Tíminn - 23.12.1951, Blaðsíða 6

Tíminn - 23.12.1951, Blaðsíða 6
TÍMINN, sunnudaginn 23. descmber 1951. 293. blaS KAR Frli. af 5. siSu. um, sem lá heim a5 prests- húsinu. — Kirkjan hefir það hlut- verk, svaraði séra Brynjólfur, að kenna okkur aö meta menn :ina og miða allt við gildi þeirra og þroska, en ekki ytri hamingju og veraldlega sig- 'ursæld. Kirkjan kennir, að iiangt líf sé engin fullkomn- inar og í sjálfu sér lítill sig- :ur. Fegurð lífsins sé fyrir öllu, jpví að dauðinn er aðeins nátt- irulögmál og eðlilegur þáttur :i lífinu. — En máttu annars ekki vera að því að koma oiiöggvast inn með mér? Þorbergur afþakkaði boðið, ■kvaddi prest stuttlega og gekk ■snúðugt leið sína. — Við tölum saman seinna, sagði prestur og bauð góða :iótt og þakkaði fyrir sam- xylgdina. Læknirinn var undarlega gramur eftir þetta stutta við- tal. Þarna sá hann það. Þessi maður kom með sína eymdar- íhuggun í slóð læknisins og dauðans, og honum var tek- ;ið sem velgjörðamanni, þar sem ekkert var lækninum að þakka. Þó var kenning hans andstyggilegust allra deyfi- iyfja. Þorbergur læknir leigði herbergi í húsi einu innarlega :i þorpinu hjá gömlum hjón- um. Húsráðandinn hét Jóa- kim, og var gamall skútuskip- stjóri, en annaðist nú símstöð jþorpsins. Læknir hafði fæði hjá þeim hjónum og þar í húsi hafði hann viðtalsstofu og .iyfjabúð. Vinnukona var hjá þeim hjónum. Það var ung stúlka, sem Karitas hét. Hún var hæglát stúlka hversdagslega, vann verk sín samvizkusam- lega og með hljóðlátum hætti. Þorbergur hafði veitt henni athygli fyrstu dagana, því að stúlkan bauð góðan þokka og haföi mjúkan og viðfelldinn vöxt, en honum hvarf skjótt allur áhugi á þessari mann- eskju. Hún var illa að sér og honum fannst sér ósamboðið að kanna frekar þá andlegu flatneskju, sem honum virt- ist þar vera. Morguninn eftir að Þor- bergur læknir talaði við séra Brynjólf, lá hann hálfklædd- ur í herbergi sínu. Hann hafði sofið illa. Nú fletti hann bók, án þess þó að geta fest hug- ann við nokkuð. Læsi hann síðu og síðu, mundi hann þó ekkert hvað á þeim stóð. Þá kom húsfreyja að máli við hann. Hún sagöi, að hann ætti nú að líta fyrir sig á hana Karitas. Hún hefði ver- :ið eitthvað svo miður sín og sjálfri sér ónóg undanfarna daga, án þess þó að kannast við að nokkuð sérstakt væri að sér. Nú hefði hún ekki lát- :ið stúlkuna fara á fætur. Vildi :nú ekki iæknirinn líta til henn ar, þegar hann hefði drukk- :ið morgunkaffið? Það var svo sem ekki nema sjálfsa’gt. Þegar læknir rölti upp á loft :ið var hann að hugsa, hvort jþað myndi nú verða næsta iánið hans, að þessi stúlku- aind undir sama þaki og hann veslaðist upp. Karitas settist upp í rúm- ínu og tók kveðju læknisins. Hann þreifaði á lífæðinni og lagði síðan lófann við enni stúlkunnar. Þá fannst honum ailt í einu, þegar þessi stúlka hvíldi með höfuðið við hönd hans, að honum byðist enn nokkur sætleiki fyrri lífs- ITAS nautnar. Hann leit í augu hennar og þar fann hann það örugga trúnaðartraust, er hann þráði. — Ég held þú hafir ekkert með þetta ljós að gera, sagði læknirinn og gekk fram aö dyrunum til að ná i slökkvar- ann. Um leið sneri hann lykl- inum í skránni. Svo settist hann á stokkinn hjá stúlk- unni og lagði handlegginn ut- an um hana, en hún hneig titrandi að barmi hans. Þor- bergur læknir hafði fundið sjúkling, sem hann gat lækn- að. Sýslumannsdóttirin var komin heim. Hún kom viku fyrir jól og Þorbergi lækni fannst, að skammdegið væri þegar liöið. Annan dag jóla var hann í boði hjá sýslu- mannshj ónunum og kom ekki heim fyrr en langt var liðið á nótt. Þau Ásdís höfðu rifjað upp fyrri kunningsskap, og fannst víst hvoru um sig, að hitt væri heillandi. Morguninn eftir vaknaði Þorbergur læknir seint. Hann lá kyrr í rúmi sínu og lét hug- ann dvelja við dásemdir og unað liðinnar nætur. Þá var drepið létt á dyr og samstund is kom Karitas inn. Hún bauð góðan daginn, settist á stokk- inn hjá lækni og strauk hár hans frá enninu. — Er vinur minn þreytt- ur? sagði hún bliölega. En nú var Karitas enginn aufúsugestur á þessum stað. Þorbergur fékk allt í einu ó- geö á þessari manneskju og fannst hún bæði frek og heimsk. Ef til vill hefir líka sú tilfinning, að þessi heim- sókn væri ósamrýmanleg sæludraumum næturinnar gert honum gramt í geði. Hann sneri sér undan og bað stúlkuna að láta sig vera í friði. — Ætlar vinur minn að hvíla sig lengur? sagði Ka,ri- tas og strauk hendi um vanga læknisins. Þorbergur skildi