Tíminn - 23.12.1951, Blaðsíða 3

Tíminn - 23.12.1951, Blaðsíða 3
293, blaS. TÍMINN, sunnudaginn 23. desember 1951. 3, 7/Það fór enginn tómhentur, sem þarfnaðist einhvers' Fyrir ferðlúinn mann er góður gististaður mikils verð- ur. Hann ætti ekki að gleym- ast þeim ,er hrakinn og hrjáð- ur, er boðinn velkominn þar hvort heldur er á nótt eða degi og veittur beini af höfð- ingsskap og alúð. Eitt slikra heimila var hið forna höfuðból, Laxamýri í Þingeyjarsýslu, í búskapartíð þeirra feðga, Sigurjóns Jó- hannessonar og sona hans, Egils og Jóhannesar. Að vetri til var Laxá aðal flutningaleið dalanna upp af Skjálfandaflóa ög lá aksturs- leiðin við vallargarðinn á Laxamýri. Var algengt að á þar e'ða taka næturgistingu, voru húsakynni þar mikil og góð og hjartarúm samsvar- andi. Vorið 1906 tóku þeir Egill og Jóhannes Sigurjóns- synir við búsforráðum af föð- ur sínum þar á staðnum og bjuggu þar eins konar félags- búi til 1928, gengu þeir jafn- an undir nafninu Laxamýrar- bræður eða jafnvel bara Jón Haraldsson, bóndi á Einarsstöðum seg- ir frá hríðteppu á Laxamýri vefurinn £913 okkur að vinna verk þeirra. Þá var æðimargt fé á beitar- húsum á Mýrarseli svonefndu sem er vestan Laxár, féll það í hlut okkar Jóns bónda Kristjánssonar í Giaumbæ að fara í Selið Jón var ágætis félagi og afbragðs ferðamað- ur, ratvís og öruggur í hverri raun. Þetta er einhver grimm asta stórhríð, sem ég hefi komið út í 30—35° frost og veðurhæðin svo mikil að ó- kleift mátti heita að ganga á móti. Urðum við nafnar að krækja höndum saman og skríða á fjórum fótum norður yfir hraunkambana sunnan við Mýrasel. — Man ég að Jón kallaði þá í eyrað á mér og sagði: Heldurðu ekki að stúlk unum þættum við mannbor- legir núna, ef þær sæju til okkar! Það var hlýtt og notalegt í stóru stofunni í suðvestur RHHi Sigurjón Jóhannesson 85 ára og Snjólaug Þorvaldsdóttir. „bræður.“ Laxamýrarheimili hafði í tíð Sigurjóns og Snjó- laugar Þorvaldsdóttur verið orðlagt fyrir risnu og höfð- ingsskap og því orði hélt það alla búskapartíð bræðranna. Húsfreyjurnar — ArnþrúÖur Sigurðardóttir frá Ærlækjar- seli í Axarfirði, kona Egils, og Þórdís Þorsteinsdóttir frá Hámundarstöðum á Árskóg- arströnd, kona Jóhannesar, voru hvor um sig hinar ágæt- ustu konur og verða hús- bændur þessir jafnan minnis stæðir þeim, er kynntust sem merkisberar drenglyndis og höfðingsskapar. Að þessu sinni verður rifjuð úpp endurminning úr ferð, sem við fórum 14 Reykdælir til Húsavíkur snemma í janú- ar 1918. Veður var all gott að morgni þess dags, sem lagt var á stað, en er á daginn leið brast á grimmdar-stórhríð með 30° frosti. Vorum við þá staddir milli Núpa og Laxa- mýrar og náðum hinum síð- arnefnda bæ og var þar vel fagnað að vanda. Næstu tvo daga helzt veður óbreytt svo óhugsandi var að halda ferð- inni áfram. Svo stóð á þar á Laxamýri áð tveir vinnumenn þeirra bræðra höfðu farið þennan sama dag fram í Reykja- hverfi og urðu þar hríðtepptir hina sömu daga og við sátum á 'Laxámýri. Tókum við að horninu á Laxamýrarhúsinu, þó grenjandi norðan stórhríð in með grimmdar frosti lemdi húsið utan. Það lét hátt í ofninum, sem tók við niðursöguðum rekaviðar bút- um hverjum eftir annan og gerði þeim fljót skil. Við vorum í þann veginn að fara að segja draugasögur þegar dyrnar á Litlu-stofu að austan opnuðust og gamall maður kallaði framfyrir: Hverjir fóru í Seliö í dag? Ég vil hafa tal af þeim hérna inni hjá mér. Við Jón í Glaumbæ gengum innfyrir og heilsuðum öldungnum Sigur- jóni fyrrum stórbónda á Laxamýri. Oft hafði ég séð Sigurjón og mikið heyrt af honum sagt en kynning okkar var ekki náin, aldurs munur okkar var svo mikill. Ég þekkti feður ykkar beggja, já — já — þekkti þá vel, sagði gamli maðurinn glaðlega um leið og hann tók í hendur okkar og vísaði til sætis við lítið borð, sjálfur var hann á stjái um herbergið, að hita sér ögn fyrir brjósti eftir að hafa verið úti í ofs- anum í dag. — Þetta er ísa- stórhríð, ég ætti að fara nærri um það. — Skárra var þó að hann kom r.