Tíminn - 23.12.1951, Blaðsíða 11

Tíminn - 23.12.1951, Blaðsíða 11
293. blað. TÍMINN, sunnudaginn 23. desember 1951. 11. GLEÐILEG JÓL! Btlasmiðjan h.f., Skúlatúni 4. GLEÐILEG JÓL! Tjarnarcafe h.f. Daníel Ólafsson & Co. GLEÐILEG JÓL! Belgjagerðin h.f. GLEÐILEG JÓL! Hótel Borg. I GLEÐILEG JÓL! Prentsmiðjan Edda h.f. GLEÐILEG JOL! Kjöthúðin, Skólavórðustíg 22. GLEÐILEG JÓL! I i Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna. j í GLEÐILEG JÓL! skiptum. Hún hlustaði og spurði hvort hann hefði séð þannig aukamyndir eða hvort hann gæti séð slíkar ofskynj- anir í rökkrinu þegar hann vildi? Þegar hann játaði þessu ekki vífilengjulaust, spurði hún sakleysislega, hvort hann hefði ekki réttsköpuð augu eins og annað heilbrigt fólk? Honum fannst stundum, að hún jafnvel drægi dár að vísindunum sínum. Og það var ef til vill verst af öilu. l GLEÐILEG JOL! GLEÐILEG JÓL! | Hið íslenzka steinolíuhlutafélag. j 1 GLEÐILEG JÓL! Kjöthúð Sólvalla, Sólvallagötu 9. Nokkru fyrir jólin heirn- sótti læknisfrúin séra Brynj- ólf og sagði honurn hispurs- laust frá þessum reimleikum. Hún hafði þá fjórum sinnum séð svipinn, og var næsta kvíðandi vegna þessa. Satt að segja vissi hún ekik hve lengi hún hefði stjórn á sér. Prestur lét hana segja frá, horfði fram undan sér og spurði einstakra spurninga. Svo stóð hann upp og gekk þegjandi um gólf um stund. Síðan settist hann aftur. — Ég veit litlu meira en hver annar, sagði hann. Við lifum í trú en ekki skoðun. En ég hefi dálitla lífsreynslu af því, að stundum hefir verið talað við mig í einlægni Það má líka nefna það að opna hjarta sitt. Síðan sagði hann frúnni, að mestu máli skipti hér sem annars staðar að láta ekki óvild og hatur ná valdi yfir sér. Hvað sem þetta væri, skyldi hún mæta því með góðum huga. Séra Brynjólfur talaði hægt og frúin hlustaði þegjandi á. AÖ lokum mælti prestur: — Jafnvel þó að hér ætti að verða harmsaga, væri skemmtilegra, að framhald hennar yrði fallegt, og þá er þitt að gæta þess, að ekki falli blettur illgirni á hjarta þitt. Ég trúi því, að kærleikurinn geti boðið myrkrinu byrginn og góðviljaður maður eigi sér allfcaf verndarengla. Varastu hræðslu og hefnigirni. Góðfús maður hefir ekkert að óttast. Þetta er mín trú. Þegar frúin kvaddi, sagði prestur, að henni finndist ef til vill, að hún hefði lítið til sín sótt. — Nú er ég miklu öruggari, svaraði hún. Litlu seinna hafði Þorberg- ur læknir verið sóttur til konu í barnsnauð. Frúin gekk til rekkju nokkru eftir venjuleg- an háttatíma. En þegar hún kom í svefnherbergið brá henni í brún. Karítas var komin í hjónarúmið á undan henni. Frúin minntist þess, sem séra Brynjólfur sagði, að var- ast hræðslu og heift. Hún gekk að rúminu og fór rólega að afklæðast. Svo lagðist hún fyrir við hliðina á Karítas. Ásdís leitaði í huga sér að bænarorðum og mælti siðan í hljóði: O sálarfaðir signdu nú hvert' auga, en sér í lagi þau, sem tárin laugá, og sendu miskunn öllu því, sem andar, en einkum því, sem böl og mæða grandar. Þetta vers hafði hún yfir aftur og aftur Frúin vissi aldrei hvort það bar fyrir hana í vöku eða svefni. Karitas reis upp við olnboga í rúminu og mælti: — Það verður þrönt um okkur tvær, þegar Þorbergur kemur. — Rúmið er ekki nema fyrir tvennt, en annars er ég ekki vön að reka fólk út, svaraði frúin. Verzlunin Fell. Sími 2285. GLEÐILEG JOL! Verðandi, veiðafœraverzlun. GLEÐILEG JÓL! Ásgeir Ólafsson, Vonarstrœti 12. GLEÐILEG JÓL! Ofnasmiðjan h.f. GLEÐILEG JOL! Gísli J. Johnsen, Hafnarhúsinu. GLEÐILEG JOL! GLEÐILEG JÓL! Útvegsbanki íslands h.f. Tryggingastofnun ríkisins. — Þess þarf ekki, svaraði' í svip stúlkunnar, þegar hún Karitas. Nú fer ég sjálf, en ég ætla samt að fá að vera hjá ykkur. Að svo mæltu var hún horf- in.. — Læknir kom ekki heim fyrr en undir morgun. Þá hafði hann náð efnilegum tviburum lifandi og móðurinni heilsaö- ist vel. Þreyttur og ánægður lagðist hann til svefns. Þennan morgun dreymdi hann Karitas. Honum þótti hún sitja á rúmstokknum hjá sér og horfa blíðlega á sig með ást í augum eins og stundum áð- ur. Svo mælti hún: — Þú átt góða konu, Þor- bergur. Aldrei hafði Þorbergur iðr- ast þess jafn átakanlega og nú, hver skilnaður þeirra Karitasar varð. — Geturðu fyrirgefið mér, sagði hann. ÞaÖ var sama rólega blíðan svaraði: — Þér get ég aldrei unnið mein, en geturðu fyrirgefið þér sjálfur? Eftir þetta bar aldrei á reimleikum á heimili Þorbergs læknis. Læknishjónin í Norðurvog- um áttu nýlega silfurbrúð- kaup. Þau njóta óvenjulegra vinsælda og una sér hið bezta. Þau eiga fimm börn, sem öll eru gjörvuleg með afbrigðum Þó er það almæli, að elzta dóttirin beri af þeim. Hún heitir Karitas og er 24 ára, sérstök lánsmanneskja. Tvisv ar hefir hún bjargazt úr brýnni lífshættu með undur- samlegum hætti. Henni þykir alt vel gefiö þegar frá er dregið eitt lík- amslýti. Hún hefir valbrá á hægri vanga.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.