Tíminn - 23.12.1951, Blaðsíða 10

Tíminn - 23.12.1951, Blaðsíða 10
>o«v 10. TÍMINN, sunnudaginn 23. desember 1951. 293. blað GLEÐILEG JOL! i i Olíufélagið h.f. \ í J GLEÐILEG JÓL! Þvottamiðstöðin. GLEÐILEG JÓL! H.f. Ölgerðin Egill Skallagrímsson. GLEÐILEG JÓL! H.f. Shell á Islandi. GLEÐILEG JÓL! Hvannbergsbrœður. GLEÐILEG JOL! Verzlanir Halla Þórarins h.f. j i í GLEÐILEG JÓL! Vélsmiðjan Héðinn h.f. GLEÐILEG JÓL! Prentmyndagerðin Litrof. j i r! GLEÐILEG JÓL! Storholtsbúð, Stórholti 16. I GLEÐILEG JOL! Litla-Blómabúðin. að nú væri Gunna komin heim og ætlaöi að líta inn til sín. Frúin stóð upp og gekk úr stofunni yfir í svefnher- bergiö. Tungl í fyllingu skein inn um svefnherbergisglugg- ann. í tunglskinsbjarma við hjónarúmið stóð Karitas og horfði æðislega á frúna. Frúnni hnykkti við, svo að hún hopaði á hæli og fékk hjartslátt, en hún beit á vör- ina til að kæfa ópið, sem kom fram á varir henni. En rétt í þessum svifum kom Gunna inn og sýnin var horfin. Frúin sagði Gunnu, að sig langaði í kaffisopa og nú skyldu þær hita sér kvöid- kaffi. Hún haíði ckki kjark til að fara strax að hátta, en hafði orðið meira um en svo, að hún vildi segja Gunnu frá fyrirburðinum. Þær sátu enn í eldhúsinu þegar Þorbergur kom heim klukkan rúmlega 2. Hann var glaður og reifur. Ungur maður hafði verið fár- veikur af botnlangabólgu. Læknir skar hann up á bekkn um, sem hann svaf á, og allt gekk ágætlega Svo sendi hann eftir ljósmóðurinni, sem bjó þar nærri, til að annast hjúkrunarstörfin fyrstu dag- ana. Þegar læknishjónin voru háttuð, sagði frúin manni sín- um hvað fyrir sig hefði borið. Hann bað hana blessaða að hætta svona rugli. Hún yrði að hafa Gunnu heima hjá sér, þegar hann væri í burtu, því að hún mætti ómögulega verða taugaveikluö. Reimleikarnir í læknishús- inu urðu helzta umræðuefnið í Norðurvogum þetta haust. Hvar sem Gunna sýslumanns- ins kom — og hún kom nokk- uð víða — var hún spurð nýj - ustu frétta af reimleikunum, og hún hafði oftast eitthvað að segja. Fáir gerðust hins vegar til þess að tala við læknishjónin j um þetta, enda eyddu þau því tali jafnan En samt var það altalað, að Karítas fylgdi lækninum og heimili hans. Þorbergi lækni leiddist þetta. Hann sagði konu sinni oft, að þetta væri bara vit- leysa, og vanfærum konum væri hætt við ýmiskonar smávegis taugaveiklun, í- myndunum og ofskynjunum. Ómögulega mætti hún láta rausið úr henni Gunnu um aðsókn og væntanleg ósköp gera sig veiklaða. Annars væri líklega réttast, að þau skiptu um vinnukonu, — en það af- tók frúin með ölju og sagði í gamni, að honum væri þá víst bezt að skipta um eiginkonu um leið. Annars hafði læknir þung- ar áhyggjur af þessu öllu. Satt að segja hafði honum sjálfum stundum heyrzt eitt- hvað, sem ekkert var, og þó að þetta væru ofsjónir í kven- fólkinu, var það þó engin uppgerð, og ofsjónir og of- heyrnir gátu verið nógu bölv- að viðfangsefni. Auðvitað lá Karitas í gröf sinni og var öll — búin að vera — en hvers vegna rataðist þeim á að setja þetta í samband við hana? Var almenningsálitið hefna fyrir hennar hönd með því að vekja hana upp og láta hana fylgja honum? Hann var þó sannfærður — ja — livenær var maður eig- inlega sannfærður? Því var ver og miður, að liann gat ekki skýrt þetta nógu vel fyr- ir konu sinni, jafnvel þó að liann segði lienni allt um blinda blettinn á auganu og ofskynjanir, sem fólk sæi stundum út undan sér í Ijósa- ! GLEÐILEG JOL! Verksmiðjan Fönix. GLEÐILEG JÓL! O. Kornerup. GLEÐILEG JOL! Verzlunin Olympia, Laugaveg 26. GLEÐILEG JÓL! Verzlun Valdemars Long, \ Hafnarfirði. \ ! \ GLEÐILEG JOL! Jón Matthiesen, Hafnarfirði. \ GLEÐILEG JÓL! Valdemar Poulsen, Klapparstíg 24. GLEÐILEG JÓL! Egill Jakobsson h.f. GLEÐILEG JÓL! Járnvöruverzlun Jes Zimsen h.f. GLEÐILEG JÓL! Vélsmiðjan Steðji. | GLEÐILEG JÖL! I ! , | Eggert Kriatjánsson & Co.Ji.f. S ■ U—n-ii-i , .... ^

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.