úna hjá því sem að hann hefði komið í vor. — Sjaldan er mein að miösvetr- a’rís segir máltækið. — Hann helti i staupin hjá okkur, en smakkaði ekkert sjálfur. — O-jæja — þið fóruð í Seliö — var ekki orðiö lítið í hlöð- unni? Það var einhver svo- lítill kuggi þarna sunnan við. Er hann rnáske búinn? Jón varð fyrir svörum — ég var bara undirvitni. — O — góö tugga sýndist okkur nú á Selinu, órótaður kugginn sunnan við og aðeins geil méð austur hliðinni í hlöð- unni, ágætis hey á beztu verkun. O, sei, sei, það fer allt sam- an upp fyrst ísinn kom Þeir bræður geta aldrei haldið í strá, þeir hafa þetta af henni móður sinni, þeir geta engum neitað. Þeir . eru ekki líkir mér! Ég setti hnefann í borð- ið — þvert nei, þegar mér sýndist — en hvaö stoðaði það? Þeir sem ég vísaði frá fóru bara til hennar — og þeir fóru ekki m$ð tóma poka — hún sá um það hún Snjólaug. — Það fór enginn frá henni tómhentur, sem þarfnaðist einhvers. Já, var hún eitthvað göll- uð þannig? sagði nafni minn með hægð. Hún Snjólaug! já, hún fór nú sínar eigin götur, hvað sem hver sagði. Heldurðu, karl minn, að ég sé búinn að gleyma því, þegar ég bað hana fyrir gamla heyið mitt. Það var haustið, sem ég fór til Kaupmannahafnar með honum Guðjohnsen. — Þá stóð 200 hesta hey hérna úti á hólnum. Sumt af því var víst orðið nokkuð gamalt lík- lega 12—14 ára, en ég hafði oft látið binda ofan í það og skipta um þak og þaö gerði ég þetta sumar. — Þetta var grænverkuð taða og eyjahey — allt saman mergur. — Þegar ég var að búa mig að heiman var heyið alltaf í huga-mínum. Þegar ég kvaddi Snjólaugu sagði ég: Ég bið þig fyrir stóra heyið Snjó- laug. Á því má ekki snerta hvað sem á gengur! Það er nóg hey annað til handa öll- um skepnum hér á Laxamýri fram úr, hvernig sem viðrar, en gamla heyið verður að standa óhreyft þegar ég kem í vor. Þú manst þetta kell- ing mín, þetta er mín eina ráðstöfun og svo er ég far- inn. Hún varpaði öndinni dá- lítið þreytulega, en svaraði engu. Þegar ég reið úr hlaði fór ég út að heyinu. Ég reið í kringum það. Hvergi var sprottin sprunga, hvergi hoía; furðu kvikur á fæti en settist Þáð er fallegasta hey sem ég við og við á rúm sitt, sem þar stóð. Mig langaði rétt til þess að heilsa upp á ykkur af því að þið fóruð í „Selið“ í dag sagði hann, um leiö komu tvö staup á boröið og nýupptekin flaska. Það veitir ekki af því hefi séð á ævi minni Það kom vikings vetur. Haf ís fyrir öllu Norðurlandi frá Mið-Góu og fram um sumar- mál. Engin sigling, ekkert skip fyrr en komið var undir fardaga. Það var komið fram (Framhald á 4. síðu.) GLEÐILEG JÓL! | | Mjólkurfélag Reykjavíkur. GLEÐILEG JOL! Bókabúð Lárusar Blöndal. GLEÐILEG JOL! Raftœkjaverzlunin Ljósafoss. GLEÐILEG JÓL! Gúmmíbarðinn h.f. GLEÐILEG JÓL! Kexverksmiðjan Frón. GLEÐILEG JOL! Bcejarútgerð Hafnarfjarðar. ! GLEÐILEG JÖL! Kexverksmiðjan Esja. GLEÐILEG JOL! i | GLEÐILEG JÓL! i I— 8 Ib La J Lm • Scelgœtisgerðin Víkingur. s ! 4 Í! i :!| Vélsmiðjan Sindri. Skóbiíð Reykjavíkur.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.