl af tækifærisvísum, sem ég man enn, því mestur hluti þeirra er týndur og tröllum sýndur, eins og fyrr er sagt. Mörg af örnefnum í Danmörku enda á „röd“ og „rup“. Þessari vísu kastaði ég einu sinni fram, er ég var þar á gangi: Danmörk geymir ,,röd“ og ,,rup“ og röð af skógalundum. Landið heima nes og núp og nóg af flóasundum. Þá eru hér nokkrar vísur, er ég hefi kastað fram á ferðalögum. Eitt sinn var ég í bílferð með mörgu fólki, og hét einn ferðafélagi okkar Jón, eins og lög gera ráð fyrir. Ég hefi víst öfundað hann af sætinu eins og vísa þessi ber með sér: Jón minn sældarsæti fékk, sem hefir kosti þrenna: í miðjum bíl á miðjum bekk, milli tveggja kvenna. Við fórum fram hjá bæ, er hét að Vega- mótum. „Þar býr ekkja“, sagði Jón. „Hana þekki ég“. Þá var haldið áfram: Vegamót eru víða og víða’ eru ógift hjón. Á Öndverðarnesi býr ekkja. Og ekkjuna þekkir hann Jón. Eitt sinn var ég í bifreið á Reykjaheiði í Þingeyjarsýslu, ásamt fleira fólki. Veg- ur var ógreiðfær; aur og snjór. Á undan okkur var önnur bifreið, og hét stjórn- andinn Jóhann. Okkur þótti hann full hægfara og varð þá þessi vísa til: II Hátt upp á Reykjaheiði hrepptum við þoku og snjó. Þar mætti’ okkur margur tálmi en mestur var Jóhann þó. Ég fór einu sinni ásamt fleirum yfir Vaðlaheiði, áður en hinn nýi vegur var lagður. Höfðum við farið alllanga dag- leið, er þangað kom, og hestarnir farnir að þreytast og þótti ferðin sækjast seint yfir heiðina. Um það gerði ég þessa vísu: Letjast hestar, lýjast menn. Lokið er tölti og skeiði. Þó er spölur eftir enn yfir Vaðlaheiði. Eitt sinn vorum við nokkrir samferða- menn fluttir á hestum yfir Snæfjallaheiði, fráGrunnavík á fjallsbrúnir ofan við bæinn Sandeyri við ísafjarðardjúp — og gengum við þaðan niður að bænum. Færðin hafði verið heldur slæm, og höfðu sumir orðið fyrir því slysi að rífa brækur sínar og aðrir lent í aurflagi. Þetta er lýsing á ferðalaginu af fjallinu niður á Sandeyri: Heim að Eyri herrarnir höltruðu niður traðir. Sumir auri ataðir, aðrir berrassaðir. En var ég á ferð í bifreið, ásamt fleir- um. Einn farþeganna vildi spreka mér til og sendi mér vísu, sem var um það, að ég lækkaði í sætinu og endaði þannig: „Alltaf minnkar Bjarni.“ Ég svaraði aftur með þessari vísu: Ef ég skyldi minnka meir mörgum létti í sinni. Glaðir einkum gerðust þeir, sem geta’ ekki’ orðið minni. Eitt sinn var ég á sjóferð ásamt félaga mínum, er Sigurður hét. Þröngt var inn- an þilja, og var okkur fengið svefnherbergi stýrimanns, þar sem vínföng skipsins voru innsigluð. Margt kvenna var með. Þekkti Sigurður ýmsar þeirra, gekk um skipið og ræddi við þær. Skipstjóri var gamansam- ur og stríddi Sigurði með þessum eftir- litsferðum. Kom að því, að hann kvaðst mundu setja hann á land á næstu höfn, nema ég ábyrgðist hann. Svaraði ég með þessari vísu: Sigga halda fáir frá flöskum eða konum. Jeg skal taka ábyrgð á öllu nema honum. í annað sinn á sjóferð ræddum við ferðafélagar um það, hve mikill munur væri á því að sofa á sjó eða landi. Um það kvað ég: Að sofa á landi og sofa á sjó, sinn er á hverju mátinn. Af öðru fæ ég aldrei nóg — uppgef hitt — á bátinn. Ég var einu sinni á allfjölmennri sam- komu, er haldin var að Botni í Dýrafirði. Séra Siguður Gíslason á Þingeyri var meðal aðkomumanna, en þetta var á sunnudegi og hafði hann því boðað messu- fall. Á leiðinni út fjörðinn um kvöldið hyllti Þingeyrarkirkj u uppi og var tilsýnd- ar sem hún synti á miðjum firðinum. .— Um það gerði ég þessar tvær vísur: Söfnuðurinn sigldi inn fjörð;

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.