Tíminn - 23.12.1951, Blaðsíða 12

Tíminn - 23.12.1951, Blaðsíða 12
35. árgangur. Reykjavík, desember 1951. Reykjavík, Jólaheimsókn í pósthúsið (Framhald af 1. síðu). og þannig mætti lengi telja. Niður í kjallara er bögglapóst stofan, þar sem kassar af mis munandi stærðum setja svip sinn á tilveruna og eiga mis- munandi langa ferð fyrir höndum. Oft eru mörg bíl- hlöss borin út á bakinu á flutningabílana í lögregluport inu, því ekki dugir annað en nota til þess bakið. En þeir póstmenn, sem bjartsýnastir greinilega eru merkt, en nafn bótin er gripin úr lausu lofti, eða að minnsta kosti ekki vel þegin af viðtakenda. Stund- um er þetta saklaust grín og jstundum eiga jafnvel þjóð- skáldin það til að koma fram- leiðslu sinni á framfæri með því að bæta henni við utaná- skrift á sendibréf. Nú leysir aukin bókaútgáfa vel allar hinar bókmennta- legu þarfir, en þó hvað þetta A efri inyndinni sésl, þegar verið er að láta póstinn í pokana til hinna ýmsu póstafgreiðslustöðva úti á Iandi. — Neðri myndin er úr bögglapóststofunni. Þar sem bak póstmannsins er ennþá traustasta hjálpartækið. eru á tilveruna trúa hverjum öðrum fyrir því, að einhvern tíma kunni þessir pokar að renna á færiböndum, og þá sé bakið orðið óþarft í stofn- uninni, líka fyrir poka með venjulegum pósti. Fróðir menn segja oss líka að þann- ig sé það viða í útlöndum og þurfi kannske ekki mjög langt að fara. En hvað sem um þaö má segja, hlýtur annars í alvöru að því að lcoma, að tæknin haldi líka innreið sína inn fyrir póst'veggina, úr því hún er komin í loftið, á landið og i sjóinn með póstinn, þegar kemur út fyrir veggi gulu byggingarinnar við pósthús- stræti. Við skulum hugsa okkur aö. I lúðurinn, sem málaöur er ut- | an á pósthúsið við strætið, sem ber nafn þess, fari einn góðan veðurdag að blása og tilkynni okkur um það, að nú sé pósturinn kominn. Saga póstsins er skemmtileg og heillandi, en við látum hana fara um lönd og leið að sinni og snúum okkur aftur að skyndiheimsókninni í póst- húsið. Póstmennirnir lenda oft í' sérkennilegum og skemmtileg um ævintýrum viö starf sitt. Þeir fá stundum bréf, sem hægt er að koma til skila og stundum koma fyrir um efni, sem ekki rúmast í bókunum, sem gefnar eru út fyrir jólin. Jón glænefur og gott hangikjöt. Stundum koma einkenni- legar sendingar frá erlendum verzlunarhúsum, eins og þeg- ar Jón Glænefur á Fávita- götu nr. 15 í Reykjavík fékk í póstkröfu talsvert af góðri vöru frá þekktu erlendu verzl- unarfyrirtæki, og eitt sinn fengu Skagfiröingar marga póstpoka frá einu og sama danska vöruhúsinu, meö ó- kennilegum nöfnum heimilis- fólks. Var þetta heljarmikill ,kata- log‘ með myndum og verð- listum, þar sem Skagfiröingar áttu að sjá og kynnast öllum heimsins lystisemdum og og panta þær síðan í póst- kröfu undan koparþökum Kaupmannahafnar norður að Dumshafi. Vonandi komust þessar bækur til Skagfiröinganna, svo þeir hafa getaö kynnst og gert upp við sig hvað þeim fannst eftirsóknarverðast í veröldinni og vissulega gátu póstmennirnir ekki að því gert, að fyrir ofan rétt bæj- arnöfn stóð í mannanafna- línu torkennilegar setningar til að lesa sundur eftir póst- sendingar, svo sem „Gott hangikjöt", „Guðrún býr til sterkt kaffi“, „Jón tekur í nefið“, „Vakri skjóni er vilj- ugur“ og svo framvegis. Starfsemi póstsins hefir breytzt mikið á allra síðustu árum, með auknum hraða og tíðari póstsamgöngum, þótt pósthúsið í Reykjavík hafi lítið breytzt, þá eru gerðar vaxandi kröfur til þeirra, sem þar leysa hin daglegu störf af hendi: Laun heimsins eru vanþakklæti. Flugfeýðir með póst eru nú rninnst vikulegar milli landa og stundum oftar og skipa- ferðir tíðar. Póstur fer nú nokkuð víða daglega um landið, en þó er víða miklu ■ lengra á milli póstferða en mönnum finnst að hægt væri með góðu móti, en allt horfir | það einnig til bóta. \ Á pósthúsafgreiðslunni er daglega mikill gestagangur. Menn koma þar með.áhyggj- ur sínar og góðar fréttir inn- an í bréfum, sem bera utaná- skrift og póstmanninum er falið að koma bréfinu til skila, hvort sem viðtakandinn er austur í Kína, í Flóanum eða við Laugaveginn. Oftast tekst þetta fljótt og vel, en við i skulum ekki vera allt of hvat- vís að dæma vini okkar póst- mennina, ef eitthvað fer af- laga, því það eru alltaf nógir til að vanþakka þeim, sem gera sitt bezta og eru að hjálna okkur við aö koma skilaboðum heimsálfanna í niilli, eða frómum óskum um gleöileg jól milli húsa í höf- uöstaðnum. gþ. GLEÐILEG JÓL! S. Árnason & Co. GLEÐILEG JOL! j i Fœðiskauþendafélag Reykjavíkur. | GLEÐILEG JOL! Reykhúsið. \ \ ! GLEÐILEG JÓL! Herðubreið. | í í GLEÐILEG JÓL! Lífstykkjabúðin. GLEÐILEG JÓL! Raforka, Vesturgötu 2. GLEÐILEG JÓL! Verzlun Sigurðar Halldórssonar, Öldugötu 29. GLEÐILEG JOL! Ferðaskrifstofa ríkisins. GLEÐILEG JÓL! 1 Verzlun Árna J. Sigurðssonar, Langholtsvegi 174. GLEÐILEG JOL! Hótel Vtk. GLEÐILEG JÓL! J arðhúsin. _ -

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.