Tíminn - 23.12.1951, Blaðsíða 7

Tíminn - 23.12.1951, Blaðsíða 7
293. blað. TIMINN, sunnudaginn 23. desember 1951. 7. ■«v Þann 9. nóvember 1949, lögðum við mæðginin úr höfn með Trölla- fossi áleiðis til Ameríku. Allir far- þegar voru glaðir og fullir eftir- væntingar að fá að kanna ókunna stigu. Er kvöld var komið, tókum við á okkur náðir. Allir voru í sól- skinsskapi eftir langa og góða næt- urhvíld. Skipið brunaði áfram, klauf öldurnar tígullega. Á daginn, þegar heilsan var sæmileg, spiluð- um við á spil og ræddum saman. Að spila af mesta fjöri, er bezta meðal við sjóveiki, þá finnur maður ekki að verið sé á skipi úti á rúm- sjó. Allt gekk eftir óskum fyrstu dag- ana, svo fór að hvessa og versna veðrið og gerði þrumur og eldingar. Skipið tók að velta ákaft, og var mér ekki svefnsamt þá nótt. Tók ég því það ráö að binda mig meö lak- inu í kojuna, því ekki hefði verið notalegt að detta úr efri koju ofan á töskurnar, rúllandi um gólfið. Þegar við nálguðumst New York- strönd, eftir ellefu daga sjóferð, opnaðist okkur nýr heimur. Var þá heldur ánægjusvipur á okkur öllum, sem um borð vorum. Með því fyrsta, sem við sáum, voru risavaxnar turnbyggingar og frelsisstyttan, sem blasir við með breiðandi faðm- inn og ljósker í hendi, lýsandi hverjum þeim, er af hafinu koma. Eftir að vegabréfaskoðun hafði farið fram, fóru tollþjónarnir að glíma við ferðatöskurnar og skoð- uðu þær vel og rækilega. Því næst fengum við okkur far til flugvall- arhótelsins með farangurinn, og spurðumst fyrir um flugfar til Eu- gene í Oregon fylki, þvi þangað var ferðinni heitið, til dóttur minnar, sem býr þar og er gift amerískum manni, sem er prófessor við háskól- ann í þeirri borg! Vorum við þá svo heppin, að það átti að verða flug- ferð þangað klukkan 10 um kvöldið, svo við höfðum góðan tíma til að skoða okkur um í borginni og hitta íslenzka kunningja og hvíla okkur eftir sjóferðina, því langferðalag var framundan, hálfnað í New York. Ég hefi aldrei ferðast í flugvél að næturlagi fyrr. Við flugum yfir hverja borgina á fætur annarri og dásamlegt fannst mér að sjá alla ljósadýrðina, eins og glitrandi perl- ur, í öllum regnbogans litum, niðri á jörðinni í myrkri næturinnar. Við stoppuðum hálftíma í Chicago óg skiptum þarum flugvél. Klukk- an níu um morguninn vorum við komin til Portlands, sem er stærsta borgin í Oregon fylki. Fórum ekki lengra í flugvélinni sökum þoku. Þetta sama félag útvegaði okkur þá • áætlunarbíl, sem flutti okkur til Eugene. Er við komum þangað, var fjöldi fólks á stöðinni, sem virtist vera aö bíða eftir, að það yrði sótt af vin- um eða vandamönnum. Leituðum við þá að síma til að láta vita, að við værum komin á ákvörðunar- staðinn. Stóð þá eklci lengi á dóttur minni að sækja okkur í bílnum þeirra. Varð þá heldur en ekki fagnaðarfundur eftir þriggja ára aðskilnað. Litli sonur þeirra var veikur heima hjá pabba sínum og gat ekki tekið á móti ömmu sinni. Dóttir mín kom inn með rósir, sem voru nýútsprungnar, að láta þær bjóða okkur velkomin. Hjá dóttur minni og manni hennar vorum við i rúmt ár í góðu yfirlæti. Sonur minn var svo hepp- inn að komast á skrifstofu rétt strax, því ekki var að tala um neinn gjaldeyri að heiman. Eugene er mikil háskólaborg, skólahúsin eru mörg og er borgin yfirleitt ljómandi falleg, götur breiðar og vel upplýstar með alls- konar auglýsingaljósum, sem gerir borgina svo bjarta og yndislega. Öll verzlunarhús eru stór og mynd- arleg, sum þeirra byggð úr tígul- steinum, aftur önnur múrhúðuð eða steypt. íveruhúsin eru flest ein- býlis-timburhús. Skrauttré eru við húsin og einnig allskonar ávaxta- tré. Flestir garðar voru afgirtir með rósatrjám og var dásamlegt að sjá