aldrei síð- an þá vanstillingu, sem nú greip hann. Hann settist snögglega upp og rak stúlk- unni löðrung. Karitas féllust hendur og hún horfði undrandi á lækn- inn. Svo dró ský yfir svip henn ar og augun stöfuðu myrkri örvæntingu. Nú skildi hún, að hún var þessum manni minna en einskisvirði. Hún stóð hratt upp og hljóp út, reikul i spori. Þorbergur iðraðist þegar fljótræðis síns. Að vísu fannst honum það gott, að Karitas hefði nú áttað sig á því, að þau ættu ekki samleið, en það hefði samt verið skemmti- legra, að þetta hefði farið ró- legar að sér. Það var liðinn röskur hálf- tími frá því Karitas fór, þeg- ar Jóakim gamli snaraðist inn til læknisins og sagði: — Komdu upp til hennar Köru. Ég held hún liggi dauð inni hjá sér. Læknirinn fór umsvifalaust með húsráðanda. Það var ekki um að villast. Karitas lá ör- end á gólfinu i herbergi sínu. Læknirinn sá, að hún hafði tekið inn eitur og hér yrði engu umþokað. Hann sá enn sömu örvæntinguna í brostn- um áugunum og þegar þau skildu um morguninn. Á hægrí vanganum var óeölileg- ur, bláleitur roði. — Stúlkan hefir orðið bráö- kvödd, sagði læknirinn eftir lauslega athugun. — Nú — og hvers konar bráðkvaðning er það? spurði shnstj órinn. Læknirinn rétti sig upp og svitadropar tindruðu á fölu enni hans. — Hún hefir bara oröið bráðkvödd, tautaði hann. — Hún .var aldrei hraust, hún Karitas vesalingurinn, sagði húsfreyja. En ekki átti ég von á þessu. Hún hefir ver- ið svo frísk síðan hún fékk hjá þér pillurnar í haust. Það er oft fjölmennt við jarðarfarir, þegar menn hafa látist með sviplegum hætti, og svo var við útför Karitasar. Þorbergur læknir hafði tekið sér sæti framarlega í kirkj- unni. Hann tók lítið eftir ræðu séra Brynjólfs framan aí. En svo sagði prestur: — Viö spyrjum hvort þetta hafði þurft að fara svona. Okkur gengur svo illa að sætta okkm vio óeð’iilegt fráfall þesa, sem er ungur. Okkur grunai, að einhverntíma hafi ef th vill verið brotið gegn einhverju því lögmáli, sem líf- ið veröur að virða. En við kunnum ekki að rekj a orsaka- sambandið. Þess vegna er það bezta, sem við getum nú gert, að sameina hugi okkar í bæn, minnugir þess, að engin vís- indi eru æðri og ofar vísind- um kærleikans. Síðan flutti prestur bæn fyrir lifendum og dauðum. Þorbergi 1 virtist prestur reyna að haga orðum sínum svo, að þau næðu einnig að hjörtum trúlausra manna. Til hvers átti maöurinn sér trú, ef hann var að fela hana? Hví var kirkjunnar þjónn að tala eins og leitandi vantrú- armaður? En nú fannst hon- um þó, eins og hlýir straumar góðleiks og samúðar léku um sig meðan prestur flutti bæn- ina. Og áður en hann vissi sjálfur af var hugur hans orð inn gljúpur bænarhugur, sem öllum og öllu óskaði góðs. En þetta var raunar ekki neitt annað en það, sem sjálfsagt var og góðum manni eins og honum eiginlegt. Að lokum mælti séra Brynj- ólfur: — Svo felum við þá þessa framliönu systur þeim guði kærleikans, sem notað getur jafnvel ólíklegustu atvik til að stuðla að þroska og heill breyskra barna sinna. Þorbergi lækni fannst prestur snúa þessum orðum sérstaklega til sín. Auðvitað vissi hann það, sem í dánar- vottorðinu stóð, að stúlkan hafði tekið inn eitur. En prestur vissi samt ekki neina ástæðu til aö setja það í sam- band við hann. Var hann kannske farinn að bila á taugum? Sýslumannshjónin fluttu frá Norðurvogum vorið eftir en daginn áður en þau fóru héldu þau brúðkaup dóttur sinnar og héraðslæknisins. Ungu hjónin tóku svo við sýslumannshúsinu. Læknir vildi láta tengdaföður sinn gifta sig, en sýslumannsfólk- ið kunni betur við að séra Brynjólfur gifti, og það réði þesáu. Þegar prestur var að því kominn að lýsa blessun yfir brúðhjónunum, kom dálítiö hik á hann, þó að það yrði naumast slík truflun, að nokk ur tæki eftir. Séra Brynjólfur hafði aldrei veriö skyggn, en nú sá hann þó greinilega, að Karitas stóð á milli brúðhj ón- anna. Honum hnykkti við og kom raunar margt í hug, en hélt svo athöfninni áfram. (Fnunhakl á 0- síöu). I GLEÐILEG JÓL! Veiöarfœragerð íslands. GLEÐILEG JÓL! Prjónastofan Hlin. GLEÐILEG JÓL! Sundhöllin, Simdlaugarnar. GLEÐILEG JÓL! GLEÐILEG JOL! Raflampagerðin, Suðurgötu 3. f í GLEÐILEG JÓL! Litir & Lökk h.f. GLEÐILEG JÓL! Harpa h.f., málningarverksmiðja. I GLEÐILEG JOL! Verkstœði Björgvins Frederikssen. ! GLEÐILEG JÓL! Kjötverzlanir Hjalta Lýðssonar h.f. ! GLEÐILEG JÓL! Vélaverkstœði Sig. Sveinbjarnarsonar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.