þá, þegar allt var í blóma. Víða eru barnaleikvellir, á sum- um stöðum sundlaug fyrir börnin að leika sér og æfa sig í sundi. Ungar stúlkur, sem eru starfinu vaxnar, eiga að kenna börnunum allskonar leiki, lesa fyrir þau sög- ur og^kenna þeim sund. Tvisvar fór ég til Canada og var mér boðið í bæði skiptin af frænd- fólki mínu. Frændi minn, Jón Ól- afsson, sém býr í San Francisco, kom i heimsókn til okkar, er hann frétti að ég væri komin til Ameríku, bauð hann mér þá með sér alla leið til Canada, að heimsækja frænd- fólk og kunningja, og vorum við sex daga í þeirri ferð. Það gengur ekki fyrirhafnarlaust að komast yfir til Canada fyrir þá, sem ekki hafa borgararéttindi, myndatökur og alls konar skriffinnska, og töfð- umst við mikið við það. Ferðinni var aðallega heitið til frænku okk- ar, Kristjönu, sem býr í New West- minster Canada, og erum við systra dætur. Var hún tólf ára, er hún fluttist með foreldrum sínum til Vesturheims. Hún eignaðist með manni sínum 8 börn. Hún varðveitti vel móðurmál sitt, og kenndi öllum börnum sínum að tala íslenzku, þrátt fyrir það þó maður hennar talaði ensku. í bakaleiðinni heimsóttum við aðra frænku mína og heitir hún Ingveldur, dóttir Árna heitins frá Oddstöðum, og er hún gift íslenzk- um myndarmanni. Var ég nótt hjá þeim. Búa þau rétt við landamærin, Canadamegin. Maður hennar var smástráklingur, er hann fluttist meö foreldrum sínum til Vestur- heims. Margar sögur sagði hann mér af erfiðleikum íslendinga þar vestra, fyrst í stað. Þeir voru pen- ingalitlir og klæðlitlir, og var hróp- að á eftir þeim af enskumælandi unglingum. Fólkinu var úthlutuð landspilda til að rækta, en hvergi var skjól yfir höfuðið. Þá var það fyrsta að byggja sér bráðabyrgða- kofa, sumir byggðu torfkofa, eh aðrir bjálkakofa. -Nú er öldin önnur, margir íslend- ingar eru vel menntaðir og skara framúr með margt, og eru í mikl- uni hávegum hafðir. í sumar sem leið, 7. ágúst, voru 75 ár liðin frá því fyrstu landnemarnir stigu á land í Vesturheimi, og var þá mik- ið um hátíðahöld. Nú eru 20 þús- und íslendingar í Canada. Fyrsta borgin við landamæri Canada Bandaríkjamegin í fylkinu Washington, heitir Blaine. Þar býr ein frænka mín, Sóllín, systir Ing- veldar, og eru þær tvíburar, voru 18 ára er þær fluttust til Canada. Nú eru þær 72 ára. Þær systur eru mjög samrýmdar og heimsækja hvor aðra á sunnudögum. Yndis- legar og hlýjar viðtökur var alls- staðar að finna, og var það ekki búið að gleyma íslenzku gestrisn- inni og veitti okkur allt sem bezt það rnátti. í Blain er nýtt elliheimili, sem heitir Stafholt og eru þar um 30 vistmenn, allt íslendingar. For- stöðukonan er Vestur-íslendingur og allt íslendingar, sem við heimil- ið starfar. Fyrir utan húsið eru bekkir handa gamla fólkinu til að sóla sig, þaö virtist vera mjög á- nægt með tilveruna. Átti ég að bera kærar kveðjur til íslands frá því öllu. Næsta borg við Blain er Bell- ingham, þar er margt af íslend- ingum. Vorum við tvær nætur þar. í þessari borg gisti ég hjá Helgu og Sveini Vestfjörð. Helga var 4 ára, er hún fluttist með forerldrum sínum til Vesturheims. Nú er hún orðin 65 ára og tíu barna móðir. Á kvöldin gerðum við okkur til skemmtunar að spila íslenzka vist, og hlaut ég þann heiður að spila á móti Maríu Bergson, móður frú Helgu, sem var oröin 96 ára gömul; var hún svo fjörug að spila að undrun sætti. Sums staðar meðfram Kyrrahaf- inu ganga vogar inn í landið. Með- fram þessum lygnu fjörðum búa gamlir og geðvondir karlar, tveir og tveir saman, einnig eiga gamlar og geövondar kerlingar sér þar litla kofa. Fer það á bátum sínum út á fjörðinn til að sækja sér í soðiö. Og með byssur sínar upp í skóginn á fugla- og dýraveiðar. Eina nótt vorum við í borg, sem heitir Seattle, er hún gríðar stór og hæðótt mjög. Háskólabyggmgar eru þar margar, þangaö sækjá oft ís- lendingar til aö vera þar við nám. Þar eru um 800 búsettir íslending- ar. Prestur er þar íslenzkur. Har- aldur Sigmar að nafni, sem kennir íslenzku við háskólann. í þessari borg býr frú Jacobína Johnson skáldkona. Tók hún okkur opnum örmum. Hús hennar er ávallt opið fyrir íslendingum. enda er oft gest- kvæmt þar. Hún býr ein með syni sínum í myndarlegu og stóru húsi. Á annari hæö þess hefur hún bóka- safn, þar geymir hún líka allskonar muni, sem hún hefir fengið, er hún var aö heimsækja fósturlandiö. Þessa muni geymir hún í kínverskri, útskorinni kistu, er sonur hennar kom með, er hann var í siglingum. Næsta morgun var svo haldið til Portlands í Oregon, og skiptum við þar um lest. Var svo haldið áfi'am til Eugene, en lestin þurfti að stoppa í Sealem, sem er höfuðborg- in í Oregon og er hún mitt á milli Portlands og Eugene. Sums staSar í Califomíu, cru höggvin svo stór göng í gegn um trc, að bílar aka í gegn um þau. í þessari borg er vani að hafa á hverju sumri allskonar dýrasýn- ingar, og eru þau dýr verðlaunuð, sem skara fram úr. Var dásamlegt að sjá þessar fallegu skepnur. Sum- ar kýrnar voru nýbornar, meö kálfa sína meö sér. ~Ég tók sérstaklega eftir einni grísamömmu, sem lá steinsofandi, þreytt eftir langt ferðalag, og allir litlu grísirnir, 8 að tölu, voru að sjúga mömmu sína af miklu kappi. Á öllu þessu ferðalagi meðal ís- lendinga, spurðist ég fyrir um Guðbjörgu fóstursystur mína, en varð ekki ágengt. Ég lét þó ekki við svo búið sitja, tók það ráð að setja fyrirspurn í bæði íslenzku Winni- peg blööin, Lögberg og Heims- kringlu. Það hreif líka. Nokkru síð- ar fékk ég bréf frá henni, þar sem hún lýsir gleöi sinni yfir því, að nú gætum við skrifazt á, þó að við gætum ekki sést. Nú vildi svo heppi- lega til, að Kristjana frænka kom frá Canada í heimsókn til okkar og bauð mér svo með sér yfir til Can- ada. Ég var ekkí lengi að hugsa mig um, og þáði boðiö fljótlega. Jafn- framt datt mér í hug að reyna að nota tækifærið um leið og heim- sækja föstursystur mína. Á leið- inni spui'ði ég Kristjönu frænku, hvað langt væri frá henni til Van- couver í British Columbia, og sagði hún mér, að það væri næsta borg. Fórum við svo þangað næsta sunnu- dag, og dvaldi ég þar í heila viku. Fóstursystir min er nú orðin 75 ára, en maður hennar 90 ára, íslenzkur að ætt. Eru þau bæði hjá dóttur sinni, sem er líka gift manni af ís- lenzkum ættum. Sýndu þau mér alla boi'gina, og er hún mjög falleg og stór. Þar er elli- heimiii, sem heitir Höfn, og er það tvær hæðir. Alls eru vistmenn milli 30—40, allt íslendingar. Forstöðu- koiran þar er frú Björg Tomsoix. Kvöldið áður en ég fór frá fóstur- systur minni, var mér haldið skiln- aðarsamsæti, og nokkrum íslend- ingum boöið úr nágrenninu. Var spilað á hai’moniku, dansað og sungin íslenzk lög. Ég held að ald- ursforsetinn hafi sungið allra mest, þó 90 ára væri. Einn sólbjartan ágústmorgun lögðum við öll af stað, áleiðis til Califox-níu, en litla kisa varö þó að vei'a eftir, og var henni komiö fyrir í fóstur hjá nágrannafólki. Það var rnikil tilhlökkun að sjá alla dýrðina í Califoi'níu. Við fórum meðfram Kyi-rahafsströndinni í Norður- Californíu, gegnum háan og þéttan skóg, sem var b'eggja megin vegar- iixs, svo ekki sást annað um tíma en þjóðvegurinn fi'amundan, þar ftil komið var að tré einu, merktu, og stoppuðuxn við þar. Var mér sagt, að það væri hæsta tré í heimi, og er það 364 fet á hæð og gildleikinn eftir því. Það er alveg bert, nema (Framhald á 8. síð'uú